Helgarpósturinn - 29.05.1997, Side 8
8
RMMTUDAGUR 29. MAÍ1997
iðT VÍ"k0na mín '
t» S&rf*'4" ",ntoí*^ »»* H, M „ «u
‘•mSKí^.SÍÍ? f Wr M tenia
Mk, "'öur a aðra hæð? B
Þetta annað hvert ár æsku- og ..roska-
skeiðs míns eyddum við fjölskyldan viku,
stundum hálfum mánuði, hér í Kaup-
mannahöfn. Þá tíðkaðist ekki að fólk æddi til
útlanda að ástæðulausu, enda vorum við hér
lögmætra erinda: Mamma var dönsk og við
vorum að heimsækja æskustöðvar hennar og
fjölskyldu. Hinar fimmtíu vikur ársins hélt
konan uppi áróðri fyrir allt sem danskt var af
einstakri ósérhlífni.
Landið var frjósamara og fegurra, veðurfar-
ið betra og Danir sjálfir siðmenntaðir, siðfág-
aðir og kunnu sig. Annað en íslendingar, sem í
bezta falli voru bóndadurgar, en unnu títt til
t)ess að vera nefndir svín og þá sér í lagi einn
slendingur, okkur nákunnugur. ísland sjálft
var hrjóstrugt sker sem helzt hentaði sem við-
komustaður farfugla.
Sumarleyfin á danskri grund voru stíluð upp
á jarðarberjatímann og útsölurnar. Þetta voru
dagar þrungnir íspinnum, ofdekri og innkaup-
um. Búðarmenn fylgdu okkur bukkandi til
dyra, í sporvögnunum var einn vagnstjóri og
svo annar maður sem virtist alfarið starfa við
að halda uppi móralnum um borð. Andaktin
og höfflegheitin boguðu af
hverjum manni. Um leið
voru Danir mjúkir við ókunn-
uga, nokkuð sem ekki var
hægt að ásaka íslendinga um
á þeim árum.
Tíminn fór hákarlatönnum
um þetta allt. Mamma féll
frá, systkini hennar, börn
þeirra og jafnvel þeirra börn
hafa týnt tölunni. Það er eng-
inn eftir sem ég þekkti sem
barn, danski hluti minn er
munaðarlaus. Á 30 árum hef
ég aðeins komið þrisvar til
Danmerkur. Það er langt,
langt síðan klippt var á síð-
asta naflastrenginn og enn
lengra síðan mér varð ljóst
að ég er löngu hætt að vera
Dani og var það í raun aldrei.
Viðhorf mitt til Kaup-
mannahafnar er því ekki út-
lagi sem snýr heim, en um
leið er ég heldur ekki útlend-
ingur. Nákvæmlega hver af-
staða mín er er ég iitlu nær
um, en ég væri ómannleg ef forvitnin gerði
ekki öðru hverju vart við sig. Þannig að þegar
ég uppgötva að hér rétt handan við húsið
strekkir sig gatan sem móðurbróðir minn bjó í
til dauðadags 1958, þá hjóla ég eftir henni
endilangri, frá númer rúmlega 200 að dyrum
hans, númer sjö.
Ég veit, að frá tveggja til tíu ára aldurs hef ég
margsinnis komið þarna. Þó þekki ég ekki
dyrnar aftur, ekki framhlið hússins, ekki göt-
una, ekkert í umhverfinu. í minningunni er gat-
an dimm, dyrnar og stigagangurinn dökkbrún
og myrk. Þetta er kennslustund í valminni
barna, mér leiddist alltaf heima hjá þessum
frænda. Hitt hróflar meira við mér, að við
þessa sömu götu, svo sem hundrað húsnúm-
erum fjær, stendur höll. Með hallargarði. Ég
veit, að hefði ég séð þessa höll sem barn, þá
hefði það verið mér ógleymanlegt. Konungs-
höll, með fullum garði af kyssivænlegum
froskum? Ekki vafamál.
Eða litlu gottnesku kirkjuna mitt á milli kon-
ungs og kotbónda? Og hvað með jurtagarðinn,
handan við hornið? Af hverju hef ég aidrei séð
hann í fylgd með konunni sem harmaði ís-
lenzkan uppblástur ævilangt?
Æst hjóla ég á ferðamannaþjónustuna og
bið um tæmandi lista yfir söfn og seværdig-
heder í Kaupmannahöfn. Þetta er myndarbæk-
lingur. Ég hef aldrei séð neitt sem hann minn-
ist á, ekkert þjóðminjasafn, ekkert málverka-
safn, enga kirkju að innanverðu og fáar að ut-
anverðu, ekkert leikhús, enga höll, það eina
sem ég kannast við er Storkagosbrunnurinn.
Hann rís á miðju Strikinu, aðalverzlunargöt-
unni.
Loks veit ég hver
danskur menning-
ararfur minn er.
Daells Varehus.
Épli 1 %
\JlQtll han 'n-mkM,Vað,ÞÚ S<‘rð við
LUOtU Og lj„tlII HvÍa “r,.Ieiðln,egur,
|T] Móðirin; Han’, ^
LU Barniö: Maim,',1/ k>'n<esa,,di-
°g fa,að u,» haegðir viú?iC'n ,>u S«“tir seiiö
Ég hef mikinn andlegan
styrk. Ósveigjanlegt siðgæðisþrek, ómælanlega
festu, hopa hvergi og aldrei, botnslaust hug-
rekki, dug, þor og úthald. Hæst í því sem lund
mína prýðir ber þó viðnám mitt við söluvarn-
ingi. Eiginlega hef ég engar veikar hliðar, nema
ef vera skyldi gagnvart kaffi, tóbaki, hundum,
köttum, karlmönnum yfir hundrað kíló, góðum
mat, ís, súkkulaði, glerkúlum, skartgripum,
postulíni, bókum, gleri og gömlu skrani.
Það er því ekki að furða að ég hef sogast inn í
hverja einustu fornverzlun á vegleið minni um
Kaupmannahöfn og um leið ekkert undur að frá
þeim hef ég komist án þess að kaupa meira en
fáeina skörðótta smávasa, einn lampa, nokkrar
bækur, fjórar örsmáar kristalsaltskálar sem mér
er fyrirmunað að skilja hvernig mega nýtast og
eitt matarstell fyrir tuttuguogfjóra. Gæfan vill,
að megnið af diskunum brotnaði fyrr á
öldinni, sem kemur þó ekki í veg fyr-
ir að mér er nokkuð hugleikið
hvernig ég kem ferðatösk-
unni ofan af fimmtu hæð,
engin lyfta, þegar ég er
búin að pakka stellinu
í hana.
Allt var þetta inn-
an marka velsæmis,
að mínum dómi, þar
til ég hjóla fram á
góðgerðarstarfsemi
meþódista. „Flóa-
markaður í kjallara“
stendur á pappa-
spjaldi í glugganum. Inn
og niður, óviðráðanlega.
Hvílíkt skran. Klukkutíma
síðar geta meþódistar unnið
hjálparstarf fyrir tíu krónur, en ég
hef dgnast Borgarœttina á frummálinu
og Á ferðinni frá 1884.
Ekkert annað sem þig langar í? spyr
konan þessum bjarta rómi sem ég held
að einkenni trúboða.
Möööö, segi ég, það er þarna víkinga-
skip...
Langar þig í það? spyr konan og
hundruð watta hafa bæzt í róminn.
Moooo, segi ég, það er verðmerkt 30
krónur... það er upphæð sem er óverj-
andi að eyða í það (ég er líka nízk).
En þér finnst það sætt? spyr Pollý-
anna.
Hvað get ég sagt? Ber manni ekki öðr-
um fremur að vera hreinlyndur við
sannanlega sannkristið fólk?
Nei, segi ég þunglega. Það er svo ljótt,
það er svo skelfilega ljótt, að það nær
langt út fyrir landamæri ljótleikans.
Veiztu bara hvað, segir konan og hall-
ar höfðinu, það hafa fleiri, fleiri manns
komið upp úr kjallaranum og minnst
einmitt á þetta. Hvað við ættum skelfi-
lega ljótt víkingaskip.
15 krónur, segi ég.
Og fýrir fimmtán krónur firri ég trú-
boðið skelfingunni og einhvers staðar
fær eitt barn aðra máltíð.
Það þarf að sjá gripinn til að trúa honum.
Hann er úr leir, frá tímum brúnu-út-í-gult-leir-
munanna. Ég eygi von um að hann falli saman
við lit húsgagnanna og verði ekki áberandi, þeg-
ar heim er komið. Skipið sjálft er eins og ólög-
mætt afkvæmi siðlausra maka sósukönnu og
andar, sem að auki höfðu bæði verið fórnar-
lömb brjálaðra vísindamanna og því litnihga-
skemmd þegar örvilnað samræði þeirra átti sér
stað. Skipið er næstum kringlótt, en stefnið horf-
ir niður eftir bringunni á sér.
Um borð standa fimm menn í hnapp. Fjórir
raða sér við borðstokkinn og er það lit styttunn-
ar að þakka að þeir líkjast meira negrum en Kín-
verjum. Norrænir eru þeir altént ekki, svo mikið
má greina á leirandlitsfalli þeirra. Fyrir aftan þá,
í úlfakreppu milli masturs og þræla, stendur
einn víkingur með skegg og má glöggt sjá að
hann nær ekki andanum. Hann er með sáran
þjáningasvip, en það væri ég líka væri ég þátt-
takandi í þessari styttu. Seglið myndar stórar,
mjúkar fellingar neðst, sem kemur ekki að sök,
því siglutréð er kengbogið og seglið slútir yfir
áhöfnina líkt og suðrænt sóltjald.
Nú hefurðu eitthvað af menningararfi þínum
með þér heim, segir glaðbeitta trúboðskonan
þegar hún réttir mér víkingaskipið.
Eg er orðlaus.
HVEll?
nmm
Fyrir utan glugga vinnuherbergis-
ins rís Ijósaskilti ofar þökum hús-
anna. Aðeins að húlfu þó, neðri hluti
þess er í hvarfi handan tveggja
hœða tígulsteinsþaks. Þegar rökkvar
kviknar á skiltinu. Rauðu letri blikar
það skilaboðum yfir Kaupmanna-
höfn: „Fleiri og fleiri“ segir það.
í hvert sinn sem ég sezt við rit-
vinnslutœkið sendir það mér boð:
Fleiri og fleiri.
Á hverju kvöldi hefurþeim fjölgað.
Líti ég afskiltinu slokknar það, telur,
kviknar aftur og þeir eru orðnir enn
fleiri.
Nú, mörgum vikum síðar, er mér
Ijóst að þeir eru orðnir yfirgnœfandi
meírihluti.
Hverjir eru þeir? Hvað eru þeir að
gera?
Fleiri og fleiri og fleiri...