Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER1395 9 Sigurði Jónssyni misbýður hvernig vegið hefur verið að heiðri bróður hans, Einars á Ein- arsstöðum, eins virtasta læknamið- ils landsins fyrr og síðar, af mönnum sem gefa sig út fyrir að vera læknamiðlar. Eins og HP greindi frá í síðustu viku hefur læknamiðillinn sem tvívegis hefur verið kærður til RLR fyrir kynferðis- lega áreitni látið hafa eftir sér að Einar heitinn lækni í gegnum sig. Sigurður Jónsson, bróðir Einars á Einarsstöðum, er á móti ný- öldinni. „íslendingar eru að verða heimsfrægir fyrir dellu." „Þessi nýöld er algjört bull" „Ég uil bara að Einar fái að huíla í friði fyrirþessum lýð. “ g ber mikla virðingu fyrir Einari bróður mínum og veit að hann hefði aldrei lagst eins lágt og þessi miðill þarna, sem segist þurfa að jarðtengja fólk í gegnum kyn- færin og fleira. Þótt ég hafi aldrei haft sömu trú og Einar á nýöldinni var hann engu að síður strangheiðarlegur mað- ur.“ Þetta eru orð bróður Einars, Sigurðar Jónssonar, sem var mikið niðri fyrir vegna þess „viðbjóðs", eins og hann orðar það sjálfur, sem bróðir hans hefur verið dreginn inn í að undanförnu. Sigurður segir þennan læknamiðil ekki þann fyrsta sem leggi nafn Einars við hégóma. „Þeir eru fjöl- margir, en þetta er samt með grófari dæmum sem ég hef heyrt af.“ Að minnsta kosti þrír miðlar hafa tjáð Sigurði að Einar, sem lést fyrir átta árum, komi alltaf í gegnum þá á milli klukkan fjögur og sex á daginn. „Ég er ekkert feiminn við að segja hverjir það eru; Rósa Jóns- dóttir systir mín, Ragnar Mi- chaelsen úr Hveragerði og ekkja Einars. Mér er gersam- lega hulið hvernig hann fer að því að koma í gegnum þau á sama tíma, en þar fyrir utan trúi ég hvorki á læknamiðla né nýöld- ina almennt.“ Gamlar lummur „Þessi nýöld er í mínum augum algjört bull,“ segir Sigurður. „Ég bendi í þessu samhengi á James Randi sjónhverfinga- mann sem einbeitti sér að því í mörg ár að sanna yfirnáttúru- lega hæfileika sína. Eftir að hafa boðið hverjum þeim, sem sannað gæti að hann byggi yfir þessum hæfileikum, 10.000 dollara, þá hafa leitað til hans 600 manns. Þetta loforð setti hann fram fyrir 25 árum og engum hefur enn tekist að eignast tíu þúsund dollarana. Eg tek undir þau orð hans að nýöldin sé ekkert annað en gamlar lummur sem hitaðar hafi verið í örbylgjuofni í 15 sekúndur." Sigurður segist engu að síð- ur hafa trú á að fólk sé mi- snæmt og að andinn lifi lengur en líkaminn. „Ég hef þá trú að fólk geti verið berdreymið og ég hef líka þá trú að sumt fólk sjái meira en annað. Sjálfur tel ég mig hafa séð framliðið fólk og svo er mér sagt að sem barn hafi ég oft leikið mér við einhverja sem enginn sá, þótt ég muni ekki eftir því sjálfur. En að framliðið fólk geti lækn- að í gegnum aðra er algjört húmbúkk." Trúin flytur fjöll Aðspurður segist Sigurður engar sannanir hafa fyrir því að Einar hafi haft sérstakan lækningamátt. „Á bak við hans störf blasir miklu fremur við sú staðreynd að trúin flytur fjöll; trúi maður nógu heitt á mátt lækninga að handan þá læknast maður. Ég held að lækingamáttur Einars hafi ver- ið fólginn í því að hann vissi ekki betur sjálfur." Sigurður bjó lengi í Kanada og varð því ekki vitni að því þegar Einar, þá á fimmtugs- aldri, sneri sér að því að hjálpa fólki. En til þess tíma hafði Ein- ar að mestu helgað sig búskap heima á Einarsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Á árunum 1970 til 1973 vann Sigurður á Hótel Sögu, en þá var bróðir hans orðinn landsþekkt- ur læknamiðill. Lengst af vissi eng- inn að Sigurður væri bróðir Einars en svo kvisaðist það út. Það var ekki að sökum að spyrja: upp úr því varð ekki flóafriður fyrir fólki sem gerði sér ferð á Sögu til að freista þess að komast í samband við Einar á Einars- stöðum. „Þar sem Einar bjó fyrir norðan og var þarna þeg- ar kominn með leynisímanúm- er leitaði fólk stöðugt til mín, — allt upp í sjö manns á dag. Af samviskusemi safnaði ég saman öllum beiðnum sem til mín bárust, setti á prjón sem ég hafði á borðinu hjá mér og reyndi eftir bestu getu að láta Einar vita. En þar sem það var dýrt fyrir mann sem ekki var efnaðri en ég að hringja stans- laust norður gat ég ekki staðið í því endalaust. Ein af þeim sem leituðu eftir aðstoð minni var kona nokkur sem afhenti mér miða, sem á stóð hvað amaði að. Ég man vel eftir þessu, því nokkrum dögum síðar stóð hún þarna aftur og lýsti því fyrir mér hvernig Ein- ar hefði læknað sig. Þegar ég horfði niður á borðið mitt sá ég hins vegar ekki betur en miðinn væri enn á prjóninum. Án þess að ég hefði komið skilaboðunum áleiðis var kon- an búin að fá lækningu meina sinna! Svona getur lækninga- máttur trúarinnar verið sterk- ur.“ Peningaplokk Þrátt fyrir að Sigurður hafi hvorki trú á nýöldinni né læknamiðlum segir hann Einar hafa haft mjög góð áhrif á fólk. „Einar var afskaplega ljúfur og skemmtilegur maður og ég hef þá trú að út á við hafi hann haft sefandi áhrif á fólk eða jafnvel náð að dáleiða það. Á ókunnuga virkaði Einar dulur maður, en það er vegna þess að hann var svo feiminn. Einar var svo ágætur maður. Þess vegna finnst mér voðalega leiðinlegt að misvel gert fólk skuli vera að misnota nafn hans. Ég vil bara að Einar fái að hvíla í friði fyrir þessum lýð. Hvað sem hver segir er ekki hægt að vekja fólk upp frá dauðum.“ Flestir vita að nú á dögum þiggja miðlar gjarnan borgun fyrir störf sín, en sögur fara af því að það hafi Einar á Einars- stöðum aldrei gert. Sigurður segir þá fullyrðingu hins vegar goðsögnina eina. „Einar þurfti auðvitað að lifa eins og annað fólk. Það er þó rétt að hann þáði aldrei beina borgun fyrir þjónustu sína. Það mátti hins vegar heita á hann og svo fékk hann stundum skotsilfur í gegnum frjáls framlög, til dæmis á miðilsfundum sem hann hélt í Háteigskirkju. Hann þáði aldrei tvö og upp í þrjú þúsund krónur á tímann, eins og nokkrir miðlar gera nú á dögum, sem er algjört pening- aplokk. Við megum ekki gleyma því að allir peningar sem fara í gegnum þá sem starfa að nýaldarmálum eru skattfrjálsir peningar." Sigurði finnst nýöldin vaða alls staðar uppi. „Ég bara hló að því um daginn þegar nudd- ari nokkur sem ég fór til — ágætis kona samt — tók upp á að halda höndunum fyrir ofan höfuðið á mér nokkra stund. Þegar ég spurði hana hvað hún væri að gera sagðist hún vera að heila mig. Ég er helst á því að það þurfi að fá mann á borð við James Randi — sjónhverfingamann- inn — hingað til lands til að hreinsa upp allan þennan sóðaskap. íslendingar eru nefnilega að verða heimsfræg- ir fyrir dellu.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.