Helgarpósturinn - 30.04.1997, Side 19

Helgarpósturinn - 30.04.1997, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 30. APRIL1997 ENSKI BOLTINN íþróttir Sigurður Ágústsson skrifar BK 19 bötnbarátta Vegna landsleiks Englend- inga og Georgíu var ekkert leikið um síðustu helgi og verður ekkert leikið fyrr en á laugardag. Þá hefst líka spenn- andi leikjahrina og ekkert lið á jafn erfitt prógramm fyrir höndum og Manchester Unit- ed, nema kannski helst Midd- lesbrough. Það er þó nánast óhugsandi að United tapi nægilega mörgum stig- um til að Liverpool eða jafnvel Arsenal eigi ein- hverja von. Það er mjög svo ótrúlegt að eitt- hvert lið sleppi með fullt hús stiga gegnum síðustu umferðirnar. ÁTTA LIÐ GETA FALLIÐ Eðlilega eru bara töl- fræðilegir möguleikar á þessu, en möguleikar samt. Það má segja að eins og staðan er í dag séu einungis 10-12 lið örugg með að sleppa við fall. Fá stig skilja að neðstu liðin og ekki má mikið út af bera eigi lið í 15. sæti ekki að falla — svo dæmi sé tekið. Það er því sýnt að eins og oft áður verður það botnbaráttan sem spil- ar verulega inn í fyrir- ætlanir meistaraefna á Englandi. Boro á einna erfiðasta prógrammið eftir. Ekki nóg með að þurfa að fara á Old Traf- ford og sækja sigur þangað, ásamt því að vinna aðra leiki sem lið- ið á eftir, heldur þarf lið- ið að stemma sig af fyrir bikarúrslitaleikinn á Wembley 17. maí. Það verður í annað skipti á þessari leiktíð sem liðið keppir til úrslita um bik- ar. Það má segja að liðið sem vermir botnsætið núna sé næsta öruggt um að falla og það verð- ur gaman að fylgjast með liðum eins og Co- ventry og Southamp- ton. Ná þau að forðast fall einu sinni enn? framtíð liðsins verði, sérstak- lega í ljósi þess að John Barn- es var tekinn út úr liði í fyrsta sinn á ferli sínum. Hann var aldrei tekinn út af með Wat- ford og hefur byrjað inni á fyrir Liverpool 406 sinnum. Hann hefur reyndar komið þrisvar inn á sem varamaður hjá Li- verpool, en þá hefur hann ver- ið að ná sér eftir meiðsl. í þess- um Ieikjum hefur hann skorað 108 mörk. Áhangendur Li- verpool skilja þó vel ákvörðun Roys Evans framkvæmda- stjóra. Barnes hefur ekki verið nægilega öflugur í vetur og ef liðið spilar jafn vel í deildinni og það gerði í Evrópukeppni bikarhafa gegn PSG þá tapa þeir ekki leik það sem eftir er tímabils. Uppi hafa verið STAÐAN Lið Leikir u J T Mörk Iskor) Mörk (á sig) Stig 1 Manchester Utd 34 20 9 5 69 39 69 2 Arsenal 36 18 11 7 59 30 65 3 Liverpool 35 18 10 7 58 33 64 4 Newcastle 34 17 9 8 67 40 60 5 Aston Villa 36 16 10 10 44 31 58 6 Sheff Wednesday 35 14 14 7 48 44 56 7 Chelsea 36 15 10 11 56 54 55 8 Wimbledon 35 13 10 12 45 44 49 9 Tottenham 36 13 7 16 42 47 46 10 Leeds 36 11 11 14 27 37 44 11 Derby 36 10 13 13 42 54 43 12 Everton 36 10 12 14 43 52 42 13 Blackburn 35 9 14 12 40 37 41 14 Leicester 35 10 10 15 39 50 40 15 Southampton 36 9 11 16 48 55 38 16 West Ham 35 9 11 15 34 45 38 17 Coventry 36 8 14 14 35 51 38 18 Sunderiand 36 9 10 17 32 52 37 19 Middlesbrough 34 9 9 16 44 54 33 20 Nottm Forest 36 6 15 15 30 53 33 HRÆRINGAR HJÁ LIVERPOOL Nú þegar eru spark- fræðingar farnir að velta fyrir sér hver Gulldrengurinn Ryan Giggs virðist vera að ná sínu fyrra formi eftir misjafna * frammistöðu. Einn af bestu vængmönnunum í enska bohanum. Kannski fullein- fættur, en það er ekki hægt að kvarta yffir slíkum leikmanni. vangaveltur um að Barnes verði boðin framkvæmda- stjórastaðan — en undirritað- ur telur það ekki líklegt. Sér- staklega ekki ef tekið er mið af því hvernig leikmönnum sem eru nýhættir að spila gengur með sín lið. Það er þó mögu- leiki á að Barnes gæti orðið eins og Dalglish, spilandi þjálf- ari. Þessi maður er einn jafnbesti leikmaður enskrar knattspyrnu um þessar mundir og var á dögunum valinn í Premi- er league-liðið. Hann á ( sjaldan slakan dag; á frábærar fyrirgjafir og er sívinnandi. Enn einn Nojarinn sem gerir það gott. Toddi Öriygs hvað? Það er ljóst að Li- verpool vantar sterk- an miðjumann. Helst hafa verið nefndir menn eins og Paul Ince, sem segist vera á leið til Englands og hefur gefið sterklega í skyn að hann fari til Liverpool. Þá eru Jari Litmanen frá Ajax og Tal Banin (fyrirliði ísraelska landsliðs- ins) frá Hapoel Haifa vænlegir kostir í stöð- unni að mati forráða- manna Liverpool. Þá er talið nær víst að dagar Phiis Babb hjá liðinu séu taldir, enda passar hann ekki inn í 4-4-2- og ekki heldur 3-5-2-leikkerfi Li- verpool. Einna helst er talað um að í hans stað verði Sol Camp- ell keyptur frá Totten- ham fyrir 7 milljónir punda, sæmileg summa það. Ef af verður mun Totten- John Barnes á hér í höggi við David Ginola úr Newcastle (sem er á leið frá félaginu, líklega aftur til Frakklands). Á þessari mynd er Johnny með fyririiðabandið, en nú er ekki útséð um hvort hann fær það aftur. ham nota fjármagnið til að laða hinn sívinsæla Jiirgen Klins- man að liðinu á nýjan leik. COACH CANTONA? Það er ekki víst að það verði bara King.Cantona í framtíð- inni, heldur jafnvel Coach Can- tona. Martin Edwards, stjórn- arformaður Manchester Unit- ed, segir að áhersla verði lögð á að halda Cantona hjá félag- inu langt fram á næstu öld. Ekki skrýtið, þar sem Eric Can- tona er sá maður sem öðrum fremur breytti KR-liði í Skaga- lið; frá því að vera við toppinn til þess að komast á toppinn. Alex Ferguson veit sínu viti og nú er hann að svipast um eftir arftaka Frakkans. Hann telur sig reyndar vera búinn að finna hann í líki Roys Makaay hjá Vitesse Arnheim. Manchester United er án efa einn mesti „atvinnumanna- klúbbur" í heimi. Þar eru ekki bara leikmenn atvinnumenn heldur allir þeir sem að liðinu koma. Það hvarflaði t.a.m. ekki að frammámönnum Liverpool að senda þotu eftir McAteer og Babb eftir landsleik íra í fyrr- verandi Júgóslavíu. Manchest- er sótti þá Keane og Irwin, enda mættu þeir óþreyttir til næsta leiks. Þrátt fyrir að stjörnukaupin á Cruyff og Po- borsky hafi verið alger mistök, þá jafnar Solskjær það upp og liðið er við það að veifa titlin- um framan í alla hrakspámenn. LITLAR LIKUR — EN LIKUR SAMT Eins og sjá má annars staðar á síðunni hefur Manchester nú 69 stig og ef þeir vinna alla sína leiki enda þeir í 82 stigum og enginn á möguleika á að ná þeim. Ef við miðum við að Li- verpool vinni alla sína leiki má Manchester fá fjögur stig há- mark. Og þá er miðað við að Li- verpool nái að bæta marka- mun sinn úr 25 mörkum og upp fyrir 30 mörk United. Sem sagt: Tvöfalt tap, einn sigur og eitt jafntefli þarf til að Liver- pool eigi möguleika á titlinum. Liverpool-Tottenham 3. maí: Tottenham siglir lygnan sjó svo Liverpool ætti að vinna. Wimbledon-Liverpool 8. maí: Liverpool gengur oftar en ekki illa gegn Wimbledon, sér- staklega heima. Kannski er gott fyrir Liverpool að þetta skuli vera útileikur. Sheffield Wed.-Liverpool 11. maí: Sheffield-menn eru í hörkubaráttu um Evrópusæti og hafa spilað mjög vel. Lík- lega vinna þeir leikinn. Og þó. Leicester-Man. Utd. 3. maí: Manchester vinnur þennan leik. Man. Utd.-Middlesbrough 6. maí: Boro er í bullandi fall- hættu og verður að vinna. Man. Utd.-Newcastle 8. maí: Alan Shearer is back. Hann skorar að minnsta kosti í þess- um leik. Man. Utd.-West Ham 11. maí: Ef „The Hammers“ tapa leiknum eru talsverðar líkur á að þeir falli. Dæmi nú hver fyr- ir sig. ENGLAND-GEORGÍA í kvöld fer fram landsleikur Englendinga og Georgíu- manna. Fyrirfram eru Englend- ingar taldir mun sigurstrang- legri, enda tapa þeir sjaldan á Wembley og tefla fram hörku- liði. í liði Georgíu eru þó engir aukvisar. Menn eins og Georgi Kinkladze (Man. City) og Tem- ur Ketsbaia (AEK Aþenu) eru líklegir til að láta að sér kveða. Aðdáendur enska boltans vita gjörla hvers Kinkladze er megnugur; göldróttur leik- stjórnandi. Ketsbaia veit sem er að standi hann sig vel í þessum leik eru auknar líkur á að Kenny Dalglish og New- castle vilji kaupa hann. Þrátt fyrir að England hafi unnið fyrri leikinn nokkuð örugglega 0-2 í Tbilisi munu þeir ekki eiga sigurinn vtsan. Líklegt byrjunarlið Englands: Seaman, Campell, Adams, Southgate, Lee, Ince, Beck- ham eða McManaman, Batty, Le Saux, Sheringham og She- arer.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.