Helgarpósturinn - 11.04.1996, Síða 28
28
F1MMTUDAGUR ±L APRÍL1996
Illa hirtir karlmcnn. Á meöan
kvenleg fegurö blómstrar á vorin
koma oft illa hirtir karlmenn undan
snjónum á þessum árstíma. Maöur
veit þaö svona innst inni að slíkt á
maður ekkert aö vera að setja fyrir
sig. Þaö eru .gáfurnar" — ef þær
eru á annaö borö til staöar — sem
skipta máli. En þaö er einhvern veg-
inn ekkert sérlega „gáfulegt” aö
vera illa hirtur, ilmandi af svitalykt
og sérlega illa klæddur. Það hefur
einhvem veginn yfirleitt veriö svo aö
gáfumennin sem njóta sín á vet-
urna njóta sín ekki á sumrin. Á hinn
bóginn blómstra hinir (þó alls ekki
allir) allan ársins hring.
með
Þiónninn
Fegurð. Þaö er allt bókstaflega
flóandi í fegurðarsamkeppnum á
skerinu um þessar mundir; Elite,
unglingamódelkeppnum og ungfrú
landsfjóröungum, sem endar á því ,
aö um þaö bil þegar bjartasti mán-
uöur ársins rennur upp verður feg-
ursta stúlka landsins kjörin. Þaö fer
enda saman að meö hækkandi sól
veröa helgustu líkamspartar kvenna
meira áberandi en ella og því eru
væntanlega mánuðurnlr framundan
þeir bestu til aö velja úr hvaö er
fegurra en annaö. En þaö er ekki
bara kvenleg fegurö sem sker sig
úr á vorin, heldur veröa einnig hvað
úr hverju valdir best ræktuöu hund-
arnir í þar til geröum hundafegurö-
arsamkeppnum, fegurstu kisumar
(þær sætustu meö fegursta feld-
inn) og gott ef ekki veröa brátt valin
fegurstu svfn landsins.
kalt
Guðríður Haraldsdóttir,
sem margir þekkja sjálfsagt
betur sem Kaffi-Gurrí sem flyt-
ur boðskap sinn á Aðalstöðinni
um og eftir hádegisbilið á laug-
ardögum, er að margra mati
mesti útvarpssjarmör sem um
getur, enda sérlega lagin við að
„daðra“ við viðmælendur sína.
Afhverju Kaffi-Gurrí?
„Það kemur til af því að ég er
í hugsjónabaráttu gegn vondu
kaffi, ekki bara í þáttunum mín-
um heldur alls staðar þar sem
ég get komið að betra kaffi.“
Þú ert líka að mér skilst
hugsjónakattarkona...
„Já, það er rétt, ég á ekki
bara hana Fjólu mína, sem er
með mér á myndinni, heldur
líka þau Kela og Támínu, —
þrjá mjög mikla karaktera.
Munurinn til dæmis á Fjólu og
Támínu er sá að þegar einhver
kemur í heimsókn hverfur sú
síðarnefnda undir rúm á með-
an Fjóla, sem á afmæli sama
dag og Hitler, er alltaf góð við
alla nema börn. Fjóla er einnig
frekust og heldur stundum að
hún sé húsbóndinn á heimilinu
og er þannig í eilífri valdabar-
áttu við fimmtán ára
son minn,“ segir hún og bætir
við: „Fyrir mér er það
þrennt sem gefur lífinu gildi;
kettir, karlmenn og kaffi,
og stundum reyndar það fjórða
— einkum á jólum og páskum
— sem er Nóa-konfekt.“
Enn sem komið er segist
Gurrí þó aðeins hafa tíma til að
einbeita sér að kaffi og köttum.
„Hitt, það er að segja karl-
menn, koma þegar ég verð
eldri.“
Svona að lokum Gurrí,
hvort heldurðu með Oasis
eða Blur?
„Ég held jafnt með báðum,
annars eru uppáhaldsböndin
mín — eftir að ég fékk bleika
fiðringinn og byrjaði að horfa á
MTV — hljómsveitirnar Radio-
head og Greenday. Það er bara
verst að sonur minn skammast
sín svo fyrir að roskin móðir
hans sé að fylgjast með slíkum
„unglingahljómsveitum“,“ segir
Gurrí, sem spilar þó alla jafna í
útvarpsþáttunum gömlu góðu
lögin með aðstoð sonar síns,
en hann sér um tæknihlið þátt-
anna líkt og hann sé að stjórna
flugmóðurskipi. -gk
Bmatur
AGrillinu á Hótel Sögu hefur
Rafn Þorsteinsson starfað
sem kokkur frá þvi hann kom heim
frá Danmörku fyrir ári. Hann segir
Grilliö fyrsta flokks veitingastaö. Út-
sýniö yfir bæinn sé einstakt og geri
andrúmsloftiö sérstakt, en jafn-
framt afslappað og rólegt. Mest er
aö gera um helgar á vetrum en
„umferöin" jafnari yfir sumariö,
þegar útlendingar eru stór hluti
gesta.
En hvaö býöur Grilllö gestum
sínum upp á?
„Viö erum meö sérréttamatseöil,
a tu curte, þar sem viö bjóöum upp
á fjóra forrétti, þrjá fiskrétti, fjóra
kjötrétti auk fuglakjöts. 1 forrétt
bjóöum viö til dæmis upp á
lax- og lúöusvelflu meö kóríander-
sósu og reyktan lax meö
vinaigrette-dressingu. Af fiskréttum
er helst aö nefna skelfisk-fricasse,
sem er úrval af því besta sem viö
höfum hverju sinni, oggratín, sem
viö höfum veriö meö í þrjátiu ár viö
fádæma vinsældir. Af kjöti má
nefna villiþrist sem samanstendur
af svartfugli, villigæs og rjúpu. Þaö
vlnsælasta hjá okkur er sennilega
lambiö og nautiö, en útlendingar
eru spenntastir fyrir fisklnum eða
lambinu."
Aö lokum má nefna aö kostnaö-
ur fyrir par sem vill gera vel viö sig
og fær sér þriggja rétta máltíö meö
víni er tíu til tuttugu þúsund krónur.
Stjáni blái og spínatið
æja, þá er enn og aftur
runninn upp sá árstími
þegar menn nota tækifærið og
auglýsa grimmt að nauðsyn-
legt sé að hrista af sér spikið
eftir stórsteikur og súkkulaði
nýafstaðinnar páskahátíðar.
Ekki nóg með það, heldur er til
þess að bæta gráu ofan á svart
einnig hamrað á því að fatnað-
urinn verði æ minni í sniðum
og þynnist óðum með hækk-
andi sól, því sé nauðsynlegt að
byrja ekki seinna en í gær að
brenna burt allar spikörður.
Gott og vel. Hreyfing er holl,
maður er það sem maður etur
og allt það. En ég er þeirrar
skoðunar að sé maður á annað
borð áhugamanneskja um lífs-
ins lystisemdir geti verið stór-
hættulegt að hella sér út í
meinlætalifnað. Meinlætalifn-
aður nautnabelgja gerir nefni-
lega fátt annað en að magna
upp fantasíur um eitthvað fit-
andi. Þar að auki er ég alfarið á
móti þeim ríkjandi hugsunar-
hætti að allir eigi að vera eins í
vextinum, svo ekki sé meira
sagt.
Það þarf nú samt ekki að fjöl-
yrða um að það er hvorki hollt
né gott að vera spikfeitur og
það er heldur hvorki hollt né
gott að éta vöfflur með rjóma í
öll mál. Manni líður þar að auki
ekkert sérlega vel af slíkum
mat. Geti maður auðveldlega
kokkað máltíð sem er í senn
gómsæt og kallar fram vellíðan
er í mínum huga tindinum náð.
Og ekki er verra sé máltíðin
holl. Til langs tíma litið skilar
slík máltíð sér nefnilega í auk-
inni orku.
Væntanlega munið þið flest
eftir sögunni af honum Stjána
bláa og spínatinu sem hann
gleypti. Eftir að hafa innbyrt
dágóðan slatta af spínati gat
hann bókstaflega lagt heiminn
að fótum sér. Vissulega er
þetta ýkt og skemmtileg teikni-
myndasaga, engu að síður er
broddur í henni. Þó að maður
ráði kannski ekki við Mike Ty-
son eftir eina dós af spínati er
spínat eitthvert hollasta græn-
meti sem um getur. Eftir því
sem ég kemst næst er það ekki
einasta uppfullt af járni (gott
fyrir blóðið) heldur mjög stein-
efnaríkt og nokkuð kalkríkt að
auki. Maður þarf semsé ekki
eingöngu að þamba mjólk og
eta mjólkurafurðir til að fá
kalkið sitt. Það er líka til þarna
í jurtaríkinu.
Með tilliti til þess að maður
er alltaf að leita sér jafnvægis
er ágætt eftir nýafstaðið kjötát
að fara á smágrænmetisflipp.
Þá erum við ekki að tala um
tvær soðnar gulrætur, hvít-
kálshaus og rófur heldur góm-
sæta grænmetisrétti sem slá
jafnvel bestu kjötréttum við.
Það myndi ég til dæmis segja
að eftirfarndi indverskir græn-
metisréttir gerðu; eggaldin
með tómötum og kartöflur og
spínat. Þeir eru óralangt frá
því að vera geldir, bragðlausir
grænmetisréttir.
Eggaldin með tómötum
6 msk. jurtaolta
4 hvíttauksrif
1 stór taukur, skorinn f þunnar
sneiðar
2 ferskir grœnir piparóvextir,
skornir í þunnar sneiðar
1 tsk. steytt kúmín
túrmerík af hnifsoddi
1/2 tsk. rauður pipar
400 s tómatar í dós, safinn með
salt
2 msk. ferskur saxaður kórtander
• Hitið jurtaolíuna í stórum
potti yfir meðalhita. Setjið
hvítlauk og lauk út í og steikið
uns laukurinn er mitt á milli
þess að vera glær og gullin-
brúnn. Setjið þá græna pipar-
inn út í og steikið í mínútu í
viðbót. Þá er komið að eggald-
ininu, látið það malla með í
fimm mínútur og hrærið öðru
hverju. Setjið þá út í kúmín,
túrmerík, rauðan pipar og tóm-
ata ásamt salti eftir smekk.
Setjið þá lok á pottinn og látið
maíla í 15 mínútur. Óhætt er
að bæta við kryddi eftir á ef
þurfa þykir. Berið réttinn fram
í skál og stráið yfir ferskum
kóríander.
Kartöflur og spínat
900 g spínat
5 msk. jurtaolta
2. tsk svört sinnepsfrœ
1 stór taukur, skorinn í þunnar
sneiðar
2 hvíttauksrif, smdtt söxuð
500 g kartöflur, skomar í teninga
rauður pipar d hnffsoddi
1/2 tsk. kórtander
2 msk. vatn
• Skolið spínatið vandlega
og setjið í stóran pott, aðeins
með vatninu sem loðir við
blöðin. Sjóðið hægt við meðal-
hita þar til spínatið er orðið
mjúkt. Takið af hitanum og
setjið í sigti til að renni af því.
Kreistið af því eins mikið af
vökvanum og hægt er (ef illa
gengur að komast yfir ferskt
spínat má vel kaupa það í dós.
Þar er það þegar soðið og þá
þarf að sigta það). Saxið gróft.
Hitið olíuna í þykkbotna potti
yfir meðalhita. Þegar olían er
orðin heit setjið þá út í sinn-
epsfræin. Bætið við lauk og
hvítlauk þegar sinnepsfræin
byrja að hoppa (látið ekki á
ykkur fá þótt nokkur reykur
stígi upp og valdi hósta þegar
sinnepsfræin eru að steikjast.
Þetta er bráðhollur reykur sem
hreinsar vitin). Steikið og
hrærið í tvær mínútur. Bætið
við kartöflum, belgpipardufti
og kóríander. Steikið og hrær-
ið í tvær mínútur til viðbótar.
Bætið spínati, salti ef með þarf
og vatni og látið suðuna koma
upp. Setjið þétt lok á pottinn
og hafið hitann mjög lágan og
látið sjóða í 35 mínútur, eða
þar til kartöflurnar eru orðnar
mjúkar. Hrærið endrum og
sinnum og athugið að allt vatn-
ið gufi ekki upp úr pottinum.
Setjið á heitt fat og berið fram.
• Þar sem þetta eru fremur
mildir réttir á indverskan
mælikvarða er óþarft að hafa
með þessu kælingu. Á
hinn bóginn má vel bera fram
eitthvert gott „relís“ eins og
pipar- eða engifermauk. Slíkt
mauk fæst venjulega tilbúið
í þeim sælkeraverslunum
sem á annað borð bjóða upp á
efni til indverskrar matar-
gerðar.
Skál!
- Guðnín Krístjánsdóttir
Rafn á Grillinu
menn...
Bindindisfólk hefur löngum kvartaö
sáran yfir aö vera lagt í einelti á
skemmtistöðum; því finnst stundum
eins og lög mæli hreinlega fyrir um aö
enginn megi vera edrú á vínveitingahús-
um. Aðrir hafa fundið ráö gegn þessu ei-
lífa einelti með því aö hafa ávallt vatns-
glas með klaka viö höndina og látast
vera fullir. Það er samt ekki fullkomin
lausn, því tjaldið getur auðveldlega fall-
ið biðji einhver ókurteis um sopa. Með
óáfengum bitter, sem bragöast næst-
um eins og áfengt Campari, má hins
vegar koma í veg fyrir að þaö gerist,
það er að segja taki vínveitingahúsin
upp á að styðja viö bakiö á bindindis-
mönnum. „Vín" þetta, sem ber nafnið
„Monin bitter", er nýkomið á markað
hérlendis og svo skemmtilega vill til
að það má nú nálgast í verslunum
Hagkaups. Að auki — þar sem all-
sendis óvíst er hvort Camþari verð-
ur á næstunni hægt að fá í verslun-
um ÁTVR — er gott til þess að vita
að eitthvað áþekkt megi nálgast í
hverfinu. Það er nefnilega svo að
styrki maður Monin bitter með
hreinum vínanda er maður
næstum því kominn með
ekta „Campari".
... gumarfríinu
maöur getur hreinlega ekki beö-
ið þegar maöur er kominn á sporið
eftir dymbilvikuna.
... að allt verðl lokað um
næstu páska
maöur er alveg búinn aö vera
eftlr þessa.
... konum með kjaft
þaö þýöir ekkert að hafa eitt-
hvaö sem heitir jafnrétti og leyfa
svo ekki konum aö haga sér eins
og þær hefur alltaf langaö til.
... enduraýjun nærfataflotans
þaö er bara eitt af skylduvor-
verkunum.
Campari fyrir
bindindis-