Helgarpósturinn - 24.07.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 24.07.1995, Blaðsíða 11
 mWfflBWCTÚjW UTLOND Læt mig engu varða hvað munaðarla kommar gera „Þar eigast þeir einir við er ég. aldrei hirði þótt drepi hver annan. Ég læt mig engu varða hvað mun- aðarlausir kommar og uppgjafakommar gera í sínum málum og hef enga sérstaka skoðun á því máli.“B íslendingar halda áfram að bregðast af hörku við ýmsum nýjungum. Ekki eru mörg ár síð- an ekki mátti sjást peningasími eða gosdrykkjasjálfsali án þess að hann væri eyðilagður og nú virðist það sama ætla að verða upp á teningnum með nýju blaðagámana. Eins og kunnugt er hefur gámum til að safna sam- an dagblöðum til endurnýtingar verið komið fyrir víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu en spell- virkjar hafa verið duglegir við að leggja að þeim eld. Undanfarna daga hefur slökkviliðið níu sinn- um verið kallað út til að slökkva eld við slíkar íkveikjur. í gær var kveikt í gámi á bak við Hótel Esju og tvær íkveikjur voru tilkynntar aðfaranótt sunnudagsins. Gám- urinn við Arnarbakka er sýnu vinsælastur meðal brennuvarga og varar slökkviliðsstjóri við að hafa gámana of nálægt íbúðar- húsum. Gámurinn við Arn- arbakka nýtur mikilla vinsælda meðal brennu- varga. Ecstacy-át á teknó- blóti Landlæknisembættið og út- varpsstöðin FM 957 eru farin af stað með herferð gegn tískudóp- inu ecstacy eða alsælu, sem nýt- ur mikilla vinsælda meðal sívax- andi hóps ungs fólks hér á landi. Það er athyglisvert að herferð- inni skuli hleypt af stokkunum aðeins tveimur vikum fyrir mesta teknó-blót íslandssögunn- ar, en búast má við að aisælan verði brudd þar eins og sýran í Saltvík forðum. Fram að verslun- armannahelgi verður spjallað fram og til baka um alsælu og ógnvæglegar afleiðingar neyslu hennar á FM 957, en hætt er við að umræðan fari fyrir ofan garð og neðan hjá helstu neytendum hennar, því tónlistin sem tengist neyslu ecstacy órjúfanlegum böndum er fyrst og fremst leikin á útvarpsstöðinni X-inu.B Súkkat með nýja plötu Fíemur heiur verið hljótt um dúettinn Súkkat að undanförnu en þó hefur heyrst að hljóm- sveitin hafi laumast til að halda hljómleika á landsbyggðinni og þá á stundum með meistara sín- um, Megasi. Þetta brölt mun að- eins vera byrjunin á upprisu sveitarinnar, sem hyggst gefa út geisladisk þegar skammdegis- drunginn færist yrir. Þá munu hugmyndir um sjónvarpsþátt með þeim félögum vera á teikni- borðinu og væntanlega verður hann sýndur um svipað leyti og diskurinn kemur á markað.H Rannsókn á Ijósmynda- safni i salt Eins og áður hefur verið greint frá var Ljósmyndasafn Reykja- víkur sett í sérstaka rannsókn hjá Borgarendurskoðun vegna sífelldrar óhóflegar umfram- eyðslu safnsins miðað við fjár- hagsáætlun. Samkvæmt upplýs- ingum frá Borgarendurskoðun átti að drífa rannsóknina af á einni til tveimur vikum, en nú hefur orðið stefnubreyting í mál- inu. Starfsmaður sá er sinna átti rannsókninni er farinn í sumarfrí og allt á huldu um hvenær henni lýkur. Forstöðumaður safnsins, Eyjólfur Halldórsson, getur því andað léttar í bili. Þess má geta að samkvæmt fjárhagsáætlun yf- irstaridandi árs ætlar safnið að nota tæpar ellefu milljónir króna á árinu. Ef marka má reynslu lið- inna ára ætti útkoman að verða í kring um 21 milljón króna.B Valur Magnússon er ekki sáttur við lögbannskröfu Þórarins Ragnarssonar á veitingahúsio Óöal Þórarinn Ragnarsson hefur áfrýjað úrskurði Héraðsdóms til Hæstaréttar. • „Ég er svolítið hissa á því að svona ágætismenn skuli geta hagað sér svona,“ sagði Valur Magnússon þar sem hann var staddur á Spáni á laugardag. Er hann þar að vísa til ummæla Pórarins Ragnarssonar um samning sem þeir gerðu við söluna á Kaffi Reykjavík. eru engin ljós og engar græjur. Ég hef heldur aldrei séð píanó- bar þar sem ekki er píanó. Ef menn eru eitthvað svekktir, þá eru þeir svekktir yfir því að ég skyldi ekki vilja vinna hjá þeim, en það er engin ástæða fyrir þá að svívirða menn og vera með dónaskap," segir Valur. „í samningnum var talað um að ég setti ekki upp kaffihús eða stað sambærilegan Kaffi Reykjavík og ég stend við það, en það er náttúrulega út í hött að skíta menn út með einhverju svona blaðri. Ef ég hefði ekki mátt reka veitingahús í Reykja- vík þá hefði ég aldrei selt stað- inn.“ Þann 20. júlí staðfesti Héraðs- dómur Reykjavíkur synjun sýslumanns á lögbannskröfu Þórarins Ragnarssonar á veit- ingahúsinu Óðali. Talsverðar deilur hafa verið á milli Þórar- ins og Vals vegna meints samn- ingsbrots Vals, en ein grein sölusamningsins um Kaffi Reykjavík fjallaði um að hann hæfi ekki rekstur kaffihúss eða staðar með svipuðu sniði og Kaffi Reykjavík næstu þrjú ár. _ Valur segir að reksturinn á Óðali og Kaffi Reykjavík sé ekki sambærilegur og þar að auki reki Valur sjálfur ekki staðinn heldur sonur hans, Magnús Freyr. Hann segir að til dæmis sé ekki boðið upp á mat á Óð- ali. „Því er haldið fram að Kaffi Reykjavík sé diskótek. Ég hef aldrei vitað til þess að hægt væri að kalla diskótek þar sem VISSU UJVISTAÐINN MANUÐI FYRIR LOGBANNSKROFU Aðspurður hvort rétt sé að nafni hlutafélagsins Óðals hafi verið breytt daginn áður en staðurinn var opnaður og sonur Vals verið skráður fyrir staðn- um til að geta svínað á samning- unum segir Gísli Gíslason, lög- maður Óðals, að það sé alfarið rangt. „Veitingahúsið Óðal hf. var stofnað mánuði áður og Magnús fékk veitingaleyfið í byrjun júní. Þá vissu Þórarinn og félagar að ætlunin væri að opna veitingahús. Svo biðu þeir til opnunardags með að setja fram lögbannskröfu,“ segir Gísli. „Þetta er eins mikið kjaftæði og lygaþvæla og allt annað sem sagt er þarna. Þetta lýsir því hvernig menn verða þegar þeir eru orðnir örvinglaðir virðist vera,“ sagði Valur við sömu spurningu. „Ég skil heldur ekki af hverju þeir láta svona, því ég veit ekki betur en Kaffi Reykja- vík hafi staðið 100% undir því sem var ætlast til af því. Mér þykir bara leitt að þeir skuli vera að eyða stórfé í eitthvað sem er rangt. Mér finnst þetta léleg auglýsing fyrir báða aðila að Þórarinn skuli láta svona og þetta er ólíkt því sem ég hef kynnst frá honum og séð til hans. Ef menn halda svona áfram verða bæði ég og Þórar- inn fyrir skaða. Mér finnst þetta mjög leitt, því mér hefur alla tíð líkað vel við hann. Þetta er ekk- ert annað en að hann er svekkt- ur.“ Valur segir að ef hann hefði ætlað að reka staðinn sjálfur þá hefði hann ekki farið til útlanda viku eftir að staðurinn var opn- aður. Hann er núna nýbúinn að kaupa íbúðarhús á Benidorm Valur Magnússon. Segir það kjaftæði og lygaþvælu að Óðal sé skráð á son hans til að svindla á samningum. og vinnur að því að setja þar á fót veitingastað. NS 0G AÐ BANNA BAKARA AÐ BAKA Þórarinn Ragnarsson hefur áfrýjað úrskurði Héraðsdóms til Hæstaréttar og hefur látið hafa eftir sér að nái lögbannsbeiðnin ekki fram að ganga hyggi hann á skaðabótamál gegn Val. „Menn geta hótað öllu, en það er samn- ingurinn sem gildir og þar var talað um að ég myndi ekki opna kaffihús og það er rétt að það væri siðleysi ef ég gerði það. Ég skil ekki hvernig þeir voga sér að rangtúlka og ljúga frammi fyrir almenningi að ég myndi ekki fara í veitingarekstur. Hver heldurðu að myndi trúa því að ég ætlaði að hætta veitingarekstri, ég er búinn að vera í þessu allt mitt líf? Það væri eins og að banna bak- ara að baka! Mér finnst eins og þeir hafi hlaupið eitthvað á sig og geti ekki bakkað með það.“ Valur segist standa 100% við samninginn og ætli að gera það áfram. „Það er óþægilegt að sitja hér í 38 stiga hita í forsælu og svitna yfir einhverjum leiðindum heima. Það á ekki við mig, eitt- hvert þras við fólk sem ég hef átt góð viðskipti við. Ég óska því alls hins besta.“B Húsráðendur á Freyju- götu komu heldur betur að tómum kofunum þeg- ar þeir komu heim til sín um fímmleytið í gœr. Innbrotsþjófar höfðu hleypt sjálfum sér inn um svalaglugga og látið greipar sópa um innbú- ið. Þjófarnir tóku meðal annars sjónvarpstœki, myndbandstœki, afrugl- ara, tvœr myndavélar, hljómfíutningstœki og 150 geisladiska. Rann- sóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn máls- insM HELGI TEFLIR BRÁÐIEGA Á MILLISVÆÐAMÓTI OG SÝNDI UM HELGINA AÐ HANN ER i STUÐI. Helgi Áss Grétarsson stórmeistarí sigraði glœsilega á helgarskák- móti TR, sem fram fór um helgina. Helgi Áss sigraði í öllum sjö skák- um sínum. / öðru sœti varð Sævar Bjarnason — tapaði aðeins fyrir Helga. Sigurður Daði Sigfússon varð þriðji en í 4.-7. sœti urðu þeir Jón Viktor Gunnarsson, Torfi Leósson, Héðinn Stein- grímsson og Einar Hjalti Jensson.B Fraivi og Valur að FALLAí 2. DEILD Nú er svo komið að hin fornfrœgu Reykjavíkur- félög Fram og Valur eru bœði á leiðinni niður í aðra deild. Liðin sitja nú jöfn á botninum með sjö stig eftir tap Fram, 4-2, fyrir Keflavík í gœr- kvöldi. Frammarar ráku sem kunnugt er Martein Geirsson þjálfara snemma á tímabilinu, en nú eru uppi raddir um að Magnús Jónsson, sem ráðinn var í staðinn, kunni að vera valtur i sessi. Það eina sem virð- ist geta bjargað Fram frá falli er að fá Jóhann Inga Gunnarsson til að messa yfir liðinu, en honum hefur tekist mun betur upp við að peppa upp Vt'king og Val en ts- lenska handboltalands- liðið.m

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.