Helgarpósturinn - 26.10.1995, Page 30
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995
30
popp
Opið bréf til Karls Th. Birgissonar, ritstjóra Helgarpóstsins:
FIMMTUDAGUR
Jón Ingólfsson frá
Dalvík, rétt eins og
Rocky í Rocky Horr-
or. Hann skemmtir
á Fógetanum.
Papar halda uppi
bjórhátíð á Kaffi
Reykjavík.
FÖSTUDAGUR
Ragnar Bjamason
og Stefán Jökuls-
son úrvals bar-par á
Mímisbar, Hótel
Sögu.
TLM er bresk sveit
sem er einn af há-
punktum Unglistar
‘95. Hún hitar upp í
Hinu húsinu síðdeg-
is þennan dag.
Snæfríður og
stubbamir koma í
bæinn og skemmta
á Fógetanum.
Langbrók spilar
enn og aftur „I feel
fine í lundu“, sem er
gamalt Bítlalag í
nýjum búningi.
í Rósenbergkjallar-
anum.
Brimkló eða því
sem næst á Nætur-
galanum í Kópa-
vogi.
Laddi, Magnús og
Jóhann og Pétur
Hjaltested á Hótel
Islandi í kvöld.
Papar og Sóldögg
halda uppi enn
betri jóðl-bjór-hátíð
á Kaffi Reykjavík.
Papar og Sóldögg
halda uppteknum
hætti á Kaffi Reykja-
vík.
LAUGARDAGUR
Ragnar Bjamason
og Stefán Jökuls-
son enn á Mímis-
bar, Hótel Sögu.
Saga-Klass leikur
fyrir dansi í Súlna-
sal Hótels Sögu eftir
að Ríó-sögu lýkur.
Það eru Ríótríós-
menn að rifja upp
vafasama fortíð
sína.
Snæfríður og
stubbarair frá Þor-
lákshöfn með dahs-
mennt á Fógetan-
um.
Langbrók enn við
sinn „I feel fine í
Iundu“-keip í Rósen-
bergkjallaranum.
Það er lítið sem hundstungan
finnur ekki, segir máltækið.
Það má í sjálfu sér heimfæra
á ýmsan hátt upp á fréttafólk þitt
og aðra sem hjá þér starfa við öfl-
un slúðurs og eiga erindi við les-
endur blaðsins. Það er e.t.v. gott
og gilt að vissu marki, því vissu-
lega er svo sem ekkert að því að
miðla fréttum til almennings, þótt
oft sé val og áherslur hjá þér og
þínu fólki æði undarlegar og á
stundum allt að því hlálegar að
mínu mati, þótt ekki beri að skilja
það svo að mér finnist blaðið al-
slæmt. Sá er þó munurinn á hunds-
tungunni og tungum þeirra sem
afla þér frétta frá degi til dags, að
ef ekkert finnst bitastætt, þá
spinna þær einfaldlega upp eitt-
hvað frá eigin brjósti. Einn af allt-
of mörgum vitnisburðum þess er
sá, að vinur minn hringdi í mig á
dögunum og færði mér óvænt tíð-
indi, jafnframt því sem hann
óskaði mér innilega til hamingju.
Honum varð nefnilega litið i ein-
tak af blaði þínu daginn áður,
hvar lesa mátti meðal annars þau
tíðindi að ég „ætlaði brátt að
fjölga mannkyninu". Eitt og annað
sem mér viðkemur hefur um dag-
ana verið ranghermt af ykkar
háifu og ekki laust við að maður
sé ýmsu vanur úr þeirri áttinni.
Þetta þótti mér þó skera sig nokk-
uð úr og að loknu símtalinu fór ég
eðlilega með hraði út í sjoppu til
að sjá þetta með eigin augum, því
það var varla að ég tryði þessum
annars greinargóða og trausta
vini mínum. Það stóð þó heima
þegar á reyndi. Þetta var að vísu
birt neðanmáls með frétt af
hljómsveit sem ég starfa með, og
reyndar með nokkuð smáu letri,
— langt frá því að vera slegið upp
á áberandi hátt. Þrátt fyrir smæð
letursins má þó segja að þetta
megi flokka sem stórtíðindi fyrir
mig persónulega og mína fjöl-
skyldu. Enda leið ekki á löngu uns
móðir mín, sem einnig hafði rek-
ist á þetta, hringdi himinlifandi
og boðaði komu sína snarlega,
jafnframt því sem hún skammaði
mig lítillega fyrir að hafa ekki lát-
ið sig vita á undan blöðunum.
Hún var reyndar fljót að fyrirgefa
mér það, því ekkert er henni jafn
hugleikið og barnabarn í vænd-
um. Það urðu henni því vissulega
ákveðin vonbrigði þegar ég sagði
henni að hjá mér væri slíkt alls
ekki í vændum, „fréttin" ætti ekki
við rök að styðjast. Hins vegar
spurði konan mín mig hnuggin í
bragði hvort mér þætti hún ef til
vill vera orðin of feit!
Eins og áður greinir er langt frá
því að þetta sé í fyrsta skipti sem
rangt er farið með mál sem mig
og fleiri varða í blaði þínu. Hingað
til hef ég þó setið á mér og haldið
rónni, þó að oft hafi ýmislegt sem
mig og mina snertir verið fært
nokkuð í stilinn af ykkar hálfu —
og á stundum ómaklega máli hall-
að að því er mér finnst. En vitandi
það, að með tímanum fjölgar
þeim stöðugt sem taka því sem
ritað er á síður þessa blaðs (og
nokkurra fyrirrennara þess) yfir-
Talaðu við okkur um
BÍLARÉTTINGAR
BÍLASPRAUTUN
leitt með ákveðnum fyrir-
vara, hefur maður svo sem
ekki verið að stökkva upp á
nef sér hingað til. Þó það
teljist e.t.v. ekki til glæpa að
fjölga mannkyninu fannst
mér hins vegar að þessu
sinni nóg komið af vitleys-
unni og ákvað að skrifa þér
þetta bréfkorn. í beinu fram-
haldi spyr ég þig: Er ekki
kominn tími til að þú og þínir
reynið að taka upp eilítið
vandaðri vinnubrögð og
breyttar aðferðir við frétta-
öflun? Er ekki allt i lagi að
fara að hætta að trúa og
treysta misþenkjandi heim-
ildarmönnum ykkar út um
víðan völl alfarið sem nýju
neti og slá upp hverju því
sem kann að hljóma vel í
ykkar eyrum, að því er virð-
ist oftlega án þess að
ígrunda sannieiksgildi þess?
Oft dygði eitt símtal tii að
sannreyna hvort rétt er með
mál farið eður ei. Eða myndi
það kannski eyðileggja
ímynd blaðsins? ímynd sem,
ásamt óvönduðum vinnu-
brögðum, virðist byggja
hvað helst á þvi að nærast á
því sem neikvætt er og agnú-
ast með yfirborðskenndum
snobb-hætti út í þá með-
borgara sem að ykkar mati
binda bagga sína ekki „réttu“
hnútunum. Þeirra sem ekki
„detta í ‘ða“ á „réttu“ börun-
um, umgangast ekki „rétta“
fólkið, sækja ekki „réttu“
partíin og hafa ekki „réttu“
skoðanirnar. Ef það er
ímynd, sem þér finnst þess
virði að halda í, spái ég því
að þess verði ekki langt að
bíða að blaðið fái nýtt nafn
og kennitölu...
Ég vænti þess að þú birtir
þetta bréf óbreytt í heild
sinni og á góðum stað í
næsta tölublaði.
Með virðing,
Stefán Hilmarsson.
Frá ritstjóra
Þakka þér bréfið, Stefán.
Það er ágætlega stílað.
Svar við bréfi þinu getur
aðeins verið á einn veg: að
geysivinsæla og ?dj>)
vttlibráðarhlaðborð
með köldum og heitum réttum
á aðeins 2.900 krónur
Stundin et fiaustíii
Staéwtinn e* ATauótið
biðja þig afsökunar á rang-
herminu og því ónæði sem
það hefur valdið þér (um
leið og ég samhryggist yfir
að gleðitíðindin reyndust
ekki á rökum reist). Það
þykir mér afar miður.
Reiðiþrungnar fullyrðing-
ar þínar um fréttir sem
skrifaðar eru í þetta blað
eru hins vegar illa ígrund-
aðar. Því er þveröfugt farið
við það sem þú heldur
fram; á það lögð rík áherzla,
á meðan ég fæ einhverju
um það ráðið, að vandað sé
til úrvinnslu frétta, jafnt
stórra sem smárra. Það
breytir ekki hinu að fólk
gerir stundum mistök, og
kannske sér það minni
ástæðu til að leggjast í
mikla rannsóknarvinnu
þegar kemur að jafnánægju-
legum fréttum og setning-
unni sem reyndist röng og
var tilefni bréfs þíns. I
þessu tilfelli var heimildin
þó ekki ómerkilegri en
Anna Björk Birgisdóttir,
eiginkona þín, en fleiri en
tveir og fleiri en þrír við-
mælendur blaðsins skildu
hana svo í útvarpsþætti
hennar fyrir nokkru að hún
ætti von á barni. Það hefur
greinilega verið ónákvæmni
hennar eða misheyrn
ófárra.
Að öðru leyti læt ég reiði-
lestur þinn sem vind um
eyru þjóta, enda ber hann
öll merki geðshræringar.
En er það virkilega svo að
áherzlur þess blaðs ís-
lenzks sem bezt sinnir dæg-
urmenningunni, heiminum
sem þú lifir og hrærist í,
séu „hlálegar“? Þekkir
kannske hver sitt heima-
fólk.
Kveðja,
Karl Th. Birgisson.