Helgarpósturinn - 24.07.1995, Blaðsíða 19
■MWWUJÐWGmR1
FRETTIR
4
r
-t -00%
íslenskar ÖL -skýrslur
• Þetta mál er nýlegt. Nóttina eftir sjómannadaginn, aöfaranótt
12. júní síðastliðins, var brotist inn í Viggó hf. vöruafgreiðslu í
Neskaupstaö og þaðan stolið skjalaskáp. Enn hefur ekki neinn
gefið sig fram sem sá til þjófanna þessa sólbjörtu sumarnótt.
Veðrið var gott og sumarnótt- skápur fyrirtækisins.
in ljúf. Talsvert var um að vera
og mikið fjölmenni í plássinu,
sem tengdist sjóstangamóti sem
var haldið á þessum tíma með
þátttöku eitt hundrað manns.
Einnig var þar nokkuð fjölmennt
mót fermingarbarna. Þrjú böll
voru þessa helgi svo að óvenju-
mikill fjöldi aðkomumanna var á
staðnum.
Þessa nótt var fólk á ferli í
góða veðrinu fram undir morg-
un að afloknum hátíðahöldum í
tilefni sjómannadagsins. Það
vekur nokkra furðu að ekki skuli
neinn hafa séð til þeirra sem
brutust inn í Viggó hf. vöruaf-
greiðslu. Farið var inn einhvern
tíma nætur eða snemma morg-
uns og hafður á brott skjala-
STOR GAMUR UNDIR
GLUGGANUM
Viggó hf. er í gömlu timbur-
húsi og á milli þess og sjávarins
er engin byggð, aðeins stórt
bílaplan.
Þjófarnir brutu sér leið inn í
húsið um glugga á annarri hæð,
sem í var sterkt plexígler. Það
hefur þurft nokkuð þung högg
til að brjóta glerið og varla geng-
ið hávaðalaust fyrir sig. Stór
gámur var fyrir neðan gluggann,
sem hefur gert þjófunum hæg-
ara um vik. I skápnum voru um-
talsverð verðmæti, um ein og
hálf miljón í farmbréfum og vísa-
nótum og á annað hundrað þús-
und krónur í peningum.
lnnbrotið uppgötvaðist strax
og starfsmenn mættu til vinnu á
mánudeginum og var þá haft
samband við lögreglu. Ekki voru
þá neinir sérstakir grunaðir og
var haldið uppi fyrirspurnum
um hvort einhver hefði séð til
þjófanna. Ekkert hafðist upp úr
því. Leit var gerð að skápnum í
von um að fá skjölin og vísanót-
urnar aftur. Svæðisútvarpið
kom því á framfæri að þeir sem
hefðu skápinn í sinni vörslu
væru beðnir að skila pappírum
því vitað væri að þeir gætu ekki
haft nein not af þeim.
Eftir eina og hálfa viku voru
eigendur að verða úrkula vonar
um að fá skápinn aftur og inni-
hald hans. Leituðu þó enn að
skápnum þegar tækifæri gáfust.
SKÓFAR Á SKÁPNUM
En morgun einn, um það bil
einni og hálfri viku frá hvarfi
skápsins, stóð hann á Shell-
bryggjunni og glampaði á hann í
morgunsólinni. Kvöldið áður
hafði hans verið leitað án árang-
urs og þá verið gengið um þessa
bryggju ásamt fjörum í nágrenn-
inu. Það gefur því augaleið að
skápnum hefur verið komið á
bryggjuna um nóttina.
Lögreglan kom á staðinn áður
en eigendur og aðrir sem þama
komu snertu skápinn og freist-
aði þess að ná fingraförum. Eitt-
hvað náðist, sem síðar getur
komið að góðum notum við að
uppiýsa málið. Gott skófar var á
skápnum sem náðist vel og er
talið að það hafi komið á hann
við stimpingarnar við að brjóta
hann upp.
Eiganda skápsins varð að ósk
sinni; skjölin og nóturnar voru á
sínum stað og ekkert af þeim
glataðist. Peningana vantaði
hins vegar og vakti það ekki
undrun.
Ýmislegt er umhugsunarvert
við þetta innbrot, þá sérstak-
lega það að þjófarnir virtust
Frá Norðfirði: Það vekur
nokkra furðu að ekki
skuli neinn hafa séð til
þeirra sem brutust inn í
Viggó hf. vöruafgreiðslu
þessa nótt.
C Ymislegt er um-
hugsunarvert við
þetta innbrot, þá
sérstaklega það að
þjófarnir virtust
hafa haft vitneskju
um að miklir pen-
ingar væru geymdir
ískápnum þessa
nótt.
hafa haft vitneskju um að miklir
peningar væru geymdir í skápn-
um þessa nótt. Slíkt heyrir nefni-
lega til undantekningar, en ekki
gafst að þessu sinni tóm til að
flytja peningana í örugga
geymslu á föstudeginum.
Þá þykir einkenniiegt að eng-
inn skuli hafa orðið var grun-
samlegra mannaferða þessa
nótt.B
Rannsóknin leiddi til þeirrar niður-
stöðu að um fjölföldun hefði verið
að ræða
Mál Osvarai'
iin á torð Ifí
ríkfssaksóknara
• Nú er lokið hjá RLR rannsókn á máli Ósvarar í Bolungarvík, en
niðurstaðan varð sú að um fjölföldun á undirskrift og embættis-
stimpli bæjarstjórans, ólafs Kristjánssonar, hefði verið að ræða er
fyrirtækið leigði kvóta af mb. Dagrúnu nú í apríl. Málið er hjá rík-
issaksóknara.
„Það er ekki mitt að meta refs-
inæmið, en þar sem þarna var um
að ræða undirskrift bæjarstjór-
ans, sem er opinber starfsmaður,
þá er það ekki gott mál,“ sagði
Andri Arnason, lögmaður bæjar-
stjórnar Bolungarvíkur, sem fól
honum í apríl að óska eftir opin-
berri rannsókn. „Af hálfu bæjar-
stjórnarinnar var ekki hægt að
láta þetta óátalið, en það eru eng-
in fordæmi fyrir þessu og þess
vegna engin dæmi til að styðjast
við til að meta alvöru málsins."
„Ég hef ekkert um þetta mál að
segja,“ sagði Björgvin Bjarnason,
framkvæmdastjóri Ósvarar, í
samtali við Póstinn.B
Rannsókn RLR hefur leitt í Ijós að
undirskrift Ólafs Kristjánssonar
bæjarstjóra var fjölfölduð.
Límbönd fyrir íagmenn
hefur
„SCOTCH"
límbönd
fyrir alla
sem þurfa
að líma
með
límbandi...
...apapprr
3M
...áplast
3M
..á gler
..á málm
ÁRVÍK
ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295
KONRÁÐ HÆTTII FÚSSI OG NÚ
ER KOMIÐ NÝTT FÉLAG.
BRANSANUM
Um miðjan júlímánuð
var stofnað íslenskt
miðlasamband sem í eiga
sœti margir af þekktustu
miðlum landsins.
Forsprakki þessara nýju
samtaka er Sigurður Geir
Ólafsson leigubílstjóri,
en deilt er um hversu
miklir miðilshœfileikar
hans séu. Samkvœmt
heimildum Póstsins eru
þessi nýju samtök stofn-
uð til höfuðs Sálarrann-
sóknafélagi íslands. Sig-
urður rauk þaðan út í
fússi íjanúar ásamt Kon-
ráð Adolphssyni og hefur
síðan hóað saman miðl-
um til að klekkja á félag-
inu. Opinber ástœða mun
vera að fá aðgöngu í
breska miðlasambandið,
gera staðlaða verðskrá
og meta miðilshœfí-
leika.M
Hinrik Ólafsson leikur í í
DJÚPI DAGANNA.
Æfingar
Gorkí
/dag hefjast að nýju œf-
ingará leikritinu í djúpi
daganna eftir Maxím
Gorkí í þýðingu Megasar.
Þórarinn Eyfjörð leikstýrir
verkinu. Þau EyþórArn-
alds og Móeiður Júníusdótt-
irsjá um „liljóðmynd“ í
verkinu, en í því verða
einnig lög og textar Meg-
asar. Leikarar í sýning-
unni eru sautján talsins.
Meðal þeirra má nefna
Harald G. Haralds, Hinrik
Ólafsson, Kjartan Bjarg-
mundsson, Steinunni Olafs-
dótturog Valgeir Skagfjörð.
Sýningar verða í Lindar-
bœ og hefjast í
septemberbyrjun. ■