Helgarpósturinn - 28.03.1996, Page 6

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Page 6
 FIMMTUDAGUR 28. MARS1396 • Þegar Friörik Sophusson kom heim úr vikufríi frá Túnis um daginn sendi hann ráö- herrabílstjórann sinn meö bæklinga frá þarlendu hóteli til íslenskra feröaskrifstofa. í fréttum af málinu undanfariö hefur verið látiö í þaö skína aö hér sé um óeölílega íhlut- un ráöherra aö ræöa. Hvem- ig skyldi þetta blasa viö ráö- herra sjálfum? „Sá fræjum tortryggni í minn garð“ „Ég fór, ásarnt konu rninni og lítilli dóttur, í vikuferð til Túnis á vegum danskrar ferðaskrifstofu, því við höfð- um ekki tækifæri til að fara í sumarfrí á síðasta sumri. Hótelið sem við dvöldum á var mjög gott og þar var allt til alls. Gistingin var afar ódýr, því danska ferðaskrif- stofan hafði sérsamninga við hótelið. Daginn áður en við fórum heim hitti ég svo hót- elstjórann og spurði hann hvort íslenskar ferðaskrif- stofur gætu fengið svipaða samninga. Hann taldi það auðsólt mál og ég tók því með mér heim nokkra bæk- linga frá hótelinu. Ég bjóst satt að segja við því að þessu yrði vel tekið á íslandi — að hjálpa til við að bjóða upp á ódýra og góða ferða- möguleika — en annað kom á daginn. Ég sendi sex ferða- skrifstofum bréf með bæk- lingnum og þar af fóru þrjú þeirra með ráðherrabílnum, en hann er einnig notaður fyrir einkaerindi ráðherrans — enda borgar ráðherra skatta af tilteknum notum af bílnum. Af einhverjum und- arlegum ástæðum sendi ein ferðaskrifstofanna bréfið til tiltekinna aðila sem vilja koma höggi á mig.“ Hveijir eru að reyna að klekkja á þér? „Það hefur komið í Ijós að þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hefði aliar upplýsingar um málið kaus það að fjalla um það út frá einhverjum tor- tryggilegum spillingarvinkli, sem ekki á við nokkur ein- ustu rök að styðjast. Ég hef engra hagsmuna að gæta í þessu máli. Ég hef hins vegar fengið þakkarbréf frá tveim- ur ferðaskrifstofum vegna ábendingarinnar. Eini glæp- urinn sem ég hef framið í þessu máli er að benda á ódýra og góða ferðamögu- leika fyrir Islendinga. Það er alls ekki óeðlilegt að fjár- málaráðherra — eins og hver annar — reyni að benda á hagkvæma við- skiptamöguleika fyrir íslensk fyrirtæki. Ákveðnum mönn- um innan Ríkisútvarpsins virðist hafa fundist það snjallt að reyna að koma höggi á mig og gera það með þessum hætti; að gefa í skyn að ég hafi misnotað aðstöðu mína og jafnvel verið á ein- hverjum sérstökum kjörum vegna embættis míns, sem er alger fásinna. Þetta er greinilega gert til að sá fræj- um tortryggni í minn garð. Það kátlega við þetta allt saman er svo það að frétta- stofunni hefur, með þessum sérkennilega fréttaflutningi, tekist að auglýsa ferðir til Túnis langt umfram það sem efni stóðu til!“ - ebe Þórhildur Þorleifsdóttir hefur veriö ráöin leikhús- stjóri Borgarleikhússins eftir brottrekstur Viðars Eggertssonar, en hún hefurí allt sótt þrisvar um stööuna og veriö hafnað í öll skiptin. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Stjórinn sem húsið hreppti Leikhúsmaður benti á að þótt Þórhildur hefði margt sér tii ágætis gæti hún vart talist manna- sættir og „Kiwanisklúbburinn" væri ekki búinn að bíta úr nálinni með sína „Soffíu frænku": „Það gæti reynst örðugra að skila henni en Viðari Eggertssyni." Eftir stuttan fund ákvað Þjóðleikhúsráð að víkja Viðari Eggertssyni fyrir- varalaust úr starfi leikhússtjóra og stofnaði þar með samstarfinu við borg- ina í hættu. Núna hefur ráðið fengið Þórhildi Þorleifsdóttur til starfans, en hún var einn af umsækjendum ásamt Viðari og kærði ráðningu hans á sín- um tíma til Jafnréttisráðs. Sumir segja að þarna sé um að ræða klókinda- legt bragð af hálfu leikhúsráðs til að lempa andstöðu borgarinnar við upp- sögn Viðars, því að Þórhildur og Ingibjörg Sólrún séu persónulegar vin- konur. „Það er kannski hugmynd sem er á kreiki innan Leikfélagsins að vinátta okkar Þórhildar hafi þarna einhveija þýðingu fyrir samstarf borg- arinnar við Leikfélagið, en þrátt fyrir að hún sé hin ágætasta leikhúsmann- eskja hefði ég kosið að ráðningu hennar hefði borið að með öðrum hætti,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í samtali við Helgarpóstinn. Enn er ekki ljóst hvaða eftirmálar verða af uppsögn Viðars Eggertssonar. Borgin hefur óskað eftir að fá að vita kostnað við starfslokasamninga en svör hafa ekki enn borist. Amánudagsmorgun klukkan ellefu var leik- urum Borgarleikhúss- ins tilkynnt að búið væri að ráða leikhússtjóra í stað Við- ars Eggertssonar, Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra, en viðræður við hana höfðu þá staðið nokkra hríð. Staðan var ekki auglýst og lét fulltrúi borgarinnar bóka að hann hefði talið að ráða ætti Þór- hildi til eins árs, ekki fjögurra eins og gert var, og hefði það ekki verið meira frávik frá lög- um og venjum en að ráða hana án auglýsingar. í bókuninni segir ennfremur: „Ég hlýt því að undirstrika þann fyrirvara sem orðaður er í starfslýsingu leikhússtjórans um hugsanleg- ar breytingar í kjölfar nýs sam- komulags Reykjavíkurborgar og LR um rekstur Borgarleik- húss. Ekki er unnt að ábyrgjast að starfsvettvangur, umboð, valdsvið og ábyrgð leikhús- stjóra haldist óbreytt frá því sem verið hefur.“ Kraftmikil og dugleg kona „Við Þórhildur erum af sömu kynslóð og höfum unnið ágæt- lega saman í gegnum tíðina og átt margt saman að sælda, bæði prófessjónal og prívat,“ sagði Stefán Baldursson Þjóð- leikhússtjóri. „Að mestu hlið við hlið sem leikstjórar, en Þórhildur hefur einnig leik- stýrt hér við húsið eftir að ég varð leikhússtjóri. Við vorum saman um að stofna sunnan- deild Alþýðuleikhússins á sín- um tíma, en það var upphaf- lega stofnað á Akureyri þar sem það starfaði um tveggja ára skeið. Hún er afskaplega kraftmikil og dugleg kona og hefur mikla reynslu sem leik- stjóri og hefur sett upp fjöl- margar afbragðsgóðar leiksýn- ingar. Það er margt skylt með starfi leikstjóra og leikhús- stjóra, bæði hvað varðar list- ræna og verklega þætti, og mér finnst ekki undarlegt að þeir skuli hafa leitað til henn- ar. Menn geta svo haft sínar

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.