Helgarpósturinn - 24.07.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 24.07.1995, Blaðsíða 8
FRETTIR Kristján Hoffmann, starfsmannastjóri hjá Dagsbrún, með reikninginn dýra. TókJI þúsund fyrir tuttugu mínútna viðgerð á prentara Eldd Dagsbrúiartaxti hjá tölvuviðgerðapmömim Fyrir skömmu þurfti starfsfólk á skrifstofu verkalýðsfélagsins Dags- brúnar að kalla til við- gerðarmann frá Örtölvu- tækni vegna límmiða sem hafði fest í tölvuprentara. „Maðurinn kom á staðinn, var hér í tuttugu mínútur en sendi síðan reikning fyrir tvo tíma upp á ellefu þúsund krónur,“ sagði Kristján Hoffmann, starfs- mannastjóri hjá Dags- brún, í samtali við Póst- inn, en hann er ekki alls kostar ánægður með hversu dýrt er að fá gert við jaðartæki. Kristján segist áður hafa heyrt há- ar tölur um tímakaup en aldrei 5.000 krónur eins og í þessu tilfelli. „Ég hef reiknað út að ef verka- maður hjá Dagsbrún væri á þessum sama taxta, þá fengi hann 866.500 krónur á mánuði og það munar um minna,“ sagði Krist- ján. „Þetta tiltekna verk- efni krafðist heldur engr- ar sérfræðiþekkingar, maðurinn þurfti bara að kunna að taka prentarann í sundur og setja hann aft- ur saman.“ Kristján segir að við- gerðarmaðurinn hafi einnig reiknað sér tæpar þúsund krónur í akstur c Verkamað- ur fengi 866.500 krónur á mánuði á sama taxta. frá Skeifunni niður á Lind- argötu. Kristján segist hafa hringt í Örtölvutækni vegna þess að hann hélt að hann hefði einfaldlega fengið rangan reikning. „Þar voru menn bara með fýlu yfir því hvað ég væri mikill dóni að kvarta,“ segir Kristján og bætir við. að ætlunin sé að hengja límmiðann sem olli biluninni upp á vegg til minningar. „Við erum að hugsa um að hengja límmiðann upp á vegg, því hann er minjagripur um afar dýra þjónustu. Á meðan atvinnulausir eru að slást um 40 þúsund kall dugar þessum mönn- um dagurinn til að ná inn þeim peningum,“ sagði Kristján að lokum.B Ýktar frásaanir fiölmiðla af landaverksmiðiu • Maður hefur játað að hafa staðið að bruggun landa í verk- smiðju sem fannst á bænum Ökrum II á Hellnum á Snæfellsnesi fyrir skömmu. Við leit á neðri hæð hússins fann lögreglan 209 lítra af landa og tæki til umfangsmikillar landagerðar. í fyrstu var húsráðandi á bænum handtekinn en sleppt eftir yfirheyrslu og ekki talinn tengjast málinu. Síðastliðinn föstudag voru svæðinu færðir til yfirheyrslu tveir menn af höfuðborgar- hjá fíkniefnadeild lögreglunnar og játaði annar þeirra aðild að málinu. Sá sem játaði var skráð- ur fyrir húsnæðinu en hann hafði haft það á leigu í örfáar vikur hjá bóndanum á Ökrum II. Hinn neitar að hafa komið ná- lægt landabrugguninni. Þeim var báðum sleppt eftir skýrslu- töku. Samkvæmt heimildun Pósts- ins voru frásagnir fjölmiðla af framleiðslugetu landaverk- smiðjunnar stórlega ýktar og sérstaklega var nefnd frásögn Stöðvar tvö, en þar voru sýndar gamlar myndir úr myndasafni af allt öðrum tækjum. Viðmælandi okkar sagði að uppljóstrun málsins mætti rekja beint til þess hve vönduð framleiðslan var, en það hefði beint grun yfir- valda að ákveðnum mönnum.B Halldór Gunnarsson fær ekki aðstoð frá fjármála- ráðuneytinu við innflutning á þvagsalerni fyrir fatlaða til að hafa í nýrri kirkju Kross- ins í Kópavogi þeir vissu hvernig málið var vaxið. Halldór segir að Friðrik Sophusson hafi boðið honum 15 þúsund króna styrk til að standa straum af kostnaði við gjöldin. Hann segist hins vegar ekki hafa þegið þann styrk af því kostnað- ur hafi verið orðinn mun meiri en sem þeirri upphæð nam. Nýja kirkjan verður, að sögn Halldórs, opnuð í næsta mánuði í Smárahvammslandi í Kópa- vogi. Ætlunin er að verndaður vinnustaður fyrir fatlaða verði á neðri hæð kirkjunnar. Halldór segir þetta þvagsalerni afar sér- stakt og hið fyrsta sinnar teg- undar í Evrópu. Það sé stað- reynd að fatlaðir þurfi að kasta oftar af sér vatni en aðrir vegna þess að meira álag sé á blöðr- una ef menn sitji mikið. Þetta salerni sé þeim kostum búið að fólk þurfi ekki að fara úr hjóla- stólnum til að losa þvag.B • Halldór Gunnarsson, 75% öryrki, hugðist útvega nýrri kirkju Krossins í Kópavogi sérhannað þvagsalerni fyrir fatlaða. Hann fékk salernið að gjöf frá bandarísku fyrjrtæki, Urinette inc.-, sem framleiðir slík tæki. Halldór sendi erindi til fjár- málaráðuneytisins um að fá nið- urfellda tolla og aðflutnings- gjöld af salerninu vegna þess að hann, sem öryrki, hefði ekki efni á að borga þá. „Ráðuneytið hef- ur dregið mig á asnaeyrunum, þeir hefðu getað synjað mér strax og þá hefði ég leitað ann- arra leiða,“ segir Halldór, en honum barst um síðustu rnán- aðamót bréf þess efnis að erind- inu væri synjað. Hann fór svo á fund Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra í síðustu viku. „Friðrik sagði mér að hann gæti ekki veitt mér þessa niður- fellingu og mér fannst gaeta trú- arfordóma í máli hans. Ég þekki mörg dæmi þess að það hafi verið felld niður gjöld til Þjóð- kirkjunnar, til dæmis fyrir orgel- ið í Hallgrímskirkju. Við njótum bara ekki þess sama og Þjóð- kirkjan og erum litin hornauga sem sértrúarsöfnuður. Við trú- um líka á Guð en beitum bara öðrum aðferðum við trúarat- hafnir,“ sagði Halldór. 40 ÞÚSUND í GEYMSLUKOSTNAÐ Halldór segir að vegna þeirra tafa sem hafi orðið á málinu í fjármálaráðuneytinu hafi orðið til hár geymslukostnaður hjá Flugleiðum, sem sáu um að flytja salernið til landsins. c „Friðrik sagði mér að hann gæti ekki veitt mér þessa niðurfell- ingu og mér fannst gæta trúar- fordóma í máli hans. “ Reikningurinn hjá Flugleiðum hafi verið kominn upp í 40 þús- und krónur en þar hafi menn verið almennilegir og fellt niður stóran hluta af þeim reikningi er

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.