Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 30.04.1997, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 23 Ekki missa a •••••• •••••• i i i ( ( ( ENGINN ADGANGSEYRIR -21 ÁRS ALDIIRSTAKMARK landi. Frá Austurrlki koma Be- ate Ratmayr og Franz nokkur Suezz. Tildrög sýningarinnar eru þau aö GR Lúðvíksson var viö nám I Hollandi á árunum 1992-'95 og kynntist þá ýmsum evrópskum myndlistarmönnum. Þá kviknaöi hugmyndin aö samsýningu uppi á íslandi og nú hefur hugmynd- inni verið hrundiö í framkvæmd. Mörg óvenjuleg verk verða á sýningunni. Til að mynda veröur dekkað borö, svo glæsilegt að hver einasta kóngafjölskylda í gjörvöllum heiminum myndi setjast fagnandi niður til snæð- ings. Sérvöldum hópi verður boðið í veislu til að snæða við þetta fína borð. Veislugestir verða hins ekki meðlimir neinn- ar kóngafjölskyldu - nema þá fjarskyldir. Meiningin er aö gefa svangara fólki, útigangsmönn- um, dýrindis máltíð viö fagur- skreytt borðiö. Norsk list í Listasafninu í Kópavogi verður opnuð athyglisverð sýning á laugardaginn. Þar verða sýnd málverk og teikningar eftir þekkta norska listakonu, Önnu Evu Bergmann (1909-1987). Hún haslaði sér völl á alþjóða- vettvangi á sjötta áratugnum með málverkum sem höfðu abstrakt yfirbragð þótt kveikjan væri í raun norskt landslag. Anna Eva bjó og starfaöi víða um Evrópu með eiginmanni sín- um, hinum nafntogaða þýska málara Hans Hartung. Þar hélt hún margar merkar sýningar og var listrænt sjálfstæði hennar óumdeilt, enda höfðu verk hennar mikla sérstöðu á upp- gangstímum abstraktlistarinnar. Sýningin verður opnuð klukkan 16.00 laugardaginn 3. maí og lýkur 8. júní. Opið alla daga nema mánudaga frá 12.00- 18.00. Jamaíkastemmn- ing á Gauknum Veitingastaðurinn Gaukur á Stöng hefur staðið sig með ein- stakri prýði hvað viðvíkur lifandi tónlistarflutningi og þessi vika er svo sannarlega engin undan- tekning. í kvöld, miðvikudags- kvöld, spila hinir bráðhressu Irsk-vestmanneysku piltarí hljómsveitinni Papar af alkunnri spilagleði. Á fimmtudaginn verð- ur mikil Jamaíkastemmning með hljómsveitinni Reggae on Ice. Það má teljast næsta ör- uggt að þeir nái upp góðri, suö- rænni stemmningu og fái fólk til dansa uppi á borðum. Að auki veröur víst hægt að kaupa Ijúffengan bjór frá Jamaíka á spottprís. Á föstudag og laugardag skemmtir hljómsveitin Skíta- mórall, sem svo sannarlega ber ekki nafn með rentu þvl þetta er með eindæmum glaðlegt band. Þeir piltar eru að taka upp nýja plötu og hyggjast taka upp nokk- ur „live“ lög á Gauknum. Á sunnudags- og mánudags- kvöld spilar síðan hin kraft- mikla hljómsveit Dúndur- fréttir lög fyrir Pink Floyd- og Led Zeppe/í'n-aðdáend- ur. Forfrömuð hljómsveit spilar Akureyringar ættu aö drifa sig I Sjallann á laugardags- kvöld því þá spilar þar hljómsveitin Todmobile. Þetta verður einn af síð- ustu dansleikjum hljóm- sveitarinnar úti á landi I bili því sveitarmeölimir hafa forframast mjög og taka brátt til starfa I ís- lensku óperunni við sýn- inguna Evítu. Ballið I Sjall anum hefst á miönætti. Undir hamrin- um Byggðasafn Hafnarfjaröar opnar 1. maí nýjan sýning- arsal á Strandgötu 50. Fyrsta sýningin sem safn- ið býður upp á heitir „Und- ir hamrinum. Af lífi hafn- firskrar alþýðu" og er til heiðurs gengnum kynslóö- um Hafnfiröinga sem ekki bjuggu við jafnglæstan kost og þeir sem fjöröinn byggja I dag. Margar skemmtilegar myndir sem ekki hafa birst áður eru á sýningunni. Sýningin verö- ur opin alla daga frá 13- 17 og stendur fram á haust. Karlar krunka Þetta er yfirskrift ráðstefnu um málefni karla sem haldin verður I Borgarleikhúsinu á föstudag- inn, 2. mal. Það er Sólstöðu- hópurinn ásamt karlanefnd jafn- réttisráðs sem stendur að ráð- stefnunni. Ráðstefnan hefst klukkan níu og stendur allan daginn. Fjölmargir forvitnilegir fyrirlestrar verða haldnir, t.d. ætlar Ámi Sigfússon að færa rök fyrir því hvers vegna fýrir- tækin ættu að styðja við fööur- hlutverkið, Hafsteinn Karlsson veltir fyrir sér hvort skólinn sé fyrir stráka, Karl Steinar Vals- son afbrotafræðingur fjallar um ofbeldishneigð karla, Bragi Skúlason um karla og kynlíf, Svavar Gestsson talar um hvernig nýju aldamótamennirnir verði og Steingrímur Her- mannsson flytur fyrirlestur sem kallast „framtlðarsýn". Þessi upptalning er einungis brota- brot af umræðuefnum ráðstefn- unnar og það má Ijóst vera að þér er athyglisvert krunk á ferð. í bland við fyrirlestra flytja Egill Ólafsson og tríó Bjöms Thor- oddsen tónlist. Seinni hluta ráðstefnunnar verða slðan opn- ar umræður. Spennandi verður' að sjá hvort karlar bregöast eins vel við og konur á konu- daginn forðum daga og taki sér frí frá vinnu til að mæta. At- vinnurekendur hljóta að sýna starfsmönnum velvilja og hvetja þá til að mæta! Rétt er að geta þess að konur eru einnig vel- komnar á ráðstefnuna. Ódauðleg fegurð Er heiti á Ijósmyndaverki eftir Önnu Líndal og lýsir verkið við- urkenndri aðferð til að ná fram „náttúrulegri" fegurð á vestræn- an mælikvarða! „Fegurðar- ímyndin snýst kannski ekkert um konur heldur sýnir hún okk- ur vestrænt gildismat sem er knúið áfram af gróðavon hins síðkapítallska neyslusamfélags fegrunariðnaðarins," segir Anna. Hún segir sýninguna ekki heföbundna Ijósmyndasýningu heldur noti hún Ijósmyndina sem miðil. Sjálf er hún módelið og þvl megi kannski líkja þessu við gjörning. Anna pantaði sér tíma hjá ótal snyrtifræðingum og fór I gegnum hið hefðbundna fegrunarferli vestrænnar konu. „Það var með ólíkindum hvað það var erfitt að fá tíma á stofu en það tókst. Myndirnar sýna síðan ferlið frá a-ö eða allt frá því þegar ég er I húðhreinsun og þar til ég er orðin uppstríluö og „vestrænt falleg" I ballkjól." Anna stundaði nám I Myndlista- og handlðaskóla ísiands og lauk framhaldsnámi frá Slade School of Rne Art I London 1990. Þetta er sjöunda einka- sýning Önnu. Sýningin, sem ber heitið „Hluti úr llfi", veröur opn- uð fimmtudaginn 1. mal I Gall- erí Ingólfsstræti 8. ekki2.she Boðið til veislu Nýlistasafnið opnar nýstár- lega sýningu á laugardaginn, 3. maí. Sýningunni hefur ver- ið valið útlenskt nafn, „Perc- eption". Raunar eru lista- mennirnir flestir erlendir og eftir þvl sem aðstandendur sýningarinnar fullyröa eru þetta vel þekktir listamenn og því ætti að vera fengur að þessari sýningu. Einn lista- mannanna er þó íslenskur en hefur tekið upp á að hafa eftirnafnið sem aðalnafn sitt. Þetta er GR Lúðvíks- son. Hinir listamennirnir heita Arie Berkulin, Theo Kuypers, Wiilem Jakobs, Kees Verschuren og Ellen Jezz og eru þau frá Hol- BJÓRKIA Hverjir HELD MIG MEST A HEIMASLOÐUM „Ég er nú faktískt ekki búinn að plana neitt sérstakt I sumarfríinu mínu,“ segir Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák. „Eg er nú bara búinn að leggja á ráðin með smáinnanlandsferðir, en þær eru nú ekki ígildi sumarfrís. Ég fer eina til Vestfjarða og önnur er I Eyjafjörð, báðar frekar stuttar ferðir. Þær fer ég I júní og ágúst. Ég hef ekk- ert planlagt að fara utan I frí og býst við að ég haldi mig mest á heimaslóðum, enda er það ekkert síðra.“ HRINGLA I GARÐINUM „Það er nú mest lítið,“ segir Ágúst Atla- son Ríómaður. „Ætli maður fari ekki bara upp í bústað. Annars skiptir maður sumar- fríinu I einhverja hluta og suma notar mað- ur til að hringla hér I kring, jafnvel I garðin- um ef nennan leyfir." i/m FORUM VENJULEGA UTAN „Það er ekki ákveðið enn hvert ég fer,“ segir Svanhildur Jakobsdóttir söngkona. „Annars á ég hellingssumarfrí inni, einn og hálfan mánuð eða svo. Venjulega för- um við eitthvað út og trúlega gerum við það núna einnig.“ Uppáhaldsstaðurinn erlendis? „Þeir eru nokkuð margir. Okkur finnst bara spennandi að koma á sem flesta staði og prófa sem flest. Ég býst nú við því að fara troðnar slóðir I þetta sinn. Ætli við förum ekki til Bandaríkjanna." GENG Á LÓNSÖRÆFI „Ég tek mjög lítið frí, því það er mikið að gera,“ segir Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra. „Það sem ég mun gera I fríinu er að ég fer I gönguferð á Lónsöræfin og síðan mun ég ferðast eitthvað innan- lands.“ Ferðu ekkert utan? „Við höfum gert það fjölskyldan, en ég ætla ekki að gera það þetta árið. Maður fær nóg af þessum utanlandsferðum I vinn- unni.“ T og list Hin gullfallega, vinsæla íslensk-indverska prinsessa Leoncie, nýkomin frá Kanada með ný sjóðheit lög og frábært ", er reiðubúin að skemmta um allt ís/and, ífélagsheimilum, skemmtistöðum og klúbbum. Veljum íslenskt! Hafið samband við Leoncie, sími 554 2878 Gleðilegt sumar!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.