Alþýðublaðið - 11.03.1972, Side 8

Alþýðublaðið - 11.03.1972, Side 8
ÞRASTALUNDUR Veitingaskáli UMFí i Þrastaskógi er til leigu næsta sumar. Tilboð óskast send i skrifstofu Ungmennafélags íslands, Klapparstig 16, eða í pósthólf 406, fyrir 30. þessa mánaðar Ungmennafélag íslands Dömnr athugið Hef opnað hárgreiöslustofuna Indý (áður Sólbjörg) að Miklubraut 68. — Hef opið á sunnudögum yfir fer- mingarnar. —Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. — Simi 21375. ESTHER ÓLAFSDÓTTIR MÚRARAR Tveir til þrir múrarar óskast til starfa við Sjúkrahús Akraness, um tveggja til þriggja mánaða skeið. Nánari upplýsingar veitir undirritaður i sima 1211 og 1785. Byggingarfulltrúinn, Akranesi. Glerísetning - Glersala Framleiðum tvöfalt einangrunargler. Sjáum um isetningu á öllu gleri. Vanir menn. GLERTÆKNI H.F. Ingólfsstræti 4. — Simi 26395 (heima 38569). Skrifstofustarf Öskum að ráða stúlku til símavörzlu og af- greiðslustarfa. Nokkur vélritunarkunnátta æskileg. Umsækjendur komi til viðtals í skrifstof una kl. 9—12. Vita- og Hafnarmálaskrifstofan, Seljavegi 32. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok. á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25, Simar 19099 og 20988. AÐSTOÐARMAÐUR FELAGSRAÐGJAFA Kleppsspitalinn óskar eftir að ráða aðstoðarmann til starfa hjá félagsráðgjafa. Upplýsingar gefur félagsráðgjafi Klepps- spitalans i sima 38160. Umsóknir sendist Skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 17/3 ’72. Reykjavik, 10. marz 1972 Skrifstofa rikisspitalanna Eiriksgötu 5. OFT HVÍLDIN AÐEINS ANDAR- TAK SENN beir eru margir sem halda að forsetaheimsókn sé aðeins einfaldur hlutur, forsetinn komi og fari, punktum og basta. Það má vel vera að á yfirborðinu virki allt einfallt og látlaust, og hlutirnir komi bara af sjálfu sér. En þegar kafað er undir yfirborðið kemur annað i ljós. Allt er skipulagt út i yztu æsar hver hreyfing og hver sekúnda. Og undir- búningsvinnan hefur tekið margar vikur, og margir lagt þar hönd á plóginn, enda margt sem þarf að skipuleggja. Finnlandsheim- sókn forseta tslands er nýlega afstaðin, og þvi er fróðlegt að kynna stuttlega fyrir lesendum undirbúning og gang þeirrar ferðar, þvi hún er þeim eflaust enn i fersku minni. Fyrsti þáttur svona heimsóknar hefst með þvi að þjóðhöfðingja landsins er boðið i opinbera heimsókn. í fyrstu er ekki gefinn ák- veðinn timasetning, aðeins sagt á hvaða tima heim- sóknin muni verða og er þá hafður góður fyrirvari á hlutunum. Þegar nær dregur heim- sókninni, eru dagarnir ák- veðnir og allur undir- búningur fer i fullan gang. 1 þessu tilfelli, var það próto- kolldeild finnska utanrikis- ráðuneytisins sem hafði með allan undirbúning að gera, ásamt aðilum hjá forseta- höllinni i Helsinki. Fyrst er dagskrá heim- sóknarinnar ákveðin og er geysimikið verk að skipu- leggja slikar ' dagskrár. Samband er haft við fjölmarga aðila sem for- setinn heimsækir á ferð sinni, borgir, verksmiöjur, söfn og fleira. Þessir aðilar hefja siðan skipulagningu á þeirri dagskrá sem þeir hyggjast bjóða forsetanum upp á, og þar verður allt að standast upp á minútu, svo timaseðillinn fari ekki úr skorðum. Nokkra minútna töf á einum stað getur sett allt úr skorðum. Það voru . þvi margir aðilar viðsviígar um Finnland sem fóru á fullum krafti að undirbúa komu forsetans þangað. Allt var komið i fullan gang. Prótokollmeistarinn finnski hefur siðan samband við aðila á Islandi um tilhögun ferðarinnar og ræða Kekkonens er send til Islands, svo forsetinn geti samið svarræðu i tima. Sinn er siðurinn i hverju landi og prótokollmeistarinn finnski fékk islenzkan lektor, Krist- in Jóhannsson, til þess að þýða fyrir sig á islenzku þær reglur sem gilda um opin- berar heimsóknir i Finn- landi. bar er kveðið á um margt, t.d. má forsetafrúin ekki birtast i dyrum flugvél- arinnar fyrr en forsetinn er stiginn á finnska grund, hún á siðan að standa honum á hægri hlið, forsetinn á að heilsa hinum, en ekki þessum o.s.frv. Undirbúningurinn er þvi kominn i fullan gang hér heima einnig, og hvilir hann að mestu leyti á forsetanum, dr. Kristjáni Eldjárn, Pétri Thorsteinssyni ráðu- neytisstjóra og Birgi Möller forsetaritara. Það er margt sem þarf að athuga, smátriði út i það óendanlega”, eins og Birgir Móller komst að orði. Svarræða forsetans er send utan, svo hægt sé að fjölrita hana og senda fjöl- miðlum. Athuga þarf með klæðnað, bilfána af réttri stærð, orður. Þetta er aðeins fátt af þvi sem athuga þarf. Þetta með orðurnar er dálitið athyglisvert. 1 öllum veizlum þarf að afhenda fleiri og færri orður, og það orður af öllum stigum, eftir þvi hve háttsett persónan er. Það þykir þvi vissara að hafa nóg af orðum meðferðis þegar haldið er utan. Þá er þáttur islenzka sendiráðsins i Stokkhólmi i undirbúningnum ekki svo .litill, en sendiherrann þar, Haraldur Kröyer, er einnig sendiherra i Finnlandi. Sendiráðið sér um allan undirbúning af íslands hálfu ytra, pantar húsnæði undir veizlu þá sem forsetinn heldur, sér um að bjóða gestum, sér um boðskortin, og ýmislegt fleira sem of langt væri að telja upp. begar nálgast upphaf heimsóknarinnar, koma fleiri aðilar i spilið ytra. Lögreglan skipuleggur öryggisgæzlu mjög vand- lega, og sér um það að bilalest forsetans, sem yfirleitt samanstóð af 10 bilum, kæmist leiðar sinnar. Var öllum vegum lokað þegar bilalestin var á ferð, og lögreglumenn á hverju götuhorni. Sjálfri bilalestinni var svo stjórnað úr þyrlu sem sveimaði yfir og gaf fyrirskipanir um hraða eftir þvi hvort brautin framundan var auð eða ekki. Var hraðast farið á 140 kilómetra hraða. öryggisgæzla var mjög ströng. Lifverðir fylgdu forsetanum hvert sem hann fór, bæði einkennisklæddir og i borgaralegum fötum. Að sjálfsögðu fjölgaði slikum mönnum, þegar Kekkonen Finnlandsforseti var einnig með i förinni. Fimmtudagurinn 2. marz rann upp bjartur og fagur I Helsinki. A flugvellinum er allt tilbúið undir móttöku forsetahjónanna. I móttöku- liðinu voru alls 42 og var þeim raðað meðfram rauðum dregli. Röðunin fór fram eftir settum reglum, og sá prótokollmeistarinn um það. Fremstur var Kekkonen forseti, siðan forseti þings- ins, forsætisráðherra, utan- rikisráðherra, menntamála- ráðherra og siðan hver af öðrum. Forsetahjónin og fylgdarlið þeirra heilsuðu hverjum af öðrum við un- dirleik hljómsveitar og glamur byssustingja. Þetta var klukkan 12.20, og þegar athöfnin var afstaðin, brunaði bilalestin af stað til Helsinki, og var mönnum að sjálfsögðu raðað i bilana eftir vissum reglum. Siðan var dagskrá fimmtudagsins sem hér segir: Kl. 12.50: Komið til for- setahallarinnar. Frú Sylvi Kekkonen býður gesti velkomna i Gula sal forseta- hallarinnar. Kl. 13.30: Einkaboð i forsetahöllinni, hádegis- verður. Forsetahjón Finn- lands eru gestgjafar. Kl. 16.00: Forseti tslands leggur krans á minnismerki fallinna hermanna i San- dudd. Kl. 17.00: Forseti Islands og forsetafrúin hitta for- stöðumenn erlendra sendi- ráða i Helsinki ásamt eigin- konum þeirra i forseta- höllinni. Kl. 20.00: Kvöldverður i Rikissal forsetahallarinnar til heiðurs forseta íslands og frú Halldóru Eldjárn, Forseti Finnlands og frú Sylvi Kekkonen eru gest- gjafar. Klæðnaður: kjólföt, heiðursmerki. Þannig liða dagarnir hver af öðrum, allir skipulagðir frá morgni til kvölds. For- setahjónin skoðuðu verk- smiðjur, opnuðu sýningar, heimsóttu borgir og voru heiðursgestir i veizlum, Enda þótt dagskráin væri ströng, voru engin þreytu- merki að sjá á forseta- hjónunum. Jafnvel siöasta daginn voru þau jafn kát og hress og endranær, og finn- skir blaðamenn urðu un- drandi þegar þeirri spurn- ingu þeirru var svarað neitandi, aö forsetahjónin stunduðu iþróttir. Mánudagurinn 6. marz rann upp jafn fagur og fyrsti Forsetanum gafst sjaldnast timi til að hvilast eða slappa af - hann var alltaf i mið- deplinum hvar sem komið var fram opin- berlega. Á stóru myndinni hér að ofan sést hvar honum hefur gefizt örskotsstund i miðju samkvæmi til að bregða sér úr hring- iðu fólksins, og slappa af - en aðeins andar- tak. Á efstu myndinni til hægri sézt hvar for- setarnir stiga upp i kadiljákinn, sem bar þá milli staða. Takið eftir islenzka fánanum vinstra megin. Hann var sérstaklega saumaður i Kaupmannahöfn, i sömu stærð og finnski fáninn. Allt varð að passa, og það kostaði auðvitað undirbúning. Það þurfti að sjá fyrir þvi að forsetarnir hefðu tilhlýðilegan vetrarfatnað þegar þeir komu til vigslu skiðapallsins i Lathi. 1 henndinni hefur Kristján bláa prjónahúfu, sjá myndina i miðju. Og á neðstu myndinni: Lok heimsóknar- innar. Bakatil hefur rikisstjórin og annað stórmenni raðað sér meðfram rauða dreglinum, en forsetarnir kveðjast lengi og innilega. dagur heimsóknarinnar. A flugvellinum var sama við- höfnin, sama fólkið við sama rauða dregilinn i sömu röð. Prótokollmeistarinn var þarna á vappi, og sá til þess að allt færi fram eftir settum reglum. öryggisvörðurinn var þarna lika, og skimaði fránum augum i kringum sig. A flugvöllum leynist oft hættulegt fólk. Siðan hófst kveðju- athöfnin. Fylgdarlið for- setans kveður fyrst, siðan koma forsetahjónin i fylgd Kekkonens. Þeir taka i Sigtryggur Sigtryggsson segir frá þvf sem forsetaheimsókn er EKKi í augum almennings hendur á viöstöddum, og að siðustu kveðjast þeir forset- arnir. Það er langt og inni- legt handtak, merki þess að tilgangi heimsóknarinnar hafi veriö náð. Það var greinilegt að vinir voru að kveðjast. Áður en forsetahjónin kvöddu, buðu þau Kekkonen i opinbera heimsókn til Islands. Timi heimsókn- arinnar var ekki fast- ákveðinn, það er heldur aldrei gert. En það liður varla á löngu áður en undir- búningurinn hefst. (LJÓSMYNDIR: S.S.) Laugardagur 11. marz 1972 Laugardagur n. marz 1972 0

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.