Helgarpósturinn - 27.07.1995, Qupperneq 20
20
FIMIviTUDaGUR 27“ui-l 199
bíó
STUDENTS-
ÁRIN
ÆSKUGLOÐ
ÆÐRI MENNTUN
STJÖRNUBlÓ
★★
Fyrir ekki löngu var gerð
könnun á landafræðiþekkingu
bandarískra háskólanema. Ut-
koman var heimskort, á þessa
leið: Megnið af kortinu þekur
landflæmi: Bandaríkin. Fyrir
ofan þau er pínulítil ræma sem
heitir Kanada. Fyrir neðan þau
smá botnlangi: Mexíkó. Ein-
hvers staðar langt langt í
burtu stórt land sem nefnist
Víetnam. Ofar á blaðinu
klessa: Rússland. Út úr því lítil
tota: Evrópa. Af kortinu má
ekki lesa neina vitneskju um
hvort jörðin er flöt eða hnött-
ur.
Kólumbusarháskólinn er
staður þar sem ungmenni lifa í
heimi sem lítur svona út.
Stelpurnar I skólanum eru I
sjálfshjálparklúbbum, ræða
kynferði sitt og fara í blysfarir
undir slagorðinu „nei þýðir
nei". Aðrir hópar eru mestan-
part minnihluta-; harðir á að
láta ekki bjóða sér gildismat
hvítra vestrænna karlmanna.
Hvítu vestrænu karlmennirnir
fara með veggjum til að verða
ekki sakaðir að þröngva kúltúr
sínum upp á neinn. Hlutskipti
þeirra er að vera með sam-
viskubit. Ef blökkumaður er
kallaður annað en „Afrískur-
Ameríkumaður” fer allt í hund
og kött.
Aldrei sést nemandi líta I
bók og vandséð að í háskólan-
um sé nema einn kennari:
Hann er svartur en passlega
grásprengdur, reykir pípu og
klæðist tvídjakka. Hann hefur
lagt sér til skrítinn hreim (eini
maðurinn sem ég hef heyrt
tala svona er Desmond
Tutu; þetta er semsé frjáls-
lyndur mannvina-hreimur).
Kennarinn leggur unga fólkinu
almennar lífsreglur fremur en
að fást um staðreyndir eða
fræðikenningar.
Iskólanumer raunar einn
nemandi sem les bækur. Hann
á meira að segja bókahillu.
Hann er gjarnan spurður:
„Hefur þú lesið allar þessar
bækur." Og hann svarar, með
þýðingarfullu augnaráði: „Já,
þær flestar." Hinir stúdentarn-
ir eru aðallega að hlusta á
músík sem er stillt í botn; ef
verður skoðanaágreiningur I
þessum háskóla er yfirleitt
deilt um hvaða plata eigi að
vera á fóninum.
Svo verður hasar á skóla-
lóðinni þegar einn nemandinn
gengur af göflunum og fer að
troða illsakir við svertingjana
og gyðingana, fremur vegna
þess að hann er vansæll en
svona vondur. Hann gengur í
nasistafélag og í smátíma virð-
ist allt ætla að fara í bál og
brand. Heldur er það stríð nú
tfðindalítið miðað við styrjöld-
ina sem braust út á pizza-
staðnum í Do the Right
Thing og var háð vegna þess
að á veggjunum voru myndir
af Frank Sinatra og Joe di
Maggio en ekki af Ray
Charles og Muhammed Ali.
En John Singleton ervíst
enginn Spike Lee; þetta er
ansi hreint klisjó hjá honum.
-EGILL HELGASON.
Kirkjubæjgrklaustur:
Dagskrá:
Stanslaus keyrsla 16 tíma á dag.
MúsIk:
Gegndarlaust teknóbít ríflega
hálfan sólarhringinn, með ein-
staka SSSólargeislum inná milli
auk Ununar, Egils Ólafs, GCD og
Bjarkar.
Mottó:
Göngum alsæl um gleðinnar bít.
Stemmning:
Hysterísk ef vel tekst til.
Fatnaður:
íþróttaskór og svartir ruslapok-
ar yfir topptískuleppum eins og
helst tíðkast á diskótekum höf-
uðstaðarins.
Þeir sem ættu að mæta:
Ailir sem eru „in“ eða vilja vera
það.
Þeir sem ættu ekki að fara:
Allir sem ekki eru „in“ og vilja
ekki vera það.
Bjprkarlundur:
OFORjVIMEG,
SUKKHATIÐ AIU
MOKKURS OÞARFA
Dagskrá:
Tvö böll, laugardags- og sunnu-
dagskvöld. Fiestir mæta strax á
föstudegi og detta í það med det
samme.
Músík:
Herramenn frá Sauðárkróki
spila.
Mottó:
Elskum, drekkum og verum
glöð.
Stemmning:
Dúndur gamaldags verslunar-
mannahelgarstemmning; róleg
þynnkumenning fram eftir degi,
brjálað stuð fram eftir nóttu.
Fatnaður:
íþróttaskór og svartir ruslapok-
ar yfir gallabuxum, háskólabol-
um og peysum.
Þeir sem ættu að mæta:
Öll heilbrigð ungmenni sem vilja
detta í það uppá gamla móðinn
og draga úr innrækt á Vestfjörð-
um.
Þeir sem ættu ekki að mæta:
Teknó- og tískufrík og fjölskyldu-
fólk.
Skagasfrrqndi
KAnfrRiHATm
I KAIUTRIBÆ
Dagskrá:
Dansleikur öll kvöld, hestaleiga,
leikir, gönguferðir, gospel-guðs-
þjónusta, kántrídanskennsla & -
sýning.
MúsIk:
Maggi Kjartans og band, Kúrek-
arnir.
Mottó:
Yee-ha!
Stemmning:
Willt, en þó furðu stillt, skrítin
og skemmtileg sveitastemmn-
ing.
Fatnaður:
Kúrekastígvél svartir
ruslapokar yfir dúllerís-
skyrtum og kögur-
klæðum, toppað
með Stetson eða
öðru barðastóru
höfuðfati að
westan.
Þeir sem ættu að
mæta:
Ailir sannir aðdá-
endur Hallbjarnar, fjölskyldu-
fólk, kúrekar, Marlboromenn og
allir sem ganga í kúrekastígvél-
um og kögri.
Þeir sem ættu ekki að mæta:
Þeir sem þola ekki kúrekastfgvél
og kögur, teknófrík í sjálfs-
morðshugleiðingum og fólk í
makaleit.
Vestmannpevjar:
KlpASSJSK
ÞJOÐHAHÐ
Dagskrá:
Skrúðgöngur, lúðrablástur,
ræðuhöld, barnaskemmtanir,
varðeldur, flugeidasýning og
böll.
MúsIk:
Tweety, Sálin, Vinir V & B og
Karma á böllunum, Hálft í
hvoru, Örvar Kristjáns, Bo Hall-
dórs o£> Algleymi á öðrum tím-
! Arn
um og Árni Johnsen við varðeld-
inn.
Mottó:
Engin er rós án Árna.
Stemmning:
Þjóðhátíðarstemmning.
Fatnaður:
fþróttaskór og svartur ruslapoki
yfir gallabuxum og lopapeysu.
Þeir sem ættu að mæta:
Frjálslynt fjölskyldufólk og stuð-
boltar á öllum aldri, báðir aðdá-
endur Árna.
Þeir sem ættu ekki að mæta:
Allir sem verða að mæta í vinnu
á þriðjudag, fýlupokar og Eggert
Haukdal.
Vopnafiörður:
VOÞNASKAK '95
Dagskrá:
Götuleikhús, strandblak, úti-
markaður, sjóstangaveiði, leik-
tæki, unglingaball, varðeldur,
grillveisla, flugeldar og dansiböll
öll kvöld.
Músík:
Sixties, Stjórnin, Páil Óskar og
Milljónamæringarnir, Bananas.
Mottó:
Gleðin er beittari en sverðið.
Stemmning:
Afbragðsgóð.
Fatnaður:
Sandalar, stuttbuxur, stutterma-
bolur. Svartur ruslapoki og lopa-
peysa til vara.
Þeir sem ættu að mæta:
Allir vopnfærir menn með spú-
sum sínum og afkvæmum, Linda
P.
Þeir sem ættu ekki að mæta:
Óheillakrákur og fiskifælur, fúl-
lyndir frjálshyggjumenn.
Mottó:
Frelsi, jafnrétti, danslag.
Stemmning:
Gneistandi austfirskt siagara-
stuð fyrir alla fjölskylduna.
Klæðnaður:
íþróttaskór og hvað sem er ann-
að. Svartir ruslapokar til vara.
Þeir sem ættu að mæta:
Skemmtilegt fjölskyldufólk, of-
virkir unglingar og Geirmund-
arslagarafíklar.
Þeir sem ættu ekki að mæta:
Þeir sem haidnir eru Geir-
mundaróþoli, letibykkjur og
fleira gott fólk.
setja nikkuna ekki fyrir sig.
Þeir sem ættu ekki að mæta:
Hatursmenn harmónikkunnai
teknófrík, matvandir mennta-
skólanemar og flestir aðrir unc
fertugsaldri.
Siglufiörðifr:
lARÆVMTTYRI '!
95
Neskaupsladur:
NEISTAFLUG '95
Dagskrá:
Dansiböll, listflug, kraftakeppni,
leiktæki, golfmót, trúðar, hjól-
reiðakeppni, dorgveiði, leikir,
flugeldasýning og fleira.
Músík:
Hljómsveit Geirmundar Valtýss-
sonar og Helga Möller, Sixties,
Páll Óskar og Milljónamæring-
arnir, Sólstrandargæjarnir, Óz-
on, Abbadísirnar og Árnar Guð-
mundsson.
Dagskrá:
Böll frá fimmtudegi til sunnu-
dags, Tívolí, sjósleðaleiga,
hestaleiga, skemmtisiglingar,
barnagaman, sjóstangaveiði,
síldarsöltunarkeppni, dorgveiði-
keppni, barnaball, flugeldasýn-
ing og svo framvegis.
Músík:
Miðaldamenn, M’be be, Gautar,
Harmónikkusveit Siglufjarðar.
Mottó:
Lífið er ekki bara saltfiskur.
Stemmning:
Nostalgía í tunnuvís.
Klæðnaður:
Gúmmístígvél, gúmmísvunta,
gúmmíhanskar, og hvað sem er
þar fyrir utan.
Þeir sem ættu að mæta:
Allir sem dyfið hafa hendi í kalt
vatn og migið í saltan sjó og
Reykjavík og nágrenn
Dagskrá:
Allir veitinga- og skemmtistað
svæðisins hafa opið. Bíó, lista
söfn, þjóðminjasafnið, Sjóminj
safnið, bókasöfn, fjölskyldu- o
húsdýragarðurinn, vídeóleigu:
leiktækjasaiir og bara allt sen
hugurinn girnist - nema auðvii
að tívolíið, sem verður á síld-
veiðum á Sigló.
MúsIk:
Fullt af henni, en ekki nema
maður sækist eftir henni.
Monó:
Dælt er heima hvat.
Stemmning:
Ótrúlega róleg og afslöppuð.
Klæðnaður:
Fjölbreyttur.
Þeir sem ættu að mæta:
Sem fæstir.
Þeir sem ættu ekki að mæta:
Sem flestir. ■
Hvað er að
GaKalækurt
BINDINDISMOT
Dagskrá:
Dansiböll öll kvöld, hestaleiga
ökuleikni, Mókollur, Spaugsto
an, þolfimi, söngvakeppni
barna, pox, barnaskemmtun,
grillerí og svo framvegis.
MúsIk:
Nátthrafnar, Sixties, Skítamóra
Reggae on Ice.
Monó:
Höldum aftur af innri mannin
gerast um
verslunar-
um.
Stemmning:
Svolítið þvinguð og rammísleni
góðborgarakátína.
Fatnaður:
íþróttaskór og svartir ruslapol
ar yfir öllum fáanlegum útfærs
um á jogging-göllum.
Þeir sem ættu að mæta:
Þeir sem eru algjörlega „out“ c
eru stoltir af því, fjölskyldufóli
Árni Johnsen.
Þeir sem ættu ekki að mæta:
Þeir sem þykjast vera „in“ og
vilja vera það áfram, dópsalar
landabruggarar og fólk í maka
leit.
mannahelgina?
Dagskrá:
Mæta á svæðið, tjalda, opna
fyrstu flöskuna og halda svo
áfram.
MúsIk:
Gítarglamur við einstaka tjald
og gettóblasterar.
Monó:
Frítt er í fjallastuð.
Stemmning; í blautara lagi.
Klæðnaður:
íþróttaskór, útigaili frá 66"
norður.
Þeir sem ættu að mæta:
Ekki of margir.
Þeir sem ættu ekki að mæta:
Þeir sem kunna ekki á
prímus.