Helgarpósturinn - 24.07.1995, Blaðsíða 16
ÍÞRÓTTIR
MWNIU ErA'GUJ Wm
Það heyrir til tíðinda þegar
Þórsarar skipta yfir í KA og
öfugt. Eins og menn vita er
mikill rígur milli félaga og
nánast dauðasynd að skipta.
Póstinum er kunnugt um að í
bikarleiknum fræga í fótbolt-
anum um árið, þegar KA-
menn glopruðu niður unnum
leik á síðustu sjö sekúndum
leiksins, fögnuðu engir meira
en Þórsarar á vellinum. Það
þekkjast þó nokkur dæmi um
menn sem hafa spilað með
báðum liðum; Örn Viðar og
Palli Gísla hafa spilað með
báðum Akureyrarliðunum í
fótbolta og Jóhann Jóhanns-
son, hornamaður í KA, er
upphaflega Þórsari.
Talið er líklegt að KA-
menn fái mikinn liðstyrk frá
Þór fyrir næstkomandi hand-
boltavertíð. Sævar Árnason,
hornamaðurinn knái úr Þór,
hefur æft með KA að undan-
förnu og talsverðar líkur
taldar á að hann gangi í raðir
KA-manna fyrir næsta tíma-
bil. Ef af félagaskiptum verð-
ur mun hann fylla skarð Vals
Arnarsonar.
Af KA-mönnum er það að
frétta að þeir mæta feikiöfl-
ugir til leiks fyrir næsta tíma-
bil, með þá Patta, Leó Örn,
Duranona og Sævar. Hver veit
svo nema Alli Gísla spili
nokkra leiki! Kunnugir segja
að fáir vilji hlaupa við hlið
Duranona á þrekæfingum,
því þá virki viðkomandi
bæði óeðlilega fölur og, það
sem verra er, ákaflega per-
visinn. Duranona, sem er
gríðarlega sterk vinstrihand-
arskytta frá Kúbu, er tröll að
burðum og það verður gam-
an að fylgjast með honum og
félögum hans hjá KA í vet-
ur.B
Sævar Arnason, fyrirliði Þórs
handbolta, æfir með KA-mönnum
um þessar mundir.
Tugþraut
Bnvígi um Norðurlandamelið
Jón Arnar Magnússon, sem var
við æflngar og keppni í Svíþjóð á
dögunum, hitti þar handhafa
Norðurlandametsins í tugþraut,
Svíann Henrik Dagaard. „Hann var
helvíti hress, bara hinn spræk-
asti,“ segir Jón Arnar um Daga-
ard. „Hann ætlar sér verðlauna-
sæti á heimsmeistaramótinu.
Það var hins vegar skoðun
margra þarna úti að ekki væri
von á góðum árangri frá Daga-
ard, því hann hefur ekki haft
nægan tíma til æfinga vegna
anna við auglýsingar og viðtala
við fjölmiðla.“
Búast má við hörðu einvígi
þeirra Jóns Arnars og Dagaards
um Norðurlandametið á inótinu.
Eftir fimmta sætið í Götzis var
Jón Arnar í sjötta sæti heimslist-
ans yfir árangur á þessu ári, en
síðan þá hafa þrír tugþrautar-
menn náð betri árangri en Jón
Arnar og er hann því í níunda
sæti. Dagaard keppti einnig í
Götzis í iok maí en náði sér ekki
á strik og er ekki á lista yfir bestu
menn í ár.
Norðurlandamet Dagaards er
8.403 stig en íslandsmet Jóns
Arnars 8.237 stig.B
Mogginn
SEINN Á SÉR
/ Morgunblaðinu síðast-
liðinn laugardag er að
fínna sérstaklega
skemmtilega frétt um að
Guðmundur Hreiðarsson,
varamarkvörður Breiða-
bliks, sé orðinn aðstoð-
arþjálfari Bjarna Jó-
hannssonar. Þetta hefði
verið góð og gild frétt
fyrir um einum og hálf-
um mánuði, þar sem
Guðmundur hefur gegnt
starfí aðstoðarþjálfara
frá því Magnús Jónsson
gekk til liðs við Fram-
mara. Það má með sanni
segja að Mogginn sé
fyrstur með fréttirnariM
Jón Þór gengur meiddur af
VELLII LEIK GEGN KR.
Leiftursmönnum tókst
ekki að ná nema einu
stigi úr Krikanum og
spiluðu líklega einn af
sínum döprustu leikjum
iengi á meðan FH-ingar
börðust vel. Úttitið er
allt annað en gott hjá
Leiftri þessa dagana;
ekki nóg með að útlend-
ingarnir hjá þeim hafí
lent í bílslysi fyrir um
viku og séu enn tœpir,
heldur er Hlíðarenda-
vírusinn farinn að láta
á sér krœla á Ólafsfírði.
Þannig er mál með vexti
að Jón Þór, Gunnar Már
og BaldurBraga eru allir
meiddir á lœri, en eins
og kunnugt er eru þeir
allir fyrrverandi Vals-
menn og því tala Ólafs-
fírðingar um slœmsku í
lœri sem Htíðarendavír-
us. Fyrir utan meiðsl of-
antalinna leikmanna
hefur Friðrik Einarsson
verið frá í allt sumar
vegna bakmeiðsla. Það
litur því út fyrir að ein-
hver bið verði á að
Leiftur stilli upp sínu
sterkasta liði, og á
nœstunni kemur í Ijós
hversu sterkur bekkur-
inn er.M
; * .■ i
Æmm
* ' iBgl
*- > '
• Þá er fyrri hálfleik Sjóvár-Almennra-deildarinnar lokið og við
hæfi að skoða það sem á undan er gengið og spá í framhaldið. Að
þessum níu umferðum loknum get ég ekki annað en lýst yfir von-
brigðum mínum með knattspyrnuna í sumar. Ef Skagamenn eru
undanskildir, og kannski eitt eða tvö önnur lið, eru flest liðin yfir-
spennt og þvinguð þannig að alla leikgleði og léttleika vantar. Ég
ætla að leyfa mér að setjast aðeins í sæti Nostradamusar og spá
um hvaða sæti liðin munu berjast í þeim umferðum sem eftir eru.
Skagamenn eru nú þegar ör- ÍBV lendir í ströggli vegna
uggir með sigur í deildinni, en slaks árangurs á útivöllum; lið
annað sætið fellur að öllum
líkindum í hlut KR. Keflavík og
Leiftur verða í 3. til 4. sæti.
Breiðablik og Grindavík verða
I 5. til 6. sæti, bæði lið nokkuð
léttleikandi en skortir grimmd
til að færast ofar í töfluna.
Hin endanlega fallbarátta
verður svo útkljáð milli ÍBV,
Vals, Fram og FH.
sem á annað ár hefur ekki sigrað
á útvilii er dæmt til að vera í
slæmum málum. ÍBV leikur mjög
skemmtilegan sóknarbolta úti í
Eyjum, sem síðan lognast út af á
fastalandinu.
Valur er að ganga gegnum eitt
erfiðasta tímabil í sögu félags-
ins, en frá því að Benny Hinn
kom til landsins hefur leiðin leg-
ið upp á við. Eftir að hafa séð
Val sigra Fram sannfærandi hef
ég öðlast trú á krafaverk; nefni-
lega að Valur bjargi sér frá falli.
Fram hefur valdið mér miklum
vonbrigðum í sumar, ég átti von
á þeim í efri hluta deildarinnar
en raunin hefur aldeilis orðið
önnur. Það hafa komið kaflar í
leikjum sem hafa lofað góðu, en
síðan hefur sótt í sama farið og
liðið engan veginn náð að vinna
saman sem heild. Það, ásamt
meiðslum lykilmanna, gæti orð-
ið til þess að Fram félli í aðra
deild.
ANDLEYSI0G SLEN HJÁ FH
FH er annað lið sem er í slæm-
um málum, og þegar Ieikmanna-
hópurinn er skoðaður verð ég
að játa undrun mína á stöðu
mála á þeim bæ. Stefán Arnars-
• „Deyfðin, sem
hefur einkennt
marga ieiki í sum-
ar, er að hluta til
komin vegna þess
að fáir leikmenn
skara fram úr.“
son, Ólafur K., Auðunn, Jón Sveins,
Þorsteinn, Hallsteinn, Toth, Mraz-
ek, Hörður og Jón Erling eru allt
mjög frambærilegir 1. deildar
leikmenn. En andleysi og slen
hafa einkennt leik liðsins og
verði ekki mjög fljótiega breyt-
ing þar á bíður FH ekkert annað
en fall f aðra deild.
Deyfðin, sem hefur einkennt
marga leiki í sumar, er að hluta
til komin vegna þess að fáir leik-
menn skara fram úr. Einstakling-
ar sem brjóta upp leikinn með
því að leika á mann og annan
eru fáir.
Það eru helst Skagamenn sem
sýna takta og Guörnundur Ben. í
KR, en meiðsli hans koma í veg
fyrir að hann blómstri eins og
efni standa til.
Varðandi sókn íslenskra liða í
erlenda leikmenn finnst mér
kominn tími til að endurskoða
þau mál. Flestir þeir erlendu
Íeikmenn sem hér spila í 1. eða
2. deild eru rétt í meðallagi á ís-
lenskan mælikvarða, og alls ekki
sá landvinningur sem menn ætl-
uðu. Meira vit væri í að veita
það fé, sem fer til þessara leik-
mannakaupa, til uppbyggingar
yngriflokkastarfi félaganna.
Það er von mín að leikmenn
og þjálfarar komi afslappaðri til
leiks í seinni umferðinni, þannig
að meiri leikgleði verði ríkjandi.
PS. HM-sálfræðin virðist virka
betur á fótboltamenn*