Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 28. MARS1996 Snilld Helgu Bachmann ur verið á íslandi og vonandi verður svo um ókomna fram- tíð. Meðan svo er mun sam- kynhneigt líferni teljast óeðli- legt ... Kristnum mönnum ber að elska og virða alla menn, samkynhneigða sem og aðra, en geta þó ekki lagt blessun sína yfir kynhegðun þeirra ... Jesús boðar mönnum lausn undan hvers konar fjötrum og mörg dæmi eru um að fólk hafi með Guðs hjálp losnað undan því oki sem samkynhneigð vissulega er.“ Þetta er ekki eðlilegt Samúel Ingimarsson er for- stöðumaður Vegarins, kristins samfélags. Aðspurður af hverju hann setji sig upp á móti samkynhneigðum segir hann þetta vera skoðun ailra kristinna manna sem vilji hafa Biblíuna í öndvegi. „í Biblíunni er talað mjög skýrt um að þetta sé ekki eðlilegt, við vilj- um hjálpa fólki með kærleika guðs að fara út úr þessu ástandi. Ég hef bæði lesið um það og heyrt vitnisburði frá fólki sem hefur losnað. Ef þetta er eðlilegt, eins og allir segja, og við værum þá öll eðlileg á þennan hátt, hvað yrði þá um mannkynið? Guð skapaði okk- ur með þrá og löngun bara til hins kynsins. Þetta er ekki meðfætt heldur er mjög auð- velt að leiðast út í þetta. Ég þekkti einu sinni konu sem var fædd með þeirri áráttu að hnupla, þetta var vellauðug kona. Ef við göngum út frá því að þetta sé meðfædd árátta verðum við ekki að taka tillit til þess og sýna umburðarlyndi? — Nei, hvorki samkynhneigð né hnuplárátta er meðfædd. Þess vegna er mjög hættulegt þegar á að fara að kenna í grunnskóla að þetta sé eðli- legt, því börn sem eru 12-13 ára eru mjög viðkvæm fyrir svona hlutum. Krakkar af sama kyni eru mjög mikið saman á þessum árum, til dæmis vin- konur sem sofa hver hjá ann- arri, og ef við ýtum undir að þetta sé jafneðlilegt og gagn- kynhneigð þá finnst mér við vera á mjög hættulegri braut.“ En hvað varð um kristilegt umburðarlyndi? „Við getum ekki leyft alit í nafni kærleika og umburðar- lyndis. Við höfum ákveðinn grunn að byggja á, sem er orð Guðs, og við byggjum okkar þjóðfélag á því. Meira að segja setti Sjálfstæðisflokkurinn það í sína stefnuskrá fyrir síðustu kosningar, sem ég er afar óhress með að þeir standi ekki við, að þeir vildu hlú að kristn- um lífsgildum. Það er ekki ver- ið að gera það. Við erum reyndar með fínan stuðnings- mann á þingi, sem er Árni Johnsen, hann tekur alveg upp merki kristninnar.“ Hafið þið þá einhverjar aðrar lausnir? „Okkur finnst að það eigi bara að elska þetta fólk og hjálpa því út úr þessu ástandi. Það gerum við í Veginum ef þetta fólk leitar til okkar,“ segir Samúel, sem segist þekkja dæmi þess að samkynhneigðir hafi gengið í Veginn og lækn- ast. Öll frávik óeðlileg Friðrik Ó. Schram, formað- v áfeli Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Alþýðuflokks, var annar tveggja þingmanna sem gerðu harkalegar athugasemdir við orðalag umrædds frumvarps um litla blöndun kynþátta. ur Ungs fólks með hlutverk, segir það grundvallaratriði að siðferði þjóðarinnar byggist á kristilegri og gyðinglegri sið- ferðishefð sem sé 3000 ára gömul að minnsta kosti. „Það væri mjög óeðlilegt ef þessum arfi væri varpað fyrir róða núna. Við sjáum ekki ástæðu til að gera það, það hefur ekk- ert breyst.“ Þessi 3000 ára gömlu við- horf hafa þá staðist tímans tönn? „Já. Fyrst og fremst er um að ræða trúarviðhorf sem hefur heilaga ritningu að grundvelli. Þar eru sett fram meginviðhorf sem er ekki á okkar valdi að breyta. Það er grundvallarvið- horf að hjúskapur er eitthvað sem gerist milli karls og konu. Þetta er stofnun sem kemur fram á fyrstu síðun Biblíunnar og er viðvarandi. Það er eitt- hvað sem ekki má raska, eins konar sköpunarskikkan. Þar af leiðandi teljum við að öll frávik frá þessu séu óeðlileg og ekki til góðs, ekki til velfarnaðar.“ Er þetta er almennt við- horfhjá Ungu fólki með hlut- verk? „Já, þetta er alveg ófrávíkj- anlegt. Við teljum okkur alger- lega bundna af þessum hlutum vegna þess að hér er um horn- stein að ræða sem verið hefur óhaggaður um aldaraðir og verður ekki vefengdur. Þó svo einhverjir menn í dag vilji ekki sætta sig við þetta þá getum við ekki skipt um skoðun." Hvað er það sem þið setjið helst fyrir ykkur? „Það er tvennt. Okkur finnst það sorglegt ef hjónabandið er ekki lengur rammi utan um fjölskyldulífið og alvarlegt ef verið er að búa til nýtt form sem gengur þvert á það sem við teljum hollt og gott fyrir manneskjuna. Hitt er að við lít- um það enn alvarlegri augum ef kirkjan ætlar að víkja og gefa út yfirlýsingu um að þetta sé allt í lagi. Það er eitthvert hik á kirkjunni en við erum að vinna í þeim málum innan hennar." Hvað á þá að gera? „Ég vil undirstrika það að fólk sem er að takast á við ein- hvern svona vanda á samúð okkar og við viljum á engan hátt lýsa fordómum um slíkt fólk. Stundum er okkur lagt í munn að við séum fordóma- full, en það er alrangt. Við sjá- um enga ástæðu til að for- dæma fólk, enda erum við sjálf ófullkomin. En hér er um grundvallaratriði að ræða, sköpunarskikkan guðs, sem við teljum okkur ekki geta vik- ið frá. Við erum að fara út af þeirri braut sem okkur er sett af skaparanum. Hann veit best hvar á að leggja vegi. Ef við för- um að leggja okkar eigin slóðir getur það endað með ósköp- um. Sköpun guðs var góð í upphafi en við sjáum í henni ýmsa bresti núna vegna hins illa í heiminum. Þeir geta kom- ið fram með ýmsu móti, sem fötlun, bæklun eða röskun á því sem er gott. Það er ekki þar með sagt að sá sem verður fyr- ir því sé verri maður. Það er okkar hlutverk að hjálpa fólki að takast á við öll frávik. Við höfum fengið svona fólk til okkar og reynt að hjálpa því og ég veit að að minnsta kosti í einu tilfelli hætti karlmaður að Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað- ur Alþýðubandalags, á það sam- eiginlegt með Össuri að hafa gert alvarlegar athugasemdir við klúð- urslegt orðalag í frumvarpi Þor- steins Pálssonar. hafa svona samskipti við karl- menn og gifti sig.“ Hreint land, fagurt land? Á sama tíma og tekist er á um hvort stimpla eigi sambúð samkynhneigðra er lagt fram frumvarp til laga um tækni- frjóvganir þar sem talið er rétt að setja skilyrði um að ein- göngu gagnkynhneigð pör eigi aðgang að meðferðinni. Það er ekki það eina sem frumvarpið hefur sætt gagnrýni fyrir, því ýmsir hafa hnýtt í orðalag greinargerðar þess. Þar segir: „Fyrir fámenna þjóð eins og ís- lendinga hefur jjað verið kost- ur að hafa notað innflutt sæði. Með því er hætta á skyldleika gjafa og þega hverfandi, sem og hætta á að vitneskja eða samband komist á milli þess- ara aðila. Innflutningur sæðis er því áfram fýsilegur kostur, að því tilskildu að vinnslan fullnægi ströngustu kröfum og að um skyldar þjóðir sé að ræða með lítilli blöndun kyn- þátta.“ (Frumvarp til laga um tæknifrjóvgun, 154. mái, þing- skjal 184, 10. grein.) Þetta frumvarp er lagt fram af dómsmálaráðherra, Þor- steini Pálssyni, en samið af nefnd ráðuneytisins og lenti mikill hluti vinnunnar á Dögg Pálsdóttur, fyrrverandi skrif- stofustjóra í heilbrigðisráðu- neytinu. Dögg þvertekur fyrir að um kynþáttamismunun sé að ræða heldur sé miðað við að sæðið sé úr þeim kynstofn- um sem fólk vili nota. Það sé hvíti kynstofninn en ekki sá svarti eða asíski. Það hefur einnig vakið at- hygli að í umræðu á þingi gerðu aðeins tveir þingmenn athugasemd við orðalagið um litla blöndun kynþátta: Bryn- dís Hlöðversdóttir og Össur Skarphéðinsson. Fær í að loka augunum Getur verið að við lítum framhjá slíkum viðbrögðum og orðalagi af því að það er ísland sem á í hlut? Eina landið í heiminum þar sem, að því er sagt er, býr ein þjóð, af einu kyni, í sátt og samlyndi við guð og menn. Því hefur verið hald- ið fram að fáir séu jafnfærir í að loka augunum og við íslend- ingar þegar málin snúi að okk- ur sjálfum og okkar allraheilag- asta. Þegar málin snerti undir- stöður þjóðfélagsins, íslensku fjölskylduna og kirkjuna, sem hvorki rúmi fólk með annan lit- arhátt né aðra kynhneigð en reglurnar fyrirskipi. Siðferði kirkjunnar er nefnilega óhagg- anlegur rammi þjóðfélagsins sem hafinn er yfir gagnrýni og hefur að mati þeirra sem best þekkja til fyllilega staðist tím- ans tönn. Einn viðmælenda Helgarpóstsins orðaði það svo að á meðan þjóðfélagið byggð- ist á siðferði kirkjunnar kæm- ust engin y.tri öfi að til að skaða það. Ólafur Skúlason, biskup íslands. Nefnd forsætisráöherra sem samdi frumvarpið um staðfesta samvist samkynhneigðra þótti eðlilegt að spyrja kirkjuna hvort ekki mætti skylda presta þjóð- kirkjunnar til að taka að sér vígslu samkynhneigðra, enda þótt það kynni að stríða gegn sann- færingu einstaka þeirra. í svari biskups stóð meðal annars að „...kirkjan [óskarj alls ekki eftir því og telur það mjög vafasamt að mælt verði fyrir því í lögum að heimild sé veitt til kirkjulegrar vígslu samkynhneigðra“. Þrjár konur stórar Kjallaraleikhúsiö Höfundur: Edward Albee Þýðing: Hallgrímur Helgi Helgason Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikmynd og búningar: Elin Edda Árnadóttir Aðalhlutverk: Edda Þórarinsdóttir, Halla Margrét Jóhannsdóttir, Helga Bachmann, Þorsteinn M. Jónsson Leikstjórn: Helgi Skúlason Frumsýnt: Sunnudaginn 24. mars ★★★★ afi menn beðið nú um nokkurn tíma eftir að upp kæmi sýning sem væri hrein og ómenguð leiklist þá er hún komin hér. í henni heyrist ekki eitt einasta hljóð nema raddir leikaranna, ljósin eru aldrei hreyfð nema til að kveikja þau og slökkva, búningar og leik- sviðsbúnaður (að vísu bæði vandað og úthugsað) yfirlætis- laust og einfalt, ekkert dans- andi stelpustóð, engin grað- hestamúsík, engum bifreiðum, skriðdrekum eða skipum ekið inn á sviðið. Aðeins fimm per- sónur, þar af tvær sem aldrei segja orð, þar af önnur sem ekki dregur andann. Þessu fagnar listunnandinn. En þetta er þó ekki atburður- inn, það er einvörðungu réttur grunnur handa honum að standa á. Atburðurinn er leikur Helgu Bachmann. Hér má segja að maður verði eiginlega kjaftstopp, því þegar list leikarans tekur þannig til vængjanna fyrir alvöru, þá þarf jafnmikla ritsnilld til að lýsa því á prenti eins og leik- aragáfu til að leika það. Liggur beinast við að segja: Þetta er ólýsanlegt. Þetta verða menn að sjá. Einkum tvennt vekur eftir- tekt: Hversu auðvelt þetta virðist og hversu opinskátt Helga leikur hlutverk sitt. Það sést hvergi átak. Það er varla að hún hreyfi sig, varla að hún bregði svip og orðin fljóta við- stöðulaust, áherslulítið og hratt (nema þegar hún man ekki textann). Engu að síður: allt þrungið lífi og krafti. Oft er því hrósað að ekki sjáist að leikari sé að leika: „Hann leikur ekki, hann er!“ Þetta þykir höf- uðhrós auk þess sem menn eru oft býsna roggnir að kunna að taka svo til orða. Helga fer enn lengra. Það má segja: „Hún er þessi kona sem hún er að leika." Þar á ofan kemur að áhorfandinn sér allan tímann leik hennar. Hvernig hún fer að; hvernig hún leikur sér að hlutverkinu; hvernig hún í aðra röndina daðrar við með- leikendur sína, áhorfendur og sjálfa sig; hvernig hún bíður eftir hvíslaranum meira að segja — og það gerir hún með einhverri kæruleysislegri og fisléttri ósvífni sem unun er á að horfa. Slík léttúð er óleyfi- leg nema þeim leikurum sem búa yfir mikilli alvöru. Raunar gerir Helga ýmislegt fleira þarna sem er harðbannað. En það er nú einmitt freistingin og oft staðfesting leikarans á því að hann sé þarna að gera eitt- hvað sem ekki verður auðveld- lega eftir leikið: að hegða sér óleyfilega á sviðinu og komast upp með það. Þegar vel tekst til verða gallarnir til prýði. Jafnvel Helga sjálf var farin að fá kikk út úr viðureigninni við Leiklist Eyvindur ; Erlendsson hvíslarann. Af hverju leikur fólk ekki allt- af svona? Af hverju er fólk sí- fellt að leika illa þegar hægt er að leika vel? Og ber ekki leikur- um að leika svona vel? Og til hvers er verið að eyða öllum þessum peningum og milljóna- fjármunum í meðalleiklist, meðalskáldskap og þar undir? Allir vita að það er vegna svona leiklistar og ekki annarr- ar að samþykkt hefur verið af almenningi að halda uppi öll- um þeim fjáraustri, umstangi og hégómadýrð kringum leik- hús sem raun ber vitni. Ekki nennti ég heldur að skrifa í blöðin um þessi mál nema von væri um að fá fram eitthvað þessu líkt, fyrr eða síðar. Samt dugar ekki allt hið opinbera stell betur en svo að Helga verður að stofna sinn eigin leikflokk til að koma þessu í kring! Þó það skár sett en margur að hún fær að vera á kaupi hjá hinu opinbera til- beraverki á meðan. Ojæja. Svona getur maður látið. Átakalaus leikur sem þessi er ekki allur þar sem hann er séður. Að baki honum stendur ævilangt átak. Heljar- átak. Og það er á einskis manns færi, og ekkert opinbert kerfi heldur til þess bært, að kalla hann fram hvar og hve- nær sem er. Hann birtist þegar honum þóknast. „Það verður dýrast sem lengi hefur geymt verið, í hentugan tíma fram borið.“ Öllu er afmörkuð stund. Meðleikkonur Helgu tvær gengu að verki sínu af eftir- fylgju og dugnaði, börðust vel og drengilega, en áttu aldrei í hana séns, ekki einu sinni þá stund sem þær voru einar og ótruflaðar af henni. Það er vor- kunnarmál. Helga Skúlason, sem hefur stjórnað þessu verki í fiestu „samkvæmt ýtr- ustu kröfum", hefi ég grunaðan um aðeins eina synd — en hana þó allstóra: Að hafa hvorki valið meðleikara Helgu af nauðsynlegri kröfuhörku né heldur stutt þá af nægum styrk. Til að sýningin mætti verða það meistaraverk sem leikrit Albees gefur tilefni til þyrftu allar leikkonurnar að vera af þessu sama kalíberi. Ungi maðurinn reyndar líka. Það sjá menn strax ef þeir reyna, í huga sér, að setja Al- bee sjálfan í hlutverkið. Má ég benda síðan á að leikritið heit- ir Þrjár (ekki Einj konur stórar. (Hávaxnar væri raunar betri þýðing.) Þrír slíkir gnœfandi turnar á sviðinu segja sína sögu um innihald leiksins út af fyrir sig og örugglega ekki út í bláinn sem Albee leggur málið þannig fyrir. Hér þarf ekki bara eina heldur þrjár stjörnur stór- ar, sem hvorki stíga á putta hver annarrar né gefa eftir um eina spönn. Orðleikni Hallgríms Helga Helgasonar heldur áfram að hlaða utan á sig. Hann er óefað — ef guð lofar — maður fram- tíðarinnar í þessari grein. Það sést ekki síst á greininni sem hann hefur skrifað í leikskrána, enda þótt hann þurfi ef til vill að afplána sitt nokkurra tuga „erfiði í járnum" enn áður en hann fæðir af sér sitt eigið stóra meistaraverk. Þess hafa fleiri þurft. „Hafi menn beðið nú um nokkurn tíma eftir að upp kæmi sýning sem væri hrein og ómenguð leiklist þá er hún kom- in hér. í henni heyrist ekki eitt einasta hljóð nema raddir leikaranna, [allt] yfirlætislaust og einfalt, ekkert dansandi stelpustóð, engin graðhestamúsík, engum bifreiðum, skriðdrekum eða skipum ekið inn á sviðið. Aðeins fimm persónur, þar af tvær sem aldrei segja orð, þar af önnur sem ekki dregur andann.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.