Helgarpósturinn - 26.10.1995, Síða 22

Helgarpósturinn - 26.10.1995, Síða 22
22 . 'SH FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 mótaskaup er allra síst verk leikstjórans." Gísli Snær staddur í Parísar- borg á blússandi styrk. Það hljóta að hafa tekið við dagar víns, vífa og rósa. Eða hvað? „Lífsstandardinn breytist þegar maður er námsmaður. Það er bara strætó og spag- hettí alla vik- una. Maður er ekkert mikið úti á veitingastöð- unum. Þegar maður er í kvik- myndaskóla þá er maður í því 24 tíma á sólarhring. Ég get ekki sagt að ég hafi verið mikið að skemmta mér þarna. En jú, vífin voru kannski inni í mynd- inni.“ Víf segirðu. Maggi Kjartans kvað: „Þær frönsku eru ekkert grín.“ Stenst þessi hending svona miðað við þína reynslu? „Þetta er alveg hárrétt hjá Magga. Það er engin tilviljun að Sartre var franskur. Jafn- aldrar manns þarna úti eru hy- ber-verndaðir. Foreldrarnir halda í krakkana von úr viti, næra þá og láta þá komast upp með að vinna ekki langt fram eftir aldri. Þar með breytist þetta með að vera. Að vera maður sjálfur, taka sínar ákvarðanir, þurfa að standa á eigin fótum, þurfa að hafa fyrir hlutunum og uppgötva að lífið er fulit af hindrunum sem þarf að ryðja úr vegi. Franskar kon- ur eru svoldið svoleiðis. Þær þola engar hindranir og eru ekkert grín.“ Friðrik fæddur handritshöfundur Meðan Gísli Snær er við nám hringir Kristinn Þórðarson í hann og spyr Gísla hvort hann sé til í að mynda rokktónleika. Þeir höfðu áður unnið saman að auglýsingagerð. „Mér fannst sorglegt að vera að kaupa alla þessa filmu, vera með tækin og búa til pínulitla mynd. Fyrst stóð til að í mynd- inni væru allt í allt fimm mínút- ur af leiknum atriðum. Annars yrðu bara tónleikar. Síðan myndum við kannski splæsa þeim bút saman í eina stutt- mynd. Síðan óx þetta og hann gaf eftir með að leyfa mér að gera leikna mynd. Þá vantaði bara hugmyndina. Og ein- hvern tíma þegar ég er að fara frá Frakk- landi til íslands, um jólin, þá er ég staddur heima hjá Jean Philip Lapardi, sem leikur Frakkann..." Hommanum sem varð fyrir bílnum? „Já, hommanum sem varð undir. Hann var búinn að leika í tveimur myndum hjá mér í Efþú sérð mig á rauðum Ferrari þá ueistu að mér hefur gengið vel. “ skólanum og við vorum orðnir mjög góðir vinir og þá er ég ekki að meina á kynferðisleg- um nótum heldur frekar hin- um andlegu. Það var eitthvað við hann þegar ég var að kveðja. Lapardi var í símanum, vinur hans að flauta fyrir utan og það var svona panic-ástand á honum og hann hreint rosa- lega fyndinn við þessar að- stæður. Þetta var kveikjan og þegar ég kem heim nefni ég þessa hugmynd við Friðrik Er- lingsson: Franskur umboðs- maður sem kemur til íslands og lendir í hrakningum. Síðan settumst við niður eina kvöld- stund og hripuðum nánari út- færslu. Hittum svo strákana, Kristin og Bjarna Þór Þór- hallsson (Boston Chicken), og þeim leist vel á hugmyndina." Samvinna ykkar Friðriks hef- ur hafist þarna? „Nei, hún hófst nokkru áður. Þá var ég staddur á auglýs- ingastofunni Fljótt fljótt hjá Viktori Sveinssyni, Búða- stjóra og forsetaefni. Þar kynnti hann mig fyrir Friðriki. Ég veit ekki hvað það var, en sjálfsagt höfum við verið bræður mjög lengi við Friðrik. Mikið karma. Eftir að ég heyrði að hann væri að skrifa þá bauð ég honum í kvöldmat. Þar færði ég í tal við hann hug- mynd sem við erum enn að skrifa og verður vonandi næsta kvikmynd okkar. Einnig lét ég hann fá fullt af bókum um handritsgerð. Friðrik er það vel gefinn..." Og góður elskhugi? „Jú, ja. Hey! „Don’t quote me on this!“ Hann altént fattaði mjög fljótlega hvernig á að skrifa kvikmyndahandrit og þremur vikum síðar var komið alvöru kvikmyndahandrit með samtölum og öllu. Þá uppgötv- aði ég hina ofurmannlegu h æ f i - leika hans á þessu sviði. Bæði skrifar hann myndrænt og á auðvelt með að skrifa „tal- texta". Eins og venjulegt fólk talar — ekki uppskrúfaðan litt- eratúr. Þannig hófst samstarf okkar og vinskapur." Friðrik sem sagt byrjar að skrifa handritið að Stuttum frakka, kvik- mynd sem flestir íslendingar þekkja, fer þá út til Gísla og dvel- ur hjá honum í tæpan mánuð. Þar fullvinna þeir félagar handritið og síðan er rokið í tökur. Það er óhætt að segja að sjálfsgagnrýni skorti ekki hjá Gísla, ef marka má kvikmyndadóm hans sjálfs sem hér birtist í símskeytastíl: Ekki góð mynd. Fyrstu 30 mínúturnar mjög góð- ar. Svo dettur allur botn úr henni. Hún verður laus í sér. Mjög slæmt. Það endar bagalega fyrir okkur verkamennina. Rosalega góð æfing. Við hefðum aldrei getað gert Benjamín dúfu án hennar. Ef ég væri franskur leikstjóri hefði ég aldrei fengið að gera mynd númer tvö. Myndin er mis- tök og þó ekki. Það komu tæplega 40 þúsund manns að sjá hana. Það er kannski mælikvarði. Ég veit það ekki. Faglega er hún ekki vel gerð. Ekkert meira um Stuttan Frakka að segja." Swiss Miss-stúlka og seinheppinn Frakki Nú gengu miklar sögur þess efnis að myndin hefði verið fjárhagslegur bömmer. Fólk fékk ekki kaupið sitt. Viðtal við sjálfan Frakkann í Eintaki sál- uga þar sem hann er með tárin í augunum? „Hérna á íslandi eru allir reiðubúnir að kaupa hálfa sög- una og bæta svo við hana. Fjöðrin verður að hænu. Þetta var ósanngjarnt hjá þeim sem kvörtuðu mest. Þeir skrifuðu undir samning svohljóðandi að þeir fengju ekki borgað ef ekki næðist upp í kostnað." Fáum þetta á hreint: Ert þú ábyrgur fyrir því að líf Frakkans er í rúst? „Nei, þú mistúlkar þetta. Við erum enn miklir vinir. Það var einhver 18 ára strákur sem keyrði á hann. Sjáðu til: Mynd- kostaði tæpar 30 milljónir, 40 þúsund áhorfend- ur gefa af sér 20 milljónir. Það er einfaldlega ekki hægt að gera myndir á íslandi sem byggjast eingöngu á áhorfend- um. Við fengum eftirvinnslu- styrk upp á 3 milljónir. Dæmið er einfalt. Ég veit til þess að Kristinn er enn að borga per- sónulega vegna myndarinnar.“ Eftir að Gísli lýkur námi er hann ár úti í Frakklandi við skriftir á framfæri kœrustu sinn- ar þáverandi. Hver er þessi fína kona? „Natassia Lindinger. Swiss Miss-stúlkan. Frönsk leikkona. Síðan kem ég heim og vinn með Friðriki í Benjamín-hand- ritinu. Fer aftur út. Skil við konuna til að takast á við verk- efnið. Það er vonlaust að vera í „overseas“-sambandi þegar maður stendur í einhverju svona." Einkum þegar við erum að tala um Swiss Miss-stúlkur? „Akkúrat. Síðan hef ég verið að sinna myndinni í heilt ár. Stanslaus vinna.“ Benjamín dúfa er fjármögn- uð af Kvikmyndasjóði, Euri- mage, evrópskum kvikmynda- sjóði, Sænsku kvikmynda- stofnuninni, þýskum sjón- varpsstöðvum (ZDF og NDF), Beta Taurus (sem er með dreifingarréttinn), íslenska út- varpsfélaginu og fleiri aðilum. Myndin er svo gott sem fjármögnuð í topp. „Baldur Hrafn- kell framleiðandi hefur staðið sig vel. Þetta er ekki lengur persónuleg áhætta,“ segir Gísli og bætir því við aðspurður að hann viti ekkert um hvort hann verði ríkur af þessu. „Maður getur aldrei orðið ríkur í þessum bransa. Segjum að það verði einhver gróði. Þá er maður svo vitlaus að setja hann í að fjármagna næstu mynd. Þetta er eilíf hringrás fjármagns. Hins vegar ef þú sérð mig á rauðum Ferrari þá veistu að mér hefur gengið vel.“ Að drekka sig fullan og spila sig geggjaðan Gísli er þeirrar skoðunar að kvikmynd sé höfundarverk leikstjórans, „listin er engin málamiðlun", en hann leggur áherslu á að kvikmyndagerð byggist á hópvinnu. „Ferlið er það gríðarlega langt og þess vegna þarf að vera einhver sem hefur skýra sýn á mynd- ina frá því hún er lítil hugmynd og þar til hún er fullkláruð. Myndin fer í gegn- um handritsferii. Hún fer í gegnum fjármögnunarferli, þar sem maður þarf oftar en ekki að sitja fyrir framan einhverja menn sem er andskotans sama. Þú þarft að sannfæra þá um að þeir eigi að leggja pen- ing í þetta. Og að þú sért mað- urinn til að gera myndina, maður sem hafi sterka sýn og kraftinn til þess. Oft þarftu að setja upp leikrit. Ég hef sett upp leikrit fyrir Þjóðverja sem vildu sjá listamann - helst geggjaðan. Þannig að ég drakk mig bara fullan, var með viskí- flösku á mér og talaði hátt. Gat ekki setið kyrr, gekk um gólf og keðjureykti. Þetta fíluðu þeir og bitu á agnið. Það þarf ekki að vera að ég sé svona, en svo mikið er víst að það þarf að standa í svona leikritum. Síðan kemur tökutíminn og þú þarft að útskýra fyrir fjölda fólks hvernig þú sérð þetta fyr- ir þér. Ég fer mjög nákvæmlega yfir hlutina og teikna þá upp. Það er mjög mikilvægt að skilningur sé fyrir hendi, því ég sit í súpunni á næsta stigi, sem er klipping. Þar sit ég, og reyni að böðla þessu saman og klára hugmyndina. Þaðan fylg- ir maður myndinni á hljóðstig- ið.“ Gísli bendir á að hugmyndin „Franskar konur eru svoláið svoleiðis. Pœr þola engar hináranir og eru ekkertgrín. “ um kvikmyndaleikstjóra sem höfund hafi einmitt komið upp í Frakklandi á nýbylgjutíman- um hjá köppum eins og God- ard og Truffaud, sem fundu til dæmis út að í verkum Hitchcocks og Fords væri sama mynstrið þrátt fyrir mis- munandi samstarfshópa. „Myndin kemst aldrei heil til skila nema leikstjórinn fylgi hugmyndinni til enda.“ Er þetta ekki slftandi starf? „Þetta er rosalega peppandi starf og maður þarf að vera undir það búinn að vinna und- ir gríðarlega miklu álagi. Þá þýðir ekkert að flaustra og garga tóma vitleysu. Tíminn í þessu er peningar. Þetta kost- ar ótrúlega mikið. Tökutíminn er rosalega erfiður og eftir tök- urnar á Benjamín dúfu datt ég í mikið þunglyndi og lokaði mig af í nokkrar vikur. Þú ert búinn að vinna í þrjá mánuði, gersamlega útspíttaður með adrenalínið á „Þannig að ég árakk mig bara fullan, varmeð viskíflösku á mér og talaði hátt. Gat ekki setið kyrr, gekk um gólfog keðju- reykti. Þetta fíl- uðuþeirog bitu á agnið. “ trilljón. Næturtökur og maður er gersamlega búinn að rugla líkamsklukkuna. Svo er það allt í einu búið. Þú hefur verið innan um 50-100 manns gef- andi skipanir og allir hlaupa eftir þínu höfði. Svo er það allt búið og þú ert aleinn og átt að fara að vakna klukkan níu, hlusta á Górilluna og drekka kaffi. Á meðan þú ert að taka þá er þér skítsama hver er for- seti í Rússlandi. Þér er and- skotans sama þó að það séu teknir fangar einhvers staðar í heiminum eða hvað er að ger- ast. Þú lest ekki blöðin eða horfir á sjónvarp. Þetta getur vissulega verið slítandi.“ Action og cut En sérðu þig fyrir þér í þess- ari stöðu í framtíðinni? „Ég tók þá ákvörðun að verða kvikmyndaleikstjóri fyr- ir mörgum árum. Það er hálf- vonlaus ákvörðun. Þetta þýðir ekki peninga og ekki glamor. í hæsta lagi viðtöl á borð við þetta. Ég fékk minn skammt af því að vera svokallað frægur á íslandi í gegn- um Poppkorn á sínum tíma og það fór alveg með mig. Ákaf- lega óþægilegt. Maður er ekki í þessu til að hljóta einhverja gervifrægð. Þetta gengur út á að sigrast á hlutunum. Von- andi á ég eftir að leikstýra fullt af kvikmyndum í framtíðinni, hvort sem það verður á tveggja ára eða tuttugu ára fresti. Það sem er erfitt við kvikmyndagerðina er að mað- ur veit svo lítið um framhaldið. Það er búið að bjóða mér fullt af erlendum verkefnum en ég er alveg hættur að trúa því. Þetta er svo mikið í kjaftinum á einhverjum fínum mönnum sem eru að spila sig stóra. Ég trúi ekki á hlutina fyrr en ég er kominn við myndavélina og segi: Action!" Já, segirðu actión og cut? „Nei, ég segi yfirleitt: Gjörið svo vel að klippa." Um leið og Gísli Snær segir klippa þá er eins og við mann- inn mælt. Súperstjarnan Björk gengur í salinn ásamt föru- neyti. Um hvað var aftur verið að tala?

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.