Helgarpósturinn - 29.05.1997, Side 16

Helgarpósturinn - 29.05.1997, Side 16
FlMIVmJDAGUR 29. MAÍ1997 lSm mat hjá Shabönu Saman Rauðir og safaríkir Brátt fara íslensku tómatarnir að flæða inn í allar verslanir og þá er um að gera að borða sem mest af þessu vatnsmikla holla grænmeti. Að minnsta kosti ef þeir eru ekki á morð- prís! Garðyrkjubændur og kaupmenn, sýnið skynsemi í verðlagningu. Þeim mun ódýrari, þeim mun meiri neysla! Einn besti tómatréttur sem hugsast getur er spænsk gazpacho-súpa. Hún er einstaklega ljúffeng og svalandi í sumarhitum, sem að vísu þjaka okkur helst til lítið! Cazpacho (fyrir sex) 1 kíló vel þroskaöir tómatar 1/2 agúrka, afhýdd og skorin í litla bita 1-2 laukar, smátt skornir 3 hvítlauksrif 1 rauð eða græn paprika, fræin hreins- uð burt og paprikan skorin smátt 2 tsk. af basil, timian eöa marjoram, helst fersku 5 msk. ólífuolía 2 tsk. vínedik 3 1/2 dl vatn salt og pipar Meðlæti 1 paprika, smátt skorin 1/2 agúrka, smátt skorin 1-2 laukar, smátt skornir 2 harðsoðin egg, smátt skorin fersk steinselja brauðbitar, steiktir í olíu Afhýðiö tómatana með því að hella yfir þá sjóðandi heitu vatni. Eftir tvær mínútur losn- ar hýðið næstum sjálfkrafa. Skerið tómat- ana í smátt og setjiö þá ásamt gúrku, lauk, hvítlauk, pariku, salti, pipar, kryddi, olíu og ediki í matvinnsluvél. Til að þynna súpuna er vatninu hellt smám saman út í. Súpan er þá tilbúin, setjið yfir hana lok og kælið i ís- skápnum. Brauðið er einfaldast að steikja í smáolíu og skera síðan í litla bita. Súþan er borin fram köld ásamt niðurskornu græn- meti og brauðbitum og hver fær sér eins og hann vill út í súpuna. Fersk basilikutómatsúpa 1 kíló tómatar, smátt skornir 1 stór laukur, smátt saxaður 1 stór kartafla, skorin í litla teninga 2 msk. ólífuolía 3 dl soö 2 hvítlauksrif (pressuð) 3 tsk. basilika, helst fersk salt og pipar Hitið olíuna og steikið lauk og kartöflur viö fremur lágan hita í 10-15 mfn. Bætið þá tómötunum út í, hrærið vel saman við. Bæt- iö soöinu saman viö og svo hvítlauknum. Saltið og piprið eftir smekk. Leyfið súpunni aö malla í 20-30 mín. Bætið þá basiliku saman við og berið fram meö góðu brauöi. Ef þið notið þurrkaða basiliku skuluð þið sjóða hana með súpunni allan tímann. Tómat-ídýfa Tveir tómatar 1 laukur 250 g rjómaostur 1/2 chilepipar 2 tsk. smjör Saxið laukinn smátt, skerið tómatana í litla ferninga og skerið chilepiparinn smátt (fræin eru það sterkasta af piþarnum og margir kjósa að hafa þau ekki með). Bræðið smjör- iö og steikið laukinn og bætið síðan tómöt- um og chilepipar saman við. Steikið þar til tómatarnir eru orönir bleikleitir. Bætið ostin- um saman við og hræriö vel til að blanda öllu vel saman. Boriö fram heitt meö tortilla- flögum. Tómatar með túnfiski og furuhnetum 2 kg tómatar 1/2 kg rauð paprika 50 g furuhnetur 1-2 dósir af túnfiski 4 hvítlauksrif 1 tsk. sykur 2 dl ólífuolía salt og pipar Saxiö hvítlaukinn smátt og steikið ásamt furuhnetunum viö vægan hita í olíu. Paprikan er fræhreinsuö og skorin í strimla og tómatarnir afhýddir og skornir smátt og bætt saman viö ásamt sykrinum. Steikið þar til vatniö er farið aö gufa vel upp. Saltið þá og piprið og steikið í u.þ.b. fimm mínútur í viðbót, þá bætiö þið túnfiskinum viö og berið fram. ............... Lífið getur stundum verið furðu- legt og svo fjarri því sem maður gerði sér í hugarlund á uppvaxtarár- unum. Shabana Saman þekkir það af eigin raun. Hún ólst upp borginni Lahore í Pakistan. Síðan datt hún í lukkupott og fékk styrk til náms í Englandi. Hún hafði aldrei heyrt minnst á norðlæga eyju sem hét ís- land fyrr en hún eignaðist íslenska vinkonu í skólanum á Englandi. í gegnum hana kynntist hún heilli ís- lendinganýlendu og í þeim hópi var ungur maður, Lárus Chrístensen. Þau urðu ástfangin, giftu sig, fluttu til íslands og eiga nú tvö börn. Göm- ul saga og ný, ævintýraleg og hvers- dagsleg. „Ástin er ástin, ástin er blind og ástin er skrítin," segir Shabana og brosir. „Ég varð í rauninni furðu lostin þegar ég áttaði mig á hvað var að gerast og hvaða stefnu líf mitt var að taka. Það flaug aldrei að mér að ég gæti lent í slíku og því- líku.“ Sólarþrá og furuhnetur Shabana segir að þrátt fyrir hve ólíkt ísland sé landinu hennar þá líði henni vel hérna þótt kuldinn eigi til að hrella hana svolítið. „Þegar snjóar dag eftir dag og mánuð eftir mánuð finn ég að þráin eftir sól og hita fer að heltaka mig. En hér á ég fjölskyldu sem ég elska út af lífinu og hjá henni er mitt heimili. Ég á einnig fullt af vinum hérna og hef ekki ástæðu til annars en að vera ánægð með lífið og tilveruna.“ Shabana segir að þegar ljóst var að hún var búin að finna mann sem hún ætlaði að giftast og flytja með til fjarlægs lands hafi fjölskyldunni hreint ekki litist á blikuna. „En þau samþykktu ráðahaginn á endanum því það var betra en að missa dótt- ur. Eigum við ekki bara að segja að þau elski mig svo mikið.“ segir Sha- bana og skellir upp úr. Á meðan við spjöllum saman geysist ríflega eins árs sonur hennar, hann Ómar litli, um stofuna og reynir að háma í sig penna blaðakonunnar. En þar sem pennar hafa aldrei talist til góðgætis nær móðir hans í undurgóðar pak- istanskar furuhnetur. Þær eru enn í hýðinu en Shabana tekur faglega og snarlega af þeim hýðið fyrir Omar og blaðakonu og bæði verða ólm í furuhnetur næsta hálftímann. Sha- bana segist ekki leggja það á óvant fólk að taka af þeim hýðið því flestir íslendingar springi á limminu þegar þeir eru búnir að reyna að pilla sömu hnetuna í tvær mínútur! Eggaldin með kartöflum 250 g eggaldin 500 g kartöflur 3 laukar 8 hvítlauksrif 35 g engifer 1 bolli súrmjólk 1 bolli tómatsósa 1 tsk. salt '1 tsk. chiliduft 2 tsk. kóriander 1/2 tsk. túrmerik 1 bolli olía 2 stórir grænir chilipiprar 2 bollar vatn Skeriö laukinn í sneiðar, saxiö chili smátt, skerið eggaldin í litlar sneið- ar og kartöflur í meðalstóra hluta. Blandiö hvítlauk og engifer í bland- ara. Steikiö laukinn gullinn í olíunni. Bætiö þá út í engifer- og hvítlauks- blöndu, súrmjólk, salti, chilidufti, kóríander og túrmerik og steikiö í u.þ.b. 2-3 mín. Helliö tómatsósunni saman við og steikið þar til olían fer aö skilja sig frá. Setjið eggaldin og grænt chili út í og steikiö stutta stund, bætið svo kartöflum og vatni saman viö. Lækkið hitann og látið krauma þar til grænmetið er soðið. Skreytið meö kóríanderlaufum (ef vill) og berið fram heitt með hrís- grjónum eöa indversku brauði. Talar við börnin á urdu Það eru liðin sjö ár frá því Sha- bana yfirgaf Pakistan og hún hefur tvisvar heimsótt heimaslóðirnar síðan, í seinna skiptið með manni og dóttur, sem nú er fjögurra ára. „Til allrar óhamingju þá reið hita- bylgja yfir og manninum mínum og dóttur, sem voru þessum ósköpum allsendis óvön, leið ekkert of vel. Loksins þegar þau voru farin að venjast hitanum og framandlegri menningunni þá var kominn tími til að halda heim á leið.“ Shabana talar undarlegt tungu- mál við Ómar litla, sem skilur hvert orð. Þetta er tungumálið urdu fræð- ir hún mig á. Hún segist alltaf tala við börnin á sínu móðurmáli, faðir- inn talar við þau á íslensku en sam- an tali þau ensku. „Mér finnst ákaf- lega mikilvægt að þau kunni málið mitt svo ég hafi að minnsta kosti börnin mín til að geta tjáð mig við á eigin móðurmáli!" segir hún og hlær. „Maður á alltaf auðveldast með að tjá sig á móðurmálinu og maður er ekki sama persóna á öðr- um tungumálum. Þau verða líka að geta talað við fjölskyldu sína í Pak- istan.“ Matargerð er leikur En hvernig kom til að hún fór að kenna íslendingum að elda? „Ég er lærður kennari og sérhæfð í Wal- dorf-kerfinu, en þar sem ég tala ekki nógu góða íslensku hef ég ekki get- að starfað við að kenna börnum hér á landi. En eitthvað verð ég að vinna, bæði sálarheillar minnar vegna og peninganna vegna. Frá því ég var lítil stúlka hef ég eldað, — all- ar stúlkur læra að matbúa í Pakist- an. Það að fá að malla í eldhúsinu sem krakki var hluti af því að leika sér. Þegar móðir mín síðan dó varð einhver að sjá um að elda ofan í fjöl- skylduna og ég tók það að mér. Mér finnst óskaplega gaman að elda, því. fyrir mér er það alltaf jafn skemmti- legur leikur eins og það var í æsku. Eins þykir mér sérstaklega gaman að kenna. Ég er hreinlega með kenn- aragen í mér sem verður að fá að njóta sín,“ segir Shabana hlæjandi. Hún segir indversk-pakistanska matargerð vera sérstaklega fjöl- breytta og úrvalið af kryddi mikið. „Ég legg á það áherslu að fólk eldi eftir eigin höfði en læri að nota ind- verskar aðferðir og krydd.“ Námskeið fyrir fólk með krankleika Shabana býður upp á ýmiskonar námskeið, bæði í því að elda kjöt- rétti og grænmetisrétti. Einnig býð- ur hún upp á sérstök námskeið fyrir fólk með candida-óþol, þ.e. ger-, hveiti- og sykruróþol, og eins fyrir fólk sem t.d. er sykursjúkt eða hald- ið öðrum krankleikum eða fæðu- óþoli. „Það er engin ástæða til sjá svartnættið eitt þótt maður verði að sleppa hinu og þessu úr fæðunni. Fólk virðist stundum halda að heilsufæði samanstandi af soðnu káli eða hráum gulrótum. Þetta er mesti misskilningur og þar sem kennslugenið rekur mig áfram vil ég endilega koma þessu fólki til hjálp- ar. Indversk matargerð er heilsu- samleg í eðli sínu, lítil olía og krydd- ið er hollt og flestir þola það. Því er mjög sniðugt fyrir fólk sem þarf að gæta þess hvað það borðar að læra indverska matargerð." Námskeiðin taka einn eftirmiðdag eða u.þ.b. fjórar klukkustundir. „Allir elda saman því það er nauðsynlegt að allir prófi til að skynja kryddtegund- irnar og matinn, fyrir nú utan hvað það er skemmtilegt að elda. Ég reyni líka að koma því áleiðis til fólksins að eldamennska sé leikur. Sjálfri finnst mér óskaplega gaman á þessum námskeiðum og ég held að nemendum finnist það líka.“ Shabana fullyrðir að hún hafi unn- ið hjarta mannsins sín með matnum sínum. Þannig að ef þið eruð í maka- leit þá gæti margborgað sig að fara á námskeið hjá Shabönu! she

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.