Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.04.1997, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 03.04.1997, Qupperneq 6
RMMTTJDAGUR 3. APRÍL1997 Meinturfjársvikari, sem sjálfur hefur veriö kæröurtil Rannsóknarlögreglu, stefnir Helgarpóstinum fyrir aö kalla sig svindlara j Samkvæmt ákvörðun stjórn- arinnar skyldu jöfnunarhluta- bréfin gefin út þann 31. júlí. Þetta gekk eftir. Helgarpóstur- inn hefur undir höndum afrit af bréfi sem fylgdi með jöfnunar- bréfunum og skrifað var til að tilkynna um útgáfu þeirra og greiðslu arðs. Þetta bréf var dagsett 31. júlí og undirritað af Jóhanni A. Jónssyni, sem í þessu bréfi kallar sig reyndar forstjóra. Ekki orð um jöfnunarbréf Formlega var gengið frá skiptunum á hlutabréfunum og bílnum 2. ágúst. Afsalið fyrir bílnum er dagsett þann dag. Við þetta tækifæri bað Hregg- viður um að framsalið á bréf- unum yrði dagsett aftur í tím- ann. Sem ástæðu fyrir þessari beiðni tilgreindi Hreggviður að hann vildi fá að njóta 2% arðs af bréfunum, eða nálægt 30 þúsund króna. Það varð að samkomulagi að Hreggviður skyldi í staðinn láta setja út- varp í jeppann. Ákvörðun um arðgreiðslu hafði þegar verið tekin, reynd- ar á sama stjórnarfundi og ákveðið var að gefa út jöfnun- arhlutabréfin. Um útgáfu þeirra og arðgreiðsluna var til- kynnt í sama bréfi. Það virðist því óneitanlega sérkennilegt að Hreggviður skyldi við þetta tækifæri vísa til arðsins sem ástæðu en ekki nefna jöfnunar- bréfin einu orði. Framsal bréfanna var svo dagsett 30. júlí, daginn áður en jöfnunarhlutabréfin voru form- íega gefin út og arður greiddur. Með þessa sérkennilegu dag- setningu í höndunum fékk Hreggviður Jónsson ekki bara hlutabréfin sem hann hafði keypt og Árni taldi sig vera að selja honum á tvöföldu nafn- verði, heldur fékk hann nú einnig jöfnunarbréfin afhent hjá Jóhanni bróður sínum. Það mun ekki vera lögfræði- legt túlkunaratriði að hefði framsal hlutabréfanna verið dagsett 2. ágúst, eins og afsalið fyrir bílnum, hefði það verið Árni sem átti tilkall til jöfnun- arbréfanna en ekki Hreggvið- ur, vegna þess að hann var eig- andi hlutabréfanna þegar jöfn- unarbréfin voru gefin út. Það var þannig að líkindum einmitt meginatriði málsins frá sjónar- miði Hreggviðs að fá að setja ranga dagsetningu á framsal bréfanna. Hefði hann ekki feng- ið það í gegn er ólíklegt að Jó- hann bróðir hans hefði getað afhent honum jöfnunarbréfin nema gerast sjálfur brotlegur við lög. Dagsetti kaup á hlutabréfum í Hraðfrystistöð Þórshafnar aftur í tímann til að fá jöfnunarhlutabréf í sinn hlut. Heiðarlegur? Að sögn Árna Helgasonar, sem átti þessi bréf, hafði hug- ur Hreggviðs alllengi staðið til að eignast þau. Tilboð hans fóru þó fyrst að hækka að ráði þegar kom fram í júlí og á end- anum bauð Hreggviður honum þriggja milljóna króna jeppa fyrir bréfin. Árni hafði verið að velta fyrir sér bílakaupum og tók þessu boði, enda renndi hann ekki grun í raunverulegt verðmæti bréfanna. í því máli gilti hið sama um Árna og fjöl- marga aðra íbúa á Þórshöfn og smáa hluthafa í HÞ. Árni vissi ekki einu sinni að til stæði að gefa út jöfnunarhlutabréf. í því tilliti gegndi nokkuð öðru máli um Hreggvið Jóns- son. Bróðir hans, Jóhann Arn- grímur Jónsson, er fram- kvæmdastjóri HÞ og jafnfram oddviti Þórshafnarhrepps. Jó- hann virðist síðustu árin hafa róið markvisst að því að ná undir sig og nánustu sam- starfsmenn sína eignarhaldsyf- irráðum yfir fyrirtækinu. Hann, bræður hans og nokkrir sam- starfsmenn í HÞ hafa persónu- lega keypt allmikið af hluta- bréfum en auk þess stofnaði Jóhann ásamt fleiri yfirmönn- um HÞ einkahlutafélagið Hæng sem keypti um fjórðung hluta- bréfa í fyrirtækinu. Frá því máli hefur raunar áður verið sagt í HP. Sérkennilegar dagsetning- ar Á því getur naumast leikið nokkur vafi að Hreggviður hafi í sumar fylgst grannt með því sem fram fór varðandi útgáfu jöfnunarhlutabréfanna. í stefnu sinni á hendur Helgar- póstinum rekur Hreggviður, eða Gestur Jónsson fyrir hans hönd, helstu atriði málsins og þar er m.a. að finna nokkrar at- hyglisverðar dagsetningar. Þessar dagsetningar leiða sterk rök að því að Hreggviður hafi gert sér fulla grein fyrir öll- um aðstæðum. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa í HÞ var ákveðin á stjórnarfundi 22. júlí í sumar. Með þessari ákvörðun var hlutafé fyrirtæk- isins aukið úr 150 milljónum í 300. Jöfnunarbréfin voru send hluthöfum í fyrirtækinu þeim að kostnaðarlausu. í greinar- gerð Gests Jónssonar með stefnunni segir að Hreggviður hafi samþykkt tilboð Árna Helgasonar um jöfn skipti á hlutabréfunum og jeppanum 21. eða 22. júlí. Með jáessu er verið að gefa til kynna að ákvörðun um kaupin hafi verið tekin af báðum aðilum áður en, — eða sama daginn og ákveðið var að gefa út jöfnunarhluta- bréfin. Hreggviður Jónsson, fram- kvæmdastjóri hjá Stöð 2 og stjórnarformaður íslenskrar margmiðlunar (líksins af Stöð 3), hyggst gera sér peninga úr frásögn Helgarpóstsins af því þegar hann plataði hlutabréf í Hraðfrystistöð Þórshafnar út úr trillusjómanni á Þórshöfn. Á þessum viðskiptum hagnaðist Hreggviður um 7-9 milljónir króna. Fyrir framgöngu sína í þessum viðskiptum hefur Hreggviður verið kærður til rannsóknarlögreglu en auk þess hefur Sigurður Skúli Bergsson, lögmaður trillusjó- mannsins, nú í undirbúningi að stefna Hreggviði vegna þessa máls. Hreggviður heimtar 2 millj- ónir í skaðabætur, aðrar 2 í miskabætur, 450 þúsund krón- ur til að kosta birtingu á dómn- um í þremur dagblöðum og loks krefst hann málskostn- aðar samkvæmt málskostn- aðarreikningi. Samtals gæti látið nærri að þess- ar kröfur nemi um fimm milljónum króna. Að því er fram kemur í stefn- unni gera þeir Hregg- viður og lögmaður hans, Gestur Jóns- son, sig ekki alls kost- ar ánægða með þessa peninga. Þeir krefjast þess nefnilega jafn- framt að Páll Vil- hjálmsson, ritstjóri HP, verði látinn dúsa í fangelsi í tvö ár. Sjálfum stefnt fyrir fjársvik Hreggviði verður reyndar sjálfum stefnt fyrir rétt á næstu dögum vegna þessa máls. Ámi Helgason, trillusjó- maður á Þórshöfn, hefur falið tengdasyni sínum, Sigurði Skúla Bergssyni héraðsdóms- lögmanni, að höfða mál á hendur Hreggviði fyrir fjársvik. Hyggst Skúli byggja málshöfð- unina m.a. á lögum um lausa- fjárkaup og krefjast þess að jöfnunarhlutabréfum, sem voru gefin út áður en Hreggvið- ur keypti hlutabréfin af Árna, verði skilað. Innanbúðarupplýsingar nýttar til hins ýtrasta Málið snýst um hlutabréf í Hraðfrystistöð Þórshafnar, sem fyrir útgáfu jöfnunarhluta- bréfa í sumar voru að nafnvirði rétt um ein og hálf milljón. Raunvirði þessara bréfa á hlutabréfamarkaði er um þess- ar mundir nálægt 12 milljónum króna eða áttfalt nafnverðið frá í sumar.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.