Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 22
22 FlMIVmJDAGUR 22. FEBRÚAR1396 Sendiherra Rússlands á Islandi, Youri A. Rechetov, erfleira til lista lagt en hafa lært íslensku. Hann er þekktur mannréttinda- frömuður, doktor í lögfræði og heimspeki og man tímana tvenna bæði í Sovétríkjunum sálugu og á íslandi. Sæmundur Guövinsson heimsótti sendiherrann og spjallaði við hann yfir tebolla. Hef ekki fundið leiði Rússagrýlu að var mildur rigning- arsuddi þegar ég hringdi dyrabjöllunni á heimili Youri A. Rechetov, sendiherra Rúss- lands á íslandi. Þá lá því beint við að hefja samræðuna á því að dásama veðurblíðuna og hafa orð á því að hann væri heldur kaldari í Moskvu um þessar mundir. Sendiherrann, þéttur á velli og samanrekinn, tók þessu fálega. Sagði það slæmt að geta ekki komist á skíði. Hafði á orði að það væri fáu að treysta varðandi skíða- iðkanir hér. Hann sagðist stundum hafa orðið fyrir því að hringja upp í Bláfjöll til að spyrja um skíðafæri. Málm- rödd símsvarans segði færi og veður gott en svo þegar komið væri á svæðið væri kannski slíkur skafrenningur að ekki sæi út úr augum. Svo væru þessir eilífu umhleypingar í veðrinu, sem gerðu honum erf- itt fyrir um að fara á skíði, en af því hefði hann mikla ánægju. Þegar við höfðum fengið okkur sæti í vistlegri dagstofu sendiherrans þótti mér rétt að hefja gagnsókn og sagði að ástandið í Rússlandi virtist ekki upp á marga fiska um þessar mundir og þaðan bær- ust fréttir af fátækt og volæði, hvað sem liði skíðafæri þar um slóðir. Miklir erfiðleikar „Það er rétt að Rússar ganga nú í gegnum mikla erfiðleika. Daglaun 45% þjóðarinnar eru sem samsvarar tveimur og hálfum dollara meðan verðlag í Moskvu er með því hæsta sem gerist í heiminum. Álíka stór hundraðshluti er með tvo og hálfan til fimm dollara í dag- laun. Prófessorar hafa til dæm- is fjóra til fimm dollara en strætóstjórar sjö til átta doll- ara,“ segir Rechetov. Er þetta einkavœðingirt sem veldur þessu? „Það hefur enginn neitt á móti því að einstaklingur stofni verslun á næsta götu- horni og selji þar vín, sælgæti eða annað sem hugurinn girn- ist, en kaupgeta almennings er ekki mikil. Einkavæðingin? Já, það er nú ýmislegt skrítið við hana. í mínu gamla heimahér- aði á bökkum Volgu, um 400 kílómetra austur af Moskvu, var stærsta fyrirtækið einka- vætt. Þar er um að ræða geysi- stóra skipasmíðastöð þar sem meðal annars voru byggð stór herskip. Það var ríkur maður sem keypti þetta fyrirtæki fyrir 20 þúsund doilara og gaf tengdamömmu sinni það í af- mælisgjöf. Hún hlýtur að vera hamingjusöm kona.“ Spariféð gufar upp Við ræðum áfram um þreng- ingar þjóðarinnar. Sendiherr- ann segir fólkið styðja einka- væðinguna en þetta væru tím- ar breytinga og erfiðleika. Ef al- menningur þyrfti að greiða fyr- ir húsnæði og læknishjálp á kostnaðarverði væri ástandið óbærilegt. Þá bætti gengisfall rúblunnar ekki úr skák og Rec- hetov nefnir dæmi þar um: „í rússneska sjónvarpinu er þáttur í líkingu við Almanna- róm Stöðvar 2. Fyrir skömmu kom þar fram kona sem sagði frá reynslu sinni. Hún hafði sparað gegnum árin til að eiga eitthvað til elliáranna og útför- inni, eins og venja hefur verið í Rússlandi, og hafði átt þrjú þúsund rúblur í banka. Á þeim tíma kostaði nýr Lada-bíll um fimm þúsund rúblur. Núna eft- ir allar breytingarnar er inn- stæða konunnar orðin að 60 þúsund rúblum, sem ætti að vera mjög gott. En hvert er verðgildi þessarar fúlgu? Jú, það er sem svarar 12 dollurum og tekur því varla að sækja þessa peninga í bankann." Er með máladellu Áður en lengra er haldið vík ég talinu að málakunnáttu sendiherrans. Það hefur vakið athygli margra hvað hann talar góða íslensku og það kemur í ljós að hann hefur ýmis önnur tungumál á valdi sínu. „Eg fór að læra íslensku í há- skóla utanríkisráðuneytisins í Moskvu þar ég sem stundaði nám til að búa mig undir störf í utanríkisþjónustunni. Þar lærði ég ég einnig þýsku, ensku og dönsku. Síðan hef ég bætt við frönsku, sænsku og spænsku. Reyndar er ég enn að, því nú er ég að læra grísku. Ég heimsótti meistara Þór- berg oft í gamla daga þegar ég var hér við sendiráðið. Hann sagðist fara í gönguferðir á hverjum degi til að læra að þekkja sjálfan sig. Ég læri er- lend tungumál til að læra að þekkja sjálfan mig. Ég hef gert nokkuð af því að þýða bækur á rússnesku úr öðrum málum, til dæmis ensku og þýsku. Þá hef ég þýtt bók eftir Jakobínu Sig- urðardóttur úr íslensku. Það merkilegasta sem ég hef þýtt upp á síðkastið er bók sem ég þýddi úr dönsku um náttúru Grænlands. En það var vegna íslenskunámsins í Moskvu að ég kom hingað fyrst til starfa í sendiráðinu fyrir 35 árum eða svo, beint úr skólanum. Við sovéska sendiráðið hér var þá enginn starfsmaður sem kunni íslensku en Björn Franzson vann við að þýða á ensku upp úr íslenskum blöðum. Þáver- andi sendiherra óskaði eftir því við utanríkisráðuneytið í Moskvu að það sendi hingað mann sem kynni eitthvað í ís- lensku og ég varð fyrir valinu." Mogginn var góður skóli Þegar Rechetov hóf störf hér var hann ekki fullnuma í ís- lenskri tungu en hann lagði sig fram um að bæta við þekking- una. „Ég lærði mest á því að lesa Moggann. Ég varð raunar að lesa öll íslensku dagblöðin og þýða upp úr þeim, en Morgun- blaðið reyndist mér best við að læra íslenskuna betur." Þetta var á tímum kalda stríðsins og varla var það nein lofgjörð um Sovétríkin sem þú last í Mogganum? „Nei, það var ekki allt fallegt sem þar var prentað um Sovét- ríkin. Og það var ekki síst Matt- hías Johannessen sem stóð fyrir þessum skrifum. En þetta er liðin tíð og í dag er Matthías besti vinur minn. Annars voru samskipti okkar Matthíasar takmörkuð á þessum árum en við hittumst stundum við opin- ber tækifæri. Ég man til dæmis eftir því að hann var meðal þeirra sem tóku á móti Gagarín geimfara þegar hann kom hing- að og María Guðmundsdóttir fegurðardrottning var einnig í hópi þeirra sem fögnuðu komu geimfarans. Síðar kom Matthí- as til Genfar og tók við mig við- tal þegar ég starfaði þar sem deildarstjóri nefndar er fjallaði um mannréttindi minnihluta- hópa. Þar starfaði góður ís- lendingur, Jakob Möller, og fékkst meðal annars við kærur sem bárust frá fólki í austan- tjaldslöndunum svokölluðu. Ég held að Matthías Johannes- sen hafi tekið breytingarnar í Sovétríkjunum mjög alvarlega. Hann er mikill menntamaður og fylgist ekki bara með því sem er að gerast sem ritstjóri heldur ekki síður sem alheims- borgari." Ásakanir um njósnir Ýmsum þótti sitthvað grun- samlegt við starfsemi sovéska sendiráðsins í Reykjavík hér á árum áður. Þegar ég impraði á þessu við sendiherrann taldi hann að menn hefðu gert úlf- alda úr mýflugu og nefndi dæmi: „Eitt sinn komu tvö sovésk skip til Reykjavíkur en skip- stjórarnir vildu ekki hleypa Is- lendingum um borð. Þá fóru blöðin að halda því fram að þetta væru njósnaskip. Skip- stjórarnir voru kallaðir á fund sendiherrans vegna þessa. Þeir gáfu þá skýringu að allt væri svo skítugt um borð að þeir vildu ekki láta menn sjá þennan sóðaskap, en þeir væru ekki í neinni njósnaferð. Þá var eitt sinn haldin sýn- ing á gömlum herflugvélum á Reykjavíkurflugvelli og var hún öllum opin. Einn ágætur starfsmaður sendiráðsins fór að skoða vélarnar. Hann var mikili áhugamaður um ljós- myndun og tók myndir á þess- ari flugsýningu eins og svo margir aðrir, en blaðamaður frá Alþýðublaðinu virðist hafa elt hann allan þann tíma sem hann staldraði við á sýning- unni. Svo komu myndir í blað- inu af þessum rússneska njósnara sem hafði verið að mynda bandarískar hervélar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.