Helgarpósturinn - 03.04.1997, Síða 24
HELGARPOSTURINN
3. APRÍL 1997 13. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR.
Tvímenningarnir sem stýra fjölmiðlasamsteypu
Stöðvar 2 og DV, þeir Eyjólfur Sveinsson,
framkvæmdastjóri DV, og Jón Ólafsson, stjórn-
arformaður Stöövar 2, hafa báðir sótt menntun
til Bandaríkjanna — Jón að vísu aðeins sumar-
kúrsa. Lærdómur sem báðir hafa dregið af kynn-
um sínum af bandarisku viðskiptalífi er að lög-
sækja þegar nokkur kostur er. Hvorugur virðist
þó hafa fattað að í Bandarikjunum tíðkast ekki
aö fjölmiðlar stefni blaðamönnum fyrir að iöka
tjáningarfrelsiö. Með því að lögsækja fjölmiðla
skapa eigendur fordæmi fyrir lögsókn gegn þeim
sjálfum. En þeir félagar ætla kannski ekki að
reka fjölmiðla með tilburði til gagnrýninnar um-
fjöllunar...
Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur stefnir
Guðrúnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi rit-
stjóra Helgarpóstsins, fyrir hönd Dags-Tímans en
Gestur Jónsson stefnir Páli Vilhjálmssyni, nú-
verandi ritstjóra HP, fyrir hönd Hreggviðs Jóns-
sonar, framkvæmdastjóra Stöðvar2. Bæði Sig-
urður og Gestur þjónusta Jón Ólafsson á Stöö 2
á ýmsa vegu. Sigurður m.a. meö setu í stjórn íslenska útvarps-
félagsins og Gestur með þátttöku í samningunum um samruna
Stöðvar 2 og Stöðvar 3...
*
ADVer Eyjólfur Sveinsson framkvæmdastjóri kallaöur Lilli.
Nýjungar í starfsmannastjórnun sem hann hefur bryddaö á
mælast misvel fyrir. Starfsmenn eru t.a.m. kallaöir fyrir einn í
einu og þeim tilkynnt í hvaða flokki þeir eru eftir starfsframlag-
inu sem þeir skila. Starfsmennirnir fá að vita hvort þeir eru í
öörum flokki, fyrsta flokki eða úrvalsflokki, svona eins og þeg-
ar sauðfé er dregið í dilka...
Fyrir þremur vikum hélt Lilli ritstjórnarfund og tilkynnti aö
þeir sem hefðu komist upp í úrv'alsflokk ættu von á launa-
hækkun — þegar fyrirtækið hefði bolmagn til þess einhvern
tímann í framtíðinni. Á fundinum vakti þaö kátinu að Lilli sagði
aö nýtt fýrirkomulag yrði tekið upp til að viðhalda aga. Áformað
er aö gefa þeim starfsmönnum gult spjald sem slá slöku við
og er það gert til aðvörunar...
Tímaritiö Húsfreyjan, sem Kven-
félagasamband íslands gefur út,
fékk nýjar ritstýrur í vikunni. Út-
varpskonurnar Inger Anna Aik-
man og Margrét Blöndal voru
ráðnar til að sjá um útgáfuna, en
ein fjögur til sex tölublöð koma út
á ári. Þetta er ekki eini tímamótaviöburðurinn í lífi Inger Onnu
um þessar mundir. í vikunni eignaðist hún dóttur. Til ham-
ingjui...
Birgir Leifur Hafþórsson golfari er ekki sagður í neinum
uppgjafarhug þessa dagana. Hann er nýlega kominn heim
frá Englandi þar sem hann náði 15. sæti á stórmóti og er á
leiðinni út aftur til að vinna stærri afrek í íþróttinni. Um Birgi
Leif var fyrir nokkru stofnað hlutafélag sem á aö auðvelda hon-
um aö komast inn I heim atvinnumennskunnar. Aö sögn er
árangur hans fram aö þessu ágætur og gefur góöar vonir þótt
enn sé á hinn bóginn kannski fullsnemmt að slá því föstu að
rekstur hlutafélagsins skili arði...
Gjaldþrotaskipti geta tekiö tímann sinn. Kaupfélag Tálknfirð-
inga varö gjaldþrota sumarið 1984, eða fyrir bráöum þrett-
án árum. Sýslumaöurinn í Barðastrandarsýslu úrskuröaði að
félagið væri gjaldþrota þann 17. júlí 1984. Jón Sigfús Sigur-
jónsson var skipaður skiptastjóri hinn 5. ágúst. Ártalið var
hins vegar ekki 1984 heldur 1993. Ekki var þó allt búið enn.
Skiptum lauk í febrúar á þessu ári og að því er Lögbirtingablað-
ið skýrir frá greiddust ríflega 432 þúsund krónur upp í sam-
þykktar almennar kröfur sem samtals námu rúmum Ijórum
milljónum...
Meira úr Lögbirtingablaðinu. Þar er í hverju blaði fjöldi eigna
auglýstur til sölu á nauðungaruppboöum. Venjan mun að
vísu sú að þegar kemur til þess aö bjóöa eignir upp á nauö-
ungaruppboði er búið að ganga nokkuð hart fram I innheimtu
og eigendur hafa þá fengið allnokkur tækifæri til að greiða.
Meðal þeirra eigna sem einmitt á að bjóöa upp í dag, hafi eig-
andinn ekki verið búinn að greiöa skuldina, er jörðin Stafholt í
Stafholtstungum.í Borgarfirði. Eins og svo oft þegar um jarö-
eignir er að ræöa er það Stofnlánadeild landbúnaðarins sem
biður um uppboöið. Upphæðin sem eigandinn skuldar er aö
vísu ekki mjög há, 187.508 krónur. Það sem hins vegar vekur
Amerískir
livíMarstól
ar
Action Lane hvíldarstólarnir eru vandaÓir
og smekkíega kannaÓir og fáanlegir meÓ
leÓur- eÓa tauáklæÓum.
MikiÓ úrval, margir litir og gott verÓ.
Hvíldarstóllinn sem joú getur veriÓ
stolt(ur) af í stofunni joinni.
7d. ()()(),-
Leður á slitflötum
Litir: Brúnn ( mynd),
vínrauður, svartur
(Hot Sko
4(r•(>()(),'m
Tauáldæði
Litir: Grænn ( mynd),
vínrauður, Lrúnn
(Hot Skotj
(Traider
Tauáklæði
Litir: Rauður ( mynd),
grænn
/■(■!><)(), - *
Leður á slitflötum
Litir: Brúnn ( mynd),
vínrauður
,6" ef
Langkoltsvegi 111 • 124 Reykjavík
Sími: 533 3500 ■ Fax: 533 3510
athygli er að eigandi jaröarinnar er eiginlega bara
annar vasi á sömu flík. Stafholt er nefnilega ríkis-
jörð í vörslu landbúnaöarráöuneytisins...
Islenski söngheimurinn er frjór.
Það sést best á því að það er ekki
bara Sigrún Hjálmtýsdóttir söng-
kona sem er ófrisk heldur og
Margrét Pálmadóttir, hinn frækni
kórstjóri Kvennakórsins. Margrét er
ekki bara meö afbrigðum frjó sem tónlistarmaöur
heldur einnig sem kona, því þetta barn sem bíð-
ur þess að koma í heiminn verður fimmta barn
Margrétar...
Karlakór Reykjavíkur hefur nú I nokkur ár veriö
að basla við að koma yfir sig húsi I Suðurhlíð
og gengiö heldur hægt. Nú hefur aftur á móti
heyrst að allar líkur séu á að Kvennakór Reykja-
víkur kaupi sig inn I starfsemina og deili húsinu
með körlunum. Til að þetta megi veröa að veru-
leika hefur Reykjavíkurborg gefið vilyrði fyrir því
að kórarnir verði styrktir af borginni. Ef þetta
gengur eftir geta tónlistarunnendur fagnað, því
húsiö mun fullbyggt veröa hiö glæsilegasta og
með góðum tónleikasal. Þaö má því kannski bú-
ast viö blómlegri tónlistarstarfsemi I Suöurhlíö-
inni og hver veita nema eitthvaö fleira blómstri
við samvinnu kóranna...