Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 5 ■SB ísland er aö veröa miöstöö stórpoppara. Hér eru haldnir hverjir stórtónleikarnir á fætur öörum. Viö sem erum varla búin aö jafna okkur eftir Dr. Hook, Bonnie Tyler og fleiri afdankaöar tónlistarfígúrur. Því er þaö fagnaöarefni aö jafnvinsælar hljómsveitir og Skunk Anansie og Fugees skuli vera aö koma til aö spila fyrir fjölmarga íslenska aödáendur. Fyrir þá sem ekki þekkja nægilega vel til sveitanna er grein SigurðarÁgústssonar ágætis lesning. Vonandi seint og um síðir, því það er fagnaðarefni að slíkar sveitir komi hingað til lands. Vel að merkja; Á MEÐAN ÞÆR ERU ViNSÆLAR OG FRÆGAR ' Tónlistarviðburðum sem þess- um eru að sjálfsögðu gerð skil í HP. Svipuð úttekt á Fugees verður í næsta blaði. Skunk Anansie er líklega ein eftirtektarverðasta hljómsveit sem fram hefur komið á Bret- landseyjum síðari ár. Hljóð- upptökur sveitarinnar eru mjög dýnamískar og hljómleik- arnir kröftugri en áður hefur þekkst. Tónlistin er samsuða úr fönki, pönki, þungarokki og reggíi; blanda sem kveikir í fólki. SA hefur tekist að búa til blöndu sem víðfeðmur hópur fólks með ólíkan bakgrunn heillast af. Margir hafa velt því fyrir sér hvað nafngiftin þýði. Skunk er einfaldlega skúnkur (kvikindið sem gefur frá sér ógeðslega lykt) og Anansie mun vera kónguló ættuð úr þjóðsögum Jamaíkabúa. Sveitina skipa þau Skin sem þenur raddbönd og er performer á heimsmæli- kvarða, hún er sögð minna um margt á Ziggy Stardust, Cass Le- wis á bassa; Ace á gítar og Mark Richardson á trommur. Sveitin var stofnuð í febrúar 1994 og í júlí sama ár tók útgáfufyrir- tækið One Little Indian þau upp á arma sína eftir að er- indreki þess hafði heyrt í sveitinni á tónleikum. Fyrsta smáskífan, Little Ba- by Swastika, var tals- vert spiluð á Radio 1, en útvarpsstöðin hafði milligöngu um að lagið var hljóðrit- að. Útlit söngkonu sveit- arinnar, Skin, hefur verið umræðuefni. Hún er kolsvört, nauða- sköllótt og' svo grönn að leitun er að öðru eins. Hún segist sjálf ekki leggja mikið upp úr útliti sínu en aðrir dæmi sig og þykist sjá hvern mann hún hafi að geyma af útlitinu einu saman. Helstu áhrifavaldar sveitar- innar, ja eða að minnsta kosti sveitir sem hægt er að segja að SA minni á, eru jafn ólíkir flytjendur og: Sly Stone, The Sex Pistols, Public Enemy, Black Sabbath og PJ Harvey. TVÆR BREIÐ- SKIFUR: HVOR ANNAR^I BETRI Skunk Anansie hefur ekki setið auðum hönd- um, tvær breiðskífur hafa litið dagsins ljós og sú þriðja er í burð- arliðnum. Fyrsta plata SA, Paranoid <S Sun- burnt, hefur selst í skipsförmum og er enn að seljast. Fyrstu smá- SOLBRENND MEÐ OF- SOKNARÆÐI Frægðin kom fljótt. Hið virta blað NME (New Musical Express) valdi SA til að taka þátt í Brat Bus Tour og tónlist- artímaritið Kerrang sagði þau besta breska bandið árið 1995. Sveitin var svo valin besta tónleika- band ársins 1996 af breskum poppskríb- entum. Állir með- limir SA leggja sitt af mörkum við laga- smíðar og textagerð. Textarnir og lögin endurspegla sterk- lega þeirra eigin skoðanir, pólitískar jafnt sem heimspeki- legar vangaveltur. Lög eins og Int- ellectual My Black- ness bera því merki. skífurnar af þeirri plötu, Selling Jesus og I Can Dream, komust á topp 40-listann breska. Næstu smáskífur gerðu betur og bæði Weak og Charity komust inn á topp 20. Það þarf ekki að koma á óvart að fyrsta plata sveitarinn- ar skyldi hljóta svona góðar viðtökur ef mið er tekið af hverjir unnu plötuna með SA: Sylvia Massey útsetti með sveitinni (Massey hefur unnið með m.a. Tool og Prince) og hljóðið blandaði Andy Wall- ace (hefur hljóðbland- að fyrir ekki ófrægari sveitir en Nirvana, Faith No More, Jeff Buckley og Bad Religion). Það þarf því ekki að koma neinum á óvart hversu lengi platan var á topp 10 á Bretlandi. Seinni plata sveitar- innar, Stoosh, hefur fengið glimrandi góðar móttökur. Á Stoosh eins og P&S (ekki þeir bræður Póstur og Sími) er að finna merkilegt samsafn tónsmíða; allt frá hröðu rokki til fal- legustu ballaða, og allt matreitt á hinn skemmtilegasta hátt. Af handahófi skal nefna; Hedonism, All I want og Twisted. FRÁBÆR TÓN- LEIKASVEIT Styrkur Skunk An- ansie er ekki síst hversu magnaðir tón- leikar sveitarinnar eru. Þeir eru kröftugir og sviðsframkoma vægast sagt hressileg. Þá skað- ar lítið að söngkonan Skin þykir hafa sérstak- lega góða rödd sem hún getur valhoppað með upp og niður skal- ann. Sumir segja hana bestu soul- og blússöngkonu heims, — aðalgallinn er sá að hún sjálf hefur takmarkaðan áhuga á frama á því sviði. Hingað til hafa SA sjaldan verið aðalnúmerin á stórum tónleikum en hafa hitað upp fyrir ekki ómerkari sveitir en Therapy, Lenny Kravitz og Bon Jovi. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti, en það er eins og mig minni að SA bregði fyrir í myndinni Strange Days. I það minnsta átti sveitin lagið Feed í myndinni og ef ég man rétt sést til sveitarinnar á sviði flytja umrætt lag í myndinni. UPPSELT Nú er uppselt í Höllina 10 maí. Eini sénsinn til að ná sér í miða er að taka þátt í kókleikj- um hvers konar og hafa kók- leikir líklega aldrei verið jafn- vinsælir og nú. Það sem gleður undirritaðan hvað mest við tónleika SA — fyrir utan að SA skuli spila eðlilega — er sú stefna íslenskra tónleikahald- ara að upphitunarsveitir ís- lenskar séu frumlegar og skemmtilegar. Það er sumsé komið í kollinn á fólki, ekki bara tónleikagestum, að það er stemmning í því að mæta snemma og hlusta á hljóm- sveitir sem ramba á heims- frægðarbarminum víðfræga. Það var fátt lamaðra en að mæta í Höllina og þurfa að hlusta á jafnþreyttar sveitir og SSSól kyrja sveitaballa- slagarana. Það einfaldlega á ekki við. Það er sérstakt fagnaðarefni ef fyrirgreiðslupólitíkin er búin að vera í þessum bransa. Þeir sem eiga ekki miða og þekkja ekki mann sem þekkir mann sem þekkir einhvern mann sem getur kannski reddað miða á svörtum fyrri fimmara skulu ekki örvænta, því Fugees er væntanleg innan skamms og á þeim tónleikum verður örugglega margt um manninn eins og á SA. VIÐ HÖFUM OPNAÐ PL ÖNTUSÖL UNA - ERT ÞÚ TILBÚIN(N) MEÐ ÞÍNA RÆKTUNARÁÆTLUN ? - nú ir mmmm m að leita mBOÐA Aldrei meira úrval af skógar- og garðplöntum, sumarblómum, verkfærum, mold o.fl. o.fl. Kynntu þér úrvalið. Sendum í póstkröfu um allt land. PLONTUSALAN I FOSSVOGI Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8-19. helgar kl. 9-17. Sími 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.