Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 tAtW á Islandi, bandarískt kaldastrídsu IjöldasiáHsmorð á Nike- Einn af ritstjórum breska vikuritsins Economist, Frances Caimcross, var á ís- landi í byrjun mánaðarins og þess sjást merki í síðasta tölu- blaði þar sem annars vegar er frétt um fiskveiðistjórnunar- kerfið og hins vegar um ís- lensku handritin sem Danir skiluðu íslendingum. í seinni fréttinni voru orðréttar tilvitn- anir hafðar eftir Elíasi Snæ- land Jónssyni, aðstoðarrit- stjóra DV, og Stefáni Karlssyni á Árnastofnun, en aðeins í und- antekningartilfellum er bein ræða höfð eftir heimildamönn- um Economist. Economist tekur Morgun- ö/aðslínuna í kvótaumræðunni og vill að gjald komi fyrir kvót- ann. Tímaritið bendir á að ókeypis úthlutun á rétti til olíu- vinnslu, námugraftar eða fisk- veiða leiði gjarnan til offjár- festingar. Eins og menn muna var kvótakerfið upphaflega stutt þeim rökum að það ætti að draga úr offjárfestingum. Hvernig má þetta vera? Án efa gerði kvótakerfið út- gerðum kleift að nýta fjárfest- ingar sínar betur. Á meðan sókn var ótakmörkuð stóðu þær útgerðir best að vígi sem áttu stærstu og öflugustu skip- in er gátu tekið mestan afla á sem skemmstum tíma. Nýting fjárfestinga var ekki sem skyldi í slíku kapphlaupi. Eftir að kvóti var settur á var hægt að skipuleggja sóknina og taka afl- ann á hagkvæmastan hátt. Skynsamar útgerðir eins og Síldarvinnslan í Neskaupstað fjárfestu fremur í kvóta en í nýjum fiskiskipum. Framselj- anlegur kvóti var lykillinn að hagræðingunni. En hagræðing í sjávarútvegi skilar ekki ár- vissum vexti. Eftir að jafnvægi hefur verið náð á milli sóknar- getu flotans og afraksturs mið- anna dregur stórlega úr þeirri hagræðingu sem kvótakerfið getur skilað. Þá skapast þau skilyrði sem Economist nefndi. Á meðan kvótanum er úthlut- að ókeypis verður óeðlilega mikið fjármagn bundið í sjáv- arútvegi af þeirri einföldu Páll Vilhjálmsson ástæðu að arðurinn er mestur þar. ísiensku hlutabréfasjóðirnir sýna svo góða afkomu að áhugi erlendra fjárfesta fer vaxandi. Ástæðan? Jú, hluta- bréfasjóðirnir fjárfesta í út- gerðarfélögum sem fá ókeypis hráefni og búa jafnframt við verndaðar aðstæður; kvóta- kerfið sér tii þess að aðgangur- inn að hráefninu er takmarkað- ur við þær útgerðir sem fyrir eru. Engin furða þó að hækkun hlutabréfavísitölunnar sé meiri á íslandi en víðast hvar annars staðar á Vesturlönd- um. Hlutabréfaviðskipti eru áþekk hér og í siðmenntuðum löndum en umgengnin við náttúruauðlindirnar eins og hjá barbörum. Áður en Economist er kvaddur ber að geta þess að blaðið styður ekki Tony Blair og Verkamannaflokkinn í bresku þingkosningunum á morgun. Frances Cairncross taldi líklegt þegar hún var hérna á dögunum að Bill Em- mott aðalritstjóri, sem fer einn með ákvörðunina um það hvaða stjórnmálaflokk blaðið styður, myndi gefa Blair at- kvæði sitt en svo fór ekki. Ec- onomist styður John Major og íhaldsflokkinn en þó með hálf- um hug, eins og kemur fram í leiðaranum. Og miðað við skoðanakannanir þarf íhalds- flokkurinn meira en hálfvolgar stuðningsyfirlýsingar til að hajda völdum eftir 1. maí. Á meðan Bretar eru að velja sér framtíð velta Bandaríkja- menn fortíðinni fyrir sér, í það minnsta þeir sem skrifa rit- dóma í New Republic og Nati- on. Ný ævisaga Whittakers Chamber eftir Sam Tannen- haus fær ólíka dóma í vikurit- unum tveim. Chambers var kommúnisti á fjórða áratugnum en aðalvitni þingnefndar sem ungur þing- maður stýrði á fimmta ára- tugnum gegn Alger Hiss, sem var ásakaður um njósnir fyrir Sovétríkin. Ungi þingmaðurinn var Richard Nixon, sem vakti þjóðarathygli í hlutverki kommúnistaveiðara og varð forseti Bandaríkjanna 1968. Án Hiss-málsins hefði MacCarthy- tímabilið í Bandaríkjunum ekki verið eins langvinnt og þrúg- andi og raun varð á. Hiss var dæmdur sekur fyrir njósnir og Chambers hetja hægrimanna skúrkur í augum vinstrimanna, sem voru sannfærðir um sak- leysi Hiss allt þar til Berlínar- múrinn féll og skjöl í ungversk- um og sovéskum skjalasöfnum sýndu fram á að yfirgnæfandi líkur voru fyrir sekt hans. New Republic er fyrrvernadi vinstrarit en varð fremur hægrisinnað í forsetatíð Ron- alds Reagan og finnst fátt skemmtilegra en að vera á öndverðum meiði við Nation, sem gamla vinstrielítan á Aust- urströndinni heldur úti. Tony Judt skrifar ritdóm um bók Tannenbaums í New Republic og nuddar Nation upp úr því að trúa enn á sakleysi Hiss. Judt er sannfærandi þegar hann rekur þau málsatvik sem sakfella Hiss. Samlíkingin sem hann dregur á milli Chambers og Hiss er lítið meistarastykki. Ytri ásýnd gaf til kynna að þeir væru gagnólíkir. Chambers var feitur og illa hirtur, gekk í krumpuðum fötum og tann- garðurinn var eins og brennt indjánaþorp, á meðan Hiss var holdi klædd ímynd hins hóg- væra og fágaða súperembætt- ismanns. í Nation ritdæmir Elinor Langer ævisögu Chambers. Hún gerir mikið úr vafanum sem enn leikur um sekt Hiss og ósannsögli og ótrúverðugleika Chambers er til skila haldið. Langer, sem skrifar á undan Judt í New Republic, virðist þó sammála honum um eitt. Sam- spilið á milli Chambers og Hiss geymir ráðgátuna um tildrög þess að þeir hölluðust að kommúnisma en fóru svo hvor sína leiðina án þess að slíta böndin sem að lokum urðu lykkja um háls beggja. Chambers og Hiss dóu í óeiginlegum skilningi á fimmta áratugnum þótt þeir lifðu leng- ur, Chambers lést smáður og vinafár árið 1961 en Hiss haustið li..—.-*...- - 1996 í hárri | JjOVt* AlTlCTlCaU elli. I nwCw*"1-* Sjálfs- l morð I , bandaríska 1 anMk safnaðarins I „Himnahlið- I ið“ var bók- 1 staflegt eins l : og kemur I H fram í umfjöll- 1 un U.S. News I and World Re- I P port. Undir l.ilil - forystu safn- L aðarleiðtogans Marshalls Applewhite sviptu 39 manns sig lífi með blöndu af eiturlyfj- um, alkóhóli og köfnun. Trúar- setningar Applewhites voru hrærigrautur kristni, dul- hyggju, nýaldarspeki og geim- verupælinga. í tuttugu ár hafði hann byggt upp lítinn söfnuð Economist tekur Morg- unblaðslínuna í skrifum um kvótakerfið... New Republic og Nati- on takast á um Hiss- málið... og U.S. News segir frá fjöldasjátfsmorði safnaðarins Himnahliðið. sem fylgdi honum á enda. I hópnum var tiltölulega venju- legt fólk, til dæmis Yvonne McCurdy-HilI, 39 ára fimm barna móðir, og Jacqueline Leonard, 72 ára amma frá Io- wa. Eftirlifendur velta fyrir sér skýringum á því hvers vegna skynsamt fólk gerir óskynsam- lega hluti. Lítið atriði í frásögn U.S. News situr eftir. Safnaðarfólkið sem stytti sér aldur var allt skóað splunkunýjum Nike- íþróttaskóm og með fullpakk- aða ferðatösku. BALDURSB Symposium senda 19. maí frá sér nýtt smá- skífulag til að fylgja eftir topp 30-hittinu „Farewell to twilight". Það verður þriðji singull bandsins og heitir „The answer why I hate you“. Infectious Records gefa út. Vinna við frumburðarplötuna hófst nýlega, en hún kemur þó ekki út fyrr en í fyrsta lagi næsta vor. Bassa- leikarinn Wotjek semur lög með Tanitu Tikar- am fyrir næstu plötu hennar, hljómsveitin er núna í Bandaríkjunum á tónleikaför. Fyrsta út- gáfan þar verður EP-skífa hjá Red Ant-útgáf- unni, innihald m.a. „Drink the sunshine“, „Dis- appear“ og „Xanthein". Á tímabilinu 20. maí-11. júní kemur sveitin fram á tuttugu tónleikum, t.d. í Leicester 20., Reading 24., Newcastle 27., Leeds 30., Nottingham 2„ Norwich 5., Liverpool 10. og Birmingham 11. Stúdíó 2 hjá Abbey Road í London ómaði ný- lega allt af strengjum, frönskum hornum og Echo & the Bunnymen. Það er á leiðinni „comeback“-efni frá þessum „íslandsvinum" sem gerðu meira en að leika hér á tónleikum, því þeir notuðu Gullfoss í klakaböndum til myndskreytingar á einni plötunni sinni. Það er talað um nýja stóra breiðskífu í haust frá Ian McCulloch og félögum og óstaðfest loforð um smáskífu í sumar. Fluke fer sína fyrstu tónleikaferð um langt skeið í næsta mánuði og nýtt smáskífulag, „Absurd“, kemur út hjá Virgin 5. maí. Breiðskíf- an „Risotto“ er líkleg út í lok júní. Jon Fugler segir innihaldið af ýmsum toga, singullinn sé t.d. afsprengi harðasta tónleikalags sem þeir flytji. Ónnur lög fljóti frekar og meira sé instru- mental en á síðustu tveimur plötum. Flest lag- anna hafi enn sem komið er engan titil, þeir gætu allt eins nefnt þau 1-12. Vinnuheiti al- búmsins hafa verið nokkur, t.d. „Amp“, „Set mons“ og „Image". Hluti túrsins: Norwich 21. ars vegar lag af „Barafundle“ og hins vegar „Young girls“, sem ekki verður á breiðskífunni. U2 eru að hugleiða útgáfu á harðri hljóð- blöndun af „Mofo“ af „Pop“-plötunni. Það verður í samstarfi við Underworld. Bono og Karl Hyde mæltu sér mót fyrr í þessum mánuði og hafa hafið verkefnið í hljóðveri í Dublin. Lag- ið verður gefið út undir U2/Underworld. Um er að ræða næstum nýtt lag í endurvinnslunni. U2 hefur nú selt 1,5 milljónir miða á tónleika í N- Ameríku, heildartekjur um 70 milljónir punda. 3Colours Red sendu frá sér smáskífulagið „Sixty mile smile“ í febrúar hjá Creation. í kaupbæti fylgdu þrjú lög tekin upp á tónleikum, „Aniseed“, „This is my Hollywood" og „Nerve gas“. Söngvarinn Pete Vuckovic býr í London. Ábreiðulagið sem hann langar mest til að spreyta sig á er „Cinnamon girl“ eftir Neil Young. Fyrstu plöturnar sem hann eignaðist voru tvö fyrstu Police-albúmin, en fyrstu tón- leikarnir sem hann sótti voru með For- eigner árið 1984 (í fylgd föður síns, sem var mikill aðdá- andi). Nýr singull, „Pure“, af frumburð- aralbúmi (útg. 14.4.) 3 Colours Red kom í verslanir sl. mánu- dag, 28. apríl. Mansun gefa út nýja EP-plötu hjá Parlaphone 28. apríl. Aðallagið er „Taxloss" af nýlegri toppplötu þeirra, „Attack of the grey maí, Sheffield 23., Man- chester 26., Liverpool 28., Newcastle 31., Bristol 2. júní og London 6. RZA úr Wu-tan Clan hefur á eigin vegum gert plötusamning við Gee Street-útgáfuna. Hann var áður á samningi hjá þeim sem hluti af Grave-diggaz árið 1993. RZA mun gera sól- óplötu áður en árið er liðið, núna er hann hins vegar að ljúka við næstu breiðskífu Grafaranna, sem væntanleg er í júní. Orb, Sonic Youth, Brian Eno, Secret Knowl- edge og A Guy called Gerald eru á meðal þeirra sem vinna að útgáfu „Sacrilege - The Can Remix Album“. Hér er á ferð tvöföld geislaplata sem Mute/Spoon gefa út 5. maí. Innihaldið er eins og nafnið vísar til hljóðblandaðar útgáfur af þekktustu lögum þýsku hljómsveitarinnar Can, sem starfaði á sjötta og sjö- unda áratugnum. Supematurals gáfu út hjá Food/Parlaphone 14. apríl eftir- fara singulsins „Day before yester- day’s“. Nafn nýja lagsins er „Smile". Bakhliðarlög eru þrjú en frumburð- urinn kemur út snemma í maí, „It doesn’t matter any more“. Bandið hefur verið forréttur eða upphitun- arsveit fyrir grúppur eins og Gene og Boo Radleys, en eru nú aðalrétt- urinn á tónleikaferð sem hófst 5. apríl og stendur til 31. maí. Yfir tuttugu borgir eru sóttar heim, t.d. Leicester 10. maí, Liver- pool 15., Bristol 19., London 23. og Leeds 28. Ice Cube sendi nýlega frá sér nýja smáskífu, „The world is mine“, Jive gefur út. Þetta Iag er notað í kvikmyndinni „Dangerous Ground”. Ice leikur sömuleiðis í þessari kvikmynd og mót- leikari hans er hin bráðmyndarlega Elizabeth Hurley. Subcircus fylgja eftir velheppnuðum tónleik- um í Skotlandi með skipulagðri sextán borga ferð. Næsti viðkomustaður er Leeds 2. maí, Newcastle 4., Liverpool 7., Stoke 8., Bristol 12. og London 15. Önnur smáskífa bandsins, „You love you“, kom út 14. apríl en átti reyndar upp- haflega að vera á ferðinni í mars. Þriðji singull- inn kemur í lok maí. Gorky’s Zygotic Mynci virðast hafa uppgötv- að nýtt yfirnáttúrulegt fyrirbæri. John, gít- arleikari bandsins, var á rúntinum og varð skyndilega var við smápeningaregn af himnum ofan. Söngv- arinn, Euros Childs, sagði að eina skýring- in sem þeim hefði dottið í hug væri að myntin hefði komið úr flugvél. Joe McNally, ritstjóri Forteau times sem fjallar um yfirskilvit- lega hluti, þekkir eng- in fyrri dæmi um smápeningaregn. Aft- ur á móti kann hann ófá dæmi um fiska-, bankareikninga-, pítsu-, perlu- og froskaregn. Hljómsveitin Gor- ky’s Zygotic Mynci hefur samið lag um atvikið, „Cursed, coined and crucified". Það er á nýút- kominni plötu sveitarinnar, „Barafundle”, sem fær einkunnina 8 hjá NME. Nýjasta smáskífan, „Diamond Dew“, kom út hjá Fontana í mars, næsti singull verður síðan tvöföld A-hlið. Ann- .'é

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.