Alþýðublaðið - 22.03.1972, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.03.1972, Blaðsíða 10
ENGAR W VEUBR ★ Þetta er engin fórn. ★ Við sitjum og kýium vömb meðan milljónirnar svelta. ★ Gefa af eigingirni. ★ Mega ekki taka svelt- andi barn í fóstur. KIRKJAN hefur nú gengiö fram fyrir skjöldu aö safna fé handa þeim sem bágstaddir eru um allan heim. Litiö munar um okkar hlut, en safnast þegar saman kemur. Hún kallar þetta fórnarviku og biður menn að fórna. En þetta sem menn eru beðnir að fórna eru hreint ekki neinar fórnir. Það er verið að gefa stórt nafn þvi sem ekkert er. Ég mundi skammast min fyrir að kalla það fórn ef ég neitaði mér um mat einn dag á ári til þess að sá fengi máltiö sem kannski á ekki kost á að éta sig saddan nema einu sinni á ári. SÖFNUN vegna hungurs úti i heimi hér uppá tslandi kemur mér stundum afskaplega afkáralega fyrir sjónir þótt ég fagni ef menn vilja eitthvað láta af hendi rakna og einhver tekur sér fyrir hendur að safna. Sennilega vita þeir sem fyrir þessu standa ekkert hvað hungur er, hafa ekki séð það, hafa ekki séð fólk deyja umhirðulaust úr holdsveiki eða úr hörgulsjúkdómum. Sá sem það hefur séð kallar það ekki fórn þótt hann fasti einn dag á ári, hann bókstaflega missir lystina, og ef hann ekki gerir þaö, þá er hann tilfinningalaus maður. VIÐ SKULUM bara segja það eins og það er að við kýlum hér vömb alla daga meðan milljónirnar svelta. Þaö er það sem við gerum, og virðumst ekki taka nærri okkur. Þegar eitthvað á að gera fyrir okkur þá fögnum við þvi að heimurinn er orðinn litill og náungi manns getur verið i ööru landi. Fólk er flutt slasað frá Grænlandi til tslands og frá Islandi til Englands. Okkur munar ekki um að sækja lækni langar leiðir. EN VIÐ kreistum aftur augun þegar tuttugu milljónir holds- veikra æpa af kvölum og hun- druð milljóna barna i heiminum biðja um brauð en fá ekki. Þess vegna má hjálparstofnun kirkj- unnar vera miklu grimmari og aðgangsharðari en hún er. Hún ætti að rifa upp glyrnurnar á fólki og ekki horfa i þótt hún sjálfyrði til aö mynda að fórna einhverju af vinsældum sinum meðal þeirra sem ekki vilja sja. ÉG DREG ekki i efa einlægni islenzkra forráðamanna þessarar starfsemi. En ég hef séð hvernig hjálparstarfsemi er rekin við þann endann á starf- seminni þar sem þeir eru sem eiga að njóta hjálparinnar. Heimurinn er fullur af hjálpar- stofnunum sem sumar vinna gott starf. Ég held alltaf mest uppá Rauða krossinn, enda er hann einna óeigingjarnastur. Sannleikurinn er nefnilega sá, að margar þessar stofnanir eru fullar af eigingirni. Hugsið ykkur: Að gefa af eigingirni! Er nokkuð til ógeðslegra? KAÞÓLSKA kirkjan i heiminum er mikið stórveldi. Hún hefur sina hjálparstofnun sem kallast Caritas. En sjálf gerir Kaþólska kirkjan t.d. góðverk með skilyrðum útá Indlandi. Og manni dettur i hug, þótt það sé afskaplega ljót hugsun, að Caritas eigi að gera kaþólsku kirkjuna vinsæla i landinu, rétt eins og hjálp frá Bandarikjunum á að gera þá vinsæla og sams konar starf- semi af hálfu Rússa vinna þeim vini. ÉG SEGI þetta vegna þess að á Indlandi hafa aðilar innan kaþólsku kirkjunnar selt ungar, munaðarlausar stúlkur i klaustur i Evrópu og er lagst eindregið gegn þvi meðal þeirra kaþólikka sem vinna fyrir heill barna þar I landi, aö fólk fái að taka sveltandi barn I fóstur þótt grátbeðið sé nema þvi aðeins aö tilvonandi kjör- foreldrar séu kaþólskir sjálfir. Og jafnvel ekki fyrir þvi: Kaþólska kirkjan þarf nunnur. FIS Illt er að eiga sverð sitt i annarra sliðrum. tslenzkur málsháttur. Skákþing Islands 7972 Keppni i landsliðsflokki hefst i Útgarði, Glæsibæ kl. 20.00 i kvöld. Keppni i öðrum flokkum hefst laugardaginn 25. marz kl. 12.30. Innritun i Útgarði til kl. 12.15 sama dag. SKÁKSAMBAND ÍSLANDS I dag er miðvikudagurinn 22. marz, 82. dagur ársins 1972. Ardegisflæði i Reykjavik kl. 11.52, slðdegisháflæði kl. 24.37. Sólar- upprás kl. 07.20, sólarlag kl. 19.48. LÆKNAR Læknastofur eru lokaðar á laugardögum, nema læknastofan að Klapparstig 25, sem er opin milli 9-12 simar 11680 og 11360. Við vitjanabeiðnum er tekið hjá kvöld og helgidagavakt, simi 21230. Læknavakt i Hafnarfirði og Garðahreppi: Upplýsingar i lög- regluvarðstofunni i sima 50181 og slökkvistöðinni i sima 51100, hefst hvern virkan dag kl. 17 og stendur til kl. 8 að morgni. Um helgar frá 13 á laugardegi til kl. 8 á mánu- dagsmorgni. Simi 21230. Sjúkrabifreiðar fyrir Reykja- vík og Kópavog eru í sima 11100. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram i Heilsuvernd- arstöö Reykjavlkur, á mánudög- um kl. 17-19. Gengið inn frá Barónsstlg yfir brúna. Almennar upplýsingar um læknabjónustuna i borginni eru gefnar i simsvara læknafélags Reykjavikur, simi 18888. SKAKIN Svart: Akureyri: Atli Benediktsson og Bragi Pálmason. ABCDEFGH oo co to co C4 Það æxlaðist þannig að þau stóöu sitt i hvorum simaklef- anum. Og John Wells kom auga á liana. Hann vildi þá strax óður og uppvægur giftast henni, — en sagan varð lengri. Það tók hann nefnilega þrjú heil ár að sannfæra leikkonuna Ninu West um að væri alvara. En það tókst, og hér eru þau, nýgift. ABCDEFGH Hvltt: Reykjavik: Hilmar Viggósson og Jón Víglundsson. 2. leikur Akureyringa Rb8—c6 Útvarp MIÐVIKUDAGUR 7.00 MorgunútvarpFréttir kl. 11.00. Föstuhugleiðing: Séra Björn O. Björnsson flytur. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.15 Þáttur um heilbrigðismál. Eggert Steinþórsson læknir talar um réttindi og skyldur fólks i sjúkrasamlögum. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Slðdegissagan „Draumur- inn um ástina” eftir Hugrúnu höfundur les (8). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Islenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Andrarimur FÉLAGSLÍF A—A SAMTÖKIN. Viðtalstimi alla virka daga kl. 18.00 til 19.00 i sima 1-63-73. hinar nýju. Sveinbjörn Bein- teinsson kveður þriðju rimu rimnaflokks eftir Hannes Bjarnason og Gísla Konráðs- son. 16.35 Lög leikin á knéfiðlu. 17.00 Fréttir. 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson tónskáld sér um þátt- inn. 17.40 Litli barnatiminn. Anna skúladóttir og Valborg Böðvarsdóttir sjá um timann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Sverrir Tómasson cand. mag. flytur þáttinn. 19.35 ABC. Asdis Skúladóttir sér um þátt úr daglega lifinu. 20.00 Stundarbil. Freyr Þórarins- Skipaútgerð ríkisins. Esja er á Austfjarðahöfnum á suðurleið. Hekla fór frá Reykjavik i fyrra- kvöld, austur um land i hringferð Herjólfur fer i dag til Vestmanna- eyja. Baldur fór i gærkvöldi til Snæfells- og Breiðafjarðarhafna. son kynnir hljómsveitina Roll- ing Stones. 20.30 „Virkisvetur” eftir Björn Th. Björnsson. Þriðji hluti endurfluttur. Steindór Hjör- leifsson stjórnar leikflutningi á samtalsköflum sögunnar. 21.35 Lögréttusamþykktin árið 1253. Þriðja erindi Jóns Gislasonar póstfulltrúa. Gunnar Stefánsson les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (44). 22.25 Kvöldsagan „Astmögur Iðunnar” eftir Sverri Krist- jánsson, Jóna Sigurjónsdóttir les (13). 22.45 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. miðvikudagur 18.00 Siggi. Þyðandi Kristrún Þórðardóttir. Þulur Anna Kristin Arngrimsdóttir. 18.10 Teiknimynd. 18.15 Ævintýri i noröurskógum. 25. þáttur. Dularfulla askjan. Þýðandi Kristrún Þóröardóttir. 18.40 Slim John. Enskukennsla i sjónvarpi. 17. þáttur endur- tekinn. 20.00 Fréttir 2025 Heimur hafsins. Italskur fræðslumyndaflokkur. 10. þáttur. 1 leit að fjársjóöum. Þýðandi og þulur öskar Ingimarsson. 21.20 Inn I skuggann. (La proie pour l’ombre). Frönsk biómynd frá árinu 1961. Leikstjóri Alexandre Asruc. Aðal- hlutverk: Annie Girardot, Christian Marquard og Daniel Gelin. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Myndin greinir frá framgjarnri konu, sem þykir eiginmaðurinn veita sér ónógan stuðning. Hún yfirgefur hann þvi, og tekur saman við annan, sem hún telur munu verða sér meir til framdráttar. 22.55 Dagskrárlok. © Miövikudagur 22. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.