Helgarpósturinn - 28.03.1996, Page 26

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Page 26
26 F1MMTUDAGUR 28. MARS1996 láfangastaðir • Wakaya Kókos- skeljadrykkja í algerri einangrun Eins og aliir vita ber Helgar- pósturirm mikla umhyggju fyrir andlegri velferö lesenda sinna. í slöustu viku stungum viö upp á ferö til friösemdar- eyjunnar Vahine í frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafi. í þessari viku bætum viö um betur og leggjum aö taugastrekktum nútímamanninum aö bregöa sér í frí — í algera einangrun frá amstri hversdagsins. Wakaya-eyja viö F/yl-eyjar í Kyrrahafinu er dæmi um slíka afslöppunarparadís. Eyjan, sem er í einkaeign, er staö- sett rétt fyrir utan Viti Levu, meginland Fiji-eyjaklasans, sem er einn af afskekktustu og einangruöustu stööum jarö- ar. Eigandi eyjarinnar, David Gilmour, hefur um sex ára skeið starfrækt þar afslöppun- arklúbb fyrir lúna feröalanga vesturheims, þar sem gestir eru hvattir til aö láta skarkala heimsins llöa úr sér I ósþilltri náttúru eyjarinnar litlu, þar sem tíminn stendur I staö. Þegar sólin sest koma eyjar- skeggjar fram og syngja hug- Ijúf þjóölög, sem eru svo ein- kennandi fyrir þennan friðsæla en lifsglaöa heimshluta. Svo er gengiö til náöa I einum af átta vel búnum undurfögrum bambuskofum og sofið I bambusrúmum, sem standa á viöargólfi. Hér er engin steypa, plast eöa járn, allt er byggt úr tré, sem gerir staöinn einstak- lega hlýlegan og vinalegan. Llf- ið viröist fullkomið þegar aug- un hallast aftur og náttúran syngur fyrir utan og ekki heyr- ist 5 bíl I mílufjarlægö. Austur- lenskur maturinn er meö ein- dæmum Ijúffengur og sund- Sþrettur eftir letilegan morgun- mat fær mann tll aö gleyma aö vinnan bíður manns heima eftir nokkrar vikur. Eftir hádegi hengja ungmeyjarnar blóma- krans um háls gestanna og færa þeim svo kava-drykk I kókoshnetuskeljum, sem hleypir roöa í kinnarnar og vel- llöunarsvima yfir hausinn. Hlustin opnast fyrir pólýnlsk- um og malaslskum söngvum — og tilganginum meö ferö- inni til Wakaya er náð. Feröa- lagiö sjálft til eyjarinnar er I raun ekki slöra en dvölin I par- adlsinni. Flogiö er til Los Ange- les, þaöan til Viti Levu, meö millilendingu I Honólúlú. Hægt er aö stoppa á báðum stööum I einn eða tvo sólarhringa og kynnast þannig bæöi Hawaii og Rji. Frá Viti Levu er svo hálftimaflug til Wakaya og par- adisin er þín. -EBE Þjóöfélagiö hvílir á tveimur stofnunum; kirkjunni og hjónabandinu. Aöeins ertil eitt heilbrigt form af fjölskyldu og þaö ber aö verja hvaö sem á gengur: Einn karl, ein kona, tvö Ijóshærð börn... Allt sem teygir sig út fyrir kemur viö kaunin á landanum og vekur upp einhverja óskilgreinda kristilega íhaldssemi sem blundar í besta fólki. Þessa vikuna kynnir Brynhildur Þórarinsdóttir sér sjónarmið og málflutning gæslumanna gamalla viöhorfa og spyr meðal annars: Þarf aö takmarka blöndun kynþátta á íslandi og er samkynhneigð kynvilltur og óeðlilegur lífsmáti? Eitt land, ein þióð Þjóðfélagið hvílir á tveimur stofnunum; kirkjunni og hjónaband- inu. Aðeins er til eitt heil- brigt form af fjölskyldu og það ber að veija hvað sem á gengur: Einn karl, ein kona, tvö ljóshærð böm... Allt sem teygir sig út fyrir rammann kemur við kaun- in á landanum og vekur upp einhveija óskil- greinda kristilega íhalds- semi sem blundar I besta fólki. Það ætti ekki að koma neinum Þjóðarsálar- hlustendum á óvart, en það er í hæsta máta furðu- legt að það sama megi lesa úr nýjum fmmvörpum til laga og viðbrögðum við þeim. Eða þarf kannski að takmarka blöndun kyn- þátta á íslandi og er sam- kynhneigð kynvilltur og óeðlilegur lífsmáti? Sá yðar er syndlaus er... Frumvarp um staðfesta sam- vist samkynhneigðra er stórt framfaraskref að mati flestra þeirra sem um málið hafa fjall- að. Staðfestingin á að veita samkynhneigðu fólki I sambúð sömu stöðu og karli og konu I hjónabandi. Nefnd forsætis- ráðherra sem samdi frumvarp- ið þótti því eðlilegt að spyrja kirkjuna hvort ekki mætti skylda presta þjóðkirkjunnar til að taka að sér vígslu sam- kynhneigðra, enda þótt það kynni að stríða gegn sannfær- ingu einstaka þeirra. Nefnd sem biskup skipaði til að veita álit sitt náði ekki að & einn lífsmáti? ljúka störfum fyrir síðasta kirkjuþing, eins og til hafði ver- ið ætlast, en þess í stað tók kirkjuráð að sér að lýsa af- stöðu þjóðkirkjunnar. í svar- bréfi biskups til ráðuneytisins, dagsettu 21. nóvember síðast- liðinn, segir: „Kirkjan gerir sér vitanlega grein fyrir því að prestar hennar eru ekki aðeins í þjónustu trúarlegs aðila, heldur einnig opinberir starfs- menn, sem hljóta að lúta lög- um ríkisins og fyrirmælum. Hins vegar óskar kirkjan alls ekki eftir því og telur það mjög vafasamt að mælt verði fyrir því I lögum að heimild sé veitt til kirkjulegrar vígslu samkyn- hneigðra. Hitt er vitanlega sjálfgefið, að prestar og aðrir kirkjulegir aðilar munu biðja fyrir þeim, sem leita eftir slíku, og er þá aðeins spurt um þörf en ekki grennslast fyrir um stöðu viðkomandi." Aðeins verður því um borg- aralega vígslu að ræða, en hommar og lesbíur geta unað vel við sitt því kirkjan er fús til að biðja fyrir þeim svo fremi sem hún veit ekkert um líferni þeirra. Eini maðurinn á þingi... Ámi Johnsen var eini mað- urinn á Alþingi sem taldi frum- varpið um staðfesta samvist ganga of langt. Hann vitnaði meðal annars I Biblíuna og tal- aði um hjónaband samkyn- hneigðra 5 sömu mund og fjöl- kvæni og barnagiftingu. Árni segist hafa fengið mjög miklar undirtektir frá almenningi, — neitar því þó að hafa fengið orðsendingu frá trúfélögum þótt orð hans hljómi líkt og þeirra. Helgarpósturinn ræddi stuttlega við Árna um málið: Hvað er það sem þú hefur helst sett fyrir þig í þessum efnum? „Mér finnst bara mjög óeðli- legt að lögbinda að kynvilla sé eðlilegt form með ákveðnum réttindum sem gæti alveg eins átt við einhverja fleiri." Sœkirðu þetta viðhorf í Biblíuna? „Nei, þetta er bara almennt brjóstvit. Þetta er bara spurn- ing um hvort maður á að viður- kenna það sem manni finnst óeðlilegt sem eðlilegt. Mér finnst þetta óeðlilegur lífs- máti.“ En ertu þá sammála Snorra í Betel og fleirum sem halda því fram að hœgt sé að lœkna samkynhneigð? „Ég veit ekkert um það. Ég býst við að I öllum hlutum sem lúta að manninum sé hægt að þjálfa sig upp i eitt og annað. Það er svo margt í mannlegu eðli sem er ekki endilega viðurkennt að sé rétt þótt það sé til staðar." Þú líktir staðfestingu á sambúð samkynhneigðra við fjölkvœni, var það ekki? „Nei, ég sagði að ef við fær- um að opna dyr fyrir ákveðna minnihlutahópa, þá kæmu aðr- ir minnihlutahópar á eftir sem myndu krefjast einhvers svip- aðs.“ Ætlarðu að fylgja þessu eftir og reyna að stöðva frumvarpið? „Ég hef sagt mína skoðun og ég mun ekki samþykkja þetta. Ég geri ekkert meira I því. Ég hef bara mína skoðun og kynni hana. Það er ekkert sem segir að ég megi ekki hafa mína skoðun.“ Þú ert þá ekki að þessu af trúarlegri sannfœringu? „Auðvitað hlýtur brjóstvit mitt að byggjast meðal annars á kristinni siðfræði. Mér finnst þetta vera til að auka á losara- skap og agaleysi og ég held að það sé ýmislegt annað sem okkur vantar. Þetta er vandi sem er I mannlegu eðli. Sum- um finnst það vandi, sumum finnst það ekki vandi. Almenna sjónarmiðið er að þetta er ekki eðlilegt." Þú hefur þá einhverjar aðrar lausnir en að viður- kenna samkynhneigð? „Það þarf að kryfja betur til mergjar hvað hægt væri að gera, af faglegum aðilum. Ég veit að kirkjan hefur gripið inn I erfið mál hjá einstaklingum sem eru kynvilltir eða samkyn- hneigðir eða hvað sem menn vilja kalla það.“ Þú kallar þetta kynvillu? „Já, hvað er samkynhneigð annað en kynvilla? Éf maður ætlar að segja að hún sé eðli- leg þá þarf maður að fara að þurrka út orð sem eru bókfærð og skrásett í íslenska tungu. Og af hverju er þetta svona viðkvæmt? — Af því að þetta er feimnismál og menn vilja ekki viðurkenna þetta. Svo þegar ég kem og segi mína skoðun liggur við að ég sé orð- inn afbrigðilegur því ég hef aðra skoðun en lagt er til.“ Ertu einn með þessa skoð- un á þingi? „Það stóð enginn annar upp. En það voru tugir manns sem hringdu eða sendu skeyti og virðast líta þetta allt mjög al- varlegum augum og höfðu áhyggjur af þessu.“ Siðferði kærleika og umburðariyndis Árni átti sér ekki marga stuðningsmenn á þingi en hann er ekki einn I krossferð- inni; fjölmargir trúarleiðtogar settu nafn sitt undir ályktun sama efnis I skjóli kristilegs kærleika. Eins og Árni vitna þeir I Biblíuna I ummælum sín- um um samkynhneigð. Til- gangur trúarforingjanna er að þeirra sögn að verja hið kristna siðferði sem öldum saman hefur verið undirstaða þjóðfélagsins; siðferði kær- leika og umburðarlyndis: „Kristin trú er grundvöllur þess siðferðis sem ríkjandi hef- Arni Johnsen, eini maðurinn á Al- þingi sem taldi frumvarpið um staðfesta samvist ganga of langt: „Mér finnst bara mjög óeðlilegt að lögbinda að kynvilla sé eðli- legt form með ákveðnum réttind- um sem gæti alveg eins átt við einhverja fleiri." Samúel Ingimarsson, forstöðu- maður Vegarins, kristins samfé- lags. Hann er yfirlýstur andstæð- ingur samkynhneigðra: „Við get- um ekki leyft allt í nafni kærleika og umburðarlyndis. Við höfum ákveðinn grunn að byggja á, sem er orð Guðs, og við byggjum þjóð- félag okkar á því.“ Friðrik Ó. Schram, formaður Ungs fólks með hlutverk, segir það grundvallaratriði að siðferði þjóðarinnar byggist á kristilegri og gyðinglegri siðferðishefð sem sé 3000 ára gömul að minnsta kosti. „Það væri mjög óeðlilegt ef þessum arfi væri varpað fyrir róða núna.“ Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra lagði fram frumvarp á Al- þingi þar sem segir: „Innflutning- ur sæðis er því áfram fýsilegur kostur, að því tilskildu að vinnsl- an fullnægi ströngustu kröfum og að um skyldar þjóðir sé að ræða með lítilli blöndun kynþátta." Dogg Pálsdottir, fyrrverandi skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, stjórnaði smiði umrædds frumvarps. Hún þvertekur fyrir að um kynþáttamismunun sé að ræða heldur sé miðað við að sæðið sé úr þeim kynstofnum sem fólk vilji nota. Það sé hvíti kynstofninn en ekki sá svarti eða asíski.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.