Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 11.04.1996, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 11.04.1996, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR11. APRÍL1996 |hlutverkaleikir Star Wars Heiti: Star Wars: Customizable Card Game (SW:CCG) Tegund: Safnkortaspil Útgáfuár: Spiliö er nýkomið út og hefur þegar náö töluverðum vin- sældum; reyndar verið með sölu- hæstu spilum á markaðnum und- anfarið. Útgefandi: Dacipher Inc. Fjöldi spila: Spilið er gefið út í 324 spila setti en selt í 60 spila byrjendapökkum og 15 spila aukapökkum. Fjöldi spilara: Spilarar geta ekki verið fleiri en tveir, en vel má bú- ast viö að á næstunni gefi útgef- andinn út reglur eða hugmyndir að reglum sem myndu gera fleiri en einum kleift að spila í einu. Spilatími: Hjá þeim sem þekkja til ætti hver leikur að taka á bil- inu 30-45 mínútur. Um leikinn sjálfan: Spilið er að miklu leyti byggt á Star Wars- myndunum og felur í sér bardaga milli „The Rebels" og „The Gal- actic Empire"; þaö er að segja nokkurs konar bardaga milli góðs og ills. Hver spilari reynir eftir fremsta megni að safna her sem hann notar síðan í baráttunni við andstæðinginn. í leiknum geta átt sér stað stórar orrustur, ýmist um plánetur eða hluta pláneta, þar sem það getur hjálpað manni töluvert í baráttunni að stjórna til- teknum plánetum. Takmarkið er að reyna að koma spilum and- stæðingsins í svokallað „lost pile" og þegar fjöldi spila sem andstæðingurinn hefur til umráða fer niöur fyrir ákveðið mark hefur þú unniö sigur og öfugt. Spil sem tilheyra hvorri hlið um sig eru ekki þau sömu, en þeim er blandað saman í pökkunum og svo virðist sem útgefendurnir leggi til að fólk geri sér stokk sem tilheyrir báö- um hliðum. Frumleiki: SW:CCG er byggt á sjálfum myndunum og vísa ýmis spil beint í þær. Kerfið við að leggja niður spil líkist kerfinu í „Magic: The Gathering", en ann- ars er þetta nokkuö nýstárleg og sniðug hugmynd. Kostir: Þeir sem höfðu gaman af kvikmyndunum ættu að geta skemmt sér yfir spilinu. Spilin sjálf eru vel hönnuö og flott og innihalda auk þess ýmsar frægar persónur úr myndunum. Má þar nefna Luke, Leiu, Darth Wader, Han Solo og fleiri. Spilið er nokk- uð skemmtilegt og alls ekki of flókið, sem gerir það að verkum aö menn eru fljótir aö komast upp á lagiö. Gallar: Það er óþægilegt að ef þú og andstæöingurinn eruð að spila frá sömu hlið getiö þið ekki spil- aö hvor á móti öörum. Ennfremur er óhentugt að ekki skuli fleiri en tveir geta spilaö í einu. Þegar maöur er orðinn undir fer maður fljótt aö missa spil og þess vegna er hægar sagt en gert að snúa vörn í sókn. Einnig er það galli að mörg spil tengjast og byggjast í raun hvert á ööru. Maöur gæti lent í að eiga fullt af spilum sem ekki er hægt aö nota þar sem spilin sem virka meö þeim vant- ar. Útsölustaöir: Hingað til hefur SW:CCG aöeins fengist í verslun- inni Míþríl, Bankastræti 4, en þó skilst mér að fljótlega muni það einnig fást í versluninni Fáfni, Hverfisgötu 103. Heildareinkunn: *** Eins og áö- ur sagði er spilið tilvalið fyrir fólk sem hafði gaman af Star Wars- myndunum. Þó er nokkuð um galla sem valda erfiðleikum við spilamennskuna, en búast má við að útgefandinn reyni að rétta úr þeim til að bæta spilið. -Indriöi Stefánsson Vorum famir að elska þær allar“ Fyrirtækið Kjól & Anderson hefur staðið í ströngu und- anfarið. í haust sýndu þeir stutt- mynd sína Nautn og frá áramótum hafa þeir verið uppteknir af GusGus-ævintýr- inu, þar sem fyrir- tækið sér alfarið um myndbanda- og samningagerð fyrir hljómsveitina. Þeim til halds og trausts í vafstri þessu hefur verið hinn fram- kvæmdaglaði Baldur Stefánsson, sem einna kunnastur er fyrir ævintýralegar aðgerðir sínar sem framkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna og kratarótari fyrr á öld- inni. Nú hafa í öllu falli náðst útgáfu- samningar við breskt fyrirtæki og sjónvarps- áhorfendur geta vænst þess að sjá myndbönd GusGus á er- lendum sjónvarpsstöðvum á borð við MTV. Forsprakkar Kjól og Anderson eru þeir Stefán Ámi Þorgeirsson og Sigurður Kjartansson, en þeir stofnuðu fyrirtækið fyrir fjórum árum. HP hitti þá að máli. Fyrir það fyrsta: Hvað er- uð þið sem sagt að bralla þessa dagana? „Við erum fyrst og fremst kvikmyndagerðarmenn. Und- anfarna mánuði höfum við ver- ið uppteknir af GusGus-dæm- inu, en nú eru samningar við erlenda aðila nánast í höfn,“ segir Sigurður. „Fyrir skömmu vorum við svo að klára að taka upp heimildamynd um fegurð- arsamkeppnina Ungfrú Vestur- land 1996, sem fer á mynd- bandamarkað í Bandaríkjunum og víðar. Á ensku heitir myndin Miss West Coast. Hún verður einnig seld gegnum erlend myndbandatímarit,“ segir Stef- án — og Sigurður bætir við: „Það hefur lengi verið draumur hjá okkur að búa til mynd um fegurðarsamkeppni og þá sér- staklega á Vesturlandi, því það Fegurð í bíl: Strákarnir mynduðu stelpurnar í bak og fyrir og sumt heppnaðist - af var þó eitthvað skemmtilegt að gerast. er fallegasti staðurinn á land- inu. Það má því segja að við höfum aðeins verið að uppfylla eigin drauma.“ „Vorum farnir að elska þær allar“ „Keppnin var haldin í félags- heimilinu Klifi á Ólafsvík, sem staðarmenn halda fram að sé stærsta og flottasta félags- heimili á landinu. Og það var merkilegt að sjá hvernig allir í bænum lögðust á eitt við að gera ajlt sem glæsilegast úr garði. Á svona stöðum gera all- ir allt. Til dæmis var sviðslýs- ingin í höndum tveggja sjó- manna sem reru til fiskjar á morgnana og gáfu stelpunum góð ráð á kvöldin. Sigurður á gistiheimilinu Höfða var í því að skera niður appelsínur og dekka borð og hljóp hreinlega í öll störf sem sinna þurfti fyrir keppnina. Hann spilaði svo á bassa með hljómsveitinni Klakabandinu eftir að keppn- inni lauk. Þegar við komum síðan aftur á gistihúsið eftir djamm kvöldsins tók hann á móti okkur og bauð í sam- kvæmi uppi, þannig að þetta eru orginal menn sem hafa Fegurð í hópmynd: Stelpurnar sem kepptu um titilinn Ungfrú Vesturland 1996 og heilluðu Stefán og Sigurð — Kjól & Anderson — upp úr skónum. - annað ekki. Allt- fönguð á þennan hátt áður. Þegar við vorum búnir að taka yfir tólf tíma af efni þá vorum við í raun farnir að elska þær allar. Mynd- in er um einn og hálfur tími að lengd, enda er ekki hægt að sinna svona frábærum stúlkum á skemmri tíma,“ segir Stefán. Samhentur hópur á föstu Hinkrum aðeins hér — komust þið kannski allir á séns? „Nei, sem betur fer (!) voru þær allar á föstu. Við kynntumst hins vegar kærustum þeirra — sem eru ekki síður heillandi og fal- legir einstaklingar. Það sem var einna skemmtilegast við þetta var hversu sam- heldinn hópurinn var. um, það er að segja ef myndin er góð. Til dæmis erum við ný- búnir að selja stuttmyndina Nautn í sjónvarp og GusGus er á leið um allan heim,“ segja þeir félagar. Hvað er framundan hjá ykkur? „í haust erum við að fara að gera spennandi stuttmynd um íslenska krakka sem millilenda á Heathrow-flugvelli í London á leiðinni heim frá sólar- strönd. Þar lenda krakkarnir í ýmsum ævintýrum. Síðan er- um við með í smíðum kvik- mynd í fullri lengd sem gengur nú undir nafninu Rautt hár. Ef að líkum lætur verður hún Gus-uð, eins og þar stendur. Söguþráður hennar er aftur á móti svo viðkvæmur að við getum ekki sagt frá efnistök- um. Á næstu vikum munum við gera tónlistarmyndband við tónverk Ragnhildar Gísla- dóttur um búksláttarævintýr- ið fræga í London. Einnig erum við að gera heimildaþátt um Sigurður Kjartansson: „Nei, sem betur fer (!) voru þær allar á föstu. Við kynntumst hins vegar kærustum þeirra — sem eru ekki síður heillandi og fallegir ein- staklingar." Stefán Ámi Þorgeirsson: „Við emm fýrst og fremst kvikmyndagerðarmenn. Undanfarna mánuði höfum við verið uppteknir af GusGus-dæminu, en nú era samn- ingar við erlenda aðila nánast í höfn.“ vilja og áhuga á að gera sem best,“ segir Sigurður. En hvað er svona merki- legt við heimildamynd um Ungfrá Vesturland 1996? „Náttúrlega einkum það, að við vorum að þvælast með stelpunum stóran hluta af und- irbúningstímanum og náðum þannig að kynnast þeim ræki- lega. Þetta sérstaka samband kemur til með að skila sér vel í myndinni. íslensk fegurðar- samkeppni hefur ekki verið Þótt keppnisharkan hafi blundað einhvers staðar undir niðri, þá stóðu þær allar sam- an í þessu og það leit ekki út fyrir að þær væru að keppa. En þrátt fyrir samheldnina voru þær mjög ólíkar,“ segir Stefán. Hvernig er með fjármögn- un á svona mynd? „Við borgum þetta bara sjálfir, enda er þetta ódýr mynd. Og á nokkrum árum borgar þetta sig — á endan- töivuleikinn Forever interacti- ve sem unnið er með OZ. Síð- an hefjum við öfluga kjóla- framleiðslu í sumar og hleyp- um þá einnig af stokkunum sykursætri strákahljómsveit. Næstu fimm árin verðum við svo vonandi í stanslausu stuði með Gus-inu,“ segir Sigurður að lokum og blaðamaður horf- ir á eftir þessum grönnu og næstum tveggja metra (!) háu mönnum rölta töffaralegir út í sunnanrokið. | Tökum er nýlokið á nýrri mynd KrfSl fýrirtækisins Kjól & Anderson, en hún fjallar Ttarlega um fegurðar- samkeppnina Ungfrú Vesturland 1996. Eiríkur Bergmann Einarsson ræddi við Stefán Árna Þorgeirsson og Sigurð Kjartansson, forsprakka fýrirtækisins, og komst að því að viðamiklir dreifingar- og útgáfusamningar við erlend fýrirtæki eru í höfn. Tíu ár eru liðin frá því hin geysivinsæla gleðipoppsveit Greifarnir kom fyrst fram á sjónarsviðið. Meðlimir sveitarinnnar hafa sundrast um víöa veröld en eru nú aftur sameinaðir í sinni upprunalagu Mús- íktilraunamynd, eftir fimm ára dvala. Til að fagna þessum merku tímamótum ætlar hljómsveitin að þeysa um landiö og halda upp á afmælið með glæsibrag. Á morgun, föstudag, skemmtir hljómsveitin sér og öðrum í Sjallanum á Akureyri og á laugar- dag verða þeir félagar komnir á Selfoss, þar sem þeir ætia að sleppa dýrinu lausu í veitingahúsinu Gjánni. >* Ikvöld verða haldnir tónleikar í Rósen- bergkjallaranum. Hljómsveitirnar sem þar munu tryjja lýöinn eru: Exem, Ósk og víð- förli trúbadorinn góð- kunni GG Gunn, sem numiö hefur bæöi á Indlandi og í Kali- forníu. Tónlistarkonan Ósk er húsmóðir f Breiö- holtinu og mun hún leika og syngja eigin tónsmíð- ar auk laga eftir GG Gunn. Hljómsveitina Ex- em skipa þau Einar Melax, Þorri Jóhanns- son, Þórdís Claessen, Kristrún Gunnarsdótt- ir og Tryggvi Thyer. Þetta veröa síðustu er lagið. Seinna um kvöldiö heldur svo tónleikar Exem á íslandi í nánustu fram- hljómsveitin Saga Klass uppi fjörinu. tíö. Hljómsveitin Sixties tekur aö sér að halda uppi fjörinu á Kaffi Reykjavík alla helgina. Þess má geta að hljómsveitin hefur ekki spilaö í Reykjavík síðan fyrir ára- mót. Sveitin er nú að leggja síðustu hönd á nýja hljómplötu sem kemur út í sumar, en þeir félagar munu fylgja henni stíft eftir meö tónleika- og dansleikjahaldi um allt land á sumri komanda. ISúlnasal Hótels Sögu á laugardaginn standa hinar óborganlegu Borgardœtur fyrir taumlausri gleði, eins og þeim einum Aggi Slœ og Tamla- sveitin leika fyrir dansi á laugardagskvöldið í Borg- arkjallaranum. Krafist er snyrtilegs klæðnaðar. Finnska leikhúsið Theater Kennedy frá Helsinki heimsækir Reykjavík um þess- ar mundir með sýningu sína Tveirmenn í einu tjaldi, sem fjallar um kynslóö sem hefur úr miklum frítíma aö spila og nógum peningum en litlu öðru. Sýningar verða í Möguleikhúsinu við Hlemm föstudag og laugardag klukkan 20:00.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.