Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.05.1997, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 29.05.1997, Qupperneq 18
18 Urvalsdeildin / íþróttir Sigurdur Ágústsson skrifar FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997 Pað virðist hafa komið mörgum á óvart hve vel Keflvíkingar hafa plumað sig í byrjun sumars. Keflvíkingar þekkja betur baslið á botninum en næðinginn á toppn- um. Það er auðvitað ekki útséð um hvernig liðinu gengur í næstu leikj- um en liðið er geysisamstillt og að því er virðist erfitt að buga það. Járnkarlinn úr Eyjum, Kjartan Más- son, á talsvert í þessu liði. Hann þjálfaði liðið í fyrra og tefldi djarft. í stað þess að púkka upp á gamla jálka setti hann traust sitt á unga og bráðefnilega stráka, sem brugðust honum ekki. Margt hefur verið ritað um Kjartan, þann skrautlega þjálf- ara, en hvað sem hver segir þá ef- ast fáir um hæfni hans til að ná ár- angri með sín lið. Flestir knatt- spyrnuáhugamenn geta tekið undir að hans afrek var hvað mest í fyrra. Forðaðist fall. Oddssoninn bestur í fyrra og góður núna Knattspyrnumenn landsins út- nefndu Gunnar Oddsson (þáver- andi fyrirliða Leifturs) besta leik- Gunnar Oddsson hefur veríð einn jafn- besti leikmaður landsins undanfarin tvö ár, er ekki kominn tími til að landsliðið njóti krafta hans? mann íslandsmótsins í fyrra. Þá þegar hafði honum verið hampað sem slíkum á síðum þessa blaðs. Þrátt fyrir útnefningu leikmanna sjálfra hlaut Gunnar ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans Loga Ól- afssonar, en það hlýtur að vera einsdæmi að besti maður mótsins sé ekki í landsliðsklassa. Eru þá all- ir þeir sem spila með „stórliðum" erlendis — og segjast undantekn- ingalítið hafa átt stórleik þegar fréttamenn hringja í þá — endilega betri en þeir sem spila á klakanum? Gunnar lét þetta lítið á sig fá og sagðist skilja þá ákvörðun lands- liðsþjálfarans að velja sér yngri menn. Hann væri þó klár ef í sig yrði hóað. Það er spurning hvort ekki veiti af að hafa jafn vinnusam- an og yfirferðarmikinn leikmann og Gunnar í liðinu. Oddssoninn, eins og hann er gjarnan nefndur, tók að sér, ásamt Sigurði Björgvinssyni, að þjálfa iið Keflvíkinga í sumar og afraksturinn hingað til er ekkert slor. Menn spyrja sig hvernig standi á þessu og eins og alltaf er ekki til neitt eitt al- gilt svar. Áður hefur verið rakið hvernig ungu mönnunum í liðinu hefur verið treyst og hvernig þeir hafa höndlað þá ábyrgð. Heimamenn Eina af ástæðum velgengninnar rekja menn til þess að liðið skipa nær eingöngu heimamenn, í það minnsta Suðurnesjamenn. Ef ég man rétt þá er Eysteinn Hauksson undantekningin, en hann er frá Eg- ilsstöðum. Eysteinn er mjög góður miðjumaður og fær þá einkunn hjá hinum bráðefnilega Hauki Inga að hann standi einna fremst allra íþróttamanna. Víst er að Eysteinn er góður knattspyrnumaður og á köflum trúlofaður fótboltanum svo að suma óar við, en hitt vita færri að „Nostone" er geysihæfileikamik- ill söngvari, minnir um margt á kvennagullið frá Wales, Tom Jones, og lætur ljós sitt skína með reglu- legu millibili í sturtu. I Keflavík, eins og Rúni Júl., fót- boltakappi númer 1, kýs að kalla byggðina, hefur tekið sig upp göm- ul leikgleði sem aðdáendur liðsins vonast til að fleyti því langt. Hvað gera Guðni Rúnar og félagar? Frammarar umkringdir óvinveittum aðdáend- um fá það óþvegið fyrir norðan Kefivíkingar verða að standa undir nafni og sigra í Borgarnesi. Skaginn tapar varla fyrir Stjörnunni. Einhverra hluta vegna hafa Valsarar iðulega haft gott tak á KR-ingum. Ekki er allt sem sýnist í boitanum. Hvað halda menn að hér sé að gerast? Er þetta brot eða hvað? Andy Möllerar íslendinga Hingað til hafa verið fisk- aðar tvær vítaspyrnur. Lista- mennirnir sem léku ímynduð brot eða ýktu um fleiri hundruð og fimmtíu prósent hafast ólíkt að. Helgi Sig- urðsson, sem enn á eftir að setja mark sitt á deildina, fiskaði víti gegn Skaganum en skoraði ekki. Fletti maður upp orðinu ofleikur í orða- bók væri sjálfsagt að finna þar mynd af Helga. Ekki fæst betur séð á myndbandi en Þórður hafi mögulega snert Helga, en Helgi hefði auð- veldlega getað staðið og væntanlega skorað. Þess í stað ákvað hann að fleygja sér flötum og fiska víti. (Mað- ur spyr sig hví Þórður var ekki rekinn út af fyrst Card- aklija var rekinn út af í Borg- arnesi á dögunum, en það er önnur saga og greinilega snúnari samkvæmt Guð- mundi Stefáni, dómara leikj- anna.) Á þessu atviki hefur Helgi ekki beðið nokkurn mann af- sökunar og stefnir ekki að því samkvæmt heimildum HP. Kollegi hans í Eyjaliðinu, sem heldur betur er á skot- skónum í ár, gerði sig sekan um enn alvarlegra brot er hann fleygði sér flötum í víta- teig Skagamanna án nokkurr- ar snertingar varnarmanns. Þórður sá við honum eins og Helga, en það er ekki málið. Fisk og ekki fisk. Tryggvi sendi frá sér afsökunar- beiðni í kjölfarið á þessu og bað hlutaðeigandi afsökunar á sínum eigin misgjörðum. í vikunni var pistill í Moggan- um um einmitt þetta og Tryggva Guðmundssyni hrósað fyrir að senda frá sér umrædda afsökunarbeiðni. Gott og vel. Greinarhöfundur taldi að með þessu ætti mál- ið að falla niður, allt væri fall- ið í ljúfa löð. Ekki alls fyrir löngu kom upp svipað mál í Þýskalandi. Andy Möller, margreyndur landsliðsmaður, heimsmeist- ari o.s.frv., gerði sig sekan um að leika brot og fá víti. Upp komst um pilt með hjálp sjónvarpsmyndavéla og kappinn var settur í átta leikja bann, hvorki meira né minna. Andy Möller þótti þetta „leiðinlegt" og bað alla hlutaðeigandi afsökunar. Hálfgrátandi af iðrun kom hann fram í sjónvarpi og beiddist ásjár. Allt kom fyrir ekki og hann fékk bannið langa. Spurningin er sú hvort það nægi að segja að sér finnist þetta leiðinlegt eða hvort einhver önnur refsing á að koma til. Auðvitað má ekki gleyma því að Bundesligan er atvinnumannadeild en hér er hálfatvinnumennska í mörgum liðum. Hver sem niðurstaða dómbærra manna verður og/eða er þá hlýtur markmiðið að vera að útrýma svona hátterni, ann- ars verður háttalag Tryggva „Cruise" öðrum til eftir- breytni. Valb j amarvöllur heimaiföllur Leifturs? Olafsfirðingar eru ekki jafn hamingjusamir og aðrir íslendingar um þessar mundir. Liðinu vegnaði ekki eins vel og bjartsýnustu menn vonuðu til að byrja með en svo sprakk liðið út gegn Val. Margir Ólafsfirð- ingar, sem finnst einum of mikið fyrirtæki að elta liðið hvert á land sem er, eru svekktir yfir að sjá ekki liðið sitt spila fyrr en 18. júní á heimavelli. Liðið ætti raunar að eiga heimaleik í kvöld gegn Fram, en verður að leika á Dalvík, við lítinn fögn- uð heimamanna sem telja að KSÍ hafi þvingað þá til að spila í öðru bæjarfélagi. Hinu má ekki gleyma að það er ekki endalaust hægt að draga taum Ólafsfirðinga, menn ráða jú búsetu sinni sjálfir. Ólafsfirðingar báðu Frammara að skipta á heimaleik, en það besta sem Frammarar buðu var að láta Valbjarnarvöllinn eftir sem heimavöll Leifturs. Það þætti nú saga til næsta bæj- ar ef Skaginn spilaði í Borg- arnesi. Leikmenn Leifturs hafa undanfarið gert sitt til að koma vellinum í leikhæft ástand, mokað (snjó), sáð og borið á, mælt út o.þ.h., en ekki. haft erindi sem erfiði. Því verður úrvalsdeildarleik- ur á Dalvík í kvöld, fyrr en Dalvíkingar áttu sjálfir von á, en þeir segjast verða þar á næsta ári. Lengjupeningurinn til krabbameinssjúkra Fyrir að skora þrjú mörk í leik í deildinni fá menn 100 þúsund krónur frá Lengju- mönnum. Það er nokkuð misjafnt eftir liðum hvað er gert í þessum tilfellum. Bi- bercic bauð Skagaleikmönn- um og konum þeirra út að borða, en mörg félög hafa þann hátt á að þeir peningar sem koma inn frá Lengjunni fara í pott og svo er slegið upp skemmtilegri grillveislu. Norðanmenn hafa ákveðið að gera annað og þarfara við peningana, ætla að leggja góðu málefni lið. Lengjupen- ingurinn sem kemur í hlut leikmanna Leifturs í sumar rennur til samtaka for- eldra krabbameins- sjúkra barna. Gott framtak. Lazo í þristinn Talan þrír virð- ist vera happa- tala Lazoriks, hann er iðulega besti maður þriðju umferð- arinnar og skorar þá þrjú mörk. Það er s p u r n i n g hvort hann spilar ekki fram- vegis í þristinum. Fram til þessa höfðu honum verið mislagðir fætur, en með auknu sjálfstrausti ætti hann að styrkja liðið. Það er þó best að minnast þess að Lazo var sterkur í fyrstu þremur umferðunum í fyrra og svo ekki söguna meir. Hann hrein- lega hvarf.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.