Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 Mér varð gengið niður í Hitt hús á dögunum. Þar léku fyrir fólki hljómsveitirnar Niður og Kjammar. Ég var seinn fyrir og kom í miðju lagi þeirrar fyrrnefndu. Sætispláss var að engu orðið og réðst sýndarmöguleik- inn af því hvert maður tróð sér. Fyrir augum mér varð lítil stúlka sem ákjós- anleg var fyriraftanstöndu sökum litlu sinnar. Ég gerði mér ferð aftan að henni og komst að þeirri niðurstöðu að ef sumarleyfi í Belgíu var út úr myndinni var þetta staðurinn til að vera á. Hnakki stúlkunnar var mér í brjósthæð (og öfugt) og varð ég fljót- lega áskynja um vanmegnu mína til að horfa yfir hana og hann (stúlkuna og hnakkann hennar) og á hljómsveitina, sem príma ásetningur kvað á um. Nú ber ekki svo að skilja að téð hljóm- sveit hafi ekki náð yfirborði á plani míns vitsmunalega áhuga — heldur það að af þessu tvennu þá hafa stúlkuhnakkar alltaf haft meira að- dráttarafl. Umfram drynjandi fimm- undaspil, up-picking bassaleikara, trommuleikara sem skellir skollaeyr- um við uppmækun og nýjustu tækni og vísindum og að lokum söngvara sem væri yndi allra bókasafnsfræð- inga — ef væri hann bók eða mjög gamalt koddaver. Umfram allt, alla menningu, öll vísindi og dægradvöl þá er hnakki stúlku eftir sem áður hnakki stúlku (og öfugt). En það var eitthvað við þennan hnakka. Eitthvað sem átjánda skiln- ingarvit mitt (tengt mögulegum ögr- unum í formi austrænna útfærslna á hanaötum) varaði mig við. Ég tók hnakkann (og restina stúlkunnar), til gagngerrar athugunar og yfirfarning- ar — og fann mig skyndilega á tónleik- um í Laugardalshöll fyrir nokkrum ár- um. íslensk poppstjarna hafði fylgt fordæmi íslenskrar sjónvarpsstjörnu og fleygt sér út úr flugvél. í fallhlíf. Fyrir einhverja fenómeníska glettni náttúruaflanna gerði lending popp- stjörnunnar á gervigrasvellinum í Laugardal það að verkum að skömmu síðar bólgnaði Laugardalshöllin út af klónum poppstjörnunnar. Aldrei hafa, á einum degi og einum stað, jafnmörg íslensk ungmenni brotnað niður sökum falsaðra eiginhandarárit- ana og daðurs á fölskum persónufor- sendum. Krákan hermir að samtök ungfasista og áhugamenn um Dauða- hafshandritin heim (ÁFBDH) hafi fengið plasmatískan byr undir vængi um svipað leyti. En gat það verið? Var það popp- stjarnan sjálf sem hérna stóð fyrir framan mig í þessu húsi sem kennt er við hitt, á þessum eineggja vikudegi ársins — hvers sex slíka þyrfti í ommilettu? Ég leit á kálfana — þetta voru kálfar konu. Svona kálfa hefur engin stúlka sem ekki hefur stundað Hornstranda- göngu frá því í frumbernsku. Rass. Hann var engan að sjá fyrir tilstilli úlpu sem hékk (að öllum líkindum) á brjóstum stúlkunnar eins og hlýra- laus kjóll. En úlpan? Dúnúlpa keimlík þeim sem stúlkur ganga í þegar þær eru ýmist of ungar til að þykjast eldri en þær eru eða of gamlar til að þykj- ast vera eldri en þær eru. Hárið, klesst við höfuðið með hárpinnum og klemmum (bréfa-, æða- og jafnvel hár), eins og á geishu sem man ekki lengur hvort hár hennar er liðað.eða slétt. Þetta var klón! Þetta var klón! Þetta var klón (ég segi það þrisvar)? Það sem ég hafði fyrir framan mig þennan dag í þessu hinu sem kennt er við hús, hlustandi á unglingsstráka flytja semi-sjálfsævisögulegt kvæði Pagets-sjúklings — með meiri áherslu á guðrækinn Díabólus in Músíka en höfuðverk og fílsrana - fyrir augum mér var eitt fárra klóna sem ekki höfðu inn á geðdeild ratað á tímum persónuvillunnar miklu. Kannski er göngudagur á göngudeildinni? Það skýrir þetta með Hornstrandagöngu- kálfana! Þá varð mér allt í einu litið á tvær manneskjur í ækídó-búningum sem stóðu grunsamlega nærri klón- inu. Næmi mitt á óríentalska ögrana- sviðinu suðaði eins og mannætuhum- ar í leyni innan um aðra humra í keri á ‘4 K-1 veitingastað við sömu dýra- tegund kennt. Mér þótti sem önnur ækídó-búna mann- eskjan (sú stærri) tiplaði öðrum fæti fyrir sér — eins og rússneskur hestur í sam- lendu fjölleikahúsi (eða öf- ugt), leysandi flókið reikn- ingsdæmi að beiðni járninga- manns sem vill sannreyna gæði og endingu handverks síns. (Slíkt fótatipl er hefð- bundin ögrun til slagsmála — að hætti Kínverja — en ef hesturinn er ekki kínverskur þá er hann annaðhvort van- gefinn eða ósáttur við skeif- urnar sínar.) Það var þá sem ég áttaði mig á því að sú þeirra ækídó-búinna mann- eskna sem lægra í loftinu stóð var engin önnur en móðir poppstjörnunnar. Mér varð hugsað til eins sym- tóma atgervisflúinna einstak- linga — sumsé að glata per- sónu sinni svo geigvænlega í skiptum fyrir aðra að foreldr- ar þeirrar nýju verða að þín- um eigin. Mér var spurn hvort móður poppstjörnunn- ar væri kunnugt um að lækn- ing persónuvillunnar fælist hreint ekki í því að foreldrið tæki þá persónuvilltu upp á arma sína sem eigið af- kvæmi? Móðir poppstjörn- unnar var í raun að gera illt verra með þessu hátterni, sem á sálfræðimáli enskra kallast: „Perpetual Re- Production of Status Quo“. Það var þá sem klónið leit við og ég sá að svo var ekki. Sumsé: Klónið var ekkert klón. Þetta var poppstjarnan sjálf! Ég varð máttlaus í hnjánum. Ef framhjá tveggja mínútna blindu og hjarta- stöðvun er litið kenndi ég annars einskis meins. Fyrir sýndarminni mínu liðu ótal stundum kem- I ur hún ■ heim- sókn. Gert Fröbe varð frá sér num- inn þegar hann óvænt hitti alvöru poppstjörnu þar sem hann var staddur í Hinu húsinu að I hlusta á hljóm- sveitirnar IMiður og Kjammar. fyrirætlanir um að vinna hjarta og Co-Production-stimpil stjörnunnar á umslag ætlaðrar geislaplötu minnar — sem og staðföst fuilvissa um að ég þyrfti að skora ækídó-búið fylgifólk hennar á hólm ef ég ætlaði eitthvað við hjarta og Co-Production-stimpil stjörn- unnar að eiga. Það var í því samhengi sem ég fór að hugsa um lífverði. Það er alkunn vitn- eskja að nefnd poppstjarna hef- ur engan lífvörð á sinni launa- skrá (s.s. stjörnunnar) — en nándar jafnalkunn er sú vitn- eskja að nefndir ækídó-búnir einstaklingar fylgja henni hér um bil hvert fótmál. Sú vitn- eskja að Bruce Lee hafði líf- vörð meðan á tökum myndar- innar Fist of Fury stóð er eftir sem áður ókunn með öllu. Því var þannig háttað að karate- maðurinn Robert Baker, til Kaliforníu sóttur til að leika rússneskan fauta í nefndri mynd, tók að sér, að beiðni Bruce, að hafa auga með hon- um (sumsé Bruce Lee). Það er samt ekki þar með sagt að poppstjarnan sé einhver Bruce Lee — hvað þá öfugt. Þá haf- andi í huga að „lífverðir“ popp- stjörnunnar eru ækídó-menn en lífvörður Bruce Lee var kar- ate-maður. Sá reginmunur á stílunum tveimur — sem regin er umfram það að iðkendur æk- ídó ganga í kjólum meðan kar- ate-iðkendur ganga í náttfötum — er að ækídó er mjúk „martial art“ en karate hörð. Það sem í orðunum hart og mjúkt í þessu samhengi felst er að karate- maður stritar í sveita síns and- litis við að þjálfa sig líkamlega svo hann geti yfirbugað and- stæðinga sína. Ækídó-maður- inn er aftur á móti latur og slóttugur og sækir sína sigra í það að beisla afl og orku and- Hvít lycji eða hreinn og klár sam Listaverkið á Litla sviði Þjóðleikhússins Höfundur: Yasmina Reza. Leik- stjóri: Guöjón Pedersen. Þýðing: Pétur Gunnarsson. Lýsing: Guð- brandur Ægir. Leikmynd og bún- ingar: Guðjón Ketilsson. Drama- túrg: Bjarni Jónsson. Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason og Baltasar Kormákur. Listaoerkið tekur ekki langan tíma í flutningi en að baki þessu litla skemmtilega leik- verki liggur óralöng saga heim- spekilegra vangaveltna um gildi og stöðu myndlistarinnar, hvenær er myndverk list og hvenær eitthvað annað? Hér er dregin upp mynd af viðhorfum og gildismati þriggja vina, um- ræðum þeirra og uppgjöri vegna einlits málverks sem 1 \ leikhús Kormákur Bragason skrifar einn þeirra hefur fest kaup á fyrir svimandi háa fjárhæð. Þannig snýst uppgjörið ekki einungis um gildi listaverksins fyrir mannsandann heldur um hreint verðgildi þess í því sam- félagi sem birtist okkur í leikn- um, sem þess vegna getur ver- ið okkar eigið. Þó er kjarni verksins falinn í samskiptum vinanna þriggja og málverkið sjálft verður einungis bak- grunnur eða hvati að þeirri mynd sem dregin er af þeim og viðskiptum þeirra. Vináttan sjálf og eðli hennar skissuð upp á hvítan. flöL Pétri Gunn- arssyni hefur tekist vel upp við þýðingu verksins og skilað einkar fyndnum og marg- slungnum texta, sem leikararn- ir hafa greinilega ákaflega gam- an af að vinna úr, enda fara þeir Ingvar E. Sigurðsson (Sergé), Hilmir Snær Guðna- son (loarí) og Baltasar Kor- mákur (Mark) á kostum í þessu stykki. Hilmir Snær er óborganlegur þegar hann kem- ur of seint á fund þeirra félaga og gefur þeim skýringu á seink- uninni og í heild skila þeir fé- lagar þéttum og sannfærandi leik. Sannfærandi ekki síst vegna þess að leikurinn gerir miklar kröfur til leikara og leik- stjóra. Þar er kastast á milli ofsalegra orðhríða, þagna, inn- skota og eintala, sem eins og um getur í leikskrá minna um margt á „Verfremdungseffekt" Bertolds Brecht og virka mjög > >

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.