Helgarpósturinn - 30.04.1997, Side 24

Helgarpósturinn - 30.04.1997, Side 24
HELGARPÓSTURINN 30. APRÍL 1997 17. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR. Íutanríkisþjónustunni er yfirvofandi að opnuð verði fastaskrif- stofa íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg, en hingað til hefur þessu merka ráði verið þjónað með annarri hendinni frá sendiráði íslands í París. Á förum til Strassborgar er Sveinn Bjömsson, sem mun gegna sendiherra- starfinu á þessum nýja vettvangi utanríkisráðuneyt- isins. Sveinn Björnsson er ævidiplómat og er eink- um kunnur sem siðameistari í tíö Vigdísar Finn- bogadóttur, fyrrv. forseta íslands. Áður þjónaði ____________ Sveinn Á. Bjömsson, sendiráðsritari í París, brýnustu verkefn- um vegna Evrópuráðsins og hafði til þess aðsetur í Strass- borg. Sveinn Á. fylgdi með í verkefnaflutningum á milli viðskiptaráðuneytis og utanríkisráðuneytis, sem efnt var til í tíð Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, verðandi sendiherra T Washington. Svo vill til að Sveinn Á. Björnsson er einnig á leið til Washington DC, höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem hann verðurí starfsliði Jóns Baldvins... Undiralda er á tölvuleikjamarkaðnum þar sem takast á Play Station frá Sony, sem Skífan hefur umboð fyrir, og Nin- tendo, sem Hljómco selur. Nýjasta tölvan frá Nintendo þykir taka Play Station í bakaríið með miklu betri grafík. Skífan brást við samkeppninni með því að lækka verið á Play Station úr tæpum 27 þúsund krónum í 17 þúsund, en innkaupsverð mun vera nálægt 22 þúsundum, og ætlaði að gera sér mat úr því að selja leiki í tölvuna. En svo miklir eru yfirburðir Nintendo að núna er Skífan farin að selja leiki í þá tölvu og sækist einnig eftir að fá að selja Nintendo-tölvuna í sínum verslunum... Mönnum er t fersku minni þegar Stöð 2 yfirtók Stöð 3. Við samrunann erfði Stöð 2 ýmis verk- efni sem voru komin í vinnslu á hinni nið- —-- urlögðu stassjón. Þar á meðal er grín- ffíMá þáttaröðin Fóstbrœður þar sem aðaimenn- f®|*T3 irnir eru félagarnir Jón Gnarr og Siguijón Kjartansson ásamt stórleikurunum Hilmi , Snæ Guðnasyni og Benedikt Erlings- syni. Tökur eru nú að hefjast á Fóstbræðrum og verður forvitnilegt að sjá þá fjórmenningana á Stöð 2. Geturvarla klikkað... Lögreglan á það til sem kunnugt er að klippa númer af bílum sem ekki hafa verið færðir til skoðunar á tilsettum tíma. Bíl- eigandi einn, sem að réttu lagi hefði átt að láta skoða bílinn sinn ekki síðar en í mars, hringdi í Bifreiðaskoðun íslands nú í vikunni og fékk tíma í skoðun á föstudaginn. Vegna þess að komið er fram yfir eðlilegan skoðunartíma var manninum ráðlagt að koma með bílinn strax og fá miða límdan á framrúðuna því til staðfest- ingar að hann væri búinn að panta tíma í skoðun. Þetta gerði maðurinn og þóttist nú búinn að tryggja sig gegn klippunum. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Lögreglan klippti númerin af bíln- um eina nóttina þrátt fyrir miðann sem Bifreiðaskoðun íslands hafði límt á framrúðuna. Hjá lögreglunni fékk maðurinn þau svör að það væri undir góðvild lögreglumannanna sjálfra komið hvort þeir tækju mark á miðum Bifreiðaskoðunar Islands. Manninum þótti þetta súrt t brotið, ekki síst vegna þess að hann þekkti dæmi þess að lögreglumenn hringdu í kunningja sína til að vara þá við að klipping stæði fyrir dyrum... Sjónvarsþættirnir um Geirfinnsmálið, Aðför að lögum, hafa vakið mikla athygli og auglýsinga- tímar sjónvarpsins á undan þeim voru svo langir að helst hefði mátt ætla að Spaugstofan væri næst á dagskrá. Nú fer væntanlega aö styttast í að úr því verði skorið hvort Sævari Ciecielski tekst þaö ætl- unarverk sitt að fá málið tekið fyrir að nýju. Ragnar Aðalsteinsson, sem fékk það hlutverk að gæta réttar Sævars í málinu, hefur oftar en einu sinni lýst þeirri skoðun sinni að ný gögn sem komið hefðu fram í málinu ættu að duga til endurupptöku. Ragnar hefur þegar skilað af sér ítarlegri greinargerð og innan tíðar mun von á annarri frá Ragnari Hall, settum ríkissak- sóknara í þessu máli. Nú heyrum viö að Sævar hyggist gefa stóran hluta af nýjum gögnum í málinu út á bók sem jafnvel mun væntanleg strax á föstudaginn... Söngleikurinn Evíta verður ekki alveg án samkeppni í sum- ar. Leikfélag íslands, sem í fyrra sýndi Stone Free í Borgar- leikhúsinu, hyggst á næstunni tilkynna hvaða leikhúsverk verð- ur tekið til sýníngar í sumar, en í því sambandi munu raunar ekki allir endar fullhnýttir. Óstaðfestar fregnir herma þó að nokkurn veginn frágengið sé að við fáum í sumar að sjá söng- leikinn Tommy á tjölunum. En hvert sem verkefnið verður er löngu afráðið að sá sem leikstýrir verður enginn annar en hinn 23 ára Magnús Geir Þórðarson... S/mi:568 08 78, fcix S68 0« 04. www.iilnndio.is/kringlukrain VIKUNNAR TIL KL» 21.00 HRINGBRAUT119, VIÐ JLHUSIÐ ■ / / m/1,11 I I ii s ALLAR GÖTUR SÍÐAN 1925 Skeifunni 11, sími 588-9890 (ý KLSIN GARY FISHER suimnno ö cnirsHiFr— CATEYE® LEMOND hjálmar. fyrstir og fremstir gírar • bremsur • SPD skór gírskiptar og annar gírbúnaður Ijósabúnaður •hraðamælar sporthjól_. í sérflokki Helstu útsölustaðir: Örninn Reykjavík, Hjólið v/Eiðistorg Seltjarnarnesi, Músik og Sport Hafnarfirði, Pípul.þjónustan Akranesi, Olíufél. útvegsmanna ísafirði, Hegri Sauðárkróki, K.S. Sauðárkróki, Sportver Akureyri, K.Þ. Húsavík, Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum, Hjólabær Selfossi, Birgir Oddsteinsson Hveragerði, Stapafell Keflavík. Og meira um Leikfélag Islands. Félagið er um þessar mundir að stíga nokkuð út fyrir hefð- hundið verksvið leikfélaga og hefur tekið að sér að sjá um kynningar fyrir Islensku kvikmynda- samsteypuna. Islenska kvikmynda- samsteypan er sem kunnugt er fyrir- tæki Friðriks Þórs Friðrikssonar og um þessar mundir munu einar fimm kvikmyndir vera ýmist í vinnslu eða dreifingu... Það eru fieiri en Gus Gus og Björk að gera það gott á Bretlandi. Gamli Stuðmaðurinn Jakob Magnússon virðist heldur betur hafa gert góða hluti í poppinu þarí landi ásamt sinni heittelskuðu, Ragnhildi Gísladóttur. Nú nýverið sendu þau frá sér lag í takmörkuðu upplagi og virðist breska tón- listarpressan hafa gleypt við laginu. Þau skötuhjú eru þessa dagana að vinna að undirbúningi frekara efnis frá sínu eigin fyrirtæki, en stefnt er að því að herlegheitin komi út um miðjan maímánuð... Nektardansstaðir eiga ekki upp á pallborðið hjá Morgunblaðinu og hefur blaðið neitað að birta auglýsingar staöanna af nöktu kvenfólki. Nú síðast var veitingastaðnum Óðali úthýst af síðum blaðs allra landsmanna. Eigandi Óðals, Garðar Kjartansson, er ekki ánægður með þróun mála. Hann segir að Morgunblaðsforystan vilji ekki einu sinni birta auglýsingar af dönsurum sínum kappklæddum...

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.