Helgarpósturinn - 26.10.1995, Side 4
4
flMIVmJDAGUR 26. OKTÓBER1995
■■■
Yfirheyrsla
• Hvaö finnst Sverri
Hermannssyni, banka-
stjóra Landsbankans,
um aöfinnslur þess
efnis aö hann rífi alltof
mikiö kjaft við ráðamenn
þjóöarinnar?
„Mig varðar ekk-
ertumþaðhvað
öðrum finnst um
mínarskoðanir“
„Þetta eru engar pillur
sem ég hef verið að senda
ráðamönnum þjóðarinnar.
Það var þarna einhver
fréttamaður sem bar undir
mig síðustu yfirlýsingar við-
skiptaráðherra og ég tjáði
honum bara að ég væri ekki
á sama umræðuplani og
ráðherrann. Er það einhver
pilla?“
Já, menn hafa litið svo á
málið. Og þú hefur svosem
áður látið heyra í þér...
„Er nú ekki aðalmálið
livort það var að tilefnis-
lausu sem ég gerði það?
Það er nú spurningin.“
En ýmsum sýnist sem
svo að þú eigir að vera
þýðari viðmóts þarsem þú
ert ríkisbankastjóri. Hvað
finnst þér um það?
„Það var ekki stafkrókur
um það í mínum ráðningar-
samningum að ég afsalaði
mér málfrelsi. Og mig varð-
ar ekkert um það hvað öðr-
um finnst um minar skoðan-
ir.“
Þannig að þú lætur að-
finnslur vegna meints
kjaftsbrúks þér í iéttu rúmi
liggla?
„Eg læt mér þær öllu
heldur í engu rúmi Iiggja.“
Nú virðist þú vera eini
hankastjórinn sem tjáir sig
að cinhveiju gagni um
málefni líðandi stundar í
bankamálum...
„Eru ekki aðrir banka-
stjórar með meiningar?1*
Nei, ég hef ekki sérstak-
lega tekið eftir því. Altént
halda þeir þessum skoðun-
um sinum útaf fyrir sig.
Eða hvað fínnst þér?
„Ég þori ekki að dæma
um það, þarsem ég hef ein-
faidlega ekki veitt því tiltak-
anlega athygli. Ég vissi nú
ekki til þess að hér á íslandi
þættí eitthvað óvenjulegt
að menn hefðu skoðanir á
hlutunum og segðu frá því
— hvar í vinnu sem þeir
svosein væru.“
Mmm...
„Og hafi einhver átt von á
því að ég hætti að hafa
skoðanir á hlutum eftir að
ég gerðist bankastjóri þá er
það bara misskilningur.“
- shh
Sverrír Hermannsson hefur, siðan
hann varð bankastjóri Landsbankans,
veríð iðinn við að senda föst skeyti til
helstu ráðamanna þjóðarinnar — svona
þegar honum hefur sýnst þeir þurfa á
ráðningu að halda. Sverri virðist þessa
mánuðina alveg sérstaklega uppsigað
við Finn IngóKsson vlðskiptaráðherra,
sem fékk enn eina pilluna frá kappanum
i útvarpsfréttum vikunnar. Aður hafði
Sverrir meðal annars tekið sig til og
fundið hið lífseiga viðurnefni „vaxtafl-
ón“ á Finn.
Davíð Á. Gunnarsson,
forstjóri Ríkisspítalanna og verðandi
ráðuneytisstjóri í
heilbrigðisráðuneytinu, í spjalli við
Stefán Hrafn Hagalín um heil-
brigðiskerfið, „stöðvun innbyggðrar út-
gjaldaþenslu“, niðurskurð og (ó)hag-
kvæmni...
Það væri
slys ef vi
sigldum í kjölfar
Bandaríkjamanna
Davíð Á. Gunnarsson, forstjórí Ríkisspítal-
anna: í draumum okkar, sem stýrum ís-
lenska heilbrígðiskerfinu, samanstendui
óskakerfið sennilega af jafnrétti íslending-
anna, tækni og gæðum Bandaríkjamanna
og kostnaði Bretanna.
Utgjöld til heilbrigðiskerfisins eru
um 60% af útgjöldum ríkisins og á
tímum hálfræfilslegs efnahags
þjóðarbúsins stingur sú staðreynd í
augu. Nokkrir fífldjarfir stjórnmála-
menn hafa borið upp tillögur um sparn-
að og að sjálfsögðu hefur hver einasta
tilraun í þá átt mætt ómældum kvein-
stöfum jafnt almennings („þarf maður
að vera ríkur til að fá sjálfsagða neyðar-
þjónustu?“) sem yfirlækna („vilja menn
að við lokum slysa- og barnageðdeild-
um?“). Til að bæta olíu á eldinn hafa
síðan komið umdeild mál einsog lyfja-
kaup, laun lækna og hin óhagkvæma
stærð kerfisins frá sjónarhóli heilsu-
hagfræðinnar. Til að ræða þessi mál og
fleiri til átti HP samtal við Davíð Á.
Gunnarsson, forstjóra Ríkisspítalanna,
og byrjaði á að spyrja hann álits á hin-
um vinsæla frasa stjórnmálamannanna,
„stöðvun innbyggðrar útgjaldaþenslu".
„Þjóðinni er að fjölga og aldurssam-
setningin að breytast. Óhjákvæmilega
veldur það innbyggðri kostnaðaraukn-
ingu ásamt hinum stórkostlegu tækni-
nýjungum í greininni. Heilsuhagfræð-
ingar telja þessa sjálfvirku kostnaðar-
aukningu 2:4% á ári og við það verður
lítið ráðið. í þessu samhengi má benda
á að lyfjakostnaður á Ríkisspítulunum
hefur aukist um milljónatugi á undan-
förnum 2-3 árum vegna nýrra lyfja. Ef
engin ný lyf hefðu komið til hefði hins-
vegar kostnaðurinn lækkað um nokkra
milljónatugi vegna hagkvæmari inn-
kaupa. Ég geri því ráð fyrir að stjórn-
málamenn séu frekar að tala um ann-
arskonar útgjaldaþenslu; til dæmis
vegna sífellt betri þjónustu, og eins
hlýtur auðvitað eitt og annað að fara
úrskeiðis í svo stórum málaflokki.“
Ertu sammála þeim sem segja að ekki
sé lengur hœgt að hagræða ánþess að
skera þjónustuna niður við trog?
„f svona umfangsmiklum rekstri er
alltaf hægt að hagræða. En það segir sig
sjálft, að það hlýtur að verða þröngt í
búi hjá okkur á næstu árum og þar veg-
ur þungt sú staðreynd, að ekki stefnir í
aukningu á þjóðartekjum. Ég sé ekki
stefna í annað en að okkur verði mjög
þröngur stakkur sniðinn og það jafnvel
þótt hagrætt sé af kappi.“
/ úttekt Ríkisendurskoðunar á síðasta
ári kom fram, að læknar eru ekki aðeins
meðal hœstlaunuðu ríkisstarfsmanna
heldur þiggur fjöldi þeirra laun á mörg-
um stöðum. Er þetta vandamál sem þið
glímið við?
„Vinna lækna utan ríkisstofnana hef-
ur mjög verið til umræðu og skoðanir
eru afar skiptar. í kjarasamningum
lækna er kveðið á um að þeir hafi leyfi
til að vinna ákveðinn tíma af vinnudegi
sínum utan stofnunarinnar. Sumir
læknar telja þetta mjög skynsamlegt
fyrirkomulag, þarsem það tryggi ákveð-
in tengsl við bæði sjúklinga og atvinnu-
líf. Aðrir — sérílagi vinnuveitendameg-
in í málinu — hafa talið kerfið óskyn-
samlegt og að miklu eðlilegra sé að
læknar starfi hjá einum vinnuveitanda,
þó svo að þeir væru kannski á afkasta-
hvetjandi greiðslum. Ýmsir læknar eru
fylgjandi þessháttar fyrirkomulagi.
Menn verða síðan að athuga, að þrátt-
fyrir að læknar fái kannski greiðslur á
nokkrum stöðum þá eru þær minnihátt-
ar við hliðina á þeim greiðslum sem
þeir þiggja frá langstærsta launagreið-
anda sínum: ríkissjóði. Að sjálfsögðu
eru undantekningar á þessu og við er-
um alltaf að fylgjast með þeim. Læknar
eru bara einsog annað fólk: sumir eru
með vandamál og aðrir ekki.“
Hvert er stærsta einstaka verkefni Rík-
isspítalanna um þessar mundir?
„Við erum náttúrlega að skoða fyrst
og fremst með hvaða hætti við getum
rekið stofnunina innan fjárlagaramm-
ans. Við getum aldrei gert allt sem ætl-
ast er til af okkur, því sum starfsemi er
jú þess eðlis að ekki er mögulegt að
minnka hana eða stöðva. Landspítalinn
er til að mynda ákveðin endastöð í kerf-
inu, stóru sjúkrahúsin geta engum sjúk-
Iingum vísað frá sér og slíkt kallar auð-
vitað á útgjöld. Hinsvegar er það skylda
stjórnenda að reyna að standa undir
kröfum og gera það sem fyrir þá er
lagt.“
Hvemig stöndum við Islendingar okk-
ur í því að reka heilbrigðiskerfið á skyn-
samlegum nótum — svona miðað við
þessar fyrmefndu jafnréttisforsendur?
„Ég held að við höfum staðið okkur
ótrúlega vel. Það hefur OECD meðal
annars staðfest. Við veitum mjög góða
þjónustu fyrir hagstæðan pening miðað
við þá stefnu sem rekin er. Kerfið hér er
í sjálfu sér mjög óhagstæð rekstrarein-
ing miðað við það sem gerist erlendis,
þarsem krafan fyrir hagstæða einingu
er tvær milljónir manna.“
Almenningur hvíslar sín á milli að allt
sé hér að fara til fjandans: að við stefn-
um í bandaríska kerfið þarsem ríkum og
fátœkum er augljóslega mismunað...
„Jújú, og ég held að við þurfum að
gæta okkar mjög vel á því að sigia ekki í
kjölfar bandaríska heilbrigðiskerfisins.
Það væri slys. í draumum okkar, sem
stýrum íslenska heilbrigðiskerfinu,
samanstendur óskakerfið sennilega af
jafnrétti íslendinganna, tækni og gæð-
um Bandaríkjamanna og kostnaði Bret-
anna.“
Fjölmiðlar
Ekki opinbera stefnu í fjölmiðlun
Um daginn lögðu Þjóðvakakonurn-
ar Lilja Á. Guðmundsdóttir og
Ásta R. Jóhannesdóttir fram til-
lögu til þingsályktunar um opinbera
stefnu í fjölmiðlun. Ég vona að fleirum
en mér hafði svelgzt á við þessi tíðindi.
Þótt ég viti raunar ekki nákvæmlega
hvað hugtakið opinber stefna í fjölmiðl-
un merkir nákvæmlega (og þótt það sé
fært í fallegan búning) óttast ég að það
þýði einmitt það versta sem hugsast
getur: að ríkisvaldið ætli að fara að
skilgreina hlutverk og starfsemi fjöl-
miðla, skipta sér af efni þeirra og segja
þeim hverjum þeir eiga að veita þjón-
ustu.
Allt þetta — og miklu meira til —
kemur fram í greinargerð með tillög-
unni. Raunar spannar hún svo vítt svið
að ógerningur er að fjalla um það hér,
en tvennt vil ég nefna núna.
Annað er, að eignarhald á einkarekn-
um fjölmiðlum er orðið of þröngt.
Segja má að annars vegar sé blokkin
Stöð 2-Sýn- Bylgjan-DV-Tíminn-Við-
skiptablaðið, sem eru meira og minna í
eigu sömu aðila, og hins vegar Stöð 3-
Morgunblaðið (og útvarpsstöðin FM, ef
nákvæmt skal vera), sem líka tengjast
með eignarhaldi. Einu miðlarnir sem
máli skipta og fyrir utan standa eru á
blaðamarkaði Helgarpósturinn, Alþýðu-
blaðið og Vikublaðið og á ljósvakanum
Aðalstöðin og stöðvar tengdar henni.
Það er hvorki stór hópur né ýkja kröft-
ugur í samanburði.
Rétt væri að setja reglur sem tak-
marka möguleika til samruna fjölmiðla-
fyrirtækja, þótt enn sé þetta ekki stór-
kostlegt vandamál hér á landi. Bezta
tryggingin, sem almenningur hefur
gagnvart óeðlilegum hagsmunatengsl-
um í einkageiranum, liggur nefnilega í
sterku Ríkisútvarpi.
Vandinn er hins vegar sá, að þetta
sama Ríkisútvarp stendur einkareknum
Ijósvakamiðlum fyrir þrifum. Fyrst
með skylduáskrift allra sem eiga út-
varp eða sjónvarp, sem veitir RUV afar
óeðlilega samkeppnisstöðu, og svo
með samkeppni við einkaaðila um aug-
lýsingatekjur sem eru þeim lífsnauð-
synlegar á þröngum markaði. Það er
óþolandi, því eðli málsins samkvæmt
getur ríkið þar með niðurgreitt auglýs-
ingaverð í krafti iögboðinna tekna sem
það fær með skylduáskrift.
Eina lausnin, sem ég sé á þessu, er
að ríkið fari af auglýsingamarkaðnum
og láti einkaaðilum eftir að keppa þar.
Ríkisútvarpið er nauðsynlegt, en það
má ekki reka á kostnað annarra sem
eiga að hafa jafnan rétt á markaði. Rétt-
ara væri að kosta Ríkisútvarpið af al-
mennu skattfé (sem væri de facto nef-
skattur og þar með annað form á
skylduáskrift) og leiðrétta um leið leik-
reglurnar á auglýsingamarkaði. Með
því fengist ekki aðeins samkeppni á
eðlilegum forsendum, heldur frjórri
jarðvegur fyrir einkarekna ljósvaka-
miðla sem hafa stórbætt fjölmiðlun hér
á landi.
Mig grunar, án þess ég viti það fyrir
víst, að þær Lilja vilji bœði þrengja að
eignarhaldi á einkareknu fjölmiðlunum
og leyfa ríkinu að keppa við þá á ójöfn-
um markaði. Það er vond aðferð og ein-
mitt af þeirri tegund sem kenna mætti
við opinbera stefnu í fjölmiðlun.
Kari Th. Birgisson
„Eina lausnin er að Rík-
isútvarpið fari afauglýs-
ingamarkaðnum og láti
einkaaðilum eftir að
keppa þar. “