Helgarpósturinn - 16.01.1997, Side 4

Helgarpósturinn - 16.01.1997, Side 4
4 F1MMTUDAGUR16. JANÚAR1997 • Ungliðar vinstri stjórn- málaflokkanna og aðrir áhugamenn um sameig- inlegan vinstri flokk munu hittast á laugar- daginn til að stofna nýtt félag jafnaðarmanna, Grósku. Hvernig líst ykk- ur á, Margrét og Sig- hvatur? m ■ p* % I m „Mér líst mjög vel á þetta sam- starf ungliða- hreyfinganna," segir Margrét Frí- mannsdóttir, for- maður Alþýðu- bandalags. „Ég hef verið talsmaður þess að við skiptum þessari samfylk- ingarumræðu svolítið niður, vegna þess að það er auðvitað ákveðið bil á milli þeirra sem eru núna að ryðja sér braut í stjórnmálum og hefja sitt starf og svo þeirra sem hafa starfað áratugum saman. Ég hef ailtaf verið fylgjandi því að unglið- arnir hæfu samstarf sitt á þeim nótum sem þeir hafa verið að vinna. Þess vegna var ég mjög ánægð með að Verðandi, félag ungs Alþýðubandalagsfólks, gekk inn í þetta samstarf. Ég held að þetta sé einn liður í þeirri þróun sem vonandi er að eiga sér stað um aukna samvinnu vinstrimanna í land- inu, en ég vildi gjarnan sjá öfl- ugan sameiginlegan flokk vinstrimanna í framtíðinni í stað þess að skipta kröftum okkar svona upp. Það sem skiptir mestu máli núna í þess- ari þróun er að vinstri flokk- arnir nái saman um málefni. Þessi sameiningarumræða er orðin óskaplega gömul, en það sem hefur hamlað henni mikið er að vinstri fiokkarnir hafa ekki verið saman í ríkisstjórn lengi og ekki heldur saman í stjórnarandstöðu. Eins og allir vita hafa Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur verið und- anfarið til skiptis með Sjálf- stæðisflokknum í ríkisstjórn. Á meðan svoleiðis er liggur öll umræða um samfylkingu vinstrimanna niðri. Við höfum ef tii vill tækifæri núna og ef menn meina það af einlægni er aldrei að vita nema okkur tak- ist, á þessu og næsta kjörtíma- bili, að stíga stærri skref en áð- ur hafa verið stigin." r„Mér finnst 'M stofnun Grósku Í hið besta mál,“ W segir Sighvatur ,, ? * Björgvinsson, formaður Alþýðu- ^ .jfi&' jfa flokks. „Mér finnst mjög gott að unga fólkið skuli beita sér fyrir því að stofna umræðu- grundvöll sem verður til þess að ýta enn frekar á eftir því að samstarf milli vinstri flokkanna geti átt sér stað. Samstarf verður ekki nema allir aldurs- flokkar komi að því og þetta er ágætt frumkvæði hjá unga fólk- inu og hjálpar okkur í þeirri vinnu sem er verið að inna af hendi núna. Það er verið að undirbúa ýmislegt af hálfu flokkanna og hópa á vinstri vængnum. Eg hef trú á að í framtíðinni verði hér sterkur sameinaður vinstri flokkur. Hvenær það verður veit ég ekki, en það er stefnt að því að auka samvinnu og það er fyrsta skrefið. Það er að mínu viti ekki rétt leið að loka sam- starfsviðræður innan stofnana og í viðræðunefndum eins og áður hefur verið gert. I>að hef- ur ekki skilað árangri. Nú er verið að reyna þetta með allt öðrum formerkjum, það er að segja fá fjöldaþátttöku í um- ræðum um samstarf. Það má heldur ekki ætla sér um of. Það er stefnt að samstarfi og ef það gengur vel, eins og ég vona, gæti næsta skrefið verið að mynda ein sameiginleg sam- tök. En ég heid að menn ættu ekki að fara allt of geyst og verða síðan fyrir vonbrigðum. Best er að taka þetta með eðli- legum skrefum. Það hefur ver- ið gert fram að þessu.“ Groska, samtök jafnaöarmanna, stofnuö „Ef einhver einn þattur á eftir að leiða til þess að vinstrikanturinn fer sameinaður fram í næstu kosningum þá er það Gróska,“ segir Björgvin G. Sigurðsson. Stærsta skraf „En vissulega gæti su staða komið upp að Framsókn yrði í oddaaðstöðu og það er sorgleg staðreynd, því hann er trúlega einn afturhaldssam- asti flokkur allrar Evrópu. í vinstra samstarfi er Framsókn í sjálfu sér ekki eins hættulegur flokkur fyrir þjóðina og í hægra samstarfi. Þá beygir hann sig undir markmið jafn- aðar- ogvinstrimanna.11 í íslenskum stjómmálum í hálfa öld Stofnfundur Grósku, samtaka jafnaðarmanna, verður hald- inn á laugardaginn í Loftkastalan- um, en að þessum samtökum standa ungliðahreyfíngar vinstri- flokkanna. Tilgangur samtakanna er að sögn Björgvins G. Sigurðs- sonar, sem er í stjóm Verðandi, félags ungs Alþýðubandalags- fólks, að knýja á um sameiningu vinstriflokkanna. Segir hann að með stofnun þessara samtaka sé stigið stærsta skref í íslenskum stjórnmálum í hálfa öld. „Það hefur verið verið mikil vinna í gangi síðan í nóvember, þegar fólk úr samtökum ungra jafnaðarmanna og Verðandi, félags ungs Alþýðubanda- lagsfólks, auk fjölda ungs fólks utan flokka, ákvað að hittast í Bifröst í Borg- arfirði í því skyni að ræða hugsanlega sameiningu,“ segir Björgvin. „Þar fund- um við út að það var lítið sem sundraði og margt sem sameinaði. Þá var ákveð- ið að ráðast í stofnun þessara samtaka. Dagurinn 18. janúar var ákveðinn sem stofndagur. Við höfum síðan verið á fullu við undirbúning, leigðum meðal annars húsnæði á Laugaveginum og er- um með greinaherferð í blöðunum." Að sögn Björgvins er grunnhugmynd- in að baki stofnunar Grósku sú að mynda samstarfsvettvang ungs félags- hyggjufólks til að knýja á um sameigin- legt framboð vinstriflokkanna, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags, Þjóðvaka og Kvennalistans, fyrir næstu alþingis- kosningar. „Við viljum boða vettvang fyrir ferska umræðu um pólitík og í raun og veru sýna fram á að þetta sé hægt,“ segir hann. „Það er svo margt sem sameinar og fátt sem sundrar. Það er hægt að komast að samkomulagi um stórmál eins og Evrópusambandið og Nató, málefni sem menn segja að sundri jafnaðarmönnum. Við viljum sýna fram á að svo sé alls ekki. Til dæmis hvað viðvíkur Evrópusamband- inu þá viljum við að fram fari þróttmikil umræða um sambandið I þjóðfélaginu og það yrði vel kynnt. Síðan ætti endan- leg ákvörðun að vera tekin í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þetta eru allir sammála um; bæði þeir úr Alþýðuflokknum sem eru hvað hlynntastir því að ganga í Evr- ópusambandið og eins þeir úr Alþýðu- bandalaginu sem eru hvað mest á móti. Það er einhugur um þessa leið. Með Na- tó eru menn sammála um að vera ósammáia. í svona breiðfylkingu er pláss fyrir skoðanaágreining. Það sem sameinar aftur á móti eru miklu sterk- ari og veigameiri mál eins og til dæmis kjarabarátta, bætt menntun og í raun yfirlýsing um að framtíðin er ekki kjöt og fiskur heldur þekking. Að því ber að stuðla á allan hátt og uppræta það hróplega misrétti sem felst í einokun og fákeppni sem magnast hér ár frá ári. Við viljum ganga milli bols og höfuðs á Sægreifamafíunni svo og hagsmuna- blokkum eins og Eimskipsveldinu og þeim hring sem oft er kallaður Kol- krabbinn. Eins þessu fjömiðlaveldi sem hefur myndast hér á landi, Moggaveld- inu og Frjálsri fjölmiðlun. Það er eitt af markmiðum okkar að vinna að samein- ingu litlu vinstriblaðanna; Vikublaðs, Al- þýðublaðs og Þjóðvakablaðs, og þannig mynda eitt sterkt vinstramálgagn. Stofnun Grósku er í raun kall og krafa grasrótar flokkanna um að gert verði I það minnsta kosningabandalag meðal vinstriflokkanna með einum lista fyrir næstu kosningar. Á tveimur til þremur kjörtímabilum myndi það svo leiða til samruna flokkanna. Þetta eru okkar sjónarmið í hnotskurn.“ Smákóngar sundra vinstrimönnum Afhverju takið þið frumkvœðið? „Það er trúlega af því að við erum það ung ennþá og ekki enn komin inn í smákóngabaráttuna. Smákóngaveldið á vinstrikantinum hefur í rauninni haldið honum sundruðum. Við verðum sjálf- sagt, einhver okkar, orðin smákóngar eftir tíu ár eða svo en við erum það ekki ennþá. Þess vegna er kanski eðiilegt að við tökum frumkvæðið. Við höfum litlu að tapa en allt að vinna. Þetta er hug- sjónafólk sem stendur að stofnun þess- ara samtaka og vill sjá betra og réttlát- ara þjóðfélag. Tími smákónganna er einfaldlega liðinn. Þetta kerfi er gengið sér til húðar. Vinstrimönnum hefur ekki tekist að hamla gegn mafíu hægriafl- anna, á öllum sviðum þjóðlífsins, af því að þeir eru sundraðir. Það er aðal jafn- aðar- og vinstrimanna að þeir eru ekki bundnir eins sterkt á klafa einhverra sérhagsmuna." Hefurðu trú á að þetta frumkvœði ykkar eigi eftir að ná inn í flokkana? „Já, það er vilji innan flokkanna til að fara út í sameiningu eða samflot,“ segir Björgvin. „Hvort það er meirihluti eða minnihluti er erfitt að segja, en það er vilji fyrir því og Gróska á eftir að vera það öflug krafa um samflot að enginn stjórnmálamaður með sjálfsvirðingu getur sniðgengið hana. Ef einhver einn þáttur á eftir að Ieiða til þess að vinstri- kanturinn fer sameinaður fram í næstu kosningum er það Gróska og ég tel að stofnun Grósku 18. janúar sé trúlega eitt stærsta skref sem hefur verið stigið í íslenskum stjórnmálum í hálfa öld.“ Kemst Framsóknarflokkurinn ekki í oddaaðstöðu ef vinstrikanturinn sameinast? „Það lítur út fyrir núna samkvæmt skoðanakönnunum að Sjálfstæðisflokk- urinn fengi 40 prósent atkvæða, sam- einaðir vinstrimenn 40 prósent og Framsókn 20 prósent. Þessi skoðana- könnun er gerð áður en nokkuð er til sem heitir sameinaðir jafnaðarmenn. Þetta er því bara skoðanakönnun út í loftið. En með öflugu og trúverðugu framboði sameinaðra jafnaðarmanna, með ferskt fólk í öndvegi, myndum við hirða töluvert frá bæði Framsókn og sjálfstæðismönnum og ég tel níutíu prósent líkur á því að við næðum hrein- um meirihluta ef við stöndum saman. En vissulega gæti sú staða komið upp að Framsókn yrði í oddaaðstöðu og það er sorgleg staðreynd, því hann er trú- lega einn afturhaldssamasti flokkur allrar Evrópu. í vinstra samstarfi er Framsókn í sjálfu sér ekki eins hættu- legur flokkur fyrir þjóðina og í hægra samstarfi. Þá beygir hann sig undir markmið jafnaðar- og vinstrimanna. Það er í sjálfu sér stór möguieiki á því að Framsókn gæti komið inn í þessa sameiningu, en þeir hafa því miður ekki viljað halda þeim möguleika opnum og vísað því frá sér, trúlega út af setu sinni í stjórn. Frjálslyndari armur Framsókn- arflokksins er örugglega mjög hrifinn af þessari hugmynd og kæmi tii með að hrúgast inn í Grósku.“ Gróska verður sterkt stjórnmálaafl „Stofnun Grósku á eftir að valda vatnaskilum í íslenskri pólitík, á því leikur enginn vafi. Þegar ungliðahreyf- ingar þessara flokka eru farnar að starfa svona einhuga saman myndast vinskapur og sterk tengsl. Þá þarf ansi mikið að ganga á til að þetta fólk láti etja sér út í hanaslag fyrir næstu kosn- ingar. Því hef ég trú á að þessi nýju samtök eigi eftir að verða mjög sterkt afl í íslenskri pólitík og, eins og ég hef áður sagt, valda straumhvörfum. í næstu kosningum verður því mjög trú- lega samflot á milli vinstriflokkanna, sem síðan er skref í átt að samruna. Við í hinum nýju samtökum jafnaðarmanna munum gera allt til að svo megi verða,“ segir Björgvin að lokum. -gf [lUeðanmáls Þór Rögnvaldsson heimspekingur fékk í vikunni fyrstu verölaun í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur meö leikriti sínu Búa- sögu. Að sögn hans var hann töluvert lengi aö vinna leikritið, en hann starfar sem kennari á vetrum og leiösögumaður á sumrin og hefur aö eigin sögn ekki miklar frístundir til aö skrifa. „Ég hef gert fleiri en eitt leikrit um ævina og verið mjög nærri því aö verk mín færu upp,“ segir hann. „Það hefur því miður ekki gerst hingað til. Þaö kom mér því svolítið á óvart aö vinna núna, því ég hef svo oft orðið fyrir vonbrigðum." Hvaöa listamaður hefur haft mest áhrif á þig? Þessi spurning er nú ansi sterk og mikil. Ég skal nú reyna aö hugsa þetta. (Þögn) Þaö eru menn eins og An- ton Tsjekoff, August Strindberg, Johann Sebastian Bach og Halldór Laxness. Hvaöa stjórnmálamaður lifandi eöa látinn er í mestu uppáhaldi hjá þér? (Hlátur) Þaö er nú bara svona. Aö sjálfsögöu De Gaulle. Hvaöa skáldsagnapersónu vildirðu helst líkjast? (Þögn) Þetta vefst svona ofboöslega fyrir mér. Mig minnir aö hann heiti Levín, í Stríöi og friöi eftir Tolstoj. Hvaöa persóna mannkynssögunnar vildiröu helst hafa veriö? Hahahaha. Úllalla. Bíddu, ég ætla aö ná mérí ösku- bakka. (Biö) Florence Nightingale. Ef þú fengir aö lifa lífinu aftur myndiröu þá breyta ein- hverju? Pínulitlu. Hver er merkilegasti atburður sem þú hefur upplifað? Ætli þaö hafi ekki veriö þegar ég tók á móti syni mínum fyrir rúmum tólf árum. Hver er merkilegasti atburður sem þú ætlar aö upplifa? Ég ætla náttúrulega aö upplifa uppfærsluna á verkinu mínu, sem verður eftir ár. Þaö verður skemmtilegt. Hvaða atburöur, verk eða manneskja hefur mótaö lífsviöhorf þitt framar öðru? Heimspeki Georgs Wilhelms Friedrichs Hegel. Ef þú ættir kost á aö breyta einu atriöi í þjóöfélaginu eöa umhverfinu, hvað yröi fyrir valinu? Þaö sem þarf aö breyta í íslensku þjóöfélagi er lunderniö, sem er svo íhalds- samt. Viö komumst ekki inn í tuttugustu aldar hugsunina — hvaö þá heldur tuttugustu og fyrstu. Séröu eitthvaö sem ógnar samfélaginu ööru fremur? íhaldssemi og þessi íslenska sjálfumgleöi. Mottó? Viö lifum í besta mögulega heimi, eins og Leibnitz sagöi.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.