Helgarpósturinn - 29.05.1997, Page 10

Helgarpósturinn - 29.05.1997, Page 10
10 FIMIVmJDAGUR 29. MAI1997 HELCARPÓSTURINN Útgefandi: Lesmál ehf. Framkvæmdasljóri: Árni Björn Ómarsson Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Fflabeinstuminn Lýðræði hafa menningarsamfélög á Vesturlöndum gert tilraunir með frá dögum Forn-Grikkja og haft tölu- vert fyrir. Einn lærdóm má draga af sögunni og sá er að lýðræði þrífst illa þegar það er ekki rætt í samhengi við stjórnarfyrirkomulag. Ef það er ekki gert verður lýðræð- ið framandi hugtak og merkingarlaust fyrir það þjóðfé- lag sem á í orði kveðnu að njóta þess. Morgunblaðinu finnst lýðræðið áhugaverðara sem abstrakt hugmynd en lifandi veruleiki. Fyrir skömmu gaf það út sérblað um lýðræðið sem var þýðing upp úr breska vikuritinu Economist, en það er haft í hávegum á ritstjórn Morgunblaðsins. Economist gerir sér far um að segja frá því sem skiptir máli fyrir breskt samfélag og oftar en ekki hefur það skoðun á umfjöllunarefni sínu — rétt eins og Morgunblaðið hér heima. Kæmist breskur dómari í þá aðstöðu að stuðnings- samtök utan um hann hvettu til þess að fólk legði inn á opinn bankareikning til að lækka persónulegar skuldir dómarans er óhugsandi annað en að Economist myndi leggja sig fram um að fjalla um málið og hafa ákveðna skoðun á því. Economist og nánast samanlagðir fjöl- miðlar á Vesturlöndum telja það eitt mikilvægasta hlut- verk sitt að upplýsa almenning um gangvirki stjórnkerf- isins og gagnrýna það þegar það starfar ekki eins og til er ætlast í lýðræðisþjóðfélagi. Varaforseti Hæstaréttar, Pétur Kr. Hafstein, Iagði út í dýra kosningabaráttu þegar hann á síðasta ári sóttist eftir kjöri til embættis forseta lýðveldisins. Meðan á kosningabaráttunni stóð leitaði framboð Péturs til fjölda aðila eftir fjárhagslegum stuðningi og fékk framlag á sumum stöðum en öðrum ekki, eins og gengur. Eftir kosningarnar var framboðið stórskuldugt og Pétur Kr. Hafstein lýsti yfir persónulegri ábyrgð á skuldinni. Stuðningsmenn hans opnuðu bankareikning í Lands- banka Islands í nafni Péturs og í fjölmiðlum birtist áskorun um að fólk léti fé af hendi rakna til framboðsins. Framboðið leitaði einnig hófanna hjá þingi og fram- kvæmdavaldi eftir peningalegri aðstoð. Megineinkenni lýðræðislegra stjórnarhátta er þrí- greining ríkisvaldsins. í því samhengi er lögð sérstök áhersla á sjálfstæði dómstóla. Þegar rökstuddur grunur er um að sjálfstæði dómstóla sé í hættu láta þeir vana- lega í sér heyra sem telja sér skylt að hafa álit á mikil- vægum álitamálum í samfélaginu. í umræðunni um van- hæfi varaforseta Hæstaréttar er Morgunblaðið stikkfrí og þýðir grein í erlendu vikublaði um lýðræði. Ritstjórn Morgunblaðsins leggur sig fram um að leita langt yfir skammt. Danska dagblaðið Jyllands-Posten birti ítarlega frétt um málefni Péturs Kr. Hafsteins og vitnaði meðal annars í tvo danska sérfræðinga í refsilög- um. Báðir telja þeir að réttaröryggi sé ógnað með óbreyttri stöðu mála. Varaforseti Hæstaréttar hafi ratað í slíkar ógöngur með forsetaframboðinu og eftirmálum þess að óviðunandi sé fyrir lýðræðissamfélag að horfa upp á aðgerðarlaust. Umfjöllun danska dagblaðsins rat- aði ekki á síður Morgunblaðsins. ( Einu sinni hæddist Morgunblaðið að Þjóðviljanum fýr- ir að þýða frétt úr bresku dagblaði um megrunarlyf en geta í engu aðaluppsláttarins á sömu síðu dagblaðsins um afdrif sovésks andófsmanns. Yfirsjón Morgunblaðs- ins er því hallærislegri að blaðið þarf ekki að skammast sín fyrir fortíð glæpsamlegra hugmyndakerfa. Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332, dreifing: 552-4999. Netfang: hp@this.is Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. Böðmóðstættur, Ampapollur, Brimurð... Eg hafði konunglega skemmtan af hinum skrýtnasta hlut um daginn. Ég teygði mig upp í hillu, krækti í íslandshand- bókina og fletti í gegn- um örnefnaskrána. Það er löngu vit- að og viðurkennt að íslenskan okk- ar er kjarnyrt mál og fagurt, enda er því óspart hamp- að og það verndað gegn illum öflum af fremsta megni. Þeir sem efast um kjarnsemi ís- lenskunnar geta tekið upp mína nýupp- f u n d n u skemmtiiðju og sannfærst end- anlega. íslands- handbókin er brandarabók fyrir nægjusama einstak- linga. Eg ætlaði reyndar að fara í gegnum skrána alla, finna hvert eitt og einasta ör- nefni sem hljómaði skrýtilega og birta það hér. Ég byrjaði eins og lög gera ráð fyrir í ainu, færði mig yfir í áið en komst ekki lengra en í béið: Aðalþegnshólar, Affall, Af- glapastígur, Afstapahraun, Akbrautarholt, Alifiskalœkur, Ampapollur, Andakíll, Auð- kúla, Auðnahyma, Auðshaug- ur. Ánastaðastapi, Árbrandsá. Ballará, Beilá, Bekanstaðir, Belgsdalur, Berserkjagata, Bjallkolla, Blágnípa, Blá- mannshattur, Blœngur, Bolla- tóttir, Bragðavalladalur, Brákarey, Brimurð, Bríkár- kvfsl, Brokey, Brunnnúpur, Buðlungavellir, Bœgifótshöfði, Böðmóðstœttur. Böðmóðstættur. Böðmóðs- tættur. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að geta mér þess til hvað nafnið merkir. Örugglega eitthvað mTkilvægt. Ástæðan fyrir því að ég komst ekki lengra en í béið er sú að stafirnir byrjuðu allir að renna saman og ég hætti að geta lesið rétt út úr orðunum. Eg veit ekki hvort ég er einn um þessa áráttu, en þegar ég leita of lengi að Jóni eða Sig- urði í símaskránni fara stafirn- ir að líta skrýtilega út. Þeir tapa sérkennum sínum, eða Davíð Stefánsson skrifar öllu heldur verða sérkenni þeirra svo sterk að þeir passa ekki lengur í samhengi við hina stafina. Ég veit ekki hvort ég kem þessu nægilega skýrt frá mér. Þetta verður sérlega áber- andi þegar orðunum er raðað í lóðrétta röð, líkt og í síma- skránni eða örnefnaskránni. Béið í Böðmóðstættur hættir að vera bé og verður að tákni, formi en ekki bókstaf sem myndar orð í félagi við aðra. Mjög blendnar tilfinningar fylgja í kjölfar þessa. Bæði fyll- ist ég óhug og finnst eins og tungumálið sé að hruni komið frammi fyrir augunum á mér og í sömu andrá gleðst ég yfir því að skynja hversu þróaður hlutur eða fyrirbæri tungumál er. Því stafirnir okkar allir eru jú þegar öllu er á botninn hvolft aðeins tákn eða form sem hafa vaxið frá því að vera merkingarlaus yfir í að geta túlkað á fjölmarga vegu flókn- ustu tilfinningar mannskepn- unnar. Og það finnst mér nú bara helvíti merkilegt. Ég tek því sanna bókmennta- 1 e g a afstöðu í málinu og blæs á að furður veraldar séu Týndi apamaðurinn, Krist- alshauskúpurnar, Loch Ness- skrímslið, Stonehenge, Rockl- Nú stendur yfir söguþing í Reykjavík þar sem inn- lendir og erlendir sagn- fræðingar bera saman bækur sínar. Ein þeirra bóka sem áreiðanlega mun bera á góma er Menntun, ást og sorg ís- lenskra sveitamanna eft- ir Sigurð Gylfa Magnús- son sagnfræðing. 1 rit- inu er veitt innsýn í hugmyndaheim ís- lenskra alþýðumanna um síðustu aldamót. Aðalheimildir höfund- ar eru persónuleg gögn, dagbækur, einkabréf og fleira, tveggja sjálfmennt- aðra bræðra, Níelsar og Halldórs Jóns- sona, frá Tindum við Steingrímsfjörð. ey Down-hesturinn, Uffington- hesturinn, Dóninn frá Cerne, fljúgandi furðuhlutir eða urð- armánar. Hinar sönnu furður ver- aldar felast ekki í urðar- mánanum sjálfum, þær leynast í fylgsnum tung- unnar; þeirri stað- reynd að fyrirbæri sem enginn veit hvað er skuli hljóta svo hljómþýtt og fagurt nafn. „Hinar sönnu furður veraldar felast ekki í urðarmánan- um sjálfum, þær leynast í fylgsnum tungunn- ar; þeirri staðreynd að fyrirbæri sem enginn veit hvað er skuli hljóta svo hljómþýtt og fagurt nafn.“ Frá lesendum ■ María hringdi til að gera at- hugasemd við frétt á bls. 2 í síðasta tölublaði um hóp spænskra bankastjóra sem voru á ferð hér fyrir skömmu. Af fréttinni mátti skilja að frí- múrarareglan Opus dei væri tengd kaþólsku kirkjunni. Mar- ía sagði ekkert hæft í því, þótt margir kaþólikkar væru í regl- unni. ■ íþróttaáhugamaður hafði samband til að koma á fram- færi gagnrýni á notkun gælu- nafna knattspyrnumanna á íþróttasíðum HP. Áhugamað- urinn taldi það vonda manna- siði að nota gælunöfn — jafn- vel þó að íþróttafréttamaður- inn þekkti knattaspyrnumenn- ina persónulega. ■ í annað sinn á stuttum tíma hringdi maður sem sagðist ætla að kæra geðlækninn sinn fyrir kynferðislegt áreiti. ■ Fyrirspurn barst blaðinu um það hvort ekki yrði fjallað bráðlega um stærsta kvótaeig- anda íslands, Eimskip, sem fyrirspyrjandi fullyrti að væri stærsti einstaki eigandi að auðlind þjóðarinnar í krafti eignarhalds síns í fjölmörgum sjávarútvegsfyrirtækjum. ■ Kona kvartaði yfir því að blaðið segði ekkert frá fyrir- huguðum hernaðaræfingum á Suðurlandi.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.