Helgarpósturinn - 29.05.1997, Side 15

Helgarpósturinn - 29.05.1997, Side 15
RMIVmJDAGUR 29. MAÍ1997 15 wmmmmmmi^mtL „Gallinn er bara sá að frá leiklistar- sögulegu sjónar- horni er ekkert nýtt í þessu verki og afar fátt sem kemur á óvart. Tónlistin er þó þar á meðal og engu lík sem Atli Heimir hefur áður sent frá sér, en hún kemur leikhúsi ekk- ert við sem slík.“ Tunglskinseyjan Ópera eftirAtla Heimi Sveinsson vii texta Siguröar Páissonar. Stjórnandi: Guömundur Emilsson. Búningar: Þórunn Pálsdóttir. Lýsing: Björn B. Guömundsson. Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Söngvarar: Sig- ný Sæmundsdóttir, Loftur Erlingsson, Ingveldur G. Ólafsdóttir. Hljómsveit: Guöný Guömundsdóttir, Ragnhildur Pétursdóttir, Junah Chung, Gunnar Kvaran, Reynir Sigurösson og Mikiós Dalmay. Pað er ekki á hverjum degi sem við verðum vitni að frumsýningu ís- lenskra óperuverka og þess vegna kom mér verulega á óvart hversu þunnt setinn bekkurinn var í Þjóðleikhús- inu síðastliðinn miðvikudag. Tónlistarformið sem slíkt á nefnilega tryggan áhorfenda- skara, sem löngum fyllir hús hjá íslensku óperunni. Þetta verk Atla Heimis og Sigurð- ar Pálssonar hefði þess vegna átt að draga stóran skara í Þjóðleikhúsið, sér í lagi þar sem það hafði þegar unnið sér til frægðar að vera frumsýnt í höfuðborg Kína- veldis. Þessi frægð var strax staðfest á forsíðu sýningar- bæklings, sem skartaði bæði kínversku letri og enskum texta fyrir utan skuggamynd af evrópsku miðaldavirki böðuðu tunglsljósi og jafnvel norðurljósum. Það má því vera ljóst að höfundarnir ætla verkið til útflutnings og/eða alþjóðlegrar út- breiðslu. Atli Heimir segir í sýningarskrá ekki bara um að ræða nýtt verk af sinni hálfu heldur sé hér á ferð „... ný tegund leikhúss: sam- bíand af leikhúsi, sem höfðar til augans, og kammertón- leikum, sem höfða til heyrn- ar.“ Gallinn er bara sá að frá leiklistarsögulegu sjónar- horni er ekkert nýtt í þessu verki og afar fátt sem kemur á óvart. Tónlistin er þó þar á meðal og engu lík sem Atli Heimir hefur áður sent frá sér, en hún kemur leikhúsi ekkert við sem slík. Þetta er „nakin“ og „einföld“ tónlist utan um litla og einfalda sögu, sem að mest- um hluta gerist við Breiðafjörð en er í sjálfu sér byggð á klassísku forskrift- inni — strákur hittir stelpu, strákur miss- ir stelpuna, strákur fær stelpuna aftur. En nekt þessarar tón- listar er frekar frá- hrindandi og kaliar miklu fremur fram í huga mér myndir af stríðshrjáðu fólki og hungursneyð en eld- heitum ástarbríma við Breiðafjörð. Text- inn samanstendur að mestu af náttúrulýs- ingum, þar sem hafið leikur aðalhlutverk, og tímalýsingum, þar sem heimspeicilegt vandamál tímaskynsins víxlverkandi kemst á flug ellegar brotlend- ir í fallegu merkingarlausu orðskrúði. Sviðsetningin er í anda alis þessa afar þung- lamaleg og statísk. Fallegir en yfirþyrmandi búningar gera söngvurunum (leikur- unum) nánast ómögulegt að hreyfa sig nema til að beygja sig í hnjánum, sem þeir gera reyndar alloft. Og þessi lang- dregna kyrrð á sviðinu og bið eftir músíkinni léttist lítið þó svo textahöfundurinn líði um sviðið fram og til baka líkt og ballettdansari, sem þó má ekki dansa. Engu að síður er tónlistin afar vel flutt og söngvararnir skila sínu vel nema hvað textinn komst ekki alltaf alla leið. En kannski liggja í þessu verki möguleikar, einhverjir vinkl- ar og sjónarhorn, sem vinna mætti úr þannig að auga og eyra séu nokkurn veginn inn- stillt á sama verkefnið. Stórt leiksviðið er þó að öllum lík- indum ekki rétt umgjörð fyrir þetta verk. Miklu heldur vildi ég sjá Kristínu leikstjóra vinna þetta verk gegnum kvikmyndalinsuna þar sem brotakennd uppbygging þess yrði styrkur en ekki dragbítur og þar sem nær- myndin gæti borið kyrrðina og tímapælingar textahöf- undar fengið aðsetur eða í það minnsta einhverja við- miðun. En eins og sakir standa er of mikið gert úr of litlu og þessi Tunglskinseyja er álíka hætt komin og Kol- beinsey ef ekkert verður að gert. /’TIGEk LA“j W' _í| LiHtfSIE Mt). MU I \ rj •siffr | UStVAH Stiga rafmagnsorf 450W Stiga Turbo sláttuvéi með grashirðipoka Góð fyrir heimili Stiga rafmagns- limgerðisklippur 360W Stiga mosatætari 325W VETRARSOL Stiga Bio-Chip kurlari 1400W Stiga Tornado sláttuvél með drifi Fyrir sumarbústaða- eigendur, bæjarfélög og stofnanir Stiga EL33 rafmagns- Stiga Garden sláttuvél 1000W aksturssláttuvél Fyrir litla garða Einstök fyrir sumarbústaðaeigendur og stofnanir. Sölustaðir um allt land HAMRABORG 1-3, NORÐANMEGIN • KÓPAVOGI • SÍMI 564 1864 • FAX 564 1894 Það tekur aðeins einn virkan dag... ...að koma póstinum þínum til skila PÓSTUR OG SÍMI HF

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.