Helgarpósturinn - 24.07.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 24.07.1995, Blaðsíða 7
 IWA'NWÐWGWR FRETTIR 11 banna fjölmiðlum aðpg að domum Már Pétursson héraðsdómari. Finnst að fjöl- miðlar eigi ekki að hafa aðgang að dómum. Fyrir skömmu krafðist Már Pétursson, dómari við Héraðs- dóm Reykjaness, dómarafund- ar við réttinn. Erindi fundarins var að brýna fyrir mönnum að endurrit dóma verði ekki af- hent fjölmiðlum nema viðkom- andi dómari samþykki það fyrst. Nefndi Már sérstaklega í samtali við Póstinn að ekki ætti að afhenda aðilum eins og Morgunpóstinum eða DV dóma. Fjölmiðlamenn eru ekki alls kostar sáttir við þessa ákvörð- un, þar sem dómarar fá þarna vald til að stjórna umfjöllun fjölmiðla um sakamál. Már vísar til reglugerðar þar sem sagt er að aðeins þeir sem hafi réttarlegra hagsmuna að gæta fái að sjá dóma. „í þrengstu merkingu eru það einvörðungu aðilar mála sem eiga rétt á dómum gegn rit- launum. Morgunpósturinn eða blöðin eiga engan rétt á end- urritum dóma frá okkur, það er svo einfalt," sagði Már. Lögmaður sem Pósturinn ræddi við fullyrti að allir dóm- ar sem kveðnir væru upp væru opinber gögn. „Það er hluti af réttarkerfinu að fjölmiðlar hafi aðgang að dómstólunum." Hann segir og að það sé aldrei hægt að banna aðgang að dóm- um, „enda væri skrýtið að dæma menn á laun“. Hann sagði ennfremur að ef slíkar reglur væru til, sem takmörk- uðu aðgang að dómum, væri það stjórnarskrárbrot. Már segir það hneyksli að Hér- aðsdómur Reykjavíkur skuli láta blöðin hafa dóma og þau vinnu- brögð séu ekki til fyrirmyndar. Þar hefur verið farið eftir þeirri reglu að um leið og dómur hef- ur verið kveðinn upp og skráð- ur í dómabók hafa endurrit verið afhent. Friðgeir Björnsson, dómstjóri hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, segist ekki vita betur en það hafi tíðkast í ára- tugi að afhenda þannig end- urrit gegn greiðslu ritlauna. Samkvæmt heimildum Pósts- ins var dómarafundurinn hald- inn í kjölfar umfjöllunar um Valgeir Kristinsson lögfræðing í Póstinum í byrjun júlí. Valgeir hafði klúðrað málum þannig í fasteignaviðskiptum að hjón töpuðu skuldlausri íbúð vegna lélegrar samningagerðar, en Már dæmdi í því máli. Að- spurður um hvort þetta væri í tengslum við mál Valgeirs heimtaði Már að blaðamaður segði honum hvaðan hann hefði þær upplýsingar. Þegar hann fékk ekki svör frá blaða- manni heimtaði hann afsökun- arbeiðni vegna þess að hringt væri í hann á sunnudegi. Eftir það lauk Már símtalinu og skellti á.B Sigurgeir ásamt eiganda fuglanna, Trausta Hjálmarssyni frá Langstöö- um, og bræðrum Trausta, þeim Ágústi og Rúnari. inn og stúlkan kemur þá vaðandi að þeim, greinilega óhrædd við lögguna," segir Sigurgeir. LÖGGANIEYFÐI PARINU AÐ FARA PROFLAUSU A NUMERSLAUSUM BIL „Ég fylgdist síðan með fram- vindunni úr fjarska. Bíllinn, grár BMW, var númerslaus. Lögregl- an ræddi góða stund við mann- inn og hann hefur heldur betur logið hana fulla því parinu var leyft að fara fljótlega þrátt fyrir að bíllinn væri númerslaus að því er ég best gat séð og ástand- ið á þeim eins og það var,“ segir Sigurgeir. Síðar kom í ljós að Sig- urjón var ökuréttindalaus og bíll þeirra stolinn. „Þessir lögreglu- menn voru sumarafleysinga- menn og hafa náttúrulega verið reynslulitlir," segir Sigurgeir. Hann segir að lögreglumennirnir hafi hringt úr bíl sínum eins og Hrafnsungarnir tveir sem Bonnie og Clyde gáfu skammvinnt frelsi. til að grennslast fyrir um fólkið. Hafi svo verið hefur augljóslega ekkert komið út úr því. Þau Sigurjón og Sigríður voru handtekin síðar um daginn í Grímsnesi. Sigurgeir telur að þessi afskipti lögreglunnar af þeim skötuhjúum á Þingborg hafi orðið til að farið var að grennslast fyrir um þau. IURMORGUM INNBROTUMIBILNUM Þau Sigurjón og Sigríður voru að koma utan af landi úr yfir- gripsmiklum innbrotaleiðangri og bíll þeirra var úttroðinn af góssi. Þau brutust inn á fjórum stöðum í Vopnafirði og stálu þar miklu magni af áfengi, bjór og matvælum auk geisladiska, ávís- anahefta og peninga. Einnig brutust þau inn í Heilsugæslu- stöðina á Kirkjubæjarklaustri og stálu þar miklu af lyfjum, en þau eru bæði fíkniefnaneytendur. Lyfin földu þau í hrauninu utan við bæinn og vísuðu síðan lög- reglunni á þau eftir handtökuna. Parið játaði samviskusamlega þær sakir sem á það voru born- ar og fékk síðan að fara frjálst ferða sinna. Rannsókn málsins er ólokið og óvíst hvenær henni lýkur vegna sumarleyfa hjá lög- reglunni. Bifreið þeirra Sigurjóns og Sigríöar hjá lögreglunni á Selfossi. Eins og sjá má er bíllinn númerslaus. Mynd: gks, Sunnlenska fréttablaðið SjGRÍÐUR SKRÁf) FYRIR BILNUM SEGIR LOGGAN Haft var samband við lögregl- una á Selfossi. Sá er varð fyrir svörum þar sagðist aðeins hafa verið lauslega tengdur rannsókn málsins en að sá sem stjórni henni sé farinn í sumarfrí. Þessi lögreglumaður sagði að bíllinn sem parið var á hefði verið á nafni Sigríðar og að hann hefði verið á númerum. Á mynd, sem tekin var af bílnum framan við lögreglustöðina og birtist í Sunn- lenska fréttablaðinu þrettánda júlí, sést hins vegar að bíllinn er án númera, eins og Sigurgeir á Þingborg sagði hann hafa verið. Lögreglumaðurinn staðfestir að Sigurjón sé ökuréttindalaus. Að- spurður segist hann engar skýr- ingar geta gefið á því að parinu skyldi vera leyft að fara frjálst ferða sinna þrátt fyrir augljósa annmarka á áframhaldandi ferðalagi þeirra. „Kannski hún hafi keyrt,“ segir lögreglumaður- inn. „Það gerist nú oft, ef fólk er edrú og kurteist, að það er ekki beðið að framvísa ökuskírteini." Hann staðfestir að bíllinn hafi verið „hlaðinn" þýfi. HÚSDÝRAGARÐUR TIL REYNSLU Húsdýragarðurinn á Þingborg, sem nú er lokaður, hefur verið starfræktur í fáeinar vikur tvö sumur í röð og segir Sigurgeir að ætlunin sé að hafa líka opið næsta sumar og sjá svo til. Starf- ræksla garðsins sé tilraun en fróðir menn hafi sagt sér að það taki þrjú sumur að sjá hvort garðurinn sé vænlegur framtíð- arkostur. í garðinum voru kal- kúnar, geitur og áðurnefndir hrafnsungar auk hefðbundinna húsdýra.B Margrét Frímannsdóhir LEITAR ENN AÐ VARAFOR- MANNSKANDÍDAT. Margrét LEITAR AÐ ■KES3 MANNSEFNI /Póstinum á fímmtudag var skýrt frá því að lík- lega kœmi enginn fram sem varaformannsefni eftir acI systkinin Bryndís og Valþór Hlöðversbörn lýstu þvíyfír að hvorugt þeirra gœfí kost á sér. Samkvœmt heimildum mun Margrét Frímanns- dóttir endilega vilja fínna frambjóðanda svo menn komist ekki upp með að kjósa hana bara sem varaformann. Sá sem nú er helst bendlað- ur við embœttið er Guð- bjartur Hannesson, skóla- stjóri og bœjarfulltrúi á Akranesi, en hann situr þar í bœjarstjórn fyrir flokkinnM Beasty Boys á Kleifum Verið er að leggja loka- hönd á Uxa ‘95, stórtón- leikana sem haldnir verða á Kleifum á Kirkjubœjarklaustri um verslunarmannahelgina. Tónleikarnir hafa vakið mikla athygli erlendis og munu hátt í 1.000 að- göngumiðar þegar hafa verið pantaðir utan úr heimi. Hljómsveitin Underworld, sem var eitt af stœrstu númer- unum sem áttu að koma fram á tónleikunum, hefur boðað forföll, en margar aðrar sveitir hafa óskað eftir að fá að spila í staðinn. Þann- ig mun vera frágengið að Hip-hop-sveitin KLF láti sjá sig og enn mun sá möguleiki i farvatn- inu að bandaríska rapp- grúppan Beasty Boys láti sjá sig.M

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.