Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 9 wm Með hækkandi sól hvarf Dagsljósið. Þótt klukkan tifi og Ellefta stundin renni upp alla miðvikudaga birtast þeir Árni og Ingó ekki á skjánum. Fólk veinar Ó enn sem fyrr en ung- mennaþátturinn Ó-ið sést ekki meir. Hemmi sagði bara bless og haf- ið það gott og fór og Spaugstofumenn kæta ekki lengur lund lands- manna. Það er komið sumar! Vertíðinni lokið Strax og Dagsljóssamstrinu lauk var Svanhildur Konráðs- dóttir, ritstjóri þáttanna, þotin upp í sveit til foreldra sinna í stutta afslöppunar- og hvíldar- ferð ásamt syni sínum. Sonur Svanhildar kom í símann og tjáði blaðamanni að hann væri tveggja ára og það væri mjög gaman í sveit- inni, svo hleypti hann móður sinni að. „Hvað ég ætla að gera í fríinu?" spyr Svanhildur undrandi. „Til að byrja með ætla ég bara að hvíla mig og sinna fjölskyld- unni, sem ég hef hugsanlega vanrækt eitt- hvað í vetur,“ segir Svanhild- ur. „Vinnutím- inn hefur verið ansi stífur og því gott að fá smáhvíld. í raun má helst líkja þessari vinnu við ver- tíð og nú er henni lokið og hefst ekki að nýju fyrr en í haust. Að vísu kem ég nú vafalítið til með að taka að mér einhver verkefni í millitíðinni. En hvernig ég haga afslöppun og orkusöfnun í sumar er enn allsendis óráð- ið. Ef til vill bregðum við okk- ur til Englands eða jafnvel til einhverra hlýrri landa. Annars er ég varla farin að átta mig á því að ég sé komin í frí.“ En á eftir sumrinu kemur haust, dagsljósið dvínar, sjón- varps- Dagsljós hefst að nýju og Svanhildur birtist aftur inni í stofu hjá okkur. „Þó að vissu- lega sé maður þreyttur eftir „vertíðina" er það vel þess virði, því þetta er fjölbreytt og spennandi starf. Það er gaman að geta haldið áfram þar sem frá var horfið og reyna að sjálfsögðu að gera betur.“ Barneignir og Bosnía Logi Bergmann Eiðsson á von á kraftaverki, hvorki meira né minna, því kona hans er að fara að eiga barn — núna! Þetta er einstaklega góð tímasetning hjá þeim; Dagsljós komið í frí og Logi líka. „Að minnsta kosti í bili,“ segir Logi undarlega dræmt og því ljóst að fríið hans er eitthvað mál- um blandið. „Ég er nú búinn að lofa að hjálpa til á íþrótta- deildinni í maí, því þar verður allt á haus á næstunni. Síðan ætla ég að fara til Bosníu í mánaðartíma í sumar til að vinna að heimildamynd þar. um tíma með fjölskyldunni og lifa sæmilega heilbrigðu lífi.“ Ó-ið er þagnað Ásdís Olsen, ritstjóri Ó-sins, kveður stjórnendur þáttarins, þau Selmu, Markús og sjálfa sig, ekki bara komin í frí held- ur hreinlega hætt og búin. „Við erum búin að vera að vinna við þessa þætti í tvö ár og það er einfaldlega nóg. Núna er ég semsagt komin í frí og þá er bara að taka út allar flensurnar sem maður hefur ekki getað leyft sér að fá í vet- ur,“ segir Ásdís hlæjandi og langt í frá veiklulega. „Annars er ég bara að ná áttum núna, því það er heilmikið spennu- fall að þessu skuli bara allt í einu vera lokið. Auðvitað fylgja því einhverjar áhyggjur, því nú er ég tekjulaus þar sem ég starfa sem verktaki. Samt sem áður tel ég það forréttindi fá að vinna við það sem ég á. Það er líka ágætt að fá svona góðar pásur inn á milli." Ásdís segist búast við að fara að vinna að einhverj- um öðrum þáttum næsta vet- ur, hvað það verður er þó enn á huldu en koma tímar, koma ráð. Hún kveður þau skötuhjú Selmu og Markús aftur á móti ætla að söðla um og væntan- lega fara í nám næsta vetur. „Markús stefnir á útlönd, lík- lega í sjónvarpsnám, og Selma er að fara að leika stórt hlut- verk uppi í Borgarleikhúsi og síðan ætlar hún að taka ein- hverja kúrsa í HÍ.“ Ásdís Olsen hyggst byrja sumarfríiö á því aö taka út allar flensur vetrarins. Karl Ágúst ætlar að sinna leikrita skáldinu í sjálfum sér í sumar. lega fá fjölskyldur þeirra að njóta kímnigáfu piltanna. öm Ámason segir þá félaga raun- ar alls ekki komna í frí strax því allir séu þeir, fyrir utan Karl Ágúst, að leika á fjölum Þjóðleikhússins. „Ég er líka enn með Afa uppi á Stöð 2. Einnig er ég að leika í þáttum eða þáttaseríum sem verða sýndir næsta vetur og kallast Sunnudagsleikhúsið. Nú svo á ég eiginkonu og þrjú börn sem þarf að sinna. Veturinn hefur verið ansi annasamur en börn- in þekkja mig enn í sjón því þau sjá mig alltaf reglulega í sjónvarpinu. Þannig að ég er núna að koma út úr skjánum.“ Karl Ágúst Úlfsson segist ætla að byrja á að safna kröft- um. Þegar það hafi tekist ætli hann að taka sig hátíðlega um stund og setjast við skriftir. „Ég er með hálfkarað handrit ofan í skúffu sem mig langar til að koma á lappirnar. Svo ætla ég að reyna að eyða sem mest- Sumar si ónvarps „Það getur vel verið að ég taki að mér fararstjórn í 3-4 vikur en svo langar mig að eiga frí. Ég er að skrifa svolítið og það gefst þá kannski tími til að sinna því betur.“ Þrátt fyrir að blaðamaður væli um að fá meira að vita um þessar skrift- ir harðneitar Hemmi að segja meira en „það verður bara að koma í ljós í fyllingu tímans". Koma út úr skjánum Spaugstofumenn eru komnir í spaugfrí, að minnsta kosti fá sjónvarpsáhorfendur ekki að njóta spaugsins en væntan- Svo fer nú sumarfríið í að flytja og því fylgir auðvitað heilmikið stúss og vesen." Logi er mikill golfáhugamað- ur og vonast til að geta eytt einhverjum tíma í að skeiða um golfvelli og slá kúlur í sum- ar. Hann kveðst ekki vera neinn golfmeistari en aftur á móti finnist sér golf afar skemmtilegt og það sé fyrir öllu. Ekki verður þó golfáhugi Loga áhyggjulaus með öllu því hann mun lýsa golfmótum fyr- ir sjónvarpið. „Það er nú bara skemmtilegt að blanda saman vinnu og áhugamáli. Mér finnst reyndar skemmtilegt að hafa dálítið mikið að gera.“ Frí- ið hans Loga er kannski ná- kvæmlega eins og hann vill sjálfur hafa það! Logi mun halda uppteknum hætti og birtast inni í stofu hjá okkur næsta vetur en ekki mun hann lengur skína skært í Dagsljósi heldur snúa til starfa á fréttastofunni. „Þetta hefur verið skemmtilegur vetur, en vissulega er maður dálítið þreyttur eftir þessa törn. Við höfum í raun verið undir- I raun má helst líkja þessari vinnu viö vertíö og nú er henni lokiö í bili, segir Svanhildur Kon- ráösdóttir, rit- stjóri verið í því sama. Það er svo margt annað sem mig langar til að gera, t.d. kitlar útvarpið alltaf. Ef ég á að vera sam- kvæmur sjálfum mér þá finnst mér það meira spennandi mið- ill en sjónvarp. í útvarpi er svo miklu auðveldara að fanga nú- ið og það heillar mig. Annars er ég með hausinn stútfullan af hugmyndum sem mig lang- ar að koma í framkvæmd. Það er því gott að vera kominn í frí svo ég hafi tíma til að velta mönnuð og því gat þetta stundum verið ansi lýjandi, en fjölbreytt og skemmtilegt," seg- ir hinn athafna- sami Logi. Vill fanga núið Hemmi er kom- inn í frí. Hann seg- ist jafnvel vera kominn í langt frí. Blaðamaður hváir og spyr titrandi röddu: „Ertu að meina að þú ætlir ekki að halda áfram með þáttinn næsta vetur?“ „Ef satt skal segja þá efa ég það. Eg er bogmaður og get því ekki endalaust svolítið betur fyr- ir mér.“ Sjónvarps- áhorfendur verða ef- laust ekki ánægðir ef Hermann heldur því til streitu að hætta með þáttinn sinn, en þetta er frjálst land og hann verður víst að fá að ráða þessu sjálfur. En Hemmi er ekki búinn að yfirgefa sjónvarps- miðilinn enn, því hann situr nú sveittur og klippir og sníður til þætti sem hann tók á liðnu ári í Tælandi og verða sýndir í sumar- byrjun hjá sjónvarp- inu. Þegar vinnu við þættina lýkur segist Hemmi helst vera að hugsa um að slappa af og hafa það huggulegt eftir annasaman vetur. Hemmi Gunn segist í vafa um hvort hann heldur áfram meö sjónvarps- þáttinn sinn næsta vetur. Loga Bergmann þykir gaman að hafa mikið að gera. Bornin min þekkja mig enn í sjón, segir Örn Árnason fagnandi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.