Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.05.1997, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 29.05.1997, Qupperneq 24
 HELGARPÓSTURINN 29. MAÍ 1997 21. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR. kki var annars að vænta en að Ragnar Hall legðist gegn endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Það er nánast hans hlutverk sem setts ríkissaksóknara. Ragnar lenti þó í vissum erfiðleikum við að rökstyðja þetta álit þar sem ákvæði í lögum styðja augljóslega endurupptöku málanna. Settur ríkis- saksóknari þurfti því að grípa til þess ráðs að lýsa því yfir að lög um endurupptöku væru alltof rúm og fara fram á að lögin yrðu túlkuð mjög þröngt. Þetta samsvarar því nokkurn veginn að settur saksóknari færi fram á það við Alþingi að það lögfesti að Guð- mundar- og Geirfinnsmál mætti aldrei taka upp... ótel Cabin við Borgartún hefur nú verið opið og tekið á móti gestum I rúman hálfan mánuð en raunar án tilskilinna leyfa. Byggingarnefnd frestaði enn á fundi sínum þann 7. maí að afgreiða umsókn Jóns Ó. Ragnarssonar um að öll herbergi við útvegg í húsinu mættu vera tveggja manna. Teikningar sem fylgdu með umsókninni voru taldar ófullnægjandi. Leyfisleysið virðist þó sem sagt ekki há starfseminni... Hrafn Gunnlaugsson má býggja anddyri úr timbri og verandir við hús sitt í Laugarnesinu. Byggingarnefnd Reykjavíkur féllst á beiðni Hrafns um þetta á fundi sínum nýlega en setti þó það skil- yrði að Hrafn fjarlægði gám og skúra af lóðinni ásamt afgangsbyggingarefni og jafnaði lóðina. Þessu á að vera lokið innan þrjátíu daga frá því að nýja anddyrið verður fokhelt. Það fylgir reyndar ekki sögunni hvað gerist ef gámurinn og skúrarnir verða enn á lóðinni eftir þessa þrjátíu daga. Kannski byggingarnefndin ætli þá að mæta á staðinn og byrja að rífa... Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þetta gamla máltæki var reyndar nærri því að sannast í leik íslendinga og Norðmanna á heims- meistaramótinu í handbolta. Lengi vel horfði T sigur Norðmanna og norski sjónvarpsmaðurinn sem lýsti leiknum var svo ánægður með sitt lið og „slaka" frammistöðu íslendinga að hann lofaði íslendingum ótakmárkaðri veiði í Smugunni ef þeir héldu svona áfram. „Strákarnir okkar" létu þetta hins.vegar sem vind um eyru þjóta og unnu leikinn. Þar meö klúðruðu þeir sem sagt tækifæri okkar til að ná hagstæð- um samningum um Smuguveiðar. Nú bíða menn spenntir eftir viðbrögðum Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ. Svanfríður Jónasdóttir hefur vakið athygli fjöl- miðla með yfirlýsingum sínum um að hlutverki Þjóðvaka sé lokið. Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki viljað taka undir þetta og segir að hlutverki Þjóðvaka Ijúki ekki fyrr en með sameiningu jafnað- armanna í einn flokk. Sjálf hefur hún einnig þver- tekið fyrir að vera á leið í Alþýðuflokkinn aftur. Al- þýðubandalagið kæmi ekkert síðurtil greina, segir Jóhanna. Kunnugir telja að yfirlýsing Svanfríðar helgist að nokkru leyti af því að hún þurfi fljótlega að fara að huga að þingsetu sinni eftir næstu kosningar og vilji vera komin í Alþýðuflokkinn tím- anlega fýrir væntanleg átök við Sigbjöm Gunnars- son um efsta sætið á N-eystra... Istjórn Kísiliðjunnar í Mývatnssveit eru menn þessa dagana sagðir hálfslegnir eftir brotthvarf Bjama Bjamasonar framkvæmdastjóra, sem á mánudaginn var ráð- inn framkvæmdastjóri Járnblendifélagsins í stað Jóns Sigurðs- sonar. Ráðningu Bjarna bar brátt að því honum mun ekki hafa verið boðið starfið fýrr en á sunnudaginn, daginn áður en geng- ið var frá ráðningunni. Bjarni hafði þá sérstöðu sem fram- kvæmdastjóri að vera ekki viðskiptafræðingur. Menntun hans er á sviði jarðfræði og námaverkfræði og er sögð hafa nýst afar vel í starfi. Erjafnvel talað um að næsti framkvæmdastjóri veröi ekki valinn úr hópi viðskiptafræðinga, enda segja menn að nú þegar starfi ágætlega færir bókhaldarar á skrifstofunni. Menn verða hins vegar að hafa hraöar hendur við að finna eftir- mann Bjarna, semtekurvið Járnblendinu 15. júlí... Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvaða verkefni verður fyrir val- inu hjá Leikfélagi íslands í sumar. Forsvarsmennirnir hafa varist allra frétta fram undir þetta en nú er komið á hreint að LÍ sýnir „Veðmálið" eftir bandaríska höfundinn Mark Medoff sem er sagt vera „leikrit með tóndæmum". Þessi höfundur er sennilega þekktastur hér á landi fýrir leikrit sitt „Hvenær kemurðu aftur, rauðhærði riddari?" sem Nemendaleikhúsið og síðar Leikfélag Akureyrar sýndu við feikilegar vinsældir fyrir fáeinum árum. Leikstjóri verður að sjálfsögðu Magnús Geir Þórð- íurson og eins og viö nefndum í síðustu viku verð- ur sýnt í Loftkastalanum... pylsur Pylsa m/rækjusalati Pylsa m/kartö#lusalati Pylsa m/lauksalati Frönsk pylsa -þorir þú að prófa? Sumartilraunirtakast, aðrar mistakast. Nú er Ijóst að tilraunin sem gerð var með Bjórkjall- arann í Kringlunni mistókst. Bjórkjallarinn, sem er í eigu Tómasar Tómassonar, þess hins sama og hamborgarar voru lengi kenndir við hérlendis, var opinn í síðasta sinn um helgina, - a.m.k. í bili. Þarna var boðið upp á 200 bjórteg- undir auk bjórs sem bruggaður var á staðnum. Opinberlega heitir það svo aö staðurinn sé lokaður vegna breytinga en sannleikurinn mun hins vegar sá að aðsóknin hefur einfaldlega ekki veriö nógu góð og þannig alveg óvíst um framhaldið... Ekkert skal til sparað að árangur íslendinga í Japan verði sem glæsilegastur og sigrarnir sem flestir. Nú skortir jafnvel ekki peninga. Eim- skipafélag íslands ætlar að greiða 15 þúsund krónur fyrir hvert mark gegn Ungverjum í dag og 200 þúsund krónur að auki fyrir sigur. Tuttugu mörk og sigur þýðir sem sagt hálfa milljón. Heil milljón er hins vegar fjarlægt markmið. Til að ná þeirri tölu þyrftu Geir Sveinsson og félagar að vinna sigur og skora 54 mörk. Leikurinn við Ung- verja verður sýndur beint klukkan níu og ef vel tekst til verður hann örugglega endursýndur í dag eða kvöld. Ef við töpum gæti hins vegar allt eins fariö svo að við fengjum að sjá leikinn gegn Norðmönnum einu sinni enn. Hann var ágætur...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.