Helgarpósturinn - 16.01.1997, Síða 6
6
FIMMIUDAGUR16. JANÚAR1997
' V
Eina konan í lionsklúbbi Isafjai'ðar
er aðstoðarkona bæjarstjóra
Vestfirðingar eru skapmikið fólk og liggja ekkert á skoðunum sínum,
segir Þórunn.
Innfæddir Reykvíkingar
eru stundum hallir und-
ir þá skoðun að líf á lands-
byggðinni hljóti að vera
menningarlaust og mæðu-
fullt. Ekki nóg með að
leiðindin séu allt að kæfa
heldur sé ekki nokkur leið
að komast inn í þessu lok-
uðu samfélög þar sem ætt-
artengsl og vinskapur ráði
öllu. Því undrast hroka-
fullir borgarbúar mjög
þegar rótgróinn Reykvík-
ingur tekur sig upp og flyt-
ur af mölinni út á land.
Enn meiri verður undrun-
in ef viðkomandi er glað-
ur og ánægður á nýja
staðnum og kemur sér að
auki áfram í starfí. Þórunn
Gestsdóttir er eitt þessara
undrabarna.
Þórunn hefur margt brallað
um dagana. Hún hefur verið
blaðamaður, blaðaútgefandi,
ritstjóri, dagskrárgerðarmaður
hjá útvarpinu, varaborgarfull-
trúi, útvarpsráðsmaður, for-
maður Landssambands sjálf-
stæðiskvenna og að auki hefur
hún alið upp fimm börn. Hún
er borinn og barnfæddur Reyk-
víkingur; var ekki einu sinni í
sveit sem krakki eins og hún
segir sjálf. Fyrir ári pakkaði
borgarbúinn Þórunn öllu sínu
hafurtaski ofan í ferðatösku og
flutti vestur á ísafjörð. Þar tók
hún við starfi upplýsinga- og
ferðamálafulltrúa og var ráðin
til eins árs. Árið er liðið en Þór-
unn horfir enn yfir spegilslétt-
an Skutulsfjörðinn og er ekki á
leið til höfuðstaðarins í bráð.
Hún — utanbæjarmanneskjan
— er komin í nýtt ábyrgðar-
starf sem aðstoðarmaður bæj-
arstjóra. Því má það ljóst vera
að það er ekki algilt að að-
komufólki í smærri bæjum sé
ómögulegt að komast áfram í
starfi.
Breytingarí
sveitarstjórnarmálum
Þórunn, fyrrverandi Reyk;
víkingur, kveðst hæstánægð á
ísafirði og bætir því við að hún
sé alls ekki eini aðkomumaður-
inn í ábyrgðarstöðu á ísafirði.
Bæjarstjórinn sjálfur er fyrr-
verandi bæjarstjóri á Dalvík,
bæjarverkfræðingurinn er
Hafnfirðingur og félagsmála-
stjóri Reykvíkingur. Þórunn
viðurkennir þó að líklega hafi
einhverjar óánægjuraddir
heyrst við ráðningu hennar
sem aðstoðarmanns bæjar-
stjóra, ekki síst vegna þess að
starfið var ekki auglýst. „Þetta
starf er auðvitað nýmæli og á
sér ekki neina fyrirmynd fyrr
en Ingibjörg Sólrún réð sér að-
stoðarmann eða aðstoðarkonu
eins og hún kýs að kalla sig.
Það starf var ekki auglýst held-
ur valdi Ingibjörg Sólrún sinn
aðstoðarmann. Ráðherrar
velja sér líka alltaf sína aðstoð-
armenn, staðan er aldrei aug-
lýst. Hér á ísafirði er Sjálfstæð-
isflokkur í meirihluta ásamt Al-
þýðuflokki þannig að ráðning
mín er pólitísk og er ég bara
ráðin fram að næstu kosning-
um,“ segir Þórunn.
Hún segir að við sameiningu
sveitarfélaganna þarna vestra
hafi verið farið að huga að
breytingum á stjórnsýslunni.
„Ákveðið var að skipta henni
upp í sex svið og féll eitt þess-
ara sviða undir bæjarritara. Sú
staða var auglýst en að því er
mér skilst voru menn ekki sátt-
ir við þær umsóknir sem bár-
ust. í framhaldi var ákveðið að
brjóta upp bæjarritarasviðið
og hluti þeirra starfa settur til
fjármálastjóra og hluti til að-
stoðarmanns sem er þá yfir
stjórnsýslunni, starfsmanna-
haldi og fleiru. Það á síðan eftir
að koma reynsla á hvernig
þetta virkar, en það eru vita-
skuld miklar brejiingar í gangi
í sveitarstjórnarmálum. Bæjar-
félagið hefur stækkað mikið og
því kannski eðlilegt að bæjar-
stjóri þurfi á aðstoðarmanni
að halda. Hvort fleiri sveitar-
og bæjarfélög fylgja í kjölfarið
skal ég ekki segja. Ég er engin
spákona, en það mun að
minnsta kosti fást reynsla hér
vestra á þessu fyrirkomulagi
sem aðrir geta þá lært af,“ seg-
ir Þórunn.
Stutt til ísaf jarðar
Ferðamálin, sem drógu Þór-
unni til ísafjarðar í fyrstu,
verða enn undir hennar vernd-
arvæng í nýja starfinu. „Ég get
þá fylgt eftir því starfi sem ég
byrjaði á þó svo ég sé ekki
lengur í hlutverki fram-
kvæmdaaðilans.“ Slagorð Vest-
fjarða hefur verið „Vestfirðir,
nær en þig grunar!“ Þórunn
segist hafa gert þá uppgötvun
að þetta slagorð sé rétt og satt.
„Ég fer til Reykjavíkur þrisvar
til fjórum sinnum í mánuði og
finnst það lítið mál. Ég stíg
bara upp í flugvél og er komin
á áfangastað rúmum hálftíma
síðar. Vestfirðir eru stórkost-
lega fallegir og að auki er hér
oftast logn og því synd að
hingað skuli ekki koma fleiri
„Það er hægt að stíga upp í
flugvél í Reykjavík og þegar
komið er til ísafjarðar hálf-
tíma síðar er stigið um borð
í bát og eftir klukkustundar
siglingu ertu komin í Aðalvík.
Þaðan er hægt að ganga að
Hesteyri og láta bátinn
sækja sig og flytja til ísa-
fjarðar. Svo stígur maður
upp í flugvél og er kominn til
Reykjavíkur fyrir kvöldfréttir
íSjónvarpinu!“
ferðamenn.
Það er hægt að stíga upp í
flugvél í Reykjavík og þegar
komið er til Isafjarðar hálftíma
síðar er stigið um borð í bát og
eftir klukkustundar siglingu
ertu komin í Aðalvík. Þaðan er
hægt að ganga að Hesteyri og
láta bátinn sækja sig og flytja
til ísafjarðar. Svo stígur maður
upp í flugvél og er kominn til
Reykjavíkur fyrir kvöldfréttir í
Sjónvarpinu, þannig að Vest-
firðir eru svo sannarlega nær
en þig grunar," segir Þórunn
og greinilegt er að ferðamálin
og Vestfirðir eru henni hug-
leikin.
Kostir fleiri en gallar
Þórunn segir það mikla og
góða reynslu að búa úti á landi
og sér finnist hún eiginlega
hafa vaxið sem íslendingur.
„Kostirnir við að búa í svona
litlu samfélagi eru margir. Til
að mynda vinnst allt svo miklu
hraðar hér en í Reykjavík, þó
ekki sé nema vegna þess hve
miklu auðveldara er að ná í
fólk. Ég hef líka sótt helmingi
fleiri menningarviðburði hér
en nokkurn tímann í Reykjavík.
Vegalengdir eru svo litlar að
maður verður miklu duglegri
við að drífa sig hitt og þetta.
Annars vinn ég nú mikið en ég
gef mér alltaf tíma til að sækja
Lionsfundi, — ein kvenna hér á
ísafirði. Auðvitað hefur návígið
sína mínusa en ég hef bara
ekki látið þá hafa nein áhrif á
mig,“ segir Þórunn. Hún segir
aðjsegar hún hafi fyrst komið
til Isafjarðar hafi sér hreinlega
verið hent til sunds og hún
hafi strax farið að vinna af
krafti. „Með því að basla í þess-
ari sundlaug hef ég auðvitað
lært heilmikið um þetta samfé-
lag,“ segir Þórunn og hlær.
„Vestfirðingar eru skapmikið
fólk og liggja ekkert á skoðun-
um sínum. Hér ríkir engin iogn-
molla — nema kannski í veðr-
inu.“ -SHE
Skuggaráðuneyti
Framsóknarflokksins
— framsóknarmönnum raðað á ríkisjötuna
Halldór Ásgrímsson
og Finnur Ingólfs-
son raða flokks-
bræðrum sínum í
stöður hjá ríkinu.
Meðal þeirra eru
Ómar Krístjánsson
og Þórður Yngvi
Guðmundsson.
Framsóknarflokkurinn er
óspar á veitingar í opinber-
ar stöður til handa flokksmönn-
um sínum. Gissuri Péturssyni
hefur til að mynda verið veitt
staða forstöðumanns vinnu-
málaskrifstofu félagsmálaráðu-
neytisins. Einnig hefur Þórði
Ingva Guðmundssyni verið
veitt staða deildarsérfræðings í
varnarmálaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins og Helga Guð-
mundssyni staða bankaráðs-
manns í Landsbankanum.
Stöðuveiting Helga mun hafa
valdið talsverðum titringi innan
flokksins, ekki síst vegna þess
að Sigrún Magnúsdóttir borg-
arfulltrúi var látin víkja, þrátt
fyrir tveggja ára reynslu sem
fulltrúi flokksins í bankaráði. Þá
hefur Ómar Kristjánsson verið
ráðinn framkvæmdastjóri
markaðs- og kynningarsviðs
flugmálastjórnar á Keflavíkur-
flugvelli. Keflavíkurflugvöllur
heyrir undir starfssvið Hall-
dórs Ásgrímssonar, en það
mun ekki hafa spillt fyrir Ómari
að hann er hálfbróðir Guð-
mundar G. Þórarinssonar,
fyrrverandi þingmanns Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum eru
stöðuveitingar flokksins á liðn-
um árum taldar hlaupa á tug-
um. Þessir einstaklingar í
skuggaráðuneyti Framsóknar-
flokksins eru sumir taldir ráða
jafnvel meiru en einstakir ráð-
herrar flokksins.
Umdeild stöðuveiting
Staða forstöðumanns vinnu-
málaskrifstofunnar var veitt
fyrir skömmu en umsækjendur
voru nítján. Það er venja, þeg-
ar ráðið er í stöðu sem þessa,
að yfirmenn ráðuneytisins taki
sér ekki langan tíma til ákvörð-
unar. Því vakti það athygli að
stöðuveitingin dróst úr hófi og
er það merki um að félags-
málaráðherra hafi valið í stöð-
una. Ennfremur er því haldið
fram að innan flokksins hafi
ekki allir verið á eitt sáttir um
málið og einhver átök orðið
vegna þess. Er það ekki að
undra, því meðal umsækjenda
voru margir hæfir einstakling-
ar. Gissuri var hins vegar að
lokum veitt staðan, en hann
hafði áður starfað fyrir Halldór
Ásgrímsson í sjávarútvegs-
ráðuneytinu og stutt hann
lengi innan flokksins. Bróðir
Gissurar, Helgi, reyndi fyrir
sér í prófkjöri hjá flokknum
fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar. Skömmu áður en
talið var upp úr kjörkössum
leit út fyrir að hann hefði betur
en Alfreð Þorsteinsson vara-
bæjarfulltrúi, en þá tóku
stuðningsmenn Alfreðs við sér
og tryggðu honum annað sæt-
ið á lista framsóknarmanna.
Og nú er Alfreð bæjarfulltrúi
fyrir Reykjavíkurlistann og for-
maður Veitustofnana. Þessi
umskipti fóru illa í þá bræður
og talið var að stuðningsmenn
Alfreðs hefðu smalað fólki á
kjörstað. En þó að menn kom-
ist upp á kant við forystu
flokksins er þeim síður en svo
úthýst, eins og ráðningin í
vinnumálaskrifstofuna fyrir
síðustu jól ber vott um.
600 milljóna
króna gjaldþrot en
trygg ráðuneytisstaöa
Það komum hollum fram-
sóknarmönnum í opna skjöldu
þegar Þórður Ingvi Guð-
mundsson var valinn til starfa
hjá varnarmálaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins. Þórður var
áður framicvæmdastjóri hjá
kaupleigufyrirtækinu Lind þar
til Landsbankinn stöðvaði
reksturinn og ýtti Þórði til
hliðar, en Lind var í eigu
Landsbankans. í fjölmiðlum
hefur komið fram að Lands-
banki íslands hafi tapað um
600 milljónum á starfsemi fyr-
irtækisins og muni leggja það
niður þegar gengið hefur verið
frá öllum skuldbindingum.
Þrátt fyrir gjaldþrot var Þórð-
ur Ingvi hækkaður í tign og
gerður að deildarsérfræðingi.
Meðal framsóknarmanna —
einkum í Reykjavík — var and-
staða við þessa stöðuveitingu,
ekki síst vegna þess að Þórður
hefur ekki tekið mikinn þátt í
flokksstarfi þrátt fyrir að hafa
verið flokksbundinn lengi. En
forystu framsóknarflokksins
er ekki glýjugjarnt í embættis-
veitingum.
Samkvæmt upplýsingum HP
hefur þó sú ákvörðun flokks-
forystunnar að veita Helga
Guðmundssyni stöðu banka-
ráðsmanns í Landsbankanum
vakið mesta athygli, enda for-
veri hans, Sigrún Magnúsdótt-
ir, talin hafa staðið sig þar
með prýði og var gert ráð fyrir
að hún sæti áfram. Þegar ljóst
varð að Sigrún yrði ekki áfram
bankaráðsmaður sóttu fjöl-
margir hæfir einstaklingar
með bæði nám og reynslu í
fjármálum að baki um stöð-
una. Það var að lokum Helgi,
sem er tryggingasölumaður
hjá VfS, sem hreppti hnossið,
en hann mun jafnframt hafa
hug á prófkjörsslag innan
flokksins fyrir næstu alþingis-
kosningar. Ástæðan er talin
óánægja meðal ýmissa fram-
sóknarmanna með störf Ólafs
Arnar Haraldssonar, sem
barðist við Ástu Ragnheiði
Jóhannesdóttur um annað
sætið í prófkjöri framsóknar-
manna fyrir síðustu þingkosn-
ingar. Ólafur hafði betur og
settist inn á þing en hefur lítið
borist á að sögn framsóknar-
manna. Á meðan hefur Ásta
flutt hvert málið á fætur öðru
fyrir Þjóðvaka og þykir eftirsjá
að henni úr röðum gamía
bændaflokksins. Það verður
hins vegar þrautin þyngri fyrir
Helga að koma Ólafi úr öðru
sætinu, því hann hefur á bak
við sig hóp bæði flokksbund-
inna og óflokksbundinna fram-
sóknarmanna af Austurlandi.
Kaus ekki
Framsókn en var valinn
Samfara fjölgun farþega um
Keflavíkurflugvöll hafa flug-
vallaryfirvöld haft áhuga á að
efla flugstarfsemi og stuðla að
auknum viðskiptum við ferða-
menn. Því var gripið til þess
ráðs að búa til nýja stöðu fram-
kvæmdastjóra markaðs- og
kynningarsviðs. Mikill áhugi
var á starfinu, en tuttugu sóttu
um það. Ómar Kristjánsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
og aðaleigandi Þýsk-íslenska
hf. og Metró, var valinn, en
hann hefur þótt blendinn í af-
stöðu sinni til Framsóknar-
flokksins — jafnvel ekki sagður
kjósa flokkinn. Hann er engu
að síður talinn fylgja stuðn-
ingsmönnum Guðmundar G.
Þórarinssonar, bróður síns, að
málum. Sá hópur virðist enn
halda velli í Reykjavík og hefur
styrkt sig í sessi ef eitthvað er
að undanförnu. Hér er um að
ræða dreifðan hóp manna sem
talinn er líklegur til að mynda
oddaaðstöðu í Reykjavík með
styrkleika sínum gagnvart öðr-
um hópum framsóknarmanna í
Reykjavík — svo sem eins og
Finni Ingólfssyni og stuðn-
ingsmönnum. Það skal ósagt
látið hvort Guðmundur G.
beitti sér fyrir að Ómar hálf-
bróðir hans fengi starfið, en
hann og Halldór Ásgrímsson
stóðu saman í fjölmörg skipti
gegn Steingrími Hermanns-
syni meðan hann var formaður
flokksins. Steingrímur studdi
einmitt Finn Ingólfsson þegar
hann náði fyrsta sætinu af
Guðmundi í prófkjöri fram-
sóknarmanna í Reykjavík fyrir
alþingiskosningarnar 1991.
Kolkrabbinn teygir
sig í hugbúnadargeirann
Eimskipafélag Islands er nú
farið að teygja anga sína inn
í hugbúnaðarfyrirtækin gegn-
um dótturfyrirtæki sitt, Burðar-
ás. Nýlega keyptu Tölvumyndir
hf., sem aftur er dótturfyrirtæki
Burðaráss, hugbúnaðarstarf-
semi Verkfræðistofu Stefáns Ól-
afssonar, VSÓ Mínútu. Þetta,
ásamt kaupum Tæknivals á
tveimur hugbúnaðarfyrirtækj-
um, eru nýjustu dæmin um
samþjöppun og sameiningu ís-
lenskrar hugbúnaðarfram-
leiðslu. VSÓ Mínúta hf. fram-
leiddi einkum sérhæfðan hug-
búnað og setti nýlega á markað
Þingbókina, sérstakan hugbún-
að fyrir fyrirtæki sem vilja fylgj-
ast með þróun mála á Verð-
bréfaþingi íslands og Opna til-
boðsmarkaðnum.
Það vekur nokkra athygli að
ákveðin tengsl eru milli þessa
sérstaka hugbúnaðar, Eim-
skipafélagsins og Verðbréfa-
þings íslands. Þorkell Sigur-
laugsson, framkvæmdastjóri
Þróunarsviðs Eimskipafélags-
ins, er jafnframt stjórnarfor-
maður Tölvumynda hf. og situr
auk þess í stjórn Verðbréfa-
þings fslands.