Helgarpósturinn - 26.10.1995, Síða 20

Helgarpósturinn - 26.10.1995, Síða 20
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 \ Ný James Bond-mynd væntanleg og Jakob Bjarnar Grétarsson fletti upp í sjálfum sér og nokkrum tímaritum og rifiaði upp af hverju Sean Connery er eini rétti maðurinn í hlutverkið. « Nýr James Bond? Breyttur og betri? Á næstunni frumsýna Sambíóin nýja Bond-mynd — GoldenEye. Fimmti maðurinn til að taka að sér hlutverkið heitir Pierce Brosnan. Allir alvöruað- dáendur spæjarans með leyfið til að drepa spyrja sig: Hvað er það sem segir að Brosnan verði ekki í skugga Seans Connery eins og allir hinir eymingjarnir? Þegar ég var um það bil tólf ára og bjó í Hafnarfirði lagði ég mikið á mig til að sjá James Bond-mynd. Það var fimm tíma prósess að labba út á strætóstoppistöð, í strætó, úr strætó, labba í Tónabíó — sjá myndina — og sömu leið til baka. En það var sannarlega þess virði. Síðan þá er aðeins einn Bond. Það er sannleikskorn í því sembreski rithöfundurinn Kingsley Amis, en hann lést nú á sunnudaginn, skrifaði eitt sinn: „Sannir karlmenn vilja ekki fara út að borða með Bond eða spila golf við Bond eða tala við Bond. Þeir vilja vera Bond.“ Og setning- in „Sean Connery er James Bond“ á gömlum auglýsingapla- kötum hljómaði einhvern veginn rétt. Þegar A View to a Kill var auglýst var komin setningin: „Roger Moore er James Bond.“ Þessi sleikti enski yfirstéttarbó- bó með óróbronsrjómakrepað litaraft í kakíjakka? Tilhugsunin um hann að kreista Ursulu Andress í Dr. No er álíka æsileg og að ímynda sér Benny Hlll klípandi í rassinn á Tracy Lord. Maður þarf að vera pervert til að fá eitthvert kikk út úr því. Ókei, Moore valdi einu leiðina, sem var sú að fela sig á bak við ein- hvers konar djók. Roger Moore er James Bond? En aðeins þar til einhver skárri kemur fram á sjónarsviðið. Milli Moore og Connery lék George Lazenby Bond í mynd- inni I þjðnustu hennar hátignar. Hann slapp þokkalega, einkum vegna atriðsins þegar einn vondi kallinn lendir í snjóplóg sem spýtti fyrir vikið rauðum snjó upp um blásarann. Og þegar Mo- ore kannaðist loks við sinn vitj- unartíma þá tók Timothy Dalton við. Dalton og Moore eiga það sameiginlegt að klína sjálfum sér of mikið inn persónuna Bond Það er einhvern veg- inn svo vemmilegt þegar Dalton seg- Bond með Ursulu. ir: „Bond. — James Bond.“ Og þegar hann biður um Martini þá dettur manni í hug SÁÁ. Er það eitthvað sem einhverjir aðrir en Óttar Guðmundsson vilja láta kenna sig við? Það sem varð Dal- ton til bjargar, svona í sagn- fræðilegum skilningi, er sú stað- reynd að þegar hann gerði til- raun til að túlka Bond þá var tími hreinlífis. AIDSið sá um það. Þegar Ian Flemming var að skapa Bond átti Bretland undir högg að sækja. Nýlenduveldið hrunið, þeim sparkað frá Súes og amerískur kúltúr að yfirtaka allt. Það er engin tilviljun að kaldrifjaðir CIA-menn breytast í sprellikarla þegar Bond kemur inn um dyrnar. Eða sú fagur- fræðilega staðreynd að Bond drekkur einungis Chivas Regal, reykir Players og ekur Aston Martin — svona rétt eins og eins manns „kaupið breskt“-herferð. En hvernig stendur á því að skoskur líkamsræktarmaður af lægri stéttum á borð við Conn- ery gerir sig nákvæmlega í þessu margbrotna hlutverki enska heimsmannsins, kvennagullsins og fagurkerans 007? Connery er einfaldlega töff. Hann er kúl. Hann hefur inn- byggt sjálfsöryggi og kraftinn sem þarf til, að viðbættu fáguðu yfirbragði. Á árunum 1957 til 1971 var varla þann mann að finna sem ekki vildi vera Sean. Rétt eins og allir vilja vera Bond. Hver vill vera Roger Moore? Connery var „Herra Heimur" for crying out loud! Hann fellur ger- samlega inn í hlutverkið og þarf ekki að rembast við það. Gangi Brosnan vel í hlutverk- inu. Bond-aðdáendur eru búnir að fá nóg af þessari ameríkanís- eruðu útgáfu af hetjunni sinni. Síðustu Bondar hafa verið ein- hvers staðar milli þess að vera Amy í Last Action Hero, Bmce Willis í Die Hard og Harrison Ford í Patriot Games. Bond geng- ur ekki út á slíka stæla. Kannski er hinn írskættaði Brosnan rétti maðurinn. Það er altént rétt að gefa honum séns. En ef það á að vera fræðilegur möguleiki að James Bond lifi það af að fara inn í nýja öld þá er möguleikinn fólginn í því að drepa minn- inguna um Sean Conn- ery sem Bond. Aðeins fyrir sanna Bondaðdáendur Rétt í lokin koma 2. Hveijum þess- fyrir framan a) Félagsfræði 9. Númer hvað nokkrar níðþung- ara hefur aldrei myndavélina, en b) Austurlensk var sá 00-njósn- ar spurningar verið boðið að í daglegu lífi — tungumál ari sem var drep- sem snúa að leika Bond? aldrei." c) Saga inn í upphafi smáatriðum sem a) Cary Grant a) Timothy Dal- d) Rússneska Octopussy? snerta Bond. b) Hugh Grant ton a) 002 James Bond. Það c) Dirk Bogarde b) Roger Moore 7. Hvemig vill b) 004 er rétt að vara þá d) James Mason c) Sean Connery Bond hafa tyrk- c) 008 við sem einungis d) George Lazen- neskt kaffi? d) 009 búa yfir yfir- 3. Hveijum eftir- by a) Sætt borðsþekkingu á talinna bifreiða b) Miðlungssætt 10. James Bond njósnara hennar hefur James 5. Hverri þess- d) Með mjólk og hefur einu sinni hátignar númer Bond aldrei ek- ara kvenna hef- tveimur sykur- gengið í það 007. Þessar ið? ur aldrei hlotn- molum heilaga. Hvert spurningar eru a) Lotus Esprit ast sá heiður að d) Án koffíns var nafn eigin- fyrir sérfræðing- b) Lamborghini vera Bond- konu hans? ana. Miura stúlka? 8. Hvert er raun- a) Catherine Hay- c) Citroén 2CV a) Honor Black- veralegt nafn M? ward 1. Hvemig golf- d) Aston Martin man a) General Mi- b) Elizabeth Fa- kúlu notar DB5 b) Joanna Luml- chael Mildrake irrie Bond? ey b) Það hefur aldr- c) Tracy Vinc- a) Penfold Hearts 4. Hvaða James c) Joan Collins ei komið fram enzo b) Slazenger Bond sagði eftir- d) Barbara Bach c) Malcolm d) Francesca Ry- númer eitt farandi: „Ég mun Middleton major an c) Dunlop plus með glöðu geði 6. Hvert var að- d) Miles Messery d) Penn leika gamaldags alfag Bonds í há- aðmíráll karlrembusvín skóla? 'SSIAIHO j jBuuaq 3jJSA}nm 3J?I SSiy bubjq ozua3uiy\ Xobjx '01 600 '6 IIBJiuipB AiBssajv sajjjv 8 •ay\I paAO'j oi|A\ Ads aMX! UiRM e»ac| ipBjUBd puog jjæssSunipjjM ■£ sSpijquiBQ yjj uunjjuja njsjAj jnB|q puog IBuinSunj sjsuspnjsnv '9 •aj\l psAoq oijj\\ Ad§ sqx! nAOSBUiy nAuy jo[bui >ja| qasg BJBq -jBg 8o SSWHO! ^iwn-j buuboj* ‘ja8uijp|oo J ajo -|bo Assng sjaj uBui>|DBig jouoh 'su!||oo UBOf 'S uoj|B(j Aqjouiix X •jaSuijpior) ! saa :^|U0 saAg jnoA Jog IA0Z ‘aW paAoqoq/v\Ads aqx! ipcisg snjoq 3|o puog Bjn|i\i |U|qSJoquiBq g apjBSog 3JJIQ Z •jaS -u|jp|O0 p|A suBq |udda3f j uibjj BSa|SSo|S jnuiasj pBq SJJB3H Piojuag j •jpíjy

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.