Helgarpósturinn - 28.03.1996, Side 10

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Side 10
FIMIVmjDAGUR 28. MARS1996 10 HELCARPÓSTURINN Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjöm Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Stefán Hrafn Hagalín Ritstjómarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Skömm þjóðar Hlusti menn grannt á nið þjóðarsuðsins má greina þar út, að þjóðfélagið hvíli á tveimur stofnunum; kirkjunni og hjónaband- inu, og aðeins sé til eitt heilbrigt form fjölskyldu, sem beri að verja hvað sem á gengur: karl og kona plús tvö ljóshærð börn. — Svo virðist sem skoðanir á borð við þessar séu af stórum hluta þjóðar- innar taldar sannkristileg íhaldssemi og yfirhöfuð hið besta mál. En sú er fráleitt raunin og það hlýtur að vera í hæsta máta furðulegt, að svipuð sjónarmið megi lesa greinilega útúr nýjum frumvörpum til laga og viðbrögðum við þeim. Fyrir skemmstu var lagt fram á Al- þingi frumvarp um staðfesta samvist samkynhneigðra. Að mati flestra þeirra er um málið hafa fjallað er hér um mikið framfaraskref að ræða fyrir stóran hóp fólks sem alltof lengi hefur mátt sæta þeim afarkostum að vera annars flokks þegnar í þjóðfélagi sem allajafna stærir sig af velferð og jöfnuði. „Staðfestingin" byggist á því grund- vallarmannréttindamáli, að veita samkynhneigðu fólki í sambúð sömu stöðu f þjóðfélaginu og karli og konu í hjónabandi. Það var forsætisráðherra sem skipaði nefnd á sínum tíma til að semja frumvarp um staðfesta samvist. Nefndinni þótti eðlilegt að spyrja kirkjuna hvort ekki mætti skylda presta þjóðkirkjunnar til að taka að sér vígslu samkynhneigðra, enda þótt það kynni að stríða gegn sannfæringu einstaka þeirra. Nefnd sem Ólafur Skúla- son biskup skipaði til að veita álit sitt náði ekki að ljúka störfum fyr: ir síðasta kirkjuþing, en þess í stað tók kirkjuráð verkið að sér. í svarbréfi biskups til ráðuneytisins, dagsettu 21. nóvember 1995, segir: „Kirkjan gerir sér vitanlega grein fyrir því að prestar hennar eru ekki aðeins í þjónustu trúarlegs aðila, heldur einnig opinberir starfsmenn, sem hljóta að lúta lögum ríkisins og fyrirmælum. Hins vegar óskar kirkjan alls ekki eftir því og telur það mjög vafasamt að mælt verði fyrir því í lögum að heimild sé veitt til kirkjulegrar vígslu samkynhneigðra. Hitt er vitanlega sjálfgefið, að prestar og aðrir kirkjulegir aðilar munu biðja fyrir þeim, sem leita eftir slíku, og er þá aðeins spurt um þörf en ekki grennslast fyrir um stöðu viðkom- andi.“ Aðeins verður því um borgaralega vígslu að ræða, en homm- ar og lesbíur geta vel unað við sitt því kirkjan er fús til að biðja fyrir þeim — svo fremi sem hún veit ekkert um líferni þeirra. Nánar má lesa um málið í umfjöllun HP á blaðsíðum 26 og 27. Arni Johnsen var eini maðurinn á Alþingi sem taldi frumvarpið um staðfesta samvist of framsækið. Vitnaði meðal annars í Biblíuna og talaði um hjónaband samkynhneigðra í sömu mund og barnagiftingar og fjölkvæni. Árni segist hafa hlotið mjög miklar und- irtektir frá almenningi, en neitar þó að vera á vegum sértrúarfélaga þótt orð hans hljómi líkt og þeirra. Lítum nánar á orðrétta tilvitnun í Árna í HP í dag: „Mér finnst bara mjög óeðlilegt að lögbinda að kynvilla sé eðlilegt form með ákveðnum réttindum sem gæti alveg eins átt við einhverja fleiri... Þetta er bara spurning um hvort mað- ur á að viðurkenna það sem manni finnst óeðlilegt sem eðlilegt." Árni virðist sem betur fer ekki eiga marga stuðningsmenn á þingi, en hann er hinsvegar ekki einn í krossferðinni þarsem dágóður slatti trúarleiðtoga setti nafn sitt undir ályktun sama efnis. Eins og Árni vitna þeir í Biblíuna í ummælum sínum um samkynhneigð og er það ekki í fyrsta sinn sem menn reyna að túlka orð Biblíunnar til framdráttar vafasömum skoðunum. Tilgangurinn er að þeirra sögn að verja hið kristilega siðferði kærleika og umburðarlyndis, sem öldum saman hefur verið undirstaða þjóðfélagsins: ;,Kristin trú er grundvöllur þess siðferðis sem ríkjandi hefur verið á Islandi og von- andi verður svo um ókomna tíð. Meðan svo er mun samkynhneigt líferni teljast óeðlilegt ... Kristnum mönnum ber að elska og virða alla menn, samkynhneigða sem og aðra, en geta þó ekki lagt bless- un sína yfir kynhegðun þeirra ... Jesús boðar mönnum lausn undan hvers konar fjötrum og mörg dæmi eru um að fólk hafi með Guðs hjálp losnað undan því oki sem samkynhneigð vissulega er.“ Þetta er vitaskuld hneykslanleg afstaða gegn samkynhneigðum og sannarlegt áhyggjuefni, að sjónarmið sem þessi skuli eiga traustan hljómgrunn meðal trúarleiðtoga þjóðarinnar. Jafnvel á æðstu stöðum einsog lesa má af fyrrtilvitnuðu bréfi biskups. Enn meira áhyggjuefni er þó að þjóðin — sjálfur almenningur, sem á stundum hefur haft vit fyrir leiðtogum sínum — jarmar í blindni með hjarðmönnum sínum þennan sama söng. Þ að er skömm að þessu fyrir þjóðina — jafnt sem trúar- leiðtogana. Stefán Hrafn Hagalín Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavik Simi: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Netfang: hp@centrum.is Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241, dreifing: 552-4999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. Raunhæf byggðastefna—í Eyjafirði „ [Á Eyjafjarðarsvæðinu] er þjónusta við íbúana að mörgu leyti fyllilega sambærileg við Reykjavík og svæðið hefur alla burði til að geta þjónað miklu stærra svæði. Að mínu mati er það ákveðin lausn að stefna að tveimur sterkum atvinnusvæðum á íslandi; höfuðborginni og nágrenni og svo Eyjafirði og nágrenni. Þetta kallast „raunhæf byggðastefna” og myndi veita fólki alvöru valkost við höfuðborgarsvæðið án þess að til þyrfti að koma gegndarlaus fjáraustur.“ Kynni min af byggðum ls- lands utan höfuðborgar- svæðisins eru hvorki mikil né merkileg, utan nokkurra hring- ferða með fjölskyldunni áður en maður komst til vits og ára. Og svo auðvitað ýmsar miserf- iðar ullarsokkatjaldútilegu- samkomur. Ég tilheyri nefni- lega þeim hópi fólks sem kall- ast hreinræktuð malbiksbörn; höfuðborgarbúar sem hvorki hafa dvalið í sveit né migið í saltan sjó. (Ekki það að ég skammist mín neitt fyrir að hafa alist upp á mölinni og ver- ið í byggingarvinnu og húsa- viðgerðum í staðinn fyrir slori og skít. Öldungis ekki.) Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það eru ekki allir eins og ég, heldur er til fullt af fólki sem al- ist hefur upp við annan raun- veruleika og þvf mótast á allt annan hátt. Sem lið í stöðugum atferlis- rannsóknum mínum á íslend- ingum ákvað ég í síðustu viku að fara til Akureyrar ásamt fé- lögum mínum til að kynnast betur mannlífinu og starfsemi ýmissa stofnana og fyrirtækja í þessari París norðursins (!). Ferðir sem þessi hafa í mínum huga ákveðið gildi, því kynni af fólki sem lifir við aðrar að- stæður en maður sjálfur gera mann víðsýnni. Auk þess sem það getur verið ágæt tilbreyt- ing að drekka bjór annars stað- ar en á Sólon. Þessi ferð varð mér í öllu falli tilefni til þess að íhuga að- eins betur það fyrirbæri sem gengur undir nafninu „byggða- stefna“ og hefur löngum mátt skilgreina sem tilraunir stjórn- málamanna til að kaupa at- kvæði í sinni heimabyggð með því að útdeila til að mynda skattfé til atvinnurekstrar sem ekki stendur undir sér eða leggja óþarfan slitlagsveg heim til héraðshöfðingjans. Sjálfur hef ég lengst af verið mikill fjandmaður byggðastefnu af flestu tagi og aldrei skilið að skattpeningar mínir þurfi að fara í að reka gjaldþrota frysti- hús á einhverju krummaskuði eingöngu til þess að íbúarnir þurfi ekki að flytja eitthvað annað. Ég hef reyndar ekkert breytt skoðunum mínum að því leyti að mér finnst enn frek- ar jákvætt ef hægt er að reka fyrirtæki eins og fiskvinnslu eða bóndabýli með hagnaði. Nokkuð sem hérlendir pólitík- usar hafa alltaf átt erfitt með að skilja. En byggðastefna snýst um miklu meira en þetta. Byggða- stefna snýst um hvernig þjóð- félag við viljum sjá á þessu landi þegar fram líða stundir. Viljum við að ísland verði borgríki þar sem 95% þjóðar- innar búa í hálftíma ökufjar- lægð frá miðbæ Reykjavíkur? Afgangurinn myndi svo hokra í verstöðvum í víkum og vogum hringinn í kringum landið — fá- tækir en sjálfstæðir til minn- ingar um liðið blómaskeið og til að laða að erlenda áhuga- menn um- sagnfræði og forna þjóðhætti? Ég held að flestir geti svarað þessari spurningu á þann veg að þetta sé engan veginn það sem stefna beri að. Eflaust er þessi framtíðarsýn þó afskap- lega hagkvæm og auðvelt að reikna sig grænan inn á slíkt. (Reyndar væri örugglega þjóð- hagslega hagkvæmast að selja landið og miðin, leggja niður fjárans lýðveldið og flytja burt.) En þótt hagkvæmnisrök séu góð og gild ber okkur einnig að viðurkenna að til eru fleiri rök sem okkur ber skylda til að hlusta á; rök menningar og til- finninga. Ofangreind framtíðar- sýn væri vitaskuld menningar- legt slys, auk þess sem rætur fólks væru rifnar upp og það því eftir það heimilislaust, með öllum þeim mannlegu harm- Ieikjum sem slíkt bæri með sér. En hvað er þá hægt að gera svo núverandi þróun haldi ekki áfram óheft? Fyrir það fyrsta er fráleitt hægt að halda áfram á sömu braut, því sú gríðarlega offjárfesting sem átt hefur sér stað í nafni byggða- stefnu hefur goldið afhroð f töpuðum fjárfestingum sukk- sjóðanna. Óg kannski ekki síst í þeirri staðreynd að það hefur ekki tekist að stöðva fólks- strauminn frá landsbyggðinni með þessum hætti. Byggða- stefnan hefur ekki borið þann árangur sem landshöfðingjarn- ir stefndu að. Byggðaþróun snýst nefni- lega ekki bara um að skapa niðurgreidd störf í frum- vinnslu sjávarafla eða full- vinnslu landbúnaðarafurða. Hugsanlega er helsta skýringin á skipbroti byggðastefnunnar sú að enginn hefur í raun verið að hugsa um fólkið heldur hafa stjórnmálamenn frekar haldið uppi núverandi valdahlutföll- um kjördæmanna til að þeir sjálfir gætu verið lengur á þingi. Raunveruleg byggðastefna snýst frekar um að skapa því fólki sem kýs að búa á lands- byggðinni þannig umhverfi að bærilegt sé að vera til. Raun- veruleg byggðastefna snýst um að halda uppi ákveðnu menningar- og menntunarstigi þannig að það fólk sem kýs að mennta sig geti mögulega átt valkosti um menntun og ekki síst: snúið aftur heim að loknu námi og fengið starf við hæfi. Þessu markmiði verður ekki náð nema með því að skapa sterkt mótvægi við höfuðborg- arsvæðið sem gæti staðist samkeppni um atvinnutæki- færi, þjónustu, menningarstig og menntunarmöguleika. Vísir að svæði eins og þessu virðist nú vera á Eyjafjarðar- svæðinu. Þar eru nú miklir menntunarmöguleikar, jafnvel á háskólastigi, og það sem meira er: möguleikar á starfi að loknu námi. Þar er þjónusta við íbúana að mörgu leyti fylli- lega sambærileg við Reykjavík og svæðið hefur alla burði til að geta þjónað miklu stærra svæði. Að mínu mati er það ákveðin lausn að stefna að tveimur sterkum atvinnusvæð- um á íslandi; höfuðborginni og nágrenni og svo Eyjafirði og nágrenni. Þetta kallast „raun- hæf byggðastefna" og myndi veita fólki alvöru valkost við höfuðborgarsvæðið án þess að til þyrfti að koma gegndarlaus fjáraustur í óraunhæf verkefni til verndar byggð landsins. Höfundur er félagsraðgjafi. yummæli vikunnar hefur I valist enn eitt snilldar- m-éfið sem Guðmundur Rafn Geirdal, forsetafram- bjóðandi par excellence og skólastjóri hins mis- virta Nuddskóla, hefur sent til blaðsins. Bréf þetta barst ritstjórn í hendur í gær, miðvikudag- inn 27. mars, og það er okkur vitaskuld sannur heiður að birta smíðina — svo gott sem í heild: „Væntanlega hafið þið fengiö fréttatilkynningu frá mér sem skólastjóra sem var dagsett þann 12. mars síðastliðinn og meðfylgjandi henni hina nýju námslýsingu skóla míns. I þeirri fréttatilkynningu var ég aö minnast á að stefnuskrá væri í vændum frá mér og að hún yrði tilbúin vel fyrir páska. Við það hef ég staðið því hún er tilbúin og er hún meðfylgjandi. Ég hef verið í áframhaldandi sambandi viö Jón Thors, emb- ættismann hjá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, sem annast svör um fyrirkomulag við kosn- ingaundirbúning og hef fengið frá honum góö ráð. Jafnframt sendi hann mér lista yfir yfir- kjörstjórnir landsins sem ég hef fengið í hendur. Einnig hef ég óskað eftir og fengiö í hendur nýjustu útgáfuna af stjórnar- skránni frá forsætisráðuneyt- inu. Ég hef tekið eftir tilkynningu Guðrúnar Agnarsdóttur um að bjóða sig fram og fagna því þar sem hún hefur mikla kosti til að þera sem hugsanlegur for- seti. Ég er sömu skoðunar varð- andi Guðrúnu Pétursdóttur. Síðan er valið í höndum þjóðar- innar." Stefnuskrá 1. Aö óska eftir athugun á heildarstööu okkar sem þjóð- ar. 2. Að stuðla að umræðum með- al landsmanna um leiðirtil aukins þroska. 3. Aö styðja mannúðarmál. 4. Að styðja líknarmál. 5. Að styöja friöarmál. 6. Að styöja vistvæna ræktun. 7. Að auka og virkja notkun á hvatningarverðlaunum. 8. Aö styðja undir heilsuhvatn- ingu. 9. Að styðja undir bætta menntun. ÚR STEFNUSKRÁNNI: „10. Að taka þáttíað móta jákvæða framtíðarsýn fyrir þróun okkar sem þjóðar. Athuga hvortviðgetum orðið fyrirmyndarþjóðfélag á alþjóðavettvangi, öðrum þjóðum til hugsanlegrar eftirbreytni, einkum hvað varðar frið og manngæsku." 10. Að taka þátt í að móta já- kvæða framtíðarsýn fyrir þró- un okkar sem þjóðar. Athuga hvort við getum orðið fyrir- myndarþjóöfélag á alþjóða- vettvangi, öðrum þjóðum til hugsanlegrar eftirbreytni, einkum hvað varðar friö og manngæsku. 11. Aö kynna mér valdsvið embættis forseta íslands samkvæmt stjórnarskrá okk- ar og fá álitsgerðir lögfræð- inga um það og endurmeta stööu embættisins, einkum gagnvart ríkisstjórn og Al- þingi. 12. Að fylgjast með störfum rík- isstjórnar og Alþingis og miða að því að samstilla mig við athafnir þeirra.“ Athugasemd Þess ber að geta að Guðmund- ur Rafn Geirdal hvetur fólk í bréfi sínu til blaðsins til að hafa tal af sér í síma 567-8921 og 567-8922, farsíma 897-2350, boðtæki 846-5015 og mynd- sendi 567- 8923. Hann er til húsa á Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík og segir best aö ná sérfrá klukkan 10.00 til 17.30 eða jafnvel á kennslutíma Nuddskólans, sem stendur yfir frá klukkan 17.30 til 21.15...

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.