Helgarpósturinn - 26.10.1995, Side 31
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995
bhI
Howie B. kaupir
íslenska list
Það barst til hinna löngu
eyrna HP að fyrir rúmri
viku hefði Howie B. drepið
niður fæti á íslandi en staldrað
stutt við. Fyrir þá sem ekki eru
innviklaðir í tónlistarheiminn
þá er Howie þessi vel metinn
tóniistarmaður, plötusnúður
og upptökustjóri í Bretlandi.
Hann tók til að mynda upp lag-
ið „Nothing compares to you“
með Sinead O’Connor og hef-
ur unnið talsvert með Björk.
Nú vinnur Howie til dæmis við
hlið Brians Eno að gerð nýj-
ustu U2-plötunnar Passengers
svo eitthvað sé nefnt. Passen-
gers er ekki komin út en sam-
kvæmt erlendu popppress-
unni eru Bono og félagar
að færa sig upp á skaft
ið. Síðast fengu
Johnny Cash til að
syngja eitt lag og nú er
það sjálfur Pavarotti
sem tekur lagið með
þeim. En það er önnur
saga.
Howie B. var sem
sagt hér staddur á
mánudag og HP lék
forvitni á að vita
hvað hann hefði
verið að erindast.
Eftir nokkra eftir-
grennslan bárust
böndin að myndlistar-
manninum Húbert Nóa.
Hann gat ekki neitað og það
kom upp úr dúrnum að Ho-
wie kom gagngert til að
kaupa tvö málverk af lista-
manninum. Hann var á ferð
hér á landi með Björk og
kom á vinnustofuna og sá
þar málverk sem ekki létu
hann í friði. Hann dreif sig því
til íslands og stoppaði í tæpan
sólarhring. Samkvæmt heim-
ildum HP ætlaði sjálfur Bono
að smella sér með en hætti við
á síðustu stundu.
„Hann er að spá í að nota
aðra hvora myndina á umslag
plötu sem hann ætlar að gefa
út í febrúar,“ segir Húbert Nói
og vill ekki gera of mikið úr
þessu. En hvað er á myndun-
um?
Á þessum málverkum? Þetta
eru uppstillingar. Annað eru
þrír bollar sem eru hálfgerðir
geimbollar — það er svona
Satúrnusarhringur í kringum
þá. Ný-“designaðir“ kaffibollar.
Hitt er diskur og bikar.“
Húbert Nói
seldi frægum
erlendum tón-
listarmanni tvö
málverk.
Rakel Einarsdóttir, þjónsnemi á fyrsta ári, er eina konan sem komst
í tíu manna úrslrf í kokkteilakeppninni á veitingahúsinu Óðali. Og
hún lét ekki þar við sifja heldur vann með glæsibrag. Vinnings-
kokkteillinn, „Sætur draumur", kemur manni enda hálfa leið til Ba-
hama í huganum.
akel EinarsdótUr,
l-ff þjónsnemi á fyrsta ári,
Jl Vskaut virtustu þjónum
landsins ref fyrir rass þegar
hún bar sigur úr býtum í
kokkteiiakeppni lærðra og
leikra í veitingahúsinu Óðali
á dögunum. „Vinnuféiagar
núnir hvöttu mig tii að taka
þátt í keppninni,” segir Rak-
el, sem auk þess að stunda
nám starfar sem nemi á veít-
ingastaðnum La Primavera í
Húsi verslunarinnar.
Rakei er ein fjögurra
kvenna sem upphaflega
skráðu sig tii keppni en sú
eina sem komst áfram í tíu
manna úrslit. „Bæði vegna
þess hve óreynd ég er miðað
við hina sem tóku þátt og
þar að auki eini kvenmaður-
inn í hópnum hugsaði ég oft
með mér meðan á keppninni
stóð: Guð minn góður, hvað
er ég að gera hérna?“
Sjálft úrsiitakvöldið mun-
aði litlu að hún tæki staf sinn
og hatt og hyrfi á braut.
„Þegar tilkynnt var hverjir
yrðu í öðru og þriðja sæti fór
ég í kápuna og var á leiðinni
út. Það hvarflaði ekki að tnér
að ég yrði númer eitt.“ Hún
lýsir augnablikinu nánar:
„Þegar svo tilkynnt var liver
hefði hreppt fyrsta sætið
varð svo mikið spennufal!
hjá mér að ég fékk tár í aug-
un, — rétt eins og fegurðar-
drottningarnar." Þess má
geta að í öðru sæti varð Þor-
steinn Ragnar Guðmunds-
son, yfirþjónn á Grand Hót-
el. og í því þriðja Ingólfur
Haraldsson, yfirþjónn á Hót-
el Borg.
Hér kemur svo verðlauna-
kokkteiilinn; Sweet Dream:
3 cl Bacardi, 2 cl Kahlua
og 1 og 1/2 cl Beachcomber.
Hrist. Ofan á er settur súkku-
laðispænir. Ef fólk nennir að
möndla við hlutina er gott
að mölva niður kókoshnetu
til að skreyta með glasbarm-
inn. „Já, þetta er algjört
dúndur," segir Rakel að-
spurð, „enda ekkert nema
áfengi í honum, en hann er
iíka góður after-dinner-
drykkur." Og þótt blaðamað-
ur HP hafi ekki enn komist til
að smakka hann getur hann
farið á flug og imyndað sér
að sopi af Draumnum komi
manni hálfa leið tii Bahama-
eyja.
Klíkan úr Árbænum: Birgir Örn
1 Steingrimsson, Eggert Gíslason,
í Daníel Þorsteinsson og Páll Ragnar
Pálsson, sem saman mynda Maus.
Önnur breiðskrfa hljómsveitarinnar Maus var að koma út. Og er eitthvað
merkilegt við það? Jú, þessi ungsveit er svo að segja bara að gefa út fyrir
erlendan markað. Útgáfutónleikar verða í Leikhúskjallaranum í kvöld.
Draugasöngva r
Maus
Þessi plata er eiginlega bara
gefin út fyrir erlendan
markað, en það verður
samt hægt að kaupa hana á ís-
landi,“ sögðu tveir meðlimir
hljómsveitarinnar Maus einum
rómi, þeir Birgir Örn Stein-
grimsson og Eggert Gíslason.
Hinir tveir sem mynda kvartett-
inn eru Daníel Þorsteinsson og
Páll Ragnar Pálsson. í tilefni
þessara tíðinda verða haldnir
útgáfutónleikar í Leikhúskjallar-
anum í kvöld.
í framhaldi af því að svo ung
sveit sendir frá sér aðra breið-
skífuna á innan við ári velta
menn eðlilega fyrir sér hvort
verið sé að endurútgefa gamalt
efni. „Svo er alls ekki,“ segja
þessir tveir sömu aftur ein-
róma. „Við vorum að spá í að
endurgera gömul lög, síðan
bara nenntum við því ekki, við
vorum orðnir svo leiðir á að
syngja sömu lögin ár eftir ár.
Svo erum við bara ekki þannig
tónlistarmenn.“
Meðlimir Maus halda því fram
fullum fetum að mikill munur sé
á þeim frá því á síðustu plötu;
lögin séu orðin melódískari,
lagasmíðarnar vandaðri, útsetn-
ingarnar betri, aukahljóðfærin
fleiri o.s.frv. „Allt þetta gerir að
verkum að erfitt er að ná plöt-
unni nákvæmlega á tónleikum.
Það er eiginlega allt annað að
heyra okkur læf en á plötu.“
Plata Maus sem kom út í fyrra
heitir Allar kenningar heims og
ögn meira en sú nýja hefur feng-
ið nafnið Ghostsongs að enskum
sið. Verður hún gefin út í Mið-
Evrópu, á Norðurlöndum og á
Bandaríkjamarkaði, ef vel geng-
ur.“
Er búið að uinna heimauinn-
una?
„Já, það má eiginlega segja
það, því í fyrra spiluðum við í
Þýskalandi og í Prag, Tékklandi
og víðar við góðar undirtektir.
Við erum samt ekki með neinn
stjörnuglampa í augum. Vel má
vera að þetta gangi ekkert vel,
en það er í lagi að prófa. Fyrir
okkur er þetta heldur ekki nein
fjárhagsleg áhætta, við látum
bara stóru kallana um hana. Ef
þetta gengur ekki, þá það...“
Hvernig skilgreinið þið efnið
sem þið œtlið nú að bjóða til út-
flutnings?
„Bara sem okkar lög. Það má
eiginlega segja að við séum allt-
af að verða líkari og líkari okkur
sjálfum. Við spilum líka bara
orðið lög sem okkur líkar sjálf-
um og hendum ruslinu. Ætli
Mausrokk sé ekki nærtækasta
skilgreiningin. Við höfum verið
kenndir við nýrokkið en okkur
finnst það vond skilgreining.“
Hvaðan er þessi hljómsveit
sprottin?
„Við erum flestir úr Árbæn-
um, af stakri snillingakynslóð
sem fædd er árið 1976, og það-
an er meðal annars hljómsveitin
Curver að nokkru sprottin.
Þetta er kynslóð sem hefur að
geyma ræðu- og tónlistarsnill-
inga, framtíðarforseta og -ráð-
herra íslands.”
Það er ekkert minna. Er þetta
kannski ný Útvarps Matthildar-
klíka?
„Við viljum ekkert fullyrða um
það.“
s|ónvarp
HP mælir með:
Stórþjófnaöur ★★★★ (RÚV
föstudagskvöld klukkan 21.50)
í kvikmyndahandbók HP er
eindregið mælt með þessari
mynd. Robert Mitchum í hiut-
verki manns sem er ranglega
sakaður um glæp og þarf að
elta raunverulega glæponinn.
Bandarísk mynd frá 1949 og þó
að þessar gömlu myndir séu
iðulega ofmetnar þá er óhætt
að mæla með þessari. Gamli
viskíboltinn Mitchum er alltaf
flottur.
Guöfaöirinn III ★★★★ (Stöð
2 föstudagskvöld klukkan
21.15)
Síðasta myndin í trílógíunni
góðu. Hún er síst þeirra en
stendur þó vel fyrir sínu.
Tinnl í Tíbet (RÚV laugardag
klukkan 18.00)
Seinni hluti. Frábærlega vel
gerð teiknimynd og ekki sakar
að Þorsteinn Bachmann talar
fyrir Tinna. Nær Tinni hinum
unga kínverska vini sínum úr
klóm Jetans? Þegar stórt er
spurt...
The Player ★★★★ (Stöö 2
laugardagskvöld klukkan 21.40)
Fínasta paródía á Hollywood
eftir Robert Altmann. Tim Rob-
bins (Ekki Eric eins og kemur
fram í dagskrártilkynningu) í
aðaihlutverki og fer á kostum.
Tennessee Wiiliams (RÚV
sunnudag klukkan 15.00)
Heimildamynd um eitt besta
leikritaskáld Bandaríkjamanna.
HP varar við:
Þeytingur (RÚV laugardag
klukkan 13.30)
Það er í góðu lagi að við-
halda afdalamennskunni en
einhvern veginn þá eru Gestur
Einar og Björn Emilsson ekki
jjeir mínusar að þeir verði
plús.
Enginn friður án þróunar -—
engln þróun án frlöar (RÚV
sunnudag klukkan 13.00)
Fyrir stuttu var sýndur alveg
innilega leiðinlegur breskur
þáttur um Sameinuðu þjóðirn-
ar og það er ekki von á betra
hér þegar Hans Kristján ræðir
við dr. Gunnar Pálsson um
sama efni. Bara titiilinn á þætt-
inum segir allt sem segja þarf.
Við skulum rétt vona, Hans
Kristjáns vegna, að ekki verði
unnin bók upp úr sjónvarps-
þættinum eins og tíðkast.
popp
TLM
eða Transcendental
Love Machine er
hluti af Unglistinni
sem breytir vatni í
vín þessa dagana.
Þeir verða á Ingólf-
skaffi í kvöld.
Brimkló
og slíkur fílingur á
Næturgalanum í
Kópavogi. Skysport í
beinni útsendingu
um miðjan dag; leik-
ur Tottenham og
Newcastle.
Pó líði ár og öld
verður að því er sýn-
ist næstu ár og öld á
Hótel íslandi. Bjöggi
rifjar upp bestu lög-
in. Karma tekur svo
við og Magnús og Jó-
hann.
Sóldögg
einir síns liðs á Kaffi
Reykjavík. Enn eimir
eftir af bjórhátíðinni.
SUNNUDAGUR
Teitur Guðnason
er nýr trúbbi í brans-
anum. Hann reynir
að feta í fótspor
Halla Reynis á Fóget-
anum, sem reyndar
skemmtir þar sjálfur
á föstudags- og laug-
ardagskvöld.
TLM
halda áfram unglist-
inni á Gauki á Stöng.
Hljómsveit
Hjördísar Geirs
leikur gömlu dans-
ana að gömlum sið á
Hótel íslandi.
Sælgætisgerðin
er enn að slípa sig
saman og gengur vel
á Glaumbar.
Ingi og Eyfi
— hvor er sætari? Ja,
það er nú það. Þeir
verða altént á Kaffi
Reykjavík í helgar-
lok.
SVEITABÖLL
Hótel Mælifell,
Sauðárkróki
Þorleifur Guðjóns og
Bubbi Morthens
halda enn áfram að
læða inn Hauki Mort-
hens. Þeir verða á
Króknum á fimmtu-
dagskvöld að hita
upp fyrir rjúpu dag-
inn eftir.
Sveitasetrið, Blönduósi
er nýr veitingastaður
byggður á rústum
gamla hótelsins þar í
bæ. Bubbi og Þorleif-
ur í anda Hauks, auk
þess sem þeir láta
sverfa til stáls. Á
laugardagskvöld.