Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 26.10.1995, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 26.10.1995, Qupperneq 32
Greiddu atkvæði! 39,90 kr. mínútan f hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 904 1516. Nú er spurt: Heldur þú að pláss sé fyrir Stöð 3 á sjónvarpsmarkaðnum? 1. Já 2. Nei Við megum til með að láta einn fjúka í tilefni sýknu- dómsins yfir O.J. Simpson þótt nokkuð sé um liðið. Hvað sagði Simpson þegar hann var sýknaður? „Get ég fengið hanskann minn aftur?“... Úrslit síðustu spurningar: Síðast var spurt: - Á að leyfa ráðherru, ogemhœttismönn að notagreiðsluko eigu ríkisins? HELGARPOSTURINN Einsog kannski einhverjir muna mátti meðal annars finna talsverðan fjölda lækna á leynilistanum hans Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra, þar sem fram kom hverjir væru 250 launahæstu starfsmenn ríkis- ins. Einn af þeim fjölmiðlum sem slógu málinu upp með miklum látum var Stöð 2, sem til dæmis benti sérstaklega á drjúgan hlut lækna á listanum. Nú hins vegar þannig til að marg- ir þeir læknar sem töldust vera í hópi 250 launahæstu starfsmanna ríkisins eru jafnframt langsamlega launalægstir á sínum deildum og þótti því afar ómaklega að sér vegið. Ástæða hárra launa þeirra miðað við aðra opinbera starfsmenn er sú, að þessir læknar fá hvergi annars stað- ar greidd laun en hjá ríkinu og eru ekki í nokkrum íhlaupastörfum eins og flestir aðrir læknar í tekjuhæsta flokknum. Sú stað- reynd, að stór hópur lækna þiggur laun á nokkrum stöð- um, hefur verið mjög til umræðu undanfarin misseri og þeir læknar, sem hafa tekið af skarið og halda sig aifarið hjá ríkinu, voru því ósáttir við að vera teknir út í leyni- listaumræðunni sem „vondu kallarnir" í höpnum... Nokkrar mannabreytingar urðu nýverið í Stjórnarráð- inu í kjölfar þess að búin var til ný deild innan menntamálaráðuneytisins, svokallað stjórnsýslu- og lögfræðisvið. Skrifstofustjóri þar var ráðin Þórunn Hafstein, en hún var áður deildarstjóri listadeildar. í hið gamla embætti Þórunnar kom Karitas Halldóra Gunnarsdóttir úr starfi hjá umhverfisráðuneytinu. Nú bíða menn að sjálfsögðu spenntir eft- ir að sjá hver verður ráðin(n) í stað Karitasar Halldóru. í heitu pottunum eru þannig veðmál í gangi um hvort Guðmundur Bjamason umhverfis- ráðherra muni ráða þangað framsóknarmann eða ekki. Veðmálslíkurnar voru síðast þegar fréttist þær, að þeir sem veðja á að Guðmundur ráði ekki framsóknarmann fá fimmfalda upphæðina til baka ef ágiskun þeirra reynist rétt. Það telst vera 5 á móti 1 og HPer að hugsa um að láta slag standa og veðja 500 krónum á ekki-framsóknar- mann... Það verður ekki skafið af framsóknarmönnum að þeir sjá um sína og trúir áratuga hefð gera þeir vel við flokksins bestu börn. Þannig hafa Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra og Guðmundur Bjamason umhverfisráðherra ráðið til sín tvo sóma- bræður sem duglega hafa látið til sín taka í Fram- sóknarflokknum: þá Einar Kristin Jónsson og Guð- jón Ólaf Jónsson. Einar Kristinn gegnir stöðu ráð- herrabílstjóra Finns og mun ríkja almenn ánægja inn- an flokksins með þá ráðstöfun og sömuleiðis þykir Guðjón Ólafur hafa staðið sig með stakri prýði í hlut- verki aðstoðarmanns Guðmundar — enda er staðan sú erilsöm... V KORTLAUS VISA VIÐSKIPTI greiðslureikningur V/SA NYJUNG M , ■ i WíMÉÍM Þú nýtur hagræðis af boðgreiðslum án þess að hafa greiðslukort. TILVALIÐ FYRIR YMIS FOST UTGJOLD: ÁSKRIFTIR, AFNOTAGJÖLD, IÐGJÖLD, HITA, RAFMAGN, SÍMA, HAPPDRÆTTI O.FL. VISA ísland annast boðgreiðsluviðskipti fyrir einstaklinga og fyrirtæki án þess að viðkomandi hafi sérstakt greiðslukort á sínu nafni. í stað VISA-korts fær viðskiptavinur sérstakt reikningsnúmer og greiðsluskírteini. Leitiö upplýsinga hjá næsta banka eða sparisjóði. Fyrir einstaklinga og fyrirtæki ALFABAKKA 16, 109 REYKJAVIK simi 567 1700 - fax 567 3462 Fréttaskotið 552-1900

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.