Helgarpósturinn - 28.03.1996, Page 24

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Page 24
FIMMTUDAGUR 28. MARS1996 í frá höfuöstöövunum á Kópaskeri Topp 10 listínn — yfir þau fjölmörgu verkefni sem Ólafur Skúlason getur snúiö sér aö ef hann segir af sér embætti biskups íslands. 1. Reynt aö skrifa metsölubók og græða á hörmungum sínum rétt eins og ónefndur alþýöu- flokksmaöur gerði hér um áriö. 2. Boöið sig fram til forseta og gjörsigraö meö dyggum stuön- ingi þeirra 50% þjóöarinnar sem enn trúa á sakleysi hans. 3. Selt húsið, bílinn og flutt meö Ebbu til eyju í Karíbahafinu þar sem hann virðist hvort sem er una sér best. 4. Skrifað hádramatískt leikrit um óvænta aðför hins illa að sér og selt það í Áramótaskaupiö eöa Leikhús Þórhildar. 5. Sagt sig úr lögum viö nútíma- samfélagið og gerst bænaþylj- andi einsetumaður á Papey, sem saknar sinna írsku munka. 6. Skrifaö sagnfræðirit um þær ófrægingarherferöir sem hort- ugir íslendingar hafa fariö gegn biskupum frá kristnitöku. 7. Snúið sér á nýjan leik aö upp- fræðslu fermingar- og sunnu- dagaskólabarna, sem skortir föðurlegar ímyndir í prestslíki. 8. Gefiö út geislaplötu fyrir næstu jól meö úrvali bestu trúarlag- anna að sínu mati eöa jafnvel úrvalsræðum sínum. 9. Stofnað sjálfshjálparhóp fyrir háttsetta ráöamenn sem hafa sætt illri og ósanngjarnri meö- ferö fjölmiðla og slúöurbera. 10. Söðlað um og gerst sjón- varpsstjóri hjá Ómegu þar sem hann myndi brillera í hópi kunnra breyskra predikara. Hugsanlegt framboö Davíös Oddssonar til embættis forseta íslands gefur tilefni til aö hafa uppi nokkrar vangaveltur um hvaða áhrif þaö heföi á stöðu hans í flokki og ríkisstjórn. Sæmundur Guövins- son spáöi í þessar hugleiðingar og leit- aöi meðal annars álits Sigurðar Líndal lagaprófessors. Davíð getur áfram haldið öllu opnu Pari svo að Davíð Oddsson ákveði að bjóða sig fram til embættis forseta íslands vakna ýmsar spurningar um stöðu hans í flokki og ríkis- stjórn. Getur Davíð tekið sér leyfi frá störfum meðan hann tekur þátt í forsetaslagnum eða þarf hann að segja af sér? Er vænlegt fyrir Davíð að gegna formennsku í stjórn- málaflokki á sama tíma og hann býður sig fram til for- seta? Þarf að mynda nýtt ráðu- neyti ef hann færi fram og næði kosningu eða getur hann tilnefnt arftaka sinn? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem kvikna þegar þessi mál ber á góma. Hins vegar ber á það að líta að sjálfur hefur Davíð hvorki sagt af né á. um það hvort hann hyggur á forseta- framboð. En það, að hann skuli ekki hafa lýst því yfir að hann sé ekki til viðtals um framboð, býður upp á svona vangavelt- ur. Ætti að fara frá Innan Sjálfstæðisflokksins eru skiptar skoðanir um hvað Davíð ber að gera ef hann fer í framboð. Háttsettur maður innan flokksins sagði í samtali við HP að Davíð ætti hiklaust að segja af sér sem formaður og forsætisráðherra sama dag- inn og hann tilkynnti framboð, ef til þess kæmi. „Þá er ég ekki að ræða um málið út frá laga- legum hliðum, heldur finnst mér að hann ætti að sýna að hann er tilbúinn að leggja allt Davíð Oddsson: „Ef hann tæki sér bara frí frá störfum meðan á kosningabaráttunni stendur eru það um leið skilaboð um að hann búist allt eins við að tapa og það er ekki stfll Davíðs," segir háttsettur maður innan Sjálf- stæðisflokksins. undir í baráttunni. Ef hann tæki sér bara frí frá störfum meðan á kosningabaráttunni stendur eru það um leið skila- boð um að hann búist allt eins við að tapa og það er ekki stíll Davíðs,“ sagði þessi maður. Þeir flokksbræður Davíðs sem blaðið ræddi við voru tregir til að láta hafa nokkuð eftir sér um framboðsmál for- mannsins. Fríðrík Sophusson, fjármálaráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði það eitt, að hann teldi Ýmsum finnst Gunnlaugur M. Sigmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, vera hallur undir frjálshyggju og benda því til sönnunar á áhuga hans á aö selja ríkisbankana. í viötali viö Sæmund Guðvinsson segir Gunnlaugur þetta alrangt. Hann hefur lúmskt gaman af eitruðum skeytum frá Sverri Hermannssyni og les þau meö aðstoð Njálufræöings... „Ég er eini vinstrisinninn í þingflokknum“ að er kannski ekki hægt að segja að Gunnlaugur M. Sigmundsson sé dæmigerður framsóknarþingmaður. Að minnsta kosti ekki miðað við ýmsa sem setið hafa á þingi fyr- ir þann flokk sem fulltrúar bænda, kaupfélaga og SÍS á ár- um áður. Gunnlaugur er for- stjóri Kögunar hf. sem annast rekstur og viðhald hugbúnaðar sem notaður er við ratsjárkerfi sem er liður í vörnum landsins. Hann var kosinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn á Vest- fjörðum í þingkosningunum fyr- ir ári og þykir í sumu fara eigin leiðir. Gunnlaugur var að koma að vestan þegar HP hitti hann að máli. Varstu að vísitera þarna fyrir vestan, Gunnlaugur? „Við Hjálmar Ámason vor- um með opna fundi á ísafirði og í Bolungarvík þar sem við vor- um með blandaðan kokkteil. Við ræddum fjögur málefni og komum að þeim á víxl. Ég ræddi fyrst um bankamálin og Hjálmar síðan um nýjar tillögur um atvinnuleysistryggingar. Þá fjallaði ég um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna og Hjálmar um útgerð smábáta og fullvinnsluskipa.“ Hefur fólk áhuga á að koma á svona fundi, rœða við þingmenn oghlusta á þá? „Þessir fundir voru vel sóttir. Fólk hefur heilmikinn áhuga á að ræða við þingmenn, en hið hefðbundna fundarform er nú orðið svolítið lúið. Maður finn- ur það, að þegar engin stórmál eru á döfinni þá hefur fólk tak- markaðan áhuga á pólitík og ég skil það ósköp vel.“ Sverrir móðgaðist Þú minntist á bankamálin. Þú vilt losa ríkið við rekstur banka? „Ég er formaður nefndar sem á að gera tillögur um breytingar á rekstrarformi ríkisbankanna og fylgja því máli eftir. Við er- um nánast tilbúnir með tillög- urnar, en á þessari stundu veit ég ekki hvenær málið verður lagt fyrir þingið. Ég hef sagt að það eigi að breyta ríkisbönkun- um í hlutafélög. Ég tel hins veg- ar að það mætti laga rekstur bankanna mikið áður en þeir yrðu seldir svo þeir yrðu mun verðmætari í sölu. Á fundi hjá viðskipta- og hagfræðingum lék ég mér að hlutfalli sem heitir verð deilt með hagnaði ársins og segir hvað fjárfestar eru til- búnir að borga margra ára hagnað fyrir félagið. Ég velti þar upp hlutfallinu tíu, sem ég taldi vera eðlilegt fyrir banka. Sverrir Hermannsson móðgað- ist yfir því og menn töldu að út úr þessu kæmi alltof lágt verð. En auðvitað ræðst það bara af því hvað hagnaðurinn er lítill. Ef lág tala er margfölduð með tíu kemur út lág tala en með því að margfalda mikinn hagnað með tíu kemur út há tala. Mín skoðun er því sú að það mætti laga reksturinn og koma hagn- aðinum upp í svona fimm til sex hundruð milljónir á ári, eins og í Búnaðarbankanum. Þá er komið söluverð sem nemur fimm til sex milljörðum króna. Reyndar var ég í New York fyrir skömmu og leit inn í kauphöll- ina í Wall Street. Þá sá ég að General Motors er með hlutfall- ið átta. Hvort Sverrir Her- mannsson selst á meira en Gen- eral Motors hef ég efasemdir um. Því hef ég sennilega skotið yfir markið með því að segja tíu. Við getum raunar sagt að General Motors hafi verið hálf- slappt að undanförnu, en hitt er maður með mikla reynslu." Drepa mig á undan Sverrir hefur verið að senda þér tóninn? „Já, ég þurfti að leita til Ólafs Halldórssonar, Njálusérfræð- ings og handritafræðings, til að hjálpa mér við að stauta mig í gegnum Morgunblaðsgrein Sverris. Eftir að hcmn er búinn að fjalla þar um viðskiptaráð- herra segir hann um Gunnlaug Sigmundsson: ... en íhonum er veiðurínn meirí. Það mun þýða að það beri að drepa mig á und- an Finni Ingólfssyni. Þegar ég komst að þessu varð ég svo ánægður að nú hugsa ég hlýtt til Sverris. Hafði gaman af þessu og tók það sem hól. Það er hins vegar sérkennilegt með Sverri að þegar hann talar um mig segir hann alltaf þessi Gunnlaugur. En við höfum nú hrotið saman í herbergi þegar við vorum við veiðar í Hrúta- fjarðará og þá var ég ekki þessi Gunnlausur. Svona breytist þetta." Svo er það flokksbróðir þinn, Guðni Ágústsson. Hann er ekki hrifinn af að breyta

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.