Helgarpósturinn - 16.01.1997, Qupperneq 15
4
FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1997
15
X
I
i
I
I
í
<
H
Góð tónllst, ei meir
Fagra veröld
eftir Karl Ágúst Úlfsson
byggð á ijóðum Tómasar Guðmundssonar
Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson
Hljóð: Baldur Már Arngrímsson
Lýsing: Lárus Björnsson
Söngstjórn, útsetningar: Jóhanna V. Þór-
hallsdóttir
Hljómsveitarstjórn, útsetningar: Kjartan
Valdimarsson
Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson
Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir
Leikarar: Þórhallur Gunnarsson, Jóhanna
Jónas, María Ellingsen, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Pétur Einars-
son, Kjartan Guðjónsson, Dofrí Hermanns-
son, Ellert A. Ingimundarson, Alexander Óð-
insson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Ásta
Arnardóttir, Hinrík Ólafsson, Bjöm Ingi Hilm-
arsson, Theodór Júlíusson, Ámi Pétur Guð-
jónsson, Jón Hjartarson, Helga Braga Jóns-
dóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir
★★
Það er ekki laust við að mik-
illar eftirvæntingar hafi
gætt á frumsýningu fyrsta nýja
íslenska leikverksins í röð
margra sem von er á hjá Borg-
arleikhúsinu núna á afmælisár-
inu. En meðan Leikfélagið með
Dómínó spilaði út alvöru há-
spili kom fljótlega í ljós að hér
átti að lauma gosa. Eg á við að
þrátt fyrir að umbúnaðurinn
sé afar glæsilegur þá er vægið
ekki að sama skapi hátt og
innihaldið hvergi jafngjöfult.
Það vantar ekki að umgjörðin
öll er mikil og stór, — allt stóra
sviðið lagt undir og hringsnýst
án afláts með brekku og forn-
bíl og sendlahjólum, kaffihúsi,
hljómsveit, ljósastaurum og
bryggjupollum. Þar að auki er í
bakgrunni stórt „þöglumynda-
tjald", sem í takt við leikinn á
sviðinu birtir myndir frá tím-
um Tóméisar unga. Reyndar er
svo mikið að gerast oft á tíðum
að maður á fullt í fangi með að
fylgjast með öllum viðburðun-
um á sviðinu.
Hugmyndin að nýta ljóð
Tómasar í leikverk eða jafnvel
söngleik er langt frá því slæm
og það stendur kannski ein-
mitt upp á Leikfélag Reykjavík-
ur að gera það, en einhvern
veginn er þráðurinn í sögunni
sem hér tengir ljóðin svo
þunnur að innihald verksins
fer alveg fyrir ofan garð og
neðan. Persónurnar rista
hvergi djúpt. Guðrún (Jó-
hanna Jónas) og Klemenz
(Hinrik Ólafsson), sem helst
er möguleiki að teikna eitt-
hvert drama í kringum, verða
ósköp búraleg og klisjukennd
túlkun á ráðvilltu sveitafólki í
„borginni" (hvaða borg?). Ann-
að dæmi er Bergur í túlkun
Péturs Einarssonar; þegjan-
dalegur maður sem flytur um-
vöndunarpistla í útvarp til að
byrja með en sýnir sig vera
drykkjurút og allt annað en
leikhus
Kormákur
Þráinn
Bragason
meö Sigríöi Theodórs-
dóttur bankamanni á
frumsýningu Borgarteik-
hússins é Fögru veröld
eftir Karl Ágúst Úlfsson.
hann vildi vera láta. Þó fær
hann líkt og venjulegt fólk
snert af vorveiki, skemmtilega
útfærðri. Leikararnir gera þó
hvergi verr en efni standa til,
en söngleikjarformið og allar
tilfæringarnar valda því að iðu-
lega fá leikararnir yfirbragð
ráðvilltra staðgengla sem dott-
ið hafa út úr hlutverkinu, ef
svo má að orði komast. Tómas
sjálfur í túlkun Þórhalls Gunn-
arssonar birtist í upphafi sem
stytta á stalli en verður því
næst einhvers konar sjálfum-
glaður spjátrungur, sem spíg-
sporar glaðbeittur leikinn út í
gegn. Leikararnir eru ekki öf-
undsverðir af hlutverkum sín-
um, enda fátt bitastætt til að
takast á við hvað snertir per-
sónusköpun. Leikhópurinn
sjálfur virðist þó hafa gaman af
öllu saman, einkum í söngnum,
og það er ekki fjarri lagi að leik-
Verð áður Nú
Nike Max Structure (dömuskór) 11.850 9480
Adidas Stripes Lite (dömuskór) 8.990 6.990
Nike Air Digs Mid (herraskór) 8.850 6.990
Nike Air Wibe (dömuskór) 7.980 6392
Reebok Big Hurt (herraskór) 7.990 6392
Adidas Equip Wild (dömuskór) 7.550 5.990
Reebok Big Hurt (unglingastærðir) 6.990 5JS92
hann sér stóra hluti í framtíð-
inni. Það er og trú mín að innan
skams muni koma frá honum
leikverk sem taka af skarið um
hæfileika hans á þessu sviði.
Það slær mig hins vegar að
þessu verki sé ætlað að vera í
anda þeirrar söngleikja- og rev-
íuhefðar sem Leikfélagið er
frægt fyrir og að Karl Ágúst
„sjálfur“ njóti sín kannski ekki
sem skyldi. Einhvern veginn
skortir þetta verk þann kraft og
funa sem einkenndi t.d. söng-
leiki Kjartans Ragnarssonar,
þótt slíkur samanburður sé ef-
laust ósanngjarn. En verkið er
ekki heldur gætt því skarpa
háði sem Karl Ágúst hefur iðu-
lega beitt fyrir sig á öðrum
vettvangi með góðum árangri.
Hins vegar býr leikverkið yfir
möguleikum sem hljóta að
vekja menn til umhugsunar um
hvers vegna ekki voru nýttir.
Okkur Sigríði fannst engu að
síður ágætis skemmtun að
þessari sýningu og hún er ekki
síst góðir tónleikar.
„En meðan Leikfélagið
með Dómínó spilaði út
alvöru háspili kom fljót-
lega í ljós að hér átti að
lauma gosa.“
•
röðum og raun ber vitni. Jó-
hanna V. Þórhallsdóttir hefur
unnið mikið og gott starf ásamt
hljómsveitarstjóranum Kjart-
ani Valdimarssyni og Sigríður
bankamaður gerði að kröfu
sinni að tónlistin kæmi sem
fyrst út á diski og tek ég undir
það. Eins vorum við sammála
um að öll tæknivinna, s.s. hljóð
og þó sérstaklega lýsingin,
væri með eindæmum vel unn-
in.
_ Af leikskrá er ljóst að Karl
Ágúst er metnaðarfullur höf-
undur sem hefur leitað sér
menntunar í leikritun út fyrir
landsteinana og vonandi ætlar
Taktu þér tak!
gleði hópsins smiti frá sér út í
salinn. Undanbragðalaust skal
það viðurkennt að þó nokkrir
brandarar vöktu almennan
hlátur. Sér í lagi voru þeir Ámi
Pétur og Ellert A. Ingimundar
góðir á peysufötunum þegar
þeir tóku danssporin. Við Sig-
ríður vorum hins vegar sam-
mála um að tónlistin væri af-
burðagóð hjá Gunnari Reyni
og félli einkar vel að ljóðum
Tómasar. Allur tónlistarflutn-
ingur á sýningunni var til fyrir-
myndar og það hlýtur að vita á
eitthvað mikið í framtíðinni að
Leikfélagið skuli eiga jafnmarga
frambærilega söngvara í sínum
Leiklistargróskan í landinu teygir anga sína víða, þar á meðal til mjög áhugasamra eldri
borgara, sem nú eru að æfa verk um ástandsárin í leikgerð Sigrúnar Valbergsdóttur
sem hún einnig leikstýrir. Sigrún er fyrrverandi aðstoðarleikhússtjóri Viðars Eggertssonar
hjá Borgarleikhúsinu en sneri sér aftur að leikstjórn eftir að Viðari var sagt upp.
Eigum einnig handlóð, grip og sippubönd o.fl.o.fl.
Líttu inn í Útilíf á leið til betra lífs!
htííaöi'ítiUf tMí:
Glæsibæ - Sími S81 2922
Vona að LR fái byr í seglin
Tilboð á
þolfimi-
fatnaði og
skóm!
Aerobic-
fatnaður með
10 - 80%
afslætti!
Eftirtaldir Aerobic-skór eru með 20% afslætti!
Eitt af aðildarfélögum
Bandalags íslenskra leikfé-
laga er leikfélagið Snúður og
Snælda, sem þrátt fyrir ungan
aldur hefur að geyma mjög há-
an meðalaldur leikara, eða
eldri borgara. Leikstjóri hóps-
ins, Sigrún Valbergsdóttir,
sem þegar hefur sett upp með
þeim tvær leiksýningar, segir
eftir kynni sín af eldri borgun-
um að þarna fari svo snarlif-
andi fólk með svo mikla orku
að loks þegar það þurfi ekki
lengur að ganga til vinnu fari
það flest í skapandi störf á öll-
um mögulegum sviðum. „Ork-
unni í þessu fólki má lýsa með
því að flest byrja þau á því þeg-
ar þau komast á eftirlaunaald-
ur að fá sér símsvara af því þau
eru aldrei heima. Maður getur
því horft björtum augum til
framtíðar."
Sigrún æfir þessa dagana af
fullum krafti með eldri orku-
borgurunum í húsnæði Félags
eldri borga á Hverfisgötu 105,
en ætlunin er að frumsýna 15.
febrúar leikgerð Sigrúnar á
sögum frá ástandsárunum eftir
höfund sem enn um sinn kýs
að fara huldu höfði. „Þetta er
saga fjögurra kvenna sem voru
í ástandinu. Þær segja bæði frá
og leika ýmis atriði sem gerð-
ust á hernámsárunum,“ segir
Sigrún. Þessi tíu manna leik-
hópur hefur meðal annars að
geyma hinn kunna leikara Karl
Guðmundsson, sem kominn er
á eftirlaunaaldur, og Auði Guð-
mundsdóttur leikkonu. Auk
leikaranna tíu eru síðan þrjár
konur sem hvísla eða hlaupa í
skarðið ef svo ber undir.
Sigrún segir leikaraefnin fara
létt með að fara fram og aftur í
tíma og enda þótt þau séu öll
orkumikil sé ekki neinum prím-
adonnustælum fyrir að fara
heldur þvert á móti viðurkenni
þau öll einræðisvald leikstjór-
ans.
Hvernig kom til að þú fórst
að vinna með eldri borgur-
„Orkunni í þessu fólki má lýsa með því að flest byrja þau á því þegar þau komast á eftirlaunaaldur að fá sér
símsvara af því þau eru aldrei heirna," segir Sigrún sem sést lengst til hægri á myndinni.
um?
„Þau báðu mig að halda með
sér námskeið fyrir nokkrum ár-
um. í framhaldi tókum við þátt
í samstarfsverkefni með leikfé-
lagi eldri borgara í Leipzig. Síð-
an báðu þau mig fyrir rúmum
tveimur árum að setja upp
verk eftir systurnar Krístínu og
Iðunni Steinsdætur sem þær
skrifuðu sérstaklega fyrir leik-
hópinn, það var verkið Reim-
leikar í risinu. í fyrra leikstýrði
ég tveimur einþáttungum. Með
annan þeirra var farið í ferða-
lag um landið við geysigóðar
undirtekir og einnig á einþátt-
ungahátíð BIL, sem haldin var í
Reykholti síðastliðið vor.“
Þú stoppaðir stutt við með
Viðari Eggertssyni sem að-
stoðarleikhússtjóri hans í
Borgarleikhúsinu ú liðnu
vori, var ekkert mól að fú
vinnu aftur?
„Ég var að leikstýra Gaurn-
gangi á Húsavík þegar Viðar
bað mig að taka að mér þetta
starf í Borgarleikhúsinu. Und-
anfarin sex ár hafði ég verið
„frílans" leikstjóri. Ég leikstýrði
reyndar töluvert á meðan ég
var framkvæmdastjóri Banda-
lags íslenskra leikfélaga og
einnig þegar ég var deildarsér-
fræðingur í menntamálaráðu-
neytinu í tíð Svavars Gestsson-
ar. Ég er búin að setja upp ein-
ar þrjátíu leiksýningar svo það
var lítið mál að snúa sér beint
að leikstjórn aftur."
Fyrr i vetur leikstýrði Sigrún
meðal annars á Dalvík verkinu
Stútungasögu, sem gekk fyrir
fullu húsi til áramóta. Núna er
hún að æfa leikrit Davíðs Þórs
Jónssonar, Þú ert í blóma Iffs-
ins fíflið þitt, með Fjölbrauta-
skólanum á Akranesi og hefur
ráðið sig á Blönduós til að leik-
stýra nýju verki eftir Ragnar
Arnalds sem frumsýnt verður í
apríl og er um upphaf byggðar
á staðnum. Þar fyrir utan fæst
Sigrún við eitt og annað smá-
legt.
Hvernig kemur Borgarleik-
húsið þér fyrir sjónir núna?
„Ég hef ekki séð nema eina
sýningu í Borgarleikhúsinu í
vetur, það var Largo Desolato á
vegum Leikfélags Reykjavíkur.
Mér finnst það gott verk og
býsna sterk sýning. Ég vildi
óska að það væru oftar færð
upp leikrit með heimspekileg-
um pælingum af þeim toga sem
eru í þessu verki. Að öðru leýti
get ég lítið sagt um Borgarleik-
húsið hér og nú, nema bara
Í)að sama og allur þorri fólks.
mynd hússins í allt haust hef-
ur verið sú að það sé ekki LR
sem beri uppi starfsemina,
heldur séu það hópar utan LR
með Bar Par, Svaninn og Stone
Free. Það hefur borið meira
á þessum sýningum og fólk
talar um að þær gangi vel.
Ég veit auðvitað að LR er í
kröggum og getur þess
vegna ekki sett upp fleiri
sýningar eða nýtt sér fleiri
sýningarkvöld. Það er löngu
Ient inni í einhverjum víta-
hring. Undanfarið hafa
heyrst háværar kröfur um
auknar fjárveitingar til þess,
sem leysa skuli allan vanda.
Mér finnst hins vegar skipta
öllu máii þegar maður ræðir
leikhús að spyrja sig hvaða
erindi það eigi. Kemur mér
það á einhvern hátt við sem
þar er verið að sýna? Þess
vegna væri gaman að heyra
hvernig LR gæti hugsað sér
að nýta aukna fjárveitingu
til að snúa við blaðinu og
breyta ímynd sinni og bjóða
upp á ögrandi Ieikhús. Það
væri forvitnileg umræða. Ég
vona bara að félagið fái byr í
seglin í kringum aldaraf-
mælið og nýti sér athyglina
sem að því beinist til að fara
að spegla sig í núinu. Saga
LR er merkileg, starfið í 100
ár er þakkarvert og á skilið
hamingjuóskir, en það er
sprengikraftur sýningarinn-
ar í kvöld og á morgun og
hinn sem réttlætir áfram-
haldandi líf,“ segir Sigrún
Valbergsdóttir.