Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 8
8
MtÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997
M&k
ii
Ég er á móti heilhveitibrauöi. Þaö er óhollt og svo
finnst mér það líka vont. Þá get ég þegjandi valið
aö borða þaö ekki, sem ég hef gert hingað til.
En er þaö ekki eigingirni? Ber mér ekki aö
bjarga heilhveitiætunum frá sjálfum sér? Svariö
er umyrðalaust Já. Ég tek nefnilega heilhveiti al-
varlega. Ég samþykki ekki óbeint heilhveiti í
næstum-hvítum samlokum. Ég hlýt aö leita
allra leiða til aö venja aöra af þessum leiða
ávana.
Ég heimta heilhveitilaus svæöi.
Það góða við að vera í
Kaupmannahöfn er, að hún
er í útlöndum. Það vonda
við að vera í Kaupmanna-
höfn er, að hún virðist ekki
fjær Reykjavík en Kópavog-
ur.
Hér var maður rétt farinn
að teygja úr reykingahand-
leggnum, þegar Mogginn
skall í kjöltu manns. I hon-
um pistilpísl frá Tóbaks-
varnarnefnd og í pistlinum
nýr flötur á dauðanum.
Það er ekki nýtt að tób-
aksandstæðingar álíti að
reykingar leiði undantekn-
ingalaust til dauða. Ekki
heldur nýtt, að þeim yfirsjá-
ist að eitt sinn skal hver
deyja og að úr einhverju
verði menn að fara. Nýi flöt-
urinn er sá, að reykinga-
dauðinn er tilgangslaus.
Er þetta trúarlegt atriði?
Er Tóbaksvarnarnefnd orðin
sértrúarsöfnuður, eins kon-
ar Vottar vindlinganna? Hafa
þeir ítök Efra? Er kominn
límmiði á Gullna hliðið,
Reykingar bannaðar? Stend-
ur Sankti Pétur og síar um-
sækjendur: Þú reyktir. Ég
verð því miður að tjá þér að
dauði þinn var tilgangslaus.
Yztu myrkur eru hér til
vinstri.
Eða er þetta trúarbrögð-
um óviðkomandi og skiptist
bara þannig, að reykingafólk
deyr tilgangslausum og
snauðum dauðdaga, á með-
an þeir sem ekki reykja
deyja í ríkulegum tilgangi?
Samkvæmt síðustu tölum
er dauði með tilgangi fremur
sjaldgæfur. Efstur í deildinni
er auðvitað Jesús Kristur.
Hann reykti vissulega ekki,
en svo segir mér hugur að
hefði tóbakið verið komið
austurum á hans tímum, þá
hefði hann troðið í pípuna á
undan hverri dæmisögu. Og
við ættum ekki bara biblíu-
sögu um þegar vatni er
breytt í vín, heldur líka þeg-
ar kólus er breytt í Camel.
Eftir að Kristi sleppir fer
að verða vafasamt með til-
gang. Menn hafa dáið fyrir
sannfæringu sína, sem sitt á
hvað hefur valdið því að
aðrir sannfærðust um hið
sama = tilgangi náð, eða að
sannfæringin dó með þeim =
tilgangslaus dauði. í þessum
tilvikum virðist það ekki
hafa haft úrslitaáhrif hvort
menn dóu reyklausir eða
ekki. Þó vaknar sá grunur
með manni, að Rannsóknar-
rétturinn hafi haft pata af
kenningum Tóbaksvarnar-
nefndar og það hafi verið
þess vegna sem þeir
brenndu óæskilega einstak-
linga á báli. Þannig steyptu
hinir dæmdu sér út í stór-
reykingar á dauðastundinni
og fyrirgerðu öllum tilgangi.
Eina dæmið um dauða
með tilgangi sem kemur fyr-
irhafnarlaust upp í hugann
er ítalski presturinn sem tók
á sig sökina í stríðinu. Þann-
ig var, að ítalska andspyrnu-
hreyfingin sprengdi nokkra
þýzka liðsforingja í tætlur
og Þjóðverjar handtóku
þá 30 saklausa af
handahófi, sem þeir
lofuðu að skjóta,
gæfu hinir seku sig
ekki fram. Hetjur
andspyrnunnar
hafa ályktað
sem svo, að á
þeirri stundu
ynnu þeir
heildinni
meira gagn
með and-
spyrnu en
þrjátíu rolur
sem mættu
bara í vinn-
una, og gáfu
sig ekki fram.
Þegar aftöku-
stundin rann upp
steig presturinn
fram og játaði
sprengjutilræð-
ið, sem hann
hafði ekki komið
nálægt. Hann var
tekinn af lífi, en
mennirnir þrjátíu
sneru heim til fjöl-
skyldna sinna.
Hefur fórnardauði
þá tilgang? Grá
svæði, grá svæði:
Við trúum því ekki,
að mannfórnir Inka
hafi friðað guðina.
En Inkarnir trúðu
því. Þeim leið bet-
ur. Er það ekki eins
konar tilgangur?
Eftir að tvær heimsstyrj-
aldir höfðu
kostað um
tuttugu millj-
ónir lífið tal-
aði fólk um
tilgangslaus-
an dauða
þeirra. Samt
fórnuðu þeir
sér fyrir
ættjörðina
og ekki vit-
að til þess
að byssu-
kúlur og
sprengjur
hafi sér-
staklega leitað
uppi reyk-
ingafólk.
Vottar
vindling-
anna
geta
skipt dauðanum eins og þá
lystir á milli reykjandi og
reyklausra. Þeir hrófla varla
við honum héðan af. Hann
hefur nefnilega, eins og allt
sem er stórt og afgerandi í
lífinu, fleiri en eina hlið. Á
einn hátt hlýtur hann alltaf
að vera tilgangslaus, því það
að hafa tilgang innifelur
markmið og ávinning og
þeir eru fáir eftir sem bíða
dauðans í ofvæni af því að
þá komast þeir í himnaríki.
Á annan hátt hefur allur
dauði tilgang. Hann er að
finna í náttúrufræðinni: Að
rýma fyrir nýjum einstak-
lingum.
Isinn þynnist þess vegna
ekki undir Tóbaksvarnar-
nefnd fyrr en hún fer að
velta fyrir sér hvort lífið hafi
tilgang og taki því næst að
sér að útdeila skömmtunar-
seðlum til helgra og villutrú-
ar.
skýHngar
Pollýönnu
■ ■ ■ og þar sem ég stóð í biðröðinni
við kassann hér í kauffélaginu í
Kaupinhöfn, séra Rúfus, sá ég svo
yndislega fyrirsögn í blaði:
Faðir reynir að myrða dóttur með
glóandi heitum hníf.
Hugsaðu þér umhyggju föðurins!
Hann leiddi hugann að því hvað
það er vont að fá ískalt
stál í bringuna
og VELGDI .^Í
hnífinn
áðuren ■
hann
stakk
dóttur-
If, oone hoinc
Og enn úr pistli Tóbaksvarnar-
nefndar — hvílík uppspretta:
í við-viljum-klausunni er að finna
setninguna „Við viljum reyklaus
svæði“.
Er þetta endurtekið efni? Eða veit
Tóbaksvarnarnefnd í alvörunni ekki,
að hún er búin að fá reyklaus svæði?
Æjæ.
Hvar heldur nefndin til? í leigu-ígló
á Bjarnareyju? Er pósti varpað til
þeirra árlega? Fá þeir blöðin?
í þeirri von: Það eru komin mörg
reyklaus svæði á íslandi. Nú geta
menn ferðast óhultir með strætó, það
má ekki reykja í honum. Það er hægt
að fara í bíó, það má ekki reykja þar.
Reyklaus kaffihús eru nokkur, þó ekki
mörg, sum töldu að reykbann stefndi í
taprekstur, en menn geta valið. Vinnu-
staðir eru reyklausir, bankar, verzlan-
ir, stofnanir, sjúkrahús, tannlækna-
stofur, skósmiðir, almenningsklósett,
flugvélar, langferðabifreiðar, biðstof-
ur, söluturnar, leigubílar og flugvellir
eru öll orðin reyklaus.
Ykkur er óhætt að koma heim.
Reykjandi útsendarar djöfulsins geta
ekki náð til ykkar, ef þið gætið þess
bara að halda ykkur á reyklausu
svæðunum, sem ég get fullvissað ykk-
ur um að eru 99,99% af flatarmáli
landsins. Ég veit það, ég er að reyna
að reykja.
Ég get þó ekki lofað ykkur því að
þið deyið ekki úr krabbameini. Niður-
stöður erlendra rannsókna sýna nefni-
lega, að það eru ekki reykingamenn,
aðstandendur þeirra, ættingfar, vinir,
vinnufélagar og fimmmenningar
þeirra í Kanada sem hafa hæstu tíðni
lungnakrabba. Hana hreppa umferðar-
lögregluþjónar, ásamt öllum hinum
öndunarfærasjúkdómunum. Og vitið
þið bara hverju við erum að halda
leyndu heima? Að nokkur götu-
horn í Reykjavík slá Ruhr-
héraðinu og öðrum iðnað-
arbælum meginlandsins
gjörsamlega við í meng-
un. Því hefur jafnvel
verið fleygt að rott-
urnar séu að reyna
að komast um borð í
skip og flýja til Evr-
ópu.
Komið endilega
heim. Það vantar
mannskap í Bifreiða-
varnanefnd og þið hafið
reynsluna. Ég geng til liðs
við ykkur, því mér finnst
óbærilegt að þúsundir latra
geti þröngvað útblæstri sínum
upp á okkur hin, sem göngum og hjól-
um ferða okkar. Það gerum við til að
efla og bæta heilsu okkar, firra hjarta-
deildirnar átroðningi og menga ekki
umhverfi okkar. Og svo er grafið und-
an heilbrigði okkar og umhyggju fyrir
öllu sem lífsanda dregur af feitum
föntum með seigfljótandi blóð og
kyrrsetusjúkdóma sem við þurfum
svo að borga undir á sjúkrahúsunum.
Og það endar ekki þar. Þessir bíl-
andi árar geta ekki einu sinni beðið í
nokkrar vikur eftir að við deyjum úr
krabbameininu, bronkítisinu, astman-
um, blóðtöppunum, kransæðasjúk-
dómunum og lungnasjúkdómunum
sem útblásturinn þeirra veldur í okk-
ur, heldur reyna þeir líka að keyra
okkur niður á þeirri forsendu að þeir
sjái okkur ekki einu sinni!
Gerum ísland
að bílalausu svæði
fýrir aldamót!
-------þú borðaðir aldrei sjoppusorp
þegar þú varst unglingur. En ég gerl það og nú eitra
ég fyrir mér með þessari pizzu.
Móðirin: Ég er eitthvað angurvær í
dag... Það voru engar pizzur og ham-
borgarar þegar ég var unglingur. Ég
gat ekki fengið neitt sjoppusorp...
Bamið: Bíddu — ertu að segja að þú hefðir
ina...
borðað sorp ef þú hefðir ^u, cu»
þetta nýr kafli í Þjáningar mínar f œsku?