Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 20
20 HMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR1996 * „Það er allt til staðar í Casino sem þarf til að skapa enn eina góða Scorsese-mynd og mæli ég eindregið með því að aðdáendur hans láti myndina ekki framhjá sér fara. Um leið vara ég við umgjörð og efnivið myndarinnar ... Frumleiki og nýjungagirni eru sömuleiðis nokkuð víðs fjarri í Casino — sem sennilega var ætlunin." Ur smiðju Scorsese-stofnunarinnar Mysteiy Train eftir Jim Jarmu- sch (1989), Short Cuts eftir Ro- bert Altman (1993) eða Pulp Fiction eftir Tarantino (1994), því að ólíkt þeim samlagast stuttmyndirnar í Four Rooms illa og skapa ömurlega bíó- mynd í fullri lengd. -kdp ringlaður og ekki eins full- nægður og við var að búast. Frumleiki og nýjungagirni eru sömuleiðis nokkuð víðs fjarri í Casino — sem sennilega var ætlunin. -kdp Einnar stjömu hótel ndbandið Á vit takmarkalausra nautna Delta of Venus Delta of Venus er ein af fjöl- mörgum myndum í skýrt af- mörkuðum flokki „dramat- ískra“ kynlífsmynda sem spratt upp í draumaverksmiðjunni westanhafs eftir að 9 1/2 vika leit dagsins ljós fyrir nokkrum árum. Leikstjóri Delta of Venus er Zalman King, sá hinn sami og gerði Wild Orchid — mynd af svipuðum toga. Allar þessar myndir eru unnar eftir einfaldri formúlu: tilfinningarót, dulúð, losti og nakið hold. Hin hliðin á þessum sama peningi er hin sí- vinsæla formúla sem byggist að miklu leyti á kynlífi — svo- kallaður kynlífstryllir. Miðað við þær eru þessar rólegu dramatísku kynlífsmyndir betri, þótt þær höfði frekar til klofsins en heilans. Delta of Venus segir sögu Elenu, banda- rískrar stúlku sem reynir að gerast rithöfundur í París árið 1939 — rétt fyrir innrás nasist- anna. Bandarískir kvikmynda- gerðarmenn hafa í raun ofnot- að þessa annars yndislegu borg fyrir gerð slíkra mynda, samanber Henry & June, sem gengur einmitt út á bandaríska rithöfunda í ástaleikjum í París millistríðsáranna. Elena kynn- ist fljótt rithöfundinum Lawr- ence og eiga þau í ástríðufullu sambandi sem gengur út á losta og aftur losta. Elena er al- gerlega heltekin af Lawrence og þegar hann fer út úr borg- inni og lífi hennar stendur hún ein eftir í París — atvinnulaus. Hún tekur því upp á að sitja nakin fyrir hjá myndlistarnem- um, því enginn vill gefa ritverk- in hennar út. Dag nokkurn fær hún tilboð um að skrifa erótísk- ar sögur fyrir nafnlausan aðila sem borgar henni dágóðan skilding fyrir viðvikið. Elena lif- ir sig svo gersamlega inn í sög- urnar sínar að hún fer að lifa lífi aðalpersónunnar og heldur á vit takmarkalausra nautna og skrifar síðan sögur um upplif- anir sínar. Þótt myndin skilji ekki mikið eftir sig er hún lista- vel gerð og því vel horfandi á hana — ef mönnum á annað borð líka myndir af þessu tag- inu. Myndina ætti að vera hægt að leigja á flestum betri mynd- bandaleigum og Helgarpóstur- inn veit fyrir víst að Mynd- bandaleigan Ríkið við Snorra- braut lumar á spólunni í rekk- um sinum. - EBE Four Rooms Sýnd í Regnboganum Leikstjóran Alison Anders, Alexandre Rockwell, Robert Rodrigues, Quentin Tarantino Aðalhlutverk: Tim Roth, Antonio Banderas, Bruce Willis, Marisa Tomei, Madonna, David Provall og fleiri ★ Ef þetta eru leikstjórar fram- tíðarinnar þá er kvikmynda- gerð í djúpum skít. Að undan- skildu framlagi Quentins Tar- antino (naumlega) er þetta framboð fjögurra stuttmynda, sem saman eiga að mynda heild, eitthvað það versta sem ég hef séð lengi. Myndirnar fjórar gerast allar á gamlárskvöld á sama hótel- inu. Tengiliður og aðalpersóna myndanna er hin fjölhæfi Tim Roth, sem leikur pikkóló hót- elsins. Því miður ofleikur Tim Roth svo svakalega að eftir fyrstu myndina fer persóna hans svo mikið í taugarnar á manni að restin á sér vart við- reisnar von. En það er ekki bara Tim Roth sem mistekst hér; það á við um alla leikar- ana. Þeir eru samt ekki af verri endanum og má nefna Antonio Banderas, Bruce Willis, David Provali, Marisu Tomei og Madonnu. Handrit fyrstu þriggja myndanna eru von- laus; heimskuleg og illa leik- stýrt. I fyrstu myndinni eru nokkr- ar berbrjósta nornir saman- komnar í brúðarsvítunni. Þær reyna að magna seið til að losa yfirnornina úr álögum. Þessi þáttur er langverstur og leik- stýrt af Alison Anders. Næsti þáttur er álíka glatað- ur, en þar lendir pikkólóinn í miðjum afbrigðilegum hjóna- erjum Davids Provall (Romeo is Bleeding; 1993) og Jennifer Beals (Flashdance; 1983). Þess- ari mynd leikstýrir Alexandre Rockwell, sem hóf feril sinn ágætlega með gamanmyndinni In The Soup (1992). Það eina áhugaverða hér er að sjá og heyra Jennifer Beals telja upp öll hugsanleg engilsaxnesk heiti yfir getnaðarlim karl- manns (spennandi, ekki satt?). Þriðja myndin er í leikstjórn hins unga Roberts Rodrigues, sem hefur slegið í gegn vestan- hafs með myndunum El Mari- achi og framhaldsmynd henn- ar, Desperado. Hér stjórnar hann Antonio Banderas öðru sinni í stuttmynd sem rétt nær að klóra í bakkann með sögu um óþekk börn sem Tim Roth þarf að passa. Banderas sést að vísu mjög lítið í þessum þætti og er örugglega feginn. Fjórða og síðasta myndin fær einu stjörnuna sem ég gef þessu klúðri. Ekki einu sinni Tarantino, sem leikstýrir og leikur í þessum lokahluta, er eins góður og við var að búast og sagan er byggð á gömlum sjónvarpsþætti. Bruce Willis staulast um í bakgrunninum, alveg áhugalaus um verkefnið. Það sem bjargar þættinum eru einræður Tarantinos, sem eru að verða viðurkennt listform. Það neistar af honum á meðan munnræpan streymir. Ekki búast við stuttmynda- legri ágætissúpu á borð við Guðdómlegur geldingur í rúm og lætur svo bróður sinn sjá um afganginn. Á endanum fer svo að þýska tónskáldið Georg Friedrich Handel falast eftir hæfileikum hans og hefur það áhrif á náið samband bræðranna. Stefano Dionisi leikur Farin- elli af mikilli tilfinningu og tekst að gabba mann með sannfærandi mœmi á sviðinu. Fljótt gleymist sú staðreynd að það er ekki hann sjálfur sem syngur heldur hljómar tölvu- unnin hljóðblanda af söng sóprans og kontratenórs. Tónlistin í myndinni er eftir fyrrnefnda Broschi og Hándel, og í samfloti við „rödd“ Farin- ellis er hún svo hrífandi að maður vill heyra meira og meira. Þegar þetta tölublað kemur út verður geisladiskur- inn með tónlistinni úr mynd- inni kominn í tækið mitt. Búningar, leikmynd og töku- staðir Farinellis eru valdir af kostgæfni, þannig að andrúms- loft tímabilsins kemst vel til skila. Leikarar eru einnig ágæt- lega valdir í hlutverk og sóma sér vel í flestu. Þó ber þar hæst Jeroen Krabbe í hlutverki Hánd-els; Hollendingurinn er afar sannfærandi og tilkomu- mikill í þessari mynd. Ofantaldir kostir ná samt ekki að bæta upp götótt hand- rit sem veit ekki alveg hvert það stefnir á köflum. Einnig þóttu mér hvatir og ástríður aðalpersónanna óljósar (hugs- anlega sökum þess að ég bý svo norðarlega í Evrópu). Meira hefði mátt gera úr sam- bandi Farinellis við þær konur sem urðu á vegi hans og þótti mér skorta nánari upplýsingar um tilveru bræðranna áður en þeir urðu frægir. Eftir stendur falleg, sjónræn og sérstaklega hljóðræn kvik- mynd sem tónlistarunnendur og áhugafólk um ástalíf geld- inga ættu tvímælalaust að kíkja á. - KDP Farinelli Sýnd í Háskólabíói Leikstjóri: Gerard Corbiau Aðalhlutverk: Stefano Dionisi, Enrico La Verso, Jeroen Krabbe ★★★ í fyrra var þessi kvikmynd Gerards Corbiau, Farinelli, til- nefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd á erlendri tungu. Þetta er önnur mynd leikstjór- ans sem vekur áhuga meðlima akademíunnar og hlaut sú fyrri, The Music Master, Óskar- inn árið 1989. Farinelli er nú kominn til íslands, þökk sé að- standendum Háskólabíós, sem hafa að undanförnu gert góða hluti fyrir aðdáendur „út- lenskra" mynda með innkaup- um á athyglisverðum kvik- myndum frá Evrópu, Kína og víðar. Farinelli fjallar um hina ítölsku Broschi-bræður, sem á átjándu öld gerðu mikinn usla í tónlistarheiminum. Carlo er yngri bróðirinn og hefur fórn- að manndómnum fyrir undur- fagra rödd sína. Ricardo er sá eldri og semur tónlistina fyrir rödd geldingsins. Þeir eru eft- irsóttir um alla Evrópu, þó sér- staklega Carlo, sem notar sviðsnafnið Farinelli. Hann öðlast Elvis-íska frægð og kon- ur falla fyrir honum, — bók- staflega. Hann syngur þær inn Casino Sýnd í Háskólabíói Leikstjóri: Martin Scorsese Aðalhlutverk: Robert DeNiro, Sharon Stone, Joe Pesci ★★★ Hér er á ferð enn eitt stór- virkið úr smiðju Scorsese- stofnunarinnar. Eg segi „stofn- un“ vegna þess að leikstjórinn er löngu orðinn veldi í heimi kvikmynda. Stílbragð hans er auðþekkt og einstakt. Margir hafa reynt að feta í fótspor Martins Scorsese en aldrei tek- ist meira en að vitna í hann og heiðra með auðmjúkum sam- líkingum. Fáir leikstjórar hafa myndað jafnsterk bönd við leikara sína. Sem dæmi má nefna að Robert DeNiro hefur leikið í átta af myndum hans. Enginn — að undanskildum Francis Ford Coppola — hefur heldur fjallað á jafnáhrifamik- inn hátt um mafíuna. Það eru einmitt þau glæpasamtök sem mynda umgerð nýjustu mynd- ar Scorseses (númer 16 í röð- inni), Casino. f myndinni segir frá sam- skiptum og afdrifum þriggja aðalpersóna í og kringum spilaborgina Las Vegas. De- Niro og Joe Pesci leika æskufé- laga sem eru aldir upp á hörð- um strætum New York-borgar. Þeir vinna sig í álit hjá mafí- unni hvor á sinn hátt: DeNiro fyrir kænsku í fjárhættuspilum og Pesci fyrir hrottamennsku. DeNiro fær að launum að reka sitt eigið spilavíti í Las Vegas undir verndarvæng mafíunnar og telur sig fyrir vikið hafa heimt Paradís. Pesci mætir seinna á svæðið og þá fer draumaborg DeNiros að hrynja og mafían að efast um heilindi félaganna. Handritið skrifar Nicholas Pileggi, sem einnig á heiður- 0Kvikmyndir Kristófer inn af Goodfellas-sögunni Wise- guy í samvinnu við Scorsese. Það er svipur með söguþræði og persónum beggja mynda: áhersluatriðin þau sömu en umfangið meira í Casino. Um- fangið er í raun of mikið, per- sónurnar of margar og efnivið- urinn of víðtækur til að mynd- in öðlist sæti með bestu mynd- um Scorseses líkt og Taxi Dri- ver (1976), Raging Bull (1980) og Goodfellas (1990). Vissulega er Casino mjög vel gerð mynd og ber öll merki snilligáfu Scorseses. Hún er einnig frábærlega kvikmynduð af Robert Richardson, sem hefur tekið nær allar myndir Oiivers Stone, og snilldarlega klippt af Thelmu Schoon- maker sem Scorsese virðist ekki geta verið án. Sviðsmynd- ir og búningar eru stórkostleg og tónlistin áhrifamikil, eins og oftast í myndum leikstjórans. Þessu mátti öllu búast við. Hins vegar komu persónu- sköpun og leikhæfileikar Shar- on Stone mér gjörsamlega í opna skjöldu. Hún leikur Gin- ger, næturdrottningu í Las Vegas sem persóna DeNiros hrífst af og kvænist. Ginger er í einu orði sagt glæsileg, bæði í útliti og framkomu. Diskóföt hennar og -glingur fer engri annarri leikkonu jafn vel. Ging- er er haldin sjálfseyðingarhvöt og lifir misheppnuðu lífi. Shar- on Stone nær fullkomlega að túlka þessa persónu og á mikið hrós (Óskar) skilið. James Woods er hins vegar illa nýttur í hlutverki fíkils (gamalkunnug persóna úr The Boosf), sem er fyrrverandi kærasti Ginger. Woods fær hér alltof fá tæki- færi til að spreyta sig í annars áhugaverðu hlutverki. Tvær senur í Casino eru sér- staklega eftirminnilegar og tengjast báðar ofbeldi. Scors- ese hefur sérstaka aðferð við að túlka ofbeldi í bíómyndum af miskunnarlausu raunsæi. Trúverðug notkun ofbeldis í kvikmyndum virkar sem verk- færi til að leggja áherslu á vissa þætti og er skömminni skárra en sú ýkta ofbeldisdýrk- un sem viðgengst í hefðbundn- um Hollywood-hasarmyndum. Hornaboltakylfur hafa til dæm- is öðlast nýja merkingu fyrir mér (gæti átt sér stoð í tryll- ingslegu geðsýkiskasti DeNi- ros með hornaboltakylfu í Untouchablesl). Það er allt til staðar í Casino sem þarf til að skapa enn eina góða Scorsese-mynd og mæli ég eindregið með því að aðdá- endur hans láti myndina ekki framhjá sér fara. A sama tíma vara ég við umgjörð og efnivið myndarinnar, sem er of víð- tækur til að ganga hundrað prósent upp. Maður situr eftir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.