Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 27
4- F1MMTUDAGUR 22. FEBRÚAR1996 27 Sjálfum finnst mér ísland vera skemmtilegasta land í heimi. Reynsla mín er sú að eftir lang- ar dvalir erlendis grípur mann tómleiki og þrá eftir íslandi. Þeir útlendingar sem maður kynnist eru alltaf eins og missa sig ekki á sama hátt og við. Það er svo stutt í þetta ótamda eða dýrið í íslendingnum. Við ger- um engan mun á áþreifanlegum staðreyndum og ímyndun. Ef einhver deyr er rokið á miðils- fund og eins flykkist fólk í ferðir eins og þær sem eru farnar á söguslóðir Njálu og þar stara allir á mannautt landslag. í Frakklandi njóta listfræðingar og forverðir gamalla listaverka virðingar en á íslandi eru það öðru fremur íslenskufræðingar og jarðfræðingar. Meðan franskir eyða miklu púðri í að fletta ofan af listinni - mörgum lögum af málningu — þá eru ís- lendingar að róta upp í gömlum jarðlögum, grjóti og mold. Steinahrúgur — sem enginn raunverulega veit hvort eru jökulruðningur eða gerðar af mannahöndum — eru sú menn- ingararfleifð sem okkur finnst skipta máli. íslensk menning liggur undir öskulagi." Við vorum mestmegnis í ösku framundir stríðsár, bjuggum í torfkofum og tuggðum skinn sem á voru ritaðar sögur. „Hugsaðu þér torfbæina. Þeir voru enn eitt stefið við einangr- unina, það er ekki hægt að fá betri hljóðeinangrun en í torf- bæ. Menn voru bókstaflega með hellu fyrir eyrunum. Þess- ar rómantísku hugmyndir, sem héldu okkur áður saman sem þjóð, eru orðnar æxli á þjóðar- líkamanum og það þarf flókna skurðaðgerð til að skera það burt. Það er athyglisvert að ís- lenska orðið yfir þjóð byrjar og endar á stöfum sem eru bara til á íslandi." Barnakennari og námsmaður Eftir dvölina í Montpellier lagði Haraldur stund á mynd- list, enn í Frakklandi, í eitt ár. Síðan kom hann heim og fór í Myndlista- og handíðaskólann og eftir það lá leiðin til Dússel- dorf í nám í höggmyndalist. „Svo var ég einn vetur á íslandi, en fór þaðan aftur út til Parísar. Veturinn hér kenndi ég börnum í Fellaskóla sem af einhverjum ástæðum höfðu lent í námserf- iðleikum eða áttu við hegðunar- vandamál að stríða. Ég lét þau meðal annars lesa fígúratíft út úr abstraktmálverkum." Það er ekkert annað. “ „Það er alveg ótrúlegt hvað kom út úr þvl. Ég lét þau gera strik og línuteikningar á blað og bað þau svo að segja mér hvað væri á myndunum. Það bókstaf- lega runnu út úr þeim sögurn- ar.“ Það hefur auðvitað verið: „Hér er mamma full í eldhás■ inu að detta á borð“ eða „Hér er pabbi allsber að syngja drykkjuvísu úti á svöl- um . „Það var stundum hryllilegur kjaftur á þeim.“ Fólk hrópar á meiri list „Verkið á Kjarvalsstöðum sem var hannað eftir tölulegum upplýsingum um smekk þjóð- arinnar hleypti ferskum vind- um inn í íslenska listumræðu, því það er nauðsynlegt að um- ræðan um listina sé frjó og það verður að vera hreyfing ef hlut- irnir eiga ekki að staðna,“ segir Haraldur þegar við ræðum um skoðanakönnunina sem fjallaði um dæmigerðan listasmekk þjóðarinnar. „Vonandi eign- umst við þetta sögulega verk og þá mun það standa sem ei- lífur minnisvarði um smekk þjóðarinnar. Annars er athygl- isvert að skoða hvað smekkur fólks í ólíkum löndum er í raun líkur, en það eru sjálfsagt áhrif frá klisjukenndum póstkortum. Það er raunverulega allt inn- flutt — jafnvel fegurðarskynið. Þessi könnun vitnar ekki síst um það að fólk hrópar á meiri list, myndlist og bókmenntir, en það ótrúlega er hvað fólk er fljótt að skoða myndlist. Það rennir augunum yfir heilu sýn- ingarsalina á nokkrum mínút- um ef það mætir yfirhöfuð og lætur sér ekki bara nægja að lesa krítíkina. Þess vegna þarf málverk málað samkvæmt hreinum tölustöfum til að vekja umræðu um hvað sé myndlist.“ Þetta vekur ná minningar um aðra könnun sem laut að tráarlífi íslendinga, en þar kom fram hvað við erum af- skaplega trúuð. Það eina var að við tráum almennt ekki á guð, samkvœmt kenningum Biblíunnar, heldur einhverja aðra guði, jafnmarga og svarendurnir voru margir. Er það kannski eins með list- ina? Er verið að hrópa á ein- hverja aðra list? „Það er eins með listaverkið og kirkjuna: Á þetta að vera eitt uppi á stalli eða lifa af með því að finna beinni farveg til fólks- Sem er hvað? „Aðallega hrár matur. Fiskur og kjöt. Stundum kem ég við í fiskbúðinni á leiðinni heim og kaupi mér vænan fisk og borða hann hráan með plastgaffli úti á strætóstoppistöð." Ég hefheyrt að þetta sé svo agalega stímúlerandi fyrir hausinn? „Ekki bara fyrir hausinn held- ur líka fyrir kynhvötina. Menn verða víst bæði gáfaðir og graðir.“ Ert þú þá gáfaður og grað- ur? „Ég myndi kannski ekki kjósa að nota það orðalag um sjálfan mig, en mér finnst mataræði mjög nauðsynlegt í mannlýs- ingum.“ Hvernig myndirðu þá lýsa sjálfum þér? „Á ég að fara að detta í sömu gryfjuna og módelin í blaðavið- tölum: „Ég er agalega löt á morgnana og finnst hræðilega gott að sofa út“? — Ég er ein- rænn að eðlisfari og vinn gjarn- an á nóttunni en svo á ég líka því leytinu til að listamenn eru á einhvern hátt að fjalla um flensur eða arfgenga sjúkdóma í umhverfi sínu.“ En listakonur leita uppi aðra listamenn. Sjálfsagt til að þeir geti steypt þeim í glöt- un. „Myndlistarmenn eru í út- rýmingarhættu vegna þess að konur eru orðnar í miklum meirihluta inni á listaskólun- um. Og þeim fjölgar frekar en hitt. Áður var það þannig að þetta snerist við eftir að námi lauk og alvara lífsins tók við en nú er málið að tilheyra minni- hlutahópi eða hafa orðið fyrir áfalli í æsku. Nú er gott að vera kona í myndlistinni eða íslend- ingur, því við erum að sjálf- sögðu líka minnihlutahópur og stöndum því vel að vígi. Það gagnast okkur þó ekki ef við ætlum að skella dyrunum á alla útlendinga.“ Er þetta ekki gamla hús- ráðið að geyma til mögru ár- anna - þetta gœti komist aft- ur í tísku? „Þar var verið að kryfja lík. Það lagði skrítna lykt út úr herberginu og hún blandaðist ang- an af nýslegnu grasi. Skurðlæknarnir voru með vindla í munninum til að kæfa lyktina en á höndunum höfðu þeir einnota hanska. Það var rist í líkamana frá hálsi o^niður að nára. Svo hrærðu þeHti innyflunúmltókii eitt og eitt stykki og lén í glamþandi stálskálar.“ L 7 / i ins? Það sem vantar hérna er markvissari umfjöllun um sýn- ingar og almenn umræða um list. Sýningarsalir eru margir hverjir nokkuð góðir. Það sýð- ur í mörgum pottum samtímis og fyrir utan rótgróna sýning- arsali er sprottið upp heilt hverfi þar sem ekki verður þverfótað fyrir nýjum sýningar- sölum. Nægir þar að nefna Ing- ólfsstræti 8, Sjónarhól og Aðra hæð.“ Nú fœst þú við skriftir og myndlist jöfnum höndum líkt og margir aðrir, til dœmis Ragna Sigurðardóttir, Ásta Olafsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. „Þetta eru allt greinar af sama meiði. Myndlistarmenn vilja leggja undir sig sem flest svið mannlífsins og tímarnir kalla á upplýsingastreymi þar sem myndir og orð eru víðustu dyrnar inn í mannshugann. Myndlistin er orðin ópersónu- leg og nafnlaus og texti er á sinn hátt meira „intím“ tjáning- armiðill. Fleiri sjá myndir af verkum en verkið sjálft og eins er í raun og veru markvissara að búa til myndir úr orðum. Það gerist í lok hverrar aldar að ramminn splundrast og það verður eins konar upplausn og hlutirnir skarast." Haraldur fór á klósettið Er eitthvað til í Reykjavík sem heitir villt listamannslíf að þínum dómi? „Það eru mest leikarar og fjölmiðlafólk sem halda uppi þeirri deildinni. Ég minnist þess ekki í fljótu bragði að sjá marga myndlistarmenn þegar ég fer út á lífið, en ég fer líka sjaldan. Ég fer yfirleitt á Kaffi- barinn þegar ég fer eitthvað. Það er klástrófóbían sem held- ur mér í fjarlægð, tilfinningin um skemmtiferðaskipið. Arin- ars held ég að myndlistarmenn séu mestmegnis komnir á ger- laust og sykurlaust fæði.“ Á það við um þig? „Nei, ég er á rakadrægu fæði.“ mjög auðvelt með að vera inn- an um fólk, þannig að þetta er allt meira og minna dularfullt." Dularfullt? „Já ef þú bara vissir.“ Með hverjum býrðu? „Ég bý með Halldóru Geir- harðsdóttur leikkonu og henn- ar manni. Á hæðinni fyrir neð- an búa síðan Kommi trommu- leikari og Dýrleif." Þarna er Kaffibarinn lif- andi kominn. „Já, það væri eins hægt að birta í Hverjir voru hvar: Halli fór á klósettið og hitti Dýrleifu á ganginum og Dóru á leiðinni út.“ Flensur og arfgengir sjúkdómar Hvernig er það með þig Haraldur. Ertu ekki í tygjum við neina hjúkrunarkonu? „Nei, ég lifi hálfgerðu munka- lífi. Stundum er betra að vera í einrúmi en tvíbreiðu rúmi.“ Myndlistarmenn eru mjög orðaðir við heilbrigðisstétt- irnar af einhverjum ástœð- um. „Já, þeir hafa það oft þannig. Kannsld tengist listin þessu að „Eigum við þá bara að vera safn eða þjóðgarður og lifa sem fitusprengt og gerilsneytt sýn- ishorn af því sem klisjan segir okkur að sé heilagt við ísland, eins og fjallkonan eða hrein- leikinn? Það kom mér ekki á óvart þegar ég las að íslending- ar væru mestu neytendur fúkkalyfja og rotvarnarefna í heimi. Það er eins og við viljum hafa óbreytanlegt ástand á öll- um sviðum, lifa í eins konar djúpfrystum veruleika." Heldurðu að það vœri hœgt að gera könnun um það sem íslendingar vildu helst lesa og efþað yrði gert, myndir þá treysta þér til að vinna verkið? „Já, það væri ekkert vitlaust að gera þannig könnun og ég myndi alveg treysta mér til að skrifa bók eftir niðurstöðun- um.“ @:£n ef ég vœri að gera slíka könnun og spyrði þig hvað þú vildir helst lesa í bók. Hverju myndirðu svara? „Veistu, sumum spurningum er einfaldlega ekki hægt að svara.“ Og þá vitum við það. áfangastaðir sveiflast enn Fferðahugur hefur nú gripiö margan íslendinginn. Sumarbæklingar feröaskrifstofanna hafa flætt yfir bakka sína og fólk húkir jafnvel í kulda og trekki fyrir utan skrifstofurnar sólarhringunum saman í von um aö geta kríað út ódýrar feröir til útlanda. Af því tilefni stingur Helgar- pósturinn að þessu sinni upp á ferð í ódýrari kantinum. London er höfuðborg heimsborganna og þar ættu allir að geta fundiö eitthvað við sitt hæfi. írski lýðveldisherinn (IRA) er þó tekinn upp á því aftur að sprengja bombur í London, en Ijósmyndari Helgarpóstsins varð áþreifanlega var viö það í síðustu viku að þótt Lundúnabúar séu ýmsu vanir hafa þessi nýju sprengjutilræöi IRA haft slæm áhrif. Heyra má sír- enuvæl um alla borg og vopnaðir veröir eru á hverju strái. En lífið geng- ur þó áfram sinn vanagang. Undirritaður skrapp í vikuferð til London í haust, en hann bjó þar tímabundið fyrir u.þ.b. sex árum. Endurkoman til hinnar sílifandi borgar vakti góðar minningar. I London er hægt að gera nánast allt sem hugsast getur. Eitt af helstu kennileitum borgar- innar er konungshöllin, Buckingham Palace. Áhrifamikið er aö fylgjast með varðmannaskiptum, sem þar fara fram klukkan 11:30 á hverjum degi að aldagamalli hefö. Þinghúsið á syöri bakka Thames-ár er áhrifa- mikil bygging og þar er einhver frægasti klukkuturn veraldar, BigBen. Höfuðkirkja borgarinnar er St. Pauls Catliredal, sem Þjóðverjar reyndu að jafna við jörðu í seinni heimsstyrjöldinni en tókst ekki. Höfuðkirkja breska ríkisins er aftur Westminster Abbey, sem stendur við hið víð- fræga Trafalgartorg. I þeirri kirkju er konungurinn til dæmis krýndur. Á torginu er stytta með fjórum Ijónum sem verja eiga landiö fyrir erlend- um árásarliðum. Þótt London sé ein stærsta borg Evrópu vill undirritað- ur frekar lýsa henni sem stærsta smáþorpi heims. London er t raun samansett úr fjölmörgum litlum þorpum, sem í gegnum aldirnar hafa stækkað og runnið í eina heild. Hver borgarhluti hefur sín sérkenni og allt of margir ferðamenn halda sig eingöngu í West End. London hefur upp á miklu meira aö bjóöa. í staðinn fyrir aö þræða endilega öll hugs- anleg söfn getur verið skemmtilegt og fróðlegt að ganga í rólegheitum um ýmsa aðra borgarhluta. Þannig kynnist maður borginni og íbúum hennar betur. í göngutúr um gamla borgarhlutann EastEnd og niður aö The Docks líður manni eins og persónu í Sherlock Holmes-mynd. Þar er til dæmis lítill og gamall bar sem heitir The Iceland pub og stendur viö minnstu götu í London, Iceland street. Eigendur barsins hafa aðeins ruglast í sögunni, því á merki staöarins eru mörgæsir. Á miða í glugg- anum'eru tilmæli til útlendina um að halda sig utandyra. Blaöamaöur komst að því að það er vegna heimskulegra athugasemda fullra íslend- inga, sem vertarnir vilja síöur hafa inni á gafli hjá sér! Syðri hluti Lond- on er einnig áhugaverður. Til að foröast eril dagsins er gott aö flýja á náðir garðanna, sem eru fjölmargir. Sá stærsti er Hyde Park en sá feg- ursti liggur út frá Buckingham-höll, Green Park. Lautarferðir þessar geta hæglega breyst í ævintýri. Þau söfn sem vert er að skoða eru til dæmis vaxmyndasafnið Madam Tussaud’s, Natural History Museum, Museum ofMoving Image, Brítish Museum og Victoria & Albert Muse- um. Seint verður sagt aö Bretar séu frumlegir matargerðarmenn, en í London má finna gómsætan mat frá flestum menningarsvæöum heims. í skemmtanahverfinu Soho, sem er á milli aðalverslunargötunn- ar, Oxford street, og aðaltorgsins, Leicester Square, er Kínahverfi London. Þar má fá góðan austurlenskan mat á vægu veröi. Þegar undir- ritaður bjó í Lundúnum var Soho „rauða hverfið" í borginni og þótti frek- ar sóöalegt. Nú er það aftur á móti orðiö ansi snyrtilegt og hefur verið hreinsað svo rækilega að hverfið er nú aðeins Ijósbleikt. Trúgjarnir karl- feröalangar ættu að vara sig á kynlífssölumönnum, því af þeim hafa margir keypt köttinn í sekknum. Þeim sem ekki þekkja borgina finnst oft lítið til skemmtanalífs hennar koma, sem stafar af því aö börunum er lokað klukkan ellefu á kvöldin. Þá fer hins vegar fyrst að hitna í kol- unum, þótt ferðamenn taki ekki endilega eftir því. Lundúnabúar hópast þá á næturklúbbana, sem oftar en ekki eru faldir í hliðargötum svo feröamenn taka ekki eftir þeim. Þeir eru skildir eftir á diskótekum eins og Europe eða Hippodrome viö Leicester-torg, sem enginn Lundúnabúi meö snefil af sjálfsviröingu stigur fæti inn í. Ef menn vilja skemmta sér í London eiga þeir að elta innfædda en ekki hina túristana. When in Rome... -EBE æskuhetjan • • Valdimar Ornólfsson Mikið skelfing var gaman að kveikja á út- varpinu í gamla daga þegar Valdimar Ömólfsson var með morgunleikfimina. Það var svo notalegt að kúra undir sænginni og hlusta á þennan eldhressa mann fyrirskipa hlustendum að beygja sig og teygja, sveifla sér og hoppa upp og niður. Maður gat ekki varist hlátri þegar maður hugsaöi um akfeita kalla og stiröar kellingar hamast kófsveitt við að fara eftir skipunum Valdimars. Hann Valdi- mar var svo ógeöslega hress á morgnana að það hálfa heföi verið nóg. Antisportistar skemmtu sér afskaplega vel við aö hlusta á morgunleikfimina og þeir sem tóku þátt í sprellinu meö Valdimari voru sannfæröir um að morgunhoppiö reddaði deginum. Svo spillti þaö ekki fyrir að Valdimar haföi stór- góðan píanóleikara til að spila undir æfingunum og í heild var þetta sem sagt afskaplega skemmtileg morgurihressing fyrir hugann. Ekki er vafi á að þættir Valdimars hvöttu marga til aö leggja stund á líkamsrækt, en áhugi almennings á slíkri heilsu- bót var mun minni á árum áður en í dag. Valdimar Örnólfsson er líklega eini maöurinn sem hefur gegnt starfi leikfimistjóra hjá Rík- isútvarpinu, en því sinnti hann í ein 25 ár eöa allt til ársins 1982. Svo var Valdimar auðvitað einn af okkar fremstu skíða- mönnum og fór sem þjálfari og fararstjóri íslenskra svigmanna á Ólympíu- leikana í Innsbruck árið 1964. Þá er Valdimar kunnur fyrir aö stofna Skíðaskólann í Kerling- arfjöllum, sem mörgum þótti hreint glapræði á sínum tíma, en skólinn hefur síðan vaxið og dafnaö jafnt og þétt. En þeir eru margir sem minnast Valdimars fyrst og fremst fyrir morgun- leikfimina, sem gerðu hann aö heimilisvini allrar þjóðarinnar...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.