Alþýðublaðið - 22.03.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.03.1972, Blaðsíða 5
ÖRYGGI OKKAR BEZT TRYGGT í SAMSTARFI VIÐ SKYLDAR ÞJÚOIR HÚtgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur rit- stjórnar Hverfisgötu 8-10. Simar 14-900 (4 línur). Auglýsingasími 14-906. Blaðaprent STJORN fSTRfm VIBAL- MENN- INC! Vöruverðshækkanirnar, sem dynja nú yfir daglega, eru beinar afleiðingar af algeru stjórnleysi i efnahagsmálum hjá rikisstjórn ólafs Jóhannes- sonar, Þar hefur engin heildar- stefna verið mótuð, heldur er hverjum degi látin nægja sín þjáning. Afleiðingin er alger upplausn, algert stefnuleysi. Forsmekkinn af þvi, sem koma skyldi, gaf rikisstjórnin á s.l. ári. Árið 1971 var eitt það mesta góðæri, sem orðið hefur á islandi. Verðlag á helztu út- flutningsvörum okkar fór sifellt hækkandi og peningar streymdu inn til þjóðarbúsins i miklu meira mæli, en nokkur hafði þorað að spá við uppliaf ársins. Þctta mikla góðæri varð til þess, að rikissjóður fékk óvænt mikið fc, sem rikisstjórn Ólafs Jóhanncssonar hafði til ráðstöf- unar. Ilún hafði þvi öll tækifæri til þess að gera stóra hluti án þess að þurfa að stiga út fyrir skynsamleg mörk. En rikisstjórnin gat ekki hamið sig. Hún kunni ekki að stjórna. i árslok var ekki aðcins uppétið allt það mikla fé, scm svo óvænt hafði komið i rikiskassann, heldur hundruð milljóna þar til viðbótar. i lok þessa mikla góðæris skilaði rikisstjórnin fleiri hundruð milljón króna halla á rikisbúskapnum. Stefnu- og stjórnleysið hafði reynst þjóðinni dýrkeypt. Margir héldu, að nú myndi rikisstjórnin læra af reynslunni. Þegar hveitibrauðsdagadýrð- inni væri lokið myndi hún taka til við að móta einhverja heildarstefnu i efnahagsmálum. Einhverntíma hlyti að koma að þvi, að ríkisstjórnin færi að reyna að stjórna landinu. En hún sýndi enga slika tilburði. Þvert á móti. Sama ráðleysinu var áfram haldið. Við afgreiðslu fjárlaga setti rikisstjórnin nýtt útgjaldamet, Hún hækkaði útgjöld hins opin- bera um hvorki meira né minna, en u.þ.b. 50% frá árinu áður. Til þess að mæta þessum auknu útgjöldum undirbjó hún stórauknar álögur á almenning, — fyrst með þvi að stórauka skatta og siðan með þvi að hækka verðlag á helztu lifs nauösynjum en búa svo um bnutana, að alntenningur gæti alls ekki fengið þessar verð- hækkanir bættar. Þessar álögur eru nú að koma frant. Ný skattalög hafa verið samþykkt á Alþingi, sent auka skattbyrði þegnanna um 600-700 nt.kr. Þessi nýju lög fela það einnig i sér, að ýmsum hlunn- indum.sent launafólk áður naut, er nú algerlega sleppt, — t.d. eins og auknunt persónu- frádrætti fyrir gamalt fólk, sem felldur var úr gildi, frádrætti á launatckjur húsmóður til út- svars og fleira i þeint dúr. Sams konar árásir á alþýðu- fólk endurtekur rikisstjórnin nú daglega itteð sifelldum verð- hækkunum á ýmsum varningi. Mjólkur- og kjötvörur hafa tvihækkaö frá siðustu áramótum. Brauðvörur hafa Itækkaö allt að 19,5%. Ýntsir þjónustuliðir hafa stórhækkað, svo sent strætisvagnafargjöld, fargjöld með leigubifreiðunt, þjónusta á rakarastofum o.fl. Rafmagn hefur hækkað og á næstunni má búast við hækk- unum á póst- og sintagjöldum. Áfengi og tóbak hafa hækkað og hafði rikisstjórnin ekki einu sinni fvrir bvi að tilkvnna um það. Blöðin og þar með almenningur fréttu um hækk unina á skotspónum. Þaö eina, sem ékki Itefur hækkað er kaupið. Kaupmáttur launa er nú lægri, en liann var, áður en kjarasamningarnir i desember voru gerðir. Þannig birtist stjórnleysið i framkvæmdinni. Byrðum er hlaðið á byrðar ofan, Rikis- stjórnin er kontin i skæruhernað við alntenning i landinu og veitir launafólki daglegar atlögur. Málgöng stjórnarflokkanna reyna að telja almenningi trú unt, að allar þcssar álögur séu verk fyrrverandi rikisstjórnar, sem lét af völdum fyrir meira en hálfu ári. En allir vita Itver sannlcikurinn er. Ilann er sá, að þetta eru afleiðingarnar af algjöru stjórnleysi núverandi rikisstjórnar i efnahagsmálunt þjóðarinnar. Það er þetta st- jórnleysi, sem er að leggja efna- hagslifið i rúst og daglega rýrir afkont unt öguleika fólksins i landinu. Plokksstarfid Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur aðalfund, miðvikudaginn 22.marz kl. 20.30, i Alþýðuhúsinu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, Myndasýning — Kaffidrykkja. Stjórnin. WILSON VINNUR A Siðasta Gallup—skoðanakönn- unin, sem gerð var i Bretlandi, sýnir að Verkamannaflokkurinn nýtur enn heldur meiri hylli meðal almennings, en Ihalds- flokkurinn. Fylgi Verkamanna- flokksins er 9% meira, en var i siðasta mánuði 8,5% meira, svo Wilson hefur heldur unnið á. t skoðanakönnuninni var spurt, hvaða flokk fólk myndi kjósa, ef kosningar yrðu ,,á morgun”. Þegar þeim er sleppt, sem svöruðu með „veit ekki” sögðust 39,5% myndu kjósa Ihalds- flokkinn, 48,5% Verkamanna- flokkinn og 9,5% hinn litla flokk Frjálslyndra. I umræðunum um öryggismálin á Alþingi i gær flutti Jón Armann Héðinsson. alþm. ræðu fyrir hönd Alþýðuflokksins með þings- ályktunartillögu þeirri, sem flokkurinn flytur um málið, en hún fjallar m.a. um, að sérstakri þingnefnd verði falið að rannsaka öryggismálastöðu landsins fyrir opnum tjöldum og ákvörðun um endurskoðun varnarsamningsins verði tekin að þeirri rannsókn lokinni. 1 upphafi ræðu sinnar vék Jón Ármann Iléðinsson að atburð- unum þann 10. mai 1940, þegar brezkur her gekk á land á tslandi. — Frá þessum degi hefur lif þjóðarinnar verið með miklum öðrum brag, en áður var og svo mun verða, sagði Jón Armann. tslendingar voru i einni svipan komnir inn i ægilegustu átök mannkynssögunnar og gátu engu þar um breytt. Jón Ármann sagði einnig, að sú ákvörðun, að hverfa frá marg- yfirlýstri hlutleysisstefnu og sætta sig við varnarliðið i landinu hafi jafnan átt sér harða and- stæðinga og með ýmsu móti hafi fremur fámennur hóDur manna baksað við að vinna þeirri stefnu fylgi meirihlutans, að fásinna væri að vera innan Atlantshafs- bandalagsins og herinn ætti að hverfa á brott. — Ég tel það hins vegar stað- reynd, sagði Jón Armann, að almennt hafi fólk það á til- finningunni, að ekki sé grund- völlur fyrir þvi að hverfa aftur að fyrri hlutleysisstefnu, vegna ger- samlegra breyttra aðstæöna i heiminum. Jón Ármann vék þvi næst að varnarsamningi okkar við Bandarikin og ástæðum þess, að sá samningur var gerður, en ein- mitt um sama leyti var framferði Sovétrikjanna bein ógnun við frið i Evrópu, þar sém þeir i skjóli vopnavalds komu á fót hverri leppstjórninni á fætur annarri. Þessar ástæður lágu til grund- vallar þvi, að vestræn riki stofn- uðu með sér varnarsamtök, — NATO , sagði Jón Ármann. — En hvaö er þá þetta marg- umrædda Atlantshafsbandalag? spurði Jón Ármann. Það er ekki yfirþjóðleg stofnun. Það er milli- rikjabandalag, friðarstofnun. Siðan ræddi Jón Ármann ýtar- lega um hlutverk og viðfangsefni Atlantshafsbandalagsins og benti á, að með stofnun þess hafi hin hernaðarlega útþenslustefna Rússa i Evrópu verið stöðvuð. Jón Ármann ræddi einnig sér- staklega ákvæði Atlantshafssátt- málans, þar sem sérstaklega er undirstrikað, að NATO er fyrst og fremst varnarbandalag. — Aðildarrikin eru ákveðin i að tryggja frelsi þjóða sinna, sam- eiginlegan menningararf og sið- menningu, sem byggist á grund- vallaratriðum lýðræðisstjórnar, einstaklingsfrelsis og réttarrikis, sagði Jón Armann. Jón Ármann ræddi þessu næst um valkosti smáþjóða og spurði, hvort forsvarsmenn smáþjóða stigju slikt skref, sem aðild að hernaðarbandalögum sé, að ástæðulausu. — Er ekki einmitt augljóst, að þátttaka i NATO feli i sér áhættu? spurði Jón. Eg tel'að svo sé. Þvi miður eru timarnir þannig, að það er óhugsandi fyrir nokkurt riki, stórt eða smátt, að fylgja áhættulausri utanrikisstefnu. Mér virðist sá einn kostur að velja á milli áhættu i einni eða Jón Ármann Héðinsson annarri mynd. Og Jón benti á, að það skipti engu máli, hvað þjóð eða þjóðir segðu. Ef viðkomandi land lægi á svæði, sem voldug hernaðarriki teldu hernaðarlega mikilvæg, þá væri það staðreynd, sem orö gætu ekki breytt og i samræmi við þær staðreyndir yrðu þjóðirnar að hegða sér. Jón Ármann ræddi þessu næst um það atriði i tillögum Alþýðu- flokksins, sem lýtur að rann- sóknum á gildi lslands innan varnarsamtaka NATO. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að eins og ástandið er i dag standi valið aðeins á milli hinna stóru aðila og tslendingar ættu að velja sér það hlutskipti að vera með i samstarfi þeirra þjóða, sem næst okkur standa i menningu og i sögulegu tilliti. — Það hefur verið öruggur meirihiuti hjá islenzku þjóðinni fyrir þvi að standa við hlið þeirra þjóða, þótt þvi fylgi kvaðir nokkr- ar, sem næstar okkur eru að menningu, hugsun og lýðræðis- skipulagi. Þess vegna höfum við gerzt aðilar að NATO, sagði Jón Ármann. — Við munum aldrei hafa her sjálfir, sagði hann ennfremur. Það, sem við höfum getað gert, er aö skapa hér aðstöðu á tak- mörkuðu iandssvæði fyrir nokk- urt setulið, sem hér gætir vissra mannvirkja og fylgist með á lofti og sjó, hvernig aðrar þjóðir haga sinum könnunarferðum bæði gagnvart lslandi og öðrum nágrannalöndum. Orugglega má segja, að þetta tryggi okkur nokkra vernd fyrir hugsanlegum óvini, hvaðan svo sem hann kæmi. Jón Ármann ræddi þvi næst um menningarleg samskipti innan NATO, sem hann sagði sifellt færast i aukana. Að þessu leyti sé NATO ólikt Varsjárbandalaginu, en þar sé hernaðarþáttur sam- starfsins enn sá þáttur, sem ráði að langmestu leyti. Þessu til stað- hæfingar vitnaði Jón Ármann til upplýsinga um, hve Rússar hafa gifurlega aukið flotastyrk sinn á öllum höfum. Núeigi Rússar m.a. 260 kafbáta, 90 kafbáta búna kjarnorkuskeytum, 100 land- gönguskip, 560 önnur striðsskip og liðlega 200 tundurspilla. Á flota þessum starfi um hálf milljón manna. — Hluti af þessum flota siglir nú meira og minna á hafinu um- hverfis tsland, sagði Jón Ár- mann. Mikilvægi fyrir NATO er ótvirætt fólgið i þvi að hafa hér eftirlitsaðstöðu með þessum siglingum. Ræddi Jón Armann einnig um mikilvægi tslands til sliks eftir- lits, en lega landsins, mitt á milli tveggja heimsálfa, gerir landið mjög þýðingarmikið sem eftir- litsstöð. t lok ræðu sinnar ræddi Jón Ár- mann svo ýmis atriði i tillögu Alþýðuflokksmanna um öryggis- málin. Meðal annars drap hann á það, sem þar segir um sérstaka athugun á gildi radarstöðva og orrustuflugsveita á tslandi fyrir öryggi landsins og varnarkerfið i heild, nauðsyn athugunar á þvi, hvort tslendingar sjálfir gætu ekki lekið að einhverju leyti að sér ef.tirlitsstarfið, t.d. yfir landgrunninu og hugsanlega mengunarlögsögu. Benti Jón Ár- mann á, að sér virtist það vel mögulegt, að i framtiðinni tæki Landhelgisgæzlan þessi verkefni að sér. Mætti hugsa sér, að Land- helgisgæzlan gerði út flugsveit, sem annaðist reglubundið eftir- litsflug yfir þessu hafsvæði og gæti þaö eftirlitsstarf jafnframt orðið einn þátturinn i varnar- og eftirlitsflugi NATO-landa. Að lokum ræddi Jón Armann sérstaklega hina efnahagslegu þýðingu varnarstöðvarinnar og lagði áherzlu á það, að athugun yfir gerð á þvi, hver sú efnahags- lega þýðing raunverulega væri. I ræðulokin vék Jón Ármann sérstaklega að þeim ágreiningi, sem komið hefur i ljós, að er innan rikisstjórnarinnar um afstöðuna i öryggismálunum. Hann sagði: „Freistandi væri að rekja hér margar tilvitnanir úr blöðum undanfarna mánuði, sem sýna svo ekki verði um villzt, hversu djúpstæður ágreiningur er i st- jórnarliðinu i afstöðu til varnar- og öryggismála tslands. En þar sem ég reikna með að margir muni taka til máls og fjalla meira og minna um þennan ágreining og vitna i þvi sambandi i einstök við- töl við ráðherra og þingmenn stjórnarliðsins er birzt hafa i blöðum undanfarnar vikur, leiði ég hjá mér þennan þátt, þótt stór- merkur sé, i framsöguræðu . Þó vil ég undirstrika alveg sérstak- lega svo að ekki verði um villzt, að hér á háttvirtu Alþingi i dag er ekki meirihluti fyrir þeirri stefnu aö skilja ísland eftir varnarlaust og i öryggisleysi meðal vest- rænna vinaþjóða. Það eru þvi sáralitlar likur á þvi, að efndir verði á þeim þætti málefna- samningsins hjá rikisstjórninni, að varnarliðið hverfi af landi brott á næstu þremur árum. Franthald á bls. 4. ÚR ÞINGRÆBIIJÓNS ÁRMANNS HÉDINSSONAR í GÆR Miövikudagur 22. marz 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.