Helgarpósturinn - 03.04.1997, Side 22

Helgarpósturinn - 03.04.1997, Side 22
22 RMMTUDAGUR 3. APRÍL1997 Rómantík S T E P S Jerzy Kosinsky Steps Vintage 1988 Draumkenndur heimur Kosinskys Mál og menning hefur sjaldan eða aldrei státað af eins miklu úrvali klassískra samtímaverka og nú. Hér eru á feröinni kiljur, mestan part frá útgáfufyrirtækinu Vintage, og fást þær nú allar á góðu veröi. Gott dæmi um þetta er bókin sem hér er til umfjöllunar. Það er bókin Steps eftir Jerzy Kosin- sky, en hún hefur veriö illfáanleg hin síöustu ár. Þaö þarf vart aö kynna höfund á borö viö Kosinsky, svo stórt er framlag hans til bókmenntasög- unnar. Flestir munu þekkja bæk- ur Kosinskys Painted Bird og Being There. The Steps er dálítið einkenni- leg bók, hún líöur áfram og les- andanum finnst hann stundum vera staddur í furöulegum draumi, enda frásagnirnar afar Ijóörænar á köflum og standa saman án nokkurs samhengis. Efni frásagnanna er margslungiö en oftar en ekki leiöir Kosinsky lesandann inn í heim sem í hug- um flestra er forboöinn og fyrir- finnst jafnvel aöeins í villtustu draumum fólks. Frásagnarstíll Kosinskys er frábær í þessari bók ogjaörar á köflum viö hreina snilld. Þótt bókin sé komin nokkuö til ára sinna, en hún kom fyrst út ár- iö 1968, þá er engin ellimerki aö finna á henni. Þetta er ekki bók fyrir hneykslunargjama en áhuga- verö fyrir alla hina. Bókin er 148 síöur, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.295 krónur. Clive Egleton Warníng Shot Coronet Books 1996 Breskur atvörunjósnarí Þaö er mat margra aö rithöf- undurinn Cllve Egleton sé fremstur meöal jafningja þegar spennusagnagerö er annars veg- ar. Síöasta bók Egletons, A Let- hal Involvement, hlaut hreint ótrúlegar viötökur og seldlst upp hvarvetna. Aöalsöguhetjan í Let- hal Involvement er fyrrverandi njósnarinn Pcter Ashton og nú birtist hann aftur f nýjustu bók Egletons, Waming Shot. Sagan hefst á því aö höfuö- stöövar bresku leyniþjónustunnar í Berlfn eru sprengdar í loft upp, en þetta er aöeins viövörun og í kjölfariö hefst æöisgengin eftirför yAshtons í leit aö sökudólgunum. Á bak viö tilræðið munu standa íslamskir hrelntrúarmenn og beinir Ashton sjónum sínum aö talsmanni þeirra, sem er kaldrifj- uö ung kona. Aston rekur spor hennar til miövesturríkja Banda- ríkjanna þar sem hún hefur ekk- ert fagurt f hyggju. Þaö er ekkl aö spyrja aö því aö breski njósnar- inn Ashton er sá eini sem getur stöövaö hana... Warning Shot er skrifuö í gam- aldags njósnasögustíl og ef kven- fyrirlitning höfundar er undanþeg- in þá veröur þetta aö teljast af- bragös lesning. Bókln er 410 síöur, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.095 krónur. Alvara »«*r ‘Uk .•stmwi* Timothy Crouse: The Boys on the Bus Ballantine Books 1989 (1972) Fjölmiðlastjómmál Þessi bók er míníklassíker á sviöi nútímastjórnmála. Timothy Crouse skrifaöi hana eftir aö hafa fylgst meö forsétakosning- unum í Bandaríkjunum 1972, ekki stjómmálamönnunum sem böröust um tilnefningu, heldur meö blaöamönnunum sem dekk- uöu atburöina. Titillinn vísar til feröalagsins sem bíöur blaöa- mannanna er sjá stóru banda- rísku fjölmiölunum fyrir fréttaefni úr stjórnmálaheiminum. Crouse slóst f liö meö þeim, en hanri var sjálfur blaöamaöur, og kynntist vinnubrögöum einstaklinganna sem eiga aö veita stjórnmála- mönnum aöhald. Sum portrettin í bókinni veröa lesandanum Ijóslifandi. Þarna er til dæmis Johnny Apple yngri frá New York Times. Apple veit af mætti sínum, hann erfulltrúi eins stærsta og virtasta dag- blaös f Bandaríkjunum og lætur umhverfiö vita af því. Af þeirri ástæöu þola kollegarnir hann ekki. Blaöamenn eru feimnir menn meö mikilmennskubrjál- æöi; Apple skortirfeimnina, skrifar Crouse. Stórir fjölmiölar í Bandarfkjun- um eru stofnanin svona eins og Morgunblaðið á íslandi. Og hvor- um tveggja er sameiginlegt aö vera ekki alltaf í traustu jarösam- bandi. I bókinni er sagt frá ólík- um sjónarhornum blaöamanna annars vegar og stjórnenda fjöl- miölafyrirtækjanna hins vegar. Blaöamenn eru fullir fyrirlitningar á yfirmönnum sínum, sem líta á þaö sem hlutverk sitt aö draga úr broddinum f fréttaskrifum þeirra sem gerst þekkja. Bókin er — vel aö merkja — skrifuö fýrir daga Watergate- hneyksllsins sem knúöl Richard Nixon forseta til afsagnar árlö 1973 og er vitnlsburöur um tíma sem minna meira á (sland f dag en Bandaríkin á líöandi stund. Fööurlegt yfirlæti þeirra sem meö völdin fara hylur sýn á þjóö- félagsgerjun sem sföar þótti marka tímamót. Leyndarárátta í þágu hverra? dögunum bar Mörður ^%Ámason fram fyrirspurn á Alþingi, sem hann beindi til Þorsteins Pálssonar dóms- málaráðherra, þar sem óskað var upplýsinga um vopnaforða lögreglunnar, hvernig löggæzlumenn vorir væru í stakk búnir — svona yfir höfuð að tala. Fyrirspyrjandi taldi svör Þorsteins ófullnægjandi, enda var ekkert á svari ráð- herra að græða. Gott ef ráð- herrann kvaðst ekki vera viss um það hvort þessar upplýs- ingar ættu að fara leynt!! Eru það æviráðnu embættis- mennirnir, sem fara með völd- in í ráðuneytunum, eða ráð- herrarnir? Þessi rimma og nokkrar fleiri á Alþingi nú nýverið, sem hafa fjallað um upplýsingaskyldu framkvæmdavaldsins gagn- vart löggjafarvaldinu, hafa óneitanlega vakið menn til um- hugsunar með hvaða hugarfari ríkisstjórnin samþykkti að lagt yrði fram frumvarp til laga um upplýsingafrelsi, frumvarpið sem varð að svokölluðum upp- lýsingalögum í byrjun ársins. Manni sýnist a.m.k., að ekki ríki mikill skilningur á meðal embættismanna ráðherranna á hlutverki sínu í stjórnsýsl- unni. Opinberlega hafa komið upp dæmi um upplýsingatregðu framkvæmdavaldsins, sem komið hafa til kasta úrskurðar- nefndar þessara mála, og mörg önnur hafa komið fyrir nefnd- ina. Sú örskamma reynsla, sem er komin á lögin, hefur stað- fest staðhæfingar um að ís- lenzka stjórnsýslan einkennd- ist af leyndaráráttu og jafn- framt, að þar giltu geðþótta- reglur í upplýsingamálum. Vandræðagangurinn við að koma þessari lýðræðisreglu á koppinn er sönnun þeirrar tregðu, sem ríkti hjá hinu opin- bera. Það er satt að segja ís- lendingum til skammar að hafa látið Suður-Afríku skjóta sér ref fyrir rass, en þar voru sam- þykkt lög um upplýsingafrelsi fyrr en hér á landi. Hverjir flokka upplýsingar sem trúnaðarmál? Þegar ég hlustaði á vand- ræði þingmanna við að afla Fjölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar upplýsinga varð mér hugsað til Moynihan-nefndarinnar í Bandaríkjunum, sem fór í saumana á flokkunarkerfi upp- lýsinga í bandaríska stjórn- kerfinu. Hún komst að þeirri niðurstöðu að taka þyrfti á leyndarreglum og setja mun strangari reglur um hverjir mættu flokka opinberar upp- lýsingar, þrátt fyrir bein- skeytta tilskipun Clintons Bandaríkjaforseta frá 1995 til allra stjórnardeilda um að þær skyldu draga úr ofnotaðri trún- aðarflokkun skjala. Nefnd Daniels Moynihan öldunga- deildarþingmanns sagði að leyndin væri alltof mikil, m.a. vegna regluskorts og þeirrar „Sú örskamma reynsla, sem er komin á lögin, hefur staðfest staðhæf- ingar um að íslenzka stjórnsýslan einkenndist af leyndaráráttu og jafn- framt, að þar giltu geð- þóttareglur í upplýsinga- málum.“ staðreyndar, að um tvær millj- ónir opinberra starfsmanna og ein milljón verktaka hefðu enn leyfi til að ákveða hvort upp- lýsingar skyldu fara leynt eða ekki. Nefndin lagði til snemma í marz sl., að sett yrðu lög, þar sem kveðið væri á um að sýna þyrfti fram á „sannanlega þörf“ til að flokka skjöl (sem leyni- eða trúnaðarplögg) og þá vegna ótvíræðra öryggishags- muna ríkisins. Fyrirspurn: Hver er vinnu- reglan hér og hvaða starfs- menn hins opinbera og hálf- opinbera hafa heimild til að flokka skjöl sem trúnaðarmál o.s.frv.? Áskorun: Væri ekki ráð, að þingmenn skipuðu nefnd tii þess að kanna sjálfstætt þá leynd sem ríkir í stjórnsýsl- unni, hvaða reglur eða viðmið séu notuð við trúnaðarflokkun skjala, o.s.frv. Páskaprédikun í fréttatíma Sjónvarpsins Ólafur Sigurðsson frétta- maður á það stundum til að detta í prédikanir. Það væri í sjálfu sér allt í lagi, ef ekki væri um að tefla fréttatíma Sjón- varpsins. Reyndar á Ólafur ekki langt að s'ækja tilhneig- ingu til prédikana, allra sízt á páskum. Sjálfur er ég þeirrar hyggju, að blaða- og frétta- 1 • menn geti varla svo vel sé skil- ið fréttir og eigin skoðanir með öllu að, þótt þeim beri að reyna af fremsta megni. Á hinn bóginn tel ég, að breyta ætti fréttatímum sjón- varpsins að því marki, að fréttamenn bæði innlendra og erlendra frétta fiytji í eigin nafni fréttaskýringar, merktar í bak og fyrir sem slíkar, til þess að þeim gefist kostur á að fjalla með persónulegri hætti um viðburði, þar sem þeir reyndu samt að draga fram ólík sjónar- mið. Án fréttaskýringa geta lekið inn í fréttatímana hleypi- dómar fréttamanna og í versta falli verður fréttaflutningurinn að prédikun. A annan í páskum fjallaði Ól- afur um kosningabaráttuna á Bretlandi, þar sem fjölmiðlar fjalla allmikið um meint hneykslismál þingmanna íhaldsflokksins, einkum meint kynlífshneyksli Piers Mer- chant og 17 ára stúlku. Um þetta eru skiptar skoðanir og hin fræga gula pressa á Bret- landi gerir mikið úr, eins og vænta mátti. En virðulegri blöð fjalla einnig um þessi mál og brezku sjónvarpsstöðvarn- ar. Páskaboðskapur Ólafs var hins vegar klár: Lauslæti gerir stjórnmálamenn ekki vanhæfa. Sagan sannar það! Þess vegna eru þetta ekki fréttir, heldur söluvara vondra blaða. Ég er sammála staðhæfingu Olafs um, að lauslæti per se geri menn ekki vanhæfa. Hins veg- ar á svona prédikun ekki heima í frétt. Ingólfur Hannesson íþróttafréttamaöur „Þaö er útilokaö aö svara þessari spurningu á ein- faldan hátt vegna þess aö ein bók hefur ekki breytt lífi mínu svo nokkru nemi. Hins vegar hafa margar bækur vakiö hughrif sem eru minnisstæö. Ég get nefnt fáein- ar. Sölku Völku las ég sem drengur í Höll sumarlands- ins viö Hvítárbrú og var nánast stjarfur nokkrar lestrar- nætur vegna orösnilldar Laxness og persónulýsinga hans, einkum hvaö varöaöi aöalpersónuna. Nokkrum árum síöar, á gelgjuskeiöinu, uröu Ofvitar Þórbergs Þórðarsonar tilefni minnisstæös hugarflugs, einkum óborganlegar lýsingar hans á ætluöum engladansi hjá Hjálpræöishernum og kynlífsbrölti í kirkjugaröinum viö Suöurgötu. Á seinni árum get ég nefnt leiftrandi sögur þeirra Gabriels García Márquez og Isabellu Allende, llminn eftir Patrick Siiskind, Jólaóratóríu Görans Tunström og Engla alheims Einars Guðmundssonar, sem aö mínu mati er sannkallaö meistaraverk í einfald- leik sínum og hlýju. Reyndar held ég aö þaö sem einkum situr eftir í gloppóttum bóklestri mínum séu bækur Halldórs Kiljan Laxness, eöa öllu heldur sá merkilegi taóismi sem þar rikir. Glíman viö aö skilja þann hugarheim hefur vafalitiö haft umtalsverö áhrif á alla lesendur hans og breytt lífi margra þeirra og hegöun á ýmsa lund. Ég hygg aö Lax- ness veiti okkur beitarhúsamönnum hér á íslandi nýja sýn á okkar eigin tilveru. Slíkt skiptir vísast verulegu máli."

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.