Alþýðublaðið - 22.03.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1972, Blaðsíða 2
Sinfóníuhljómsveit Islands Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 23. marz kl. 21.00. Stjórnandi: Per Dreier, Einleikari: Alicia de Larrocha. Flutt verður: Trilogia piccola eftir Jón Leifs Nætur I görðum Spánar eftir Falla Pianokonsert I g-dur eftir Ravel Sinfónfa nr. 4 eftir Beethoven. Aðgöngumiðar i bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. HEILSURÆKTIN The Health Cultavation. flytur i Glæsibæ, Álfheimum 74 þann 1. april. Bætt aðstaða — meiri fjölbreytni. Innritun er hafin að Ármúla 32, 3ju hæð. Nánari upplýsingar i sima 83295. WííSUer lu , er a° ,Vjöra oé MWcan 1 ■i Faöir okkar HELGI GUÐMUNDSSON, fyrrum bankastjóri lézt á Borgarspitalanum að morgni 21. marz. Þóra Helgadóttir, Krictin Helgadóttir, ólafur Helgason, Guðmundur Helgason. A þrem stöðum hér I borginni hefur verið gangbrautarvarzla frá áramótum og gengið vel að sögn Guttorms Þormars hjá Borgarverfræöingi. Þá sér lögreglan um gangbrautarvörzlu á einum stað, en munurinn er sá, að konurnar, sem sjá um gæzluna fyrir borgina, hafa þægilegt afdrep, en lögreglumennirnir hafa I ekkert hús að venda. Virðist hér á ferðinni mál handa þeim sem berjast fyrir karlréttindum. Guttormur sagði, að greinilegt væri, aö gangbrautarvarzlan hefði borið árangur, ásamt fleiri ráðum sem gripiö var til, svo sem aukin löggæzla á hættulegustu umferöarsvæðunum og gang- brautarljós. í sama streng tók Óskar Ólas.on yfirlögregluþjónn þegar blaðið hafði samband við hann vegna þessa máls. Ætlunin var að gangbrautar- varzla yrði tekin upp á fleir- stöðum i borginni, en að sögn Guttorms verður það látiö biða til haustsins. GÆZLAN GEFUR Guttormur sagði að gæzla væri við gangbrautir á þrem stöðum i borginni, við Hamrahlið, Skeiðarvog og Sundlaugarveg. A öllum þessum stöðum eru skólar i nágrenninu og mikil umferð barna. Allt hefur gengið slysalaust á þessum stöðum siöan gæzlan hófst, og einnig við Langholts- skóla, en þar hefur lögreglan umsjón með gangbrautinni. Starfssvið lögreglunnar er að sjálfsögðu víðara en gæzlu- kvennanna, þvi hún sér einnig um umferöarstjórn á nærliggjandi gatnamótum. Gæzlukonurnar mega hins vegar ekki taka að sér umferðarstjórn nema i sér- stökum tilfellum. DOMURINN_____________________2_ land og komið fyrir I frysti- geymslum þar. Reyndi italska fyrirtækið að fá leiðréttingu mála sinna, en án árangurs. Samkvæmt ráðum lögfræðings síns hér á landi, Arnar Clausen hrl., leysti fyrirtækiö vöruna út i banka á italiu til aö koma i veg fyrir frekara tjón. Reynt var að koma á sáttum I málinu en án árangurs og vildi enginn viöurkenna sök sina vegna þessa misskilnings. I farmskirteinum var tekið fram, að skreiöina skyldi flytja tii Messina en ekki til Napoli. Aður en skipið tók að sér skreiðarflutningana, átti það að- eins að koma viö í Napoli og siðan að halda til Grikklands. I máli þessu stefndi örn Clausen fyrir hönd italska fyrir- tækisins StS, SÍF, Skipamiðlun Gunnars Guðjónssonar og danska skipseigandanum. Var það bæði álit héraðsdóms og Hæstaréttar, að hinn ábyrgi i þessu tilfelli hefði verið skipseig- andinn. Ilins vegar er i Hæstaréttar- dómnum gefið i skyn að danski skipseigandinn kunni að eiga rétt á hendur Gunnari Guöjónssyni. HAFNATJÓH 3 Sagði hann, að út frá sinu sjónarmiði hefði það verið mis- skilningur að láta byggja hin tvö nýju strandferðarskip Skipaútgerðarinnar, en ef til vill væru fyrir hendi önnur sjónar- mið, sem taka þyrfti tillit til. Hann bætti þvi viö, aö til stæðu aðgerðir, sem miðuðu að þvi að bæta aðstöðu Skipaútgeröarinnar i Reykjavík. ,,Við sem teljum sjóflutninga ennþá hentuga álitum að með þvi að bæta hafnirnar hefði mátt spara ófáar milljónir. ,,Það fyrsta, sem þarf að gera er að koma afgreiðsluháttunum i gott horf, þannig að legutimi skipa i höfnum styttist verulega frá þvi, sem nú er”, sagði Gunn ar. Benti hann á, að vegna hækkaðra hafnargjalda hefði verið mikið kvartað, en sam- kvæmt könnun, sem gerð hefði verið, samsvaraði hækkunin 10 minútna rekstri skips. ,,Ef hægt liefði verið að stytta dvöl skipsins i höfn um 10 minútur, þá hefði raunverulega ekki verið um neina hækkun að ræða”, sagði Gunnar. Það, sem helzt er að i hefn unum, kvað Gunnar vera, aö afgreiðsluskilyrði væru ekki fyrir hendi. Flestar hafnirnar væru byggðar sem fiskihafnir, en ekki vöruafgreiðsluhafnir. ÞARF EKKI 3 að viðræöur okkar við EBE hefðu lcgið svo til dauðar. A fundinum var einnig Jónas Arnason, en hann kom i fyrra- kvöld heim úr ferð sinni til Eng- lands, sem mikiö hefur verið rætt um i fjölmiðlum og á þingi. Sagði Jónas fréttamönnum ferðasögu sina og skýrði frá þvi við hverja hann hefði rætt, en hann kom til Hull með togaran- um Júpitcr 28. febrúar s.l. Sagði hann að viðhorf al- mennings i Bretlandi væri allt annað nú en 1958, og væri sam- staðan með okkur svo miklu meiri nú en þá hefði verið. Sagð ist hann sannfæröur um, að ef stuðningur við málstað okkar yrði borinn undir þjóðaratkvæði ynnum við glæsilegan sigur. Það væri einkum togaraeig- endur, sem berðust gegn út- færslunni, og það væri aðeins litill minnihluti þeirra, sem væri með einhverjar hótanir. Það var brezki þingmaðurinn og leikritaskáldið Ted Willis, lá- varður, sem bauð Jónasi að fylgjast með umræðum i brezka þinginu og gera þar grein fyrir málstað Islendinga, og sagði Jónas að það starf, sem lávarð urinn hefði unnið og væri að vinna fyrir okkar málstað væri ómetanlegt. Aðspurður um hvort svipuð för sendimanns islenzku rikis- stjórnarinnar i hafnarborgir og fiskibæi i Vestur-Þýzkalandi væru á döfinni, svaraöi Lúðvik Jósefsson þvi til, að slikt væri mjög æskilegt, ef aöstaöa byðist. Hannes Jónsson, blaöafulltrúi rikisstjórnarinnar, sem einnig sat fundinn, sagði aö það sem næst væri á dagskrá varðandi kynningu á landhelgismálinu væri að bjóða hingaö til lands 20—30 erlendum fréttamönnum og kynna þeim alla staðháttu, svo þeir gætu af cigin raun kynnzt hversu mjög háöir ts- lendingar eru fiskveiðum efna- hagslega. Þá væri verið að vinna aö gerð 15 minútna s jónvarpskvik- myndar, sem send verður viða um lönd. Loks mætti nefna, að i athugun væri hvernig nota mætti tækifærið til aö vekja at- hygli á landhelgismálinu þegar heimsmeistaraeinvigið i skák fer hér fram i sumar. OÖ.TALSVE-i^T At> URESSA&T \ „SÖMLU...”________________3_ þar fram eftir götunum. Þá hafa sumir dvalið lengi erlendis, og hafa fullkomið vald á einu eða fleiri tungumálum. lljálpar slikt mjög til fyrir við- komandi nemanda. Um áframhald þessara nám- skeiða sagði Guðmundur, að ekki væri fullráðið hvernig þeim yrði háttað. Menntamálaráðuneytið mundi fjalla um málið, en það heföi verið mjög jákvætt i öllum gerðum sinum i sambandi við það hingað til. Sagði Guðmundur að námskeiðunum yrði að öllum likindum haldið áfram næsta haust, og þá yrði ef til vill teknir inn nýir hópar. SPAIN____________________9- batna á ný, þvi þar er gott lið á ferðinni. Ég spái heimasigri að þessu sinni, en bendi á jafntefli eða jafnvel útisigur, sem allt eins likleg úrslit. 11. W.B.A.-HUDDERSFIELD 1 Þá er komið að einum af fáum leikjum á þessum seðli, sem telja mætti fremur viðráðanleg- an. Þar eigast við tvö af botnlið- unum i deildinni, en sá er mun- urinn að WBA hefur sótt i sig veðrið mjög að undanförnu, en Huddersfield biður að öllum iiKindum það hlutskipti að falla i 2. deild. Ég er sem sé þeirrar trúar að WBA vinni þennan leik á The Hawthorns á laugardag- inn. 12. PRESTON-Q.P.R. 1 Þá erum við komin að eina 2. deildar leiknum á seðlinum að þessu sinni og eins og svo oft áð- ur, er hann valinn af mikilli nákvæmni, mér liggur við að segja af slóttugheitum, þvi svo erfiöur er hann. Ég hef að öllu jöfnu haft tilhneigingu til að spá QPR sigri, en að þessu sinni leggst það einhvernveginn i mig, að Preston vinni þennan leik, eöa þá að það verði jafntefli. Ég tek fyrri kostinn og spái Preston sigri. HANDBOLTINN_______________9_ Munchen, ekki að verða sigur- vegarar i undankeppninni. En i NTB frétt i gær leyna þeir þvi ekki, að gaman væri að lenda i baráttunni um efsta sætið, en þá segjast þeir þurfa að vinna stórt til þess að fá betra markahlutfall en tslendingar. Þeir reikna sem sagt með sigri tslendinga i kvöld, en taka það jafnframt fram, að Búlgararnir leiki mjög harðan handknattleik, og geti það komið sér illa fyrir hina léttu og tæknilegu leikmenn frá sögueyj- unni. © Miövikudagur 22. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.