Helgarpósturinn - 11.04.1996, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 1± APRÍL1996
HÞráttfýrir aö kostnaöur viö heilbrigöisþjónustu á hvern ís-
lending fari sífellt hækkandi viröast lýtalækningar vera mun
ódýrari hér en gengur og gerist erlendis. Fegrunaraögerðir
eru ein undirgreina lýtalækninga, sem fólk nýtir sérí vaxandi mæli.
í samtali viö Gísla Þorsteinsson segir Knútur Björnsson, lýtalæknir
og formaður Félags íslenskra lýtalækna, aö margir séu í biöröö eftir
ígræöslu sílikons, andlitslyftingu eöa fitusogi í von um betra útlit...
Brjósta-
stækkun
í tísku hjá
tvítugum
stúlkum
Knútur Björnsson,
lýtalæknir og formað-
ur Félags íslenskra
lýtalækna: „Konur
sem fara í brjósta-
stækkunaraðgerð eru
flestar milli tvítugs og
þrítugs, jafnvel yngri
... Ef líkami konu
uppfyllir ekki þá
ímynd sem búið er að
skapa kann það að
valda henni sárrí ang-
ist. Brjóst leika líka
ákveðið hlutverk í
sambandi kynjanna og
það er því von að kon-
ur vilji að hlutföllin
séu rétt samkvæmt
þeirra líkamsímynd."
Mynd: Jim Smart
Fjöldi þess sem þarf á lýtaað-
gerðum að halda hleypur á þús-
undum á hverju ári og vex sí-
fellt. Hér á landi hafa verið stundaðar
lýtalækningar í tæplega þrjátíu ár, en
þær voru fyrst iðkaðar í Skotlandi fyr-
ir um fimmtíu árum. Knútur Bjöms-
son er fyrsti viðurkenndi lýtalæknir-
inn sem tók til starfa hér á landi.
Hann opnaði stofu í Reykjavík árið
1967 og hefur starfað óslitið síðan. Til
að byrja með var Knútur einn af fáum
sem stunduðu ljitaaðgerðir, en með
árunum hefur lýtalæknum fjölgað og
eru þeir nú átta. Knútur segir að að
mörgu leyti hafi aukin samkeppni ver-
ið til góðs, því biðlistar voru langir og
fólk þurfti oft á tíðum að bíða í nokkra
mánuði eftir aðgerð. Nú er biðtíminn
aðeins nokkrar vikur.
Konur í meirihluta
Knútur segir að fólk sé gjarnt á að
misskilja orðið lýtalækningar og rugli
þeim oft á tíðum saman við fegrunar-
aðgerðir einar og sér. Fegrunarað-
gerðir eru hins vegar aðeins eitt fag af
mörgum sem rúmast innan lýtalækn-
ingagreinarinnar. Lýtalæknar fást við
yfirborð líkamans og endursköpun
líkamsparta eins og þeir eiga að vera.
Aðspurður segir hann að fegrunarað-
gerðir séu að verða stór hluti vinnu
sinnar.
Er það ekki stór ákvörðun hjá
fólki að fara í fegrunaraðgerð?
„Hér áður fyrr voru þess háttar að-
gerðir mikið feimnismál og fólk ræddi
jafnvel ekki um þær við sína nánustu
vini. Viðhorf fólks er þó aðeins að
breytast, en það er langur vegur í að
það sé tilbúið að láta vini og vanda-
menn vita um að það hafi hug á að
fara í aðgerð. Það er ekki að undra,
því fegrunaraðgerðir eru haldreipi
fólks í von um betra útlit. Fegrunarað-
gerðir eru líka mjög umfangsmiklar.
Einstaklingur sem fer í andlitslyftingu
kemst til að mynda ekki til vinnu í
tvær vikur, því húðin þarf tíma til að
jafna sig. Þegar strekkt er til dæmis á
augnlokum fylgja því alltaf glóðar-
augu sem jafna sig á um það bil tveim-
ur vikum.“
Nú býður mér í grun að flestir
sem fara í fegrunaraðgerðir séu
kvenkyns. En hvað með karlmenn?
Hafa þeir nýtt sér slíka þjónustu
að einhverju marki?
„Það er rétt að konur eru í stórum
meirihluta þeirra sem fara í andlits-
lyftingu og aðrar fegrunaraðgerðir.
Það slæðist þó einn og einn karl inn á
stofuna til mín.“
Á hvaða aldri er fólk sem fer í
fegrunaraðgerðir?
„Það er nú mismunandi. Konur sem
fara í brjóstastækkunaraðgerðir eru
flestar milli tvítugs og þrítugs, jafnvel
yngri. Slíkar stúlkur eru sjálfsagt í til-
hugalífinu og hafa gert sér ákveðnar
hugmyndir um hvernig líkami konu
eigi að líta út. Ef líkami konu uppfyllir
ekki þá ímynd sem búið er að skapa
kann það að valda henni sárri angist.
Brjóst leika líka ákveðið hlutverk í
sambandi kynjanna og það er því von
að konur vilji að hlutföllin séu rétt
samkvæmt þeirra líkamsímynd; Ann-
ars kemur hér inn fólk á flestum
aldri.“
Hefur þessi staðlaða ímynd ekki
bara brenglað hugsanir fólks um
útlit og líkamsburði?
„Við lifum í þjóðfélagi þar sem al-
menningi býðst margbreytileg þjón-
usta eins og fegrunaraðgerðir. En við
megum ekki gleyma því að við gerum
einnig aðgerðir á fólki sem býr við
ýmis lýti á andliti og líkama; lýti sem
eru því til mikils ama. Hér er því ekki
um að ræða neina brenglun í samfé-
laginu heldur miklu frekar þróun.
Fólk er fljótt að tileinka sér nýjungar
og nýja tækni, sem gefur því mögu-
leika á að líta betur út á einn eða ann-
an hátt.“
Brjóstastækkanir vinsælar
Hvers konar aðgerðir er þá mest
beðið um?
„Á undanförnum árum hafa brjósta-
stækkanir orðið mjög vinsælar. Það
má jafnvel segja að það sé í tísku að
fara í slíkar aðgerðir. Að vísu minnk-
aði ásóknin þegar Tryggingastofnun
hætti að borga fyrir fegrunaraðgerðir
árið 1991, en ég hef fundið fyrir vax-
andi áhuga að nýju. í brjóstastækkun-
araðgerðum eru settir sílikonpúðar
inn í brjóstin og þeir geta verið af
ýmsum stærðum. Efnið er ákjósanlegt
því líkaminn þolir það mjög vel — síli-
kon er talið vefjavingjarnlegasta efni
sem hugsast getur. Annars er líkam-
anum ekki vel við gerviefni. Farið var
fyrst að nota sílikon á sjöunda ára-
tugnum og reynslan hefur verið góð
fram til dagsins í dag. Púðarnir geta
vitanlega sprungið, en til þess þarf
mikil átök. Það er helst að pokinn rifni
ef viðkomandi lendir í umferðarslysi.
Það er nú ekki vitað hvort líkaminn
bíði tjón af ef púðinn rifnar, en ekkert
bendir til þess. Hættan er miklu frekar
sú að sílikon geti sigið úr rifnum poka
og færst til í líkamanum og þá er mikil-
vægt að fjarlæga það strax. Það hefur
einnig komið fyrir að konur hafa kom-
ið eftir 15 ár eða svo og beðið um
stærri púða vegna þess að slaknað
hefur á húðinni með árunum.“
Kosta slíkar aðgerðir miklar fjár-
hœðir?
„Því er ekki að neita að brjósta-
stækkunaraðgerðir eru dýrar — kosta
tugi þúsunda. Efniskostnaður við
verkið er mikill, því bara sílikonpúð-
arnir tveir kosta 40 þúsund. Annars
eru aðgerðir misdýrar og fer það eftir
umfangi og lengd aðgerðar. Taka má
sem dæmi aðgerð eins og fitusog, sem
getur verið misjafnlega umfangsmikil
eftir einstaklingum. Dýrustu aðgerð-
irnar, sem eru svo andlitslyftingar,
geta kostað á annað hundrað þúsund.
Slíkar aðgerðir eru ákaflega víðtækar
og taka oft tvær klukkustundir eða
meira.“
Fegrunar|ækningar
ódýrar á Islandi
Knútur segir að fegrunaraðgerðir
séu annars ekki dýrar á íslandi miðað
við hvað tíðkast í vestrænum löndum.
Þar séu breiðir hópar fjáðs fólks sem
hafi tök á að borga fyrir mjög dýrar að-
gerðir. „Ætli dýrustu aðgerðirnar í
Bandaríkjunum kosti ekki um hálfa
milljón. Þess má geta að vegna marg-
mennis geta lýtalæknar erlendis sér-
hæft sig á ákveðnum sviðum og skapað
sér óhemjureynslu í einni tegund að-
gerða. Vegna fámennis getum við ekki
sérhæft okkur á ákveðnu sviði. Engu að
síður eru íslenskir lýtalæknar ákaflega
færir og vel menntaðir."
Hafa ekki orðið miklar framfarir í
fegrunarlœkningum þann tíma sem
þú hefur starfað við þœr?
„Þrátt fyrir umtalsverðar framfarir í
læknavísindum á undanförnum áratug-
um hafa aðferðir og tækni við fegrunar-
aðgerðir lítið breyst. Framþróunin hef-
ur verið í brjóstaaðgerðum hvað snert-
ir gæði sílikonpúða. Hér áður fyrr hafn-
aði líkaminn efninu í um það bil 30% til-
vika. Slíkt heyrir nú til undantekninga
og fylgikvillar eru því litlir. Langflestir
sem fara í fegrunaraðgerðir verða ekki
fyrir neinum óhöppum eða óþægind-
um þegar til langs tíma er litið,“ sagði
Knútur að lokum.
Lét minnka á sér brjóstin fyrir ellefu árum
„Hef ekki treyst mér til að
vera með börn á briósti“
„Eftir mikla glímu við minnimáttar-
kennd á unglingsárunum leitaði ég fyr-
ir ellefu árum til Áma Bjömssonar
lýtalæknis, þá átján ára, og fór fram á
að hann minnkaði á mér brjóstin. Það
fékk ég í gegn, enda bar ég við stöðugri
vöðvabólgu og svo plagaði það mig
einfaldiega hvað brjóstin á mér voru
stór og síð miðað hvað ég er að öðru
leyti smágerð," segir tveggja barna
móðir, sem nú er að nálgast 30. aldurs-
árið.
Ákveðið var að tekin yrðu 200
grömm úr hvoru brjósti. „í dag hefði
ég ekki fengið í gegn að svo lítið yrði
tekið. Ég veit ekki hvort það er rétt
tala, en einhvers staðar heyrði ég að
þeir tækju ekki konur í brjóstaminnk-
un fyrir minna en kíló á brjóst.
Aðgerðin var þannig framkvæmd að
skorið var undir brjóstin og upp að
geirvörtunum og jrær teknar af og
færðar til. „Þó að mjólkurkirtlanir hafi
verið tengdir aftur hef ég til þessa ekki
treyst mér til að vera með barn á
brjósti. Mér var reyndar bannað það
og þegar ég átti barn fyrir átta árum
var ég bundin upp.“
Fyrir aðeins hálfum mánuði átti
þessa sama kona annað barn sitt.
„Nú fékk hins vegar mjólk að flæða í
brjóstin á mér, en þar sem ég upplifði
það hvað konan sem lá við hliðina á
mér á fæðingardeildinni þjáðist mikið
þegar mjólkin flæddi í brjóstin á henni,
auk þess sem ígerð hljóp í þau, treysti
ég mér ekki í þetta sinn. Þar að auki
eru ekki nema helmingslíkur á að það
lukkist eftir að maður er búinn að fara
í svona aðgerð."
Hún segist þó hafa lagt bæði börnin
sín á brjóst, bara svona til að fá tilfinn-
inguna, en sé hins vegar alveg sátt við
að hafa þau á pela, enda hafi það geng-
ið vel með það fyrra og allt bendi til að
það muni ganga jafnvel með nýfædda
barnið.
En ertu ekki með nein ör?
„Nei, það er varla hægt sjá þau nema
maður rýni vel. Það er helst að það sjá-
ist í þetta ör undir brjóstunum. Og vel
að merkja: Þrátt fyrir að geirvörturnar
hafi verið færðar til er ég enn með til-
finningu í þeim, þótt margir kunni að
halda annað.“
Sérðu eitthvað eftir að hafa farið
í þessa aðgerð?
„Alls ekki á sínum tíma, enda þurfti
ég á þessu að halda fyrir sálarheill
mína. I dag hefði hins vegar verið hleg-
ið að mér hefði ég mætt og beðið um
að það yrði tekið þetta lítið úr brjóst-
unum á mér. En ég myndi, held ég,
telja það óþarfa að fara í svona aðgerð
í dag.“
Sérðu eftir að hafa ekki getað
haft barn á brjósti?
„Nja, alls ekkert frekar. Ég er ekkert
svekkt eða leið yfir því, ef það er það
sem þú ert að fiska eftir.“
Þurftirðu að borga eitthvað fyrir
aðgerðina?
„Nei, maður borgar ekki fyrir
brjóstaminnkun, hins vegar þurfti ég
að vera nokkuð frá vinnu auk þess
sem ég mátti ekki lyfta neinu þungu
lengi. En ég man ekki til þess að það
hafi truflað líf mitt neitt að ráði.“ -GK