Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 16 í mat hjá... Kristjám Þór Júlíussyni •••••••• •btefjarstjóra ísafjaröar Teknrekki bæjarstjóri tekur heilmikinn tíma.“ Þegar Kristján Þór kokk- ar fyrir fjölskylduna þarf hann að elda vel og mikið því þeir eru margir munnarnir sem þarf að metta, en þau hjónin eiga fjögur börn. Yngsta barn- ið er að vísu ekki mjög frekt til fæðisins enda einungis þriggja mánaða. Kristján Þór kveðst ánægður með að svo virðist sem nokkuð vel hafi tekist til með mataruppeldið, því börn- in sín séu engir matargikkir og séu til að mynda dugleg að borða grænmeti þótt það sé ekki með súkkulaðibragði! Aðspurður hvort ekki sé dýrt að kaupa í matinn á ísafirði segir hann að nýj- ustu verðkannanir sýni, ísfirðingum til óblandinn- ar gleði, að matarverð þar hafi lækkað. „Sam- keppnin hefur skilað Vest- firðingum lægra vöruverði og er það vel.“ Farandbæjarstjóri Kristján Þór er ekki inn- fæddur ísfirðingur heldur er hann frá Dalvík, þar sem hann sinnti einnig bæjarstjóra- stöðu, og því mætti ef til vill kalla hann „farandbæjar- stjóra“. Kristján Þór segist ekki kvarta yfir móttökum ís- firðinga og kveðst hinn ánægðasti þar. Enda býr þar gott fólk á fallegum stað. Hvort hann ílendist á ísafirði, tekur við bæjarstjóra- starfi annars staðar eða fer að gera eitt- hvað allt annað í framtíðinni segist hann ekki hafa hug- „Ég er nú ekki mikill kokkur en hef hins vegar ákaflega gaman af að elda mat,“ segir Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóri á ísafirði. „Það er þó aðallega um helgar sem ég get sinnt þessari skemmtan minni því það að vera mark á hrakspáin mynd um og ekki gera sér neina rellu út af. „Eg er bara ráðinn bæjarstjóri út kjörtíma- bilið. Það er nú einu sinni svo að ef maður starfar sem bæj- arstjóri þá verður maður bara að taka því eins og það er og vera ekkert að plana of langt fram í tímann. Hvað tekur við í framtíðinni hef ég ekki græna glóru um og hef satt að segja ekki neinar sérstakar áhyggjur af því. Það verður bara að koma í ljós í fyll- ingu tímans hvað um mig verður," segir hann og hlær. Kristján Þór seg- ir bæjarstjórastarf- ið annasamt og hann hafi lítinn tíma til að sinna áhugamálum. Á móti komi að hon- um þyki þetta hið skemmtilegasta starf þrátt fyrir að stundum þurfi að taka erfiðar og jafn- vel umdeildar ákvarðanir. „Það bara fylgir starfinu og ef manni þætti það mjög óþægi- legt og væri í stöð- ugri angist út af því þá gæti maður hreinlega ekki sinnt svona starfi.“ Vongóður um Vesnirði Stundum heyrir maður hrakspár um framtíð Vest- fjarða og að byggð þar muni leggjast af ef svo haldi fram sem horfi. Kristján Þór segist ekki taka mark á slíku þunglyndishjali þótt vissulega hafi þróunin síðastliðin ár verið heldur ógæfuleg. Hann kveður um- talsverða gerjun í atvinnulífi á Vestfjörðum þótt vitaskuld sé ástandið til að mynda ákaflega dapurlegt á Þingeyri og valdi það mönnum þungum áhyggj- um. „Það er búið að ráða sér- stakan starfsmann til að sinna atvinnumálum á Þingeyri og reyna að finna einhver verk- efni fyrir íbúana, en eins og staðan er í dag þá verður að viðurkennast að ástandið þar er heldur sorglegt," segir Kristján Þór. „En fyrirtæki í ísafjarðarbæ eru að endur- skipuleggja starfsemi sína og vonandi eykst einnig fjöl- breytnin í atvinnulífinu. Aftur á móti geta sveitarstjórnir í sjálfu sér ekki komið fram með einhverjar skyndilausnir í at- vinnumálum heldur er þeirra hlutverk að tryggja at- vinnulífinu viðunandi ramma og aðstöðu til að geta starfað eðlilega. Og svo auðvitað að tryggja einstaklingum og fjöl- skyldum þá þjónustu sem krafist er af hverju góðu sveitarfélagi." Kristján Þór segir töluverðan upp- gang í ferðaþjónustunni og lögð hafi verið á það áhersla að koma Vest- fjörðum inn á kortið. „Enda þykir mér það léleg Islandsferð sem ekki býð- ur upp á reisu um náttúru Vestfjarða. Ég er alls ekki að lasta aðra landshluta nema síður sé, en ég held að það sé mikið skilið út- undan og mikill missir að koma til Islands en fara ekki til Vestfjarða." Uppskriftin sem Krist- ján gefur lesendum er upphaflega fengin hjá Sig- valda bróður hans, sem Kristján kveður sannkall- aðan ástríðukokk. „Þetta er sérdeilis góður réttur og svo einfaldur að hvaða meðalskussi í matargerð — eins og ég — getur matreitt hann og jafn- framt borið hann stoltur á borð fyrir gesti." Lambahryggur Hvítlaukur Einiber Timían Italian seasoning Tarragon Season all Salt Pipar Skeriö litlar raufir í kjötið og setjið hvítlauk og einiber ofan í. Myljið saman kryddiö og stráið yfir kjötiö, pipriö og saltiö og púöriö yfir með smávegis af Season all-kryddi. Setjiö hrygginn í ofnpott og helliö smáólífuolíu í botninn og svo- litlu af kryddi saman viö. Sett inn í 100" heitan ofn. Eftir u.p.b. klukkustund skuliö þiö hækka hitann upp í 130-140’ og láta steikjast í aöra ’-'ukkustund. Þá hækkiö þiö hitann upp í 160’ ; steikiö kjötiö t um hálftíma og loks hækkiö upp í 190' og eftir hálftíma ætti Ijúffengur hryggurinn aö vera tilbúinn. Gulrótarmeðlæti Gulrætur appelsínusafi hunang vatn Gulræturnar er soönar í appelsínusafa með - nangsslettu út í. Einnig er hægt aö hafa ‘ egis vatn og appelsínusafa. Súkkuladi og chilisósa Prátt fyrir að maður tengi súkkulaði yfirleitt ekki við grænmeti og sósur (nema nátt- úrulega núna á Bretlandi!) þá er það stundum notað til að bragðbæta rétti. Þekktasti rétt- urinn er líklega mexíkóska mole-sósan, sem yfirleitt er borðuð með kjúklingi eða kal- kún. Þennan rétt fær maður yf- irleitt ekki á mexíkóskum veit- ingastöðum utan Mexíkó og því eina leiðin að búa sósuna til sjálfur og svo er auðvitað óbrigðult að sækja Mexíkó heim. Mörgum finnst þessi sósa mikið hnossgæti þótt vissulega séu ekki allir á sama máli. En hér fáið þið uppskrift- ina að þessari frægu súkkulaði- sósu og getið sannreynt hvort hún fellur bragðlaukum ykkar í geð. 10 þurrkaöir litlir chiliávextir 6 svartir chili (fæst stundum í Hagkaup) 4 venjulegir (í venjulega mole- sósu eru notaðar blöndur af ýmis- konar chili, en þar sem hér á landi getur veriö erfitt aö fá allar tegundir má líka nota chilimauk sem fæst í Heilsuhúsinu og ef til vill f fleiri verslunum) 6 tsk. rúsínur 1/2 bolli möndlur 6 tsk. sesamfræ 1/4 bolli graskersfræ 1 hveitibrauösneið 1-2 maístortilla (notið þurr tacos sem fást í kössum) 6 sm af kanilstöng eöa 11/2 tsk. kanilduft 6 negulnaglar 1 tsk. piparkorn 11/2 tsk. oregano 80-90 g af súkkulaði (mexíkóskt súkkulaöi er dökkt og frekar sætt en miklu grófara en íslenskt, súkkulíki líkist því einna helst) 3-4 stórir tómatar 1/2 laukur 4 stór hvítlauksrif 1-2 bollar af kjúklingasoöi Þvoið chiliávextina undir köldu vatni, takiö stöngulinn af og hrist- iö fræin úr. Fræhreinsið að mestu leyti ferska chiliiö og takið stöng- ulinn af. Ristiö chili á pönnu þartil þaö er farið að mýkjast, gætið að því að brenna þaö ekki því þá get- ur þaö oröið beiskt á bragðið. Setjiö þau í sjóöandi vatn og látiö malla í um hálftíma, bætiö þá rú- sínum út í smástund eöa þar til þær eru farnar aö bólgna út. Steikiö á þurri pönnu hvert í sínu lagi graskersfræ, möndlur og se- samfræ þar til þau fara að gyllast. Einnig er tilvalið að gera þetta í mjög heitum ofni (u.þ.b. 10 mín.). Þurrsteikiö einnig brauðsneiðina eða setjiö hana T ofninn með fræj- um og möndlum. (I Mexíkó eru fræ, möndlur, brauð og tortilla gjarnan steikt upp úr svínafitu.) Myljið saman kanil, negulnagla og piparkorn. Blandið saman í mat- vinnsluvél chili, möndlum, sesam- og graskersfræjum. Bætið saman við smávegis af chilisoðinu en ef þaö er beiskt á bragðið notið þá frekar vatn eða kjúklingasoð. Ekki setja allt I einu í vélina því hún gæti brunnið yfir í baráttunni viö að mylja of mikið í einu! í síðustu mulningunni blandið þið út í rúsín- um, kryddi, tortillu, brauði og súkkulaöi. Þetta á aö verða aö þykku mauki. Gott er að geyma þetta I kæli minnst eina nótt. Setj- ið tómatana í heitan ofn í um tutt- ugu mínútur eöa steikið þá heila á heitri pönnu. Setjið tómatana ásamt lauk og hvítlauk í ma- tvinnsluvél og blandið saman. Blandiö saman við um helmingi af mole-maukinu ásamt einum bolla af kjúklingasoði og látiö í pott, lát- iö suðuna koma upp. Ef sósan er of þykk bætið þá smásoöi saman við. Borið fram með kjúklingi eða kalkún og pintobaunum. Það eru til mýmargar uppskriftir að molesósu. í sumum er bætt við banana, kúmeni, jarðhnetum og lárviðarlaufi. laði-gulrótum! örþrifaráð sem gripið hefur verið til á Bretlandi til að koma grænmeti of- það megi lukkast hafa nú verið búnar til gulrætur með súkkulaðibragði, pítsubragði, blómkál með laukbragði og fleira annarlegt. Krabbameinsfélagið í markaðssetningunni því sýnt hefur verið fram á að grænmetisát minnkar . Talið er að fækka mætti tilfellum um þriðjung ef hægt væri að fá börn til ímetl. Sitt sýnist hverjum um ágæti þessa átaks og eru margir af þekktustu og sælkerum Bretlands yfir sig hneykslaðir á framtakinu. Álbert Roux, yf- ur á veitingastaðnum Le Gavroche, tekur djúpt í árinni og segir: „Það er hrein- i gera börnum þetta.“ Starfsbróðir hans, Marco Pierre White, segist telja að múta börnum á elnhvern hátt til að borða grænmeti. Hann hefur af því ælgætisgrænmetið hafi skaðvænleg áhrif á fæðuvenjur barnanna í framtíð- jó kannski vekur helst áhuga okkar hér á skerinu við þessa vöruframleiðslu er að ) sein sér um pökkun og þróun á þessu einkennilega grænmeti heitir Iceland Food ’. Það verður að teljast vafasamt hvort það er nafni íslands til framdráttar að tengjast .

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.