Helgarpósturinn - 16.01.1997, Page 7
FiMMTUDAGUR 16. JANÚAR1997
wmm
7
Landsbréf mismuna
kaupendum verðbréfa
Eigin sjóðir og Sjóvá/Almennar fengu
að kaupa hlutabréf á sérkjörum
Landsbréf hleyptu engum
utanaðkomandi í fyrstu 6-7
milljónirnar af hlutabréfum
Þórshafnarhrepps í Hraðfrysti-
stöð Þórshafnar þótt svo ætti
að heita að bréfin væru til sölu
á Opna tilboðsmarkaðnum.
Þessi hlutabréf keyptu Lands-
bréf ýmist fyrir eigin verð-
bréfasjóði, svo sem íslenska
fjársjóðinn, eða fyrir stóra við-
skiptavini sína, eins og Sjó-
vá/Almennar, á mjög lágu
gengi, langt undir hálfvirði
miðað við það sem verð sem
greitt var fyrir bréfin fáum
dögum síðar.
Þórshafnarhreppur seldi alls
hlutabréf að nafnvirði 10 millj-
ónir króna í Hraðfrystistöðinni
föstudaginn 6. og mánudaginn
9. desember. Þessi bréf fóru á
genginu frá 1,2 upp í 2,55. Sex
af þessum tíu milljónum voru
seldar á genginu 1,2-1,3. Geng-
ið færðist síðan upp á við með
hverri einstakri sölu og hélt
áfram upp á við eftir að þessar
tíu milljónir voru allar seldar.
Hámarki náði gengi bréfanna
13. desember þegar það komst
í 4,25. Gengið fór svo aftur
nokkuð niður á við en virtist
um og upp úr áramótum vera
að ná jafnvægi í kringum 3,3.
Óþarfi að
seija ódýrara en 2,5
Starfsmenn verðbréfafyrir-
tækja og aðrir fjárfestar sem
Helgarpósturirm hefur rætt við
segjast að sjálfsögðu hafa ver-
ið búnir að gera sér ákveðnar
hugmyndir um raunverulegt
verðmæti hiutabréfa í Hrað-
frystistöð Þórshafnar. Þessir
viðmælendur blaðsins voru
sammála um að eðlilegt hefði
verið að meta bréfin talsvert
hærra í upphafi en gert var hjá
Landsbréfum.
Ekki voru þó allir reiðubúnir
að nefna tölur í þessu sam-
bandi en þeir sem það gerðu
sögðust álíta að óhætt hefði
verið að byrja söluna á gengi
einhvers staðar á bilinu 2,5-3,
engin hætta hefði verið á að
bréfin lækkuðu frá því verði.
Innherjakaup á lágu gengi
Þegar hlutabréf í HÞ komu í
sölu á Opna tilboðsmarkaðn-
um að morgni föstudagsins 6.
desember og verðbréfamiðlar-
ar sáu tilgreindar sölur á rétt
rúmu nafnverði var því ekki að
furða þótt þeir sendu sjálfir
inn tilboð. Engum utanaðkom-
andi tilboðum var þó tekið
þann daginn. Á tölvuskjánum
mátti hins vegar sjá að bréf
voru seld einhverjum öðrum á
sama verði.
Verðbréfamiðlarar sem blað-
ið hefur rætt við fullyrða að
þessar sölur hafi farið fram
innan Landsbréfa, sem þarna
hafi verið að hygla eigin verð-
bréfasjóðum og stórum við-
skiptavinum sínum á kostnað
annarra fjárfesta.
Það er athyglisvert í þessu
sambandi að það var í raun
ekki Þórshafnarhreppur sem
ákvað upphafsgengi bréfanna.
í umfjöllun HP um Hraðfrysti-
stöð Þórshafnar í síðustu viku
kom fram að af hálfu Lands-
bréfa var talið nauðsynlegt að
bréf væru boðin til sölu um
leið og fyrirtækið væri skráð á
markaði. HP hefur jafnframt
heimildir fyrir því að starfs-
maður Landsbréfa hafi talið
ráðlegt að byrja á Iágu sölu-
gengi. Með því móti myndi
gengi bréfanna óhjákvæmilega
fara hækkandi en ef í upphafi
væri sett upp hátt verð, kynni
gengislínan að fara niður á við
og það liti illa út.
Eins og greint var frá í síð-
ustu viku var Þórshafnar-
hreppur einn látinn bera þann
fórnarkostnað að hafa hluta-
bréf til sölu á lágu gengi í upp-
hafi. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem nú liggja fyrir um
„fullkomlega löglegar" aðferðir
Landsbréfa við að græða pen-
inga virðist sem fórnarkostn-
aður hreppsins hafi orðið mun
meiri en forsvarsmenn hrepps-
ins gátu séð fyrir.
No comment!
Það var Loftur Ólafsson sem
fyrir hönd Landsbréfa sá um
skráningu og markaðssetningu
hlutabréfa í Hraðfrystistöð
Þórshafnar. Hann neitaði að
svara nokkru til eða frá um
þau atriðl sem rakin hafa verið
hér að framan og neitaði meira
að segja að upplýsa hvort ein-
hverjir verðbréfasjóðir á veg-
um Landsbréfa hefðu keypt
einhvern hlut í HÞ.
HP hefur hins vegar fengið
það staðfest hjá Hólmari Ást-
valdssyni, fjármálastjóra HÞ,
að bæði íslenski fjársjóðurinn
og Sjóvá/Almennar hafi eign-
ast hlut í Hraðfrystistöðinni.
íslenski fjársjóðurinn er hluta-
fjársjóður á vegum Landsbréfa
og fjárfestir í sjávarútvegsfyrir-
tækjum. Sjóvá/Almennar eru
meðal stærstu viðskiptavina
Landsbréfa. Sigurður K. Sigur-
karlsson, fjármálastjóri Sjó-
vár/Almennra, staðfesti í sam-
tali við HP að félagið ætti hlut í
HÞ en vildi hvorki gefa upp á
hvaða gengi hlutabréfin hefðu
fengist né hversu stór hlutur-
inn væri. Sigurður sagði ein-
ungis að hann væri „lítill í pró-
sentum talinn“.
Ekki á starfssvldi banka-
eftírirtsins
Hérlendis eru harla fá Iaga-
ákvæði til um það sem al-
mennt er kallað innherjavið-
skipti, þegar menn nota upp-
lýsingar eða aðstöðu til að
hagnast á verðbréfaviðskipt-
um. í þeim löndum þar sem
hefð er fyrir því að hlutabréf
og önnur verðbréf gangi kaup-
um og sölum eru hins vegar
ströng viðurlög við innherja-
viðskiptum og fjölmörg dæmi
þess að menn hafi verið
dæmdir til langrar fangelsis-
vistar fyrir misnotkun á upp-
lýsingum eða aðstöðu.
Fyrir tæpu ári voru þó hér-
lendis sett lög um verðbréfa-
viðskipti og í þeim eru ákvæði
um meðferð trúnaðarupplýs-
inga. Af einhverjum ástæðum
sá Alþingi þó ekki ástæðu til að
láta þennan kafla laganna ná til
allra viðskipta með verðbréf,
heldur gilda ákvæði hans ein-
ungis um verðbréf „sem skráð
eru á skipulegum verðbréfa-
markaði". Hérlendis fellur að-
eins Verðbréfaþing íslands
undir þessa skilgreiningu. Eng-
in lög virðast hins vegar ná yfir
innherjavlðskipti á Opna til-
boðsmarkaðnum.
„Opni tilboðsmarkaðurinn
er ekki viðurkenndur markað-
ur, þar sem ákvæði laga um
verðbréfaviðskipti gilda,“
sagði Þórður Ólafsson, for-
stöðumaður Bankaeftirlitsins,
þegar málið var borið undir
hann. „Þar af leiðandi skiptum
við okkur ekki af einu né neinu
sem gerist á Opna tilboðs-
markaðnum.“
Þannig seldust hlutabréf Þórshafnarhrepps
Dagur Nafnverð Gengi Söluverð
6/12 1.000.000,- 1,20 1.200.000,-
6/12 1.000.000,- 1,21 1.210.000,-
6/12 2.000.000,- 1,25 2.500.000,-
6/12 2.000.000,- 1,30 2.600.000,-
6/12 200.000,- 1,45 290.000,-
6/12 150.000,- 1,85 277.500,-
6/12 100.000,- 1,85 185.000,-
6/12 200.000,- 1,86 372.000,-
9/12 400.000,- 1,90 760.000,-
9/12 600.000,- 1,92 1.152.000,-
9/12 600.000,- 2,10 1.260.000,-
9/12 500.000,- 2,30 1.150.000,-
9/12 400.000,- 2,25 940.000,-
9/12 200.000,- 2,38 476.000,-
9/12 200.000,- 2,41 482.000,-
9/12 150.000,- 2,51 376.500,-
9/12 150.000,- 2,53 379.500,-
9/12 150.000,- 2,55 382.500,-
Þessi tafla sýnir söluverð á þeim 10 milljóna hlut sem Þórshafn-
arhreppur lét Landsbréf selja. Hér sést aö langstærstu upphæö-
irnar fara strax á mjög lágu gengi. Eftir þetta hækkaöi gengi bréf-
anna hratt. Síöasta sala 9/12 var á genginu 3,15. Um og upp úr
áramótum var meðalgengi nálægt 3,30.
Innherjaviöskiptin á Þórshöfn:
Odchritinn ætlaði að hlunnfara hreppinn
Tægreifmn Jóhann A. Jónsson og fétagan
InnheriaviA^’
í síðustu viku skýrði Helgarpósturinn frá 250 milljóna hagnaði
Hængsmanna á Þórshöfn. Nú er vitað að þeir gerðu tilraun til að ná 50
míllíAniim (il i/iAiintih
Hængsmenn á Þórshöfn
með Jóhann A. Jónsson,
framkvæmdastjóra Hraðfrysti-
stöðvar Þórshafnar og odd-
vita, í broddi fylkingar hugðust
hlunnfara Þórshafnarhrepp
um tugi milljóna með því að
kaupa hlutabréf í Hraðfrysti-
stöðinni langt undir því sem
markaðsverð fyrirtækisins
reyndist vera. Það var vara-
maður á lista Jóhanns, Henrý
Ásgrímsson, sem snerist á
sveif með minnihluta hrepps-
nefndar og kom þannig í veg
fyrir að Þórshafnarhreppur
seldi níu milljóna hlutafé á
genginu 1,16 í desember 1995.
Markaðsverð á þessari eign
er nú upp undir 60 milljónir
króna. Með atkvæði sínu á
hreppsnefndarfundinum þann
21. desember í fyrra sparaði
Henrý Ásgrímsson hreppnum
þannig nálægt 50 milljónum
króna.
Eins og Helgarpósturinn
skýrði frá í síðustu viku keyptu
Hængsmenn á Þórshöfn hluta-
bréf í Hraðfrystistöðinni á
mjög lágu gengi allt fram undir
það að nafnverð hlutabréfanna
var tvöfaldað með útgáfu jöfn-
unarhlutabréfa í júlí og nokkr-
um mánuðum síðar, þann 6.
desember sl., voru hlutir í fyr-
irtækinu boðnir til sölu á Opna
tilboðsmarkaðnum hjá Verð-
bréfaþingi íslands. Þar seldust
hlutabréf fyrir sex- til áttfalt
hærra verð en Hængsmenn
höfðu greitt.
Átakafundur
í hreppsnefnd
í hreppsnefnd Þórshafnar-
hrepps sitja fimm fulltrúar
tveggja lista. Meirihlutann
skipa Jóhann Arngrímur Jóns-
son oddviti, Kristín Kristjáns-
dóttir og Jónas Jóhannsson
en í minnihluta eru Gunnlaug-
ur Ólafsson og Jón Gunnþórs-
son. Fyrir hreppsnefndarfundi
21. desember 1995 lá tillaga
Kristínar Kristjánsdóttur vara-
oddvita um að selja þau hluta-
bréf í Hraðfrystistöðinni sem
hreppurinn hafði um ári fyrr
keypt af Þróunarsjóði sjávarút-
vegsins og voru að nafnvirði
ríflega níu og hálf milljón
króna.
Þeir sem óskað höfðu eftir
að fá að kaupa þessi bréf voru
bræðurnir Jóhann, Hreggvið-
ur og Rafn Jónssynir, Gunn-
laugur Hreinsson, Hólmar
Ástvaldsson, Hilmar Þór
Hilmarsson, Sævaldur Gunn-
arsson og Jón Kristjánsson.
Þessir eru allir í yfirmanns-
stöðum hjá Hraðfrystistöðinni
og viðriðnir Hæng ehf., nema
Hreggviður, sem er búsettur í
Reykjavík og starfar hjá Stöð 2.
Hreggviður vildi kaupa hlutafé
fyrir tólf hundruð þúsund en
hinir eina milljón hver. Auk
þess ætlaði Amór Karlsson að
kaupa hlut fyrir 750 þúsund og
Geir hf„ sem er í eigu hrepps-
nefndarmannsins Jónasar Jó-
hannssonar, hafði lagt inn til-
boð upp á rúmar tvær milljón-
ir. Á fundi K-listans, sem hefur
meirihluta í hreppsnefnd,
hafði Jónas Jóhannsson reynd-
ar lýst sig andvígan því að
hreppurinn seldi hlutabréf á
þeim kostakjörum sem til stóð.
Áður en þetta mál var tekið
til umræðu var hreppsnefndar-
fundinum lokað og þá viku
einnig af fundi þeir Jóhann A.
Jónsson og Jónas Jóhannsson,
enda báðir vanhæfir til að taka
ákvörðun um málið samkvæmt
stjórnsýslulögum. Sæti þeirra
á fundinum tóku varamennirn-
ir Henrý Ásgrímsson og Ester
Þorbergsdóttir. í fundargerð
segir einungis að miklar um-
ræður hafi orðið um málið og
skoðanir skiptar.
Tillagan var loks felld með
atkvæðum minnihlutamann-
anna Gunnlaugs og Jóns ásamt
atkvæði varamannsins Henrýs
Ásgrímssonar, sem í þessu
máli lét sig hafa það að ganga á
svig við vilja félaga sinna í
meirihlutanum. í staðinn var
samþykkt tillaga Henrýs og
Jóns Gunnþórssonar um að
sölu hlutabréfa í HÞ yrði frest-
að þar til hlutlaust mat á gildi
bréfanna hefði farið fram.